Tíminn - 20.12.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 20.12.1988, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 20. desember 1988 Starfsnefnd skilar tillögum og áliti um lausn á fjárhagsvanda Ríkisútvarpsins: Tekjur minnka - skuldir aukast Starfsnefnd sú sem menntamálaráðherra skipaði til að gera tillögur um eflingu Ríkisútvarpsins og lausnir á fjárhagsvanda þess skilaði áliti í hendur menntamálaráðherra s.l. miðviku- dag. Mál þetta hefur verið rætt í ríkisstjórninni og sent fjárveitinganefnd til fyrirgreiðslu. Eins og komið hefur fram í frétt- um er fjárhagsstaða RÚV afskap- lega slæm, skuldabagginn nemur á núvirði um 500 milljónum króna. Stjórnvöld hafa skert tekjustofna RÚV með niðurfellingu aðflutnings- gjalda sem áttu að renna til stofnun- arinnar og vanefndum framkvæmda- valdsins á hækkun afnotagjalda sam- kvæmt fjárlögum. Auk þess hafa auglýsingatekjur minnkað í kjölfar harðnandi samkeppni. Starfsnefndin einskorðar þessar fyrstu tillögur sínar við að leysa bráðan fjárhagsvanda stofnunarinn- ar til að gera Ríkisútvarpinu þar með kleift að standa við nauðsynleg- ustu skuldbindingar sínar. Lagt er til að afnotagjald fyrir útvarp og sjónvarp hækki 1. mars- n.k. í 1500 krónur á mánuði en í dag er afnotagjaldið 1170 krónur. Tekju- auki vegna þessa er um 180 milljónir á næsta ári. Elli- og örorkulífeyrisþegar hafa fengið niðurfellingu afnotagjalds. Nefndin gerir það að tillögu sinni að Tryggingastofnun taki yfir þennan þátt og greiði afnotagjöld þessara aðila. Hér er um að ræða 5000 notendur og er áætlað að á næsta ári verði þessar greiðslur um 90 milljón- ir króna, sem ganga eiga beint til greiðslu upp í launaskuld RÚV hjá fjármálaráðuneytinu. Nefndin er sammála um að Menn- ingarsjóður útvarpsstöðva hafi dreg- ið úr fremur en aukið möguleika RÚV til vandaðrar dagskrárgerðar þar sem stórum meira fé hafi í hann runnið en úr honum hefur fengist. Á árunum 1986 og 1987 tapaði Ríkisút- varpið 37 milljónum króna á við- skiptum sínum við sjóðinn og nefnd- in leggur til að hann verði lagður niður. Auk þess verði hlutur ríkis- sjóðs og bæjarfélaga í rekstri Sin- fóníuhljómsveitar íslands aukinn. Ennfremur leggur nefndin til að Svavar Gestsson menntamálaráðherra kynnti tillögur starfsnefndar um fjárhagsvanda RÚV á blaðamannafundi í gær. ríkissjóður yfirtaki eftirstöðvar lána sem stofnað var til á árunum 1979, ’80 og ’81 samtals að upphæð 60 milljónir króna. Varðandi innviði stofnunarinnar gerir nefndin það að tillögu sinni að dregið verði saman í stjórnunargeir- anum en aukið verði við framleiðslu- geirann. Einnig eigi að draga úr aðkeyptri þjónustu og ráðgjöf sem hefur falið í sér mikinn tilkostnað. Nefndin ráðgerir að tillögurnar færi stofnuninni 210 til 220 milljónir króna til þess að efla starfsemi sína á næsta ári, umfram það sem var á árinu 1988 á sambærilegu verði. Að auki muni þetta skila um 160 milljón- um í framkvæmdasjóð RÚV. Lokaorð álits nefndarinnar eru eftirfarandi: „Samkeppni hefur ekki leitt til aukins framboðs á vönduðu dagskrárefni. Ef Ríkisútvarpið er ekki fært um að framleiða vandað efni af fjárhagsástæðum er ekki hægt að ganga að því vísu að aðrir geri það.“ Nefndin mun starfa áfram og vinna að tillögum um frekari eflingu, hlutverk og sjálfstæði RÚV. Miðað er við að nefndin skili lokatillögum seint í janúarmánuði. Þá mun menntamálaráðherra endurskipu- leggja nefndina með það fyrir augum að hún geti fjallað um útvarpslögin í heild, þannig að tillaga um endur- skoðun útvarpslaga liggi fyrir svo snemma að alþingi geti í vetur tekið afstöðu til tillagnanna sem þá liggja fyrir. SSH Tillögur starfsnefndarinnar um RÚV ganga í þá veru að milda innheimtuaðgerðir á vanskilamönnum: INNHEIMTAN TEKIN ÚR HÖNDUM LÓGFRÆÐINGA Vangoldin afnotagjöld til Ríkisút- þar af eru 70 milljónir tilkomnar þvíaðvera20% afáætluðumtekjum varpsins eru um 200 milljónir króna, vegna dráttarvaxta. Þetta sam^varar stofnunarinnar af afnotagjöldum #LLu“ Sœbólsbraut í Kópavo^ KRAKKAR! Hvert fóru peningarnir? Rauði Kross íslands býður öllum þeim krökkum sem safnað hafa fé fyrir R.K.Í. til skemmtifundar miðvikud. 21. des. kl. 15.00-17.00 að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Þcssar telpur Dagskra: 1. Hvert foru penmgamir þmir?^fslands;Sofn Þ__ Kynning á starfi R.K.Í. í Afríku. 2. Veitingar. 3. Bjartmar og Laddi skemmta... Þátttaka tilkynnist í síma 26722 fyrir kl. 17.00 þriðjud. 20. des. RAUÐI KROSS ÍSLANDS næsta árs. Þrátt fyrir þessar staðreyndir ákvað starfsnefnd sú er vann að tillögum til að ráða fram úr fjárhags- vanda RÚV, að innheimtudeildin taki í sínar hendur verulegan hluta þeirra starfa sem nú eru falin lög- mönnum. En um 8% af kröfum hvers árs fara til lögfræðings til innheimtu. Þetta vekur nokkra at- hygli m.a. vegna þess að innheimtu- deildin var hvað harðast gagnrýnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrr á þessu ári, þar sem tekinn var fyrir rekstur RÚV. Einnig er ljóst að innheimtudeildin hefur ekki sömu heimildir varðandi innheimtu og lögfræðingar og því alls ekki ljóst hvernig deildinni á að takast inn- heimta þessara vangoldnu afnota- gjalda. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar fjármálastjóra RÚV sem jafnframt átti sæti í nefndinni felur þessi ákvörðun í sér að mál eru unnin lengur í innheimtudeildinni áður en þeim er vísað til lögmanna. Með þessu er gerð tilraun til þess að ná inn afnotagjöldunum án þess að viðskiptavinurinn þurfi að leggja út í þann mikla kostnað sem innheimta lögfræðings leiðir oft tii. „Það hefur alltaf verið okkar von að ná betri skilum án aðstoðar lögfræðinga, en á því hefur vissulega verið mikill misbrestur. Grundvall- arhugsunin er að ná árangri þó með mildari aðgerðum. Einn liður í þessu er að innheimta einn mánuð í senn en senda ekki gíróseðla á þriggja mánaða fresti eins og tíðkast hefur. Einnig má nefna að það hefur verið gengið frá töluverðu af þessum van- skilum á raðgreiðslur hjá greiðslu- kortafyrirtækjunum. “ SSH Fimmti hver sjónvarpseigandi er í vanskilum, og leggur starfsnefndin til að innheimtuaðgerðir verði mildaðar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.