Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. desember 1988 Útgerðarfélag Skagfirðinga og Fiskiðja Sauðárkróks hafa komist að samkomulagi: Skipt um áramótin Útgerðarfélag Skagfirðinga og Fiskiðja Sauðárkróks hafa formlega gengið frá skiptunum á Drangey, hálffrystiskipi Útgerðarfélags Skag- firðinga og togurum Hraðfrystihúss Keflavíkur, Aðalvík og Bergvík. Skipaskiptin fara fram um áramót. Sem kunnugt er samþykkti stjórn Hraðfrystihúss Keflavíkur skipa- skiptin fyrir sitt leyti á miðvikudag sl. Marteinn Friðriksson stjórnarfor- maður Útgerðarfélags Skagfirðinga sagði í samtali við Tímann að Drang- eynni hefði verið breytt í hálffrysti- skip með það í huga að nota bann- daga til rækjuveiða, en þegar til átti að taka og búið var að breyta skipinu var reglum í sambandi við veiðarnar breytt. „Við hefðum þurft að láta breyta því í alfrystiskip, en drógum við okkur, þar sem það hefði þýtt of mikinn samdrátt á vinnu í landi,“ sagði Marteinn. Hann sagði að því hefði verið brugðið á það ráð að selja skipið og fá í staðinn tvo togara. Með tilkomu þessara tveggja togara kemur vinna í landi til með að eflast verulega, þrátt fyrir að einhver samdráttur sé sýnilegur í heimildum. - ABÓ 2,9% hækkun vísitölunnar Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 0,7% síðustu þrjá mán- uði, sem samsvarar 2,9% árshækk- un. Á síðastliðnum tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 16,2%. Samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar reyndist vísitala bygging- arkostnaðar, eftir verðlagi um miðj- an desember vera 125,4 stig, eða 0,4% hærri en í nóvember. Frá nóvember til desember hækk- aði verð á þakjárni um 6% og verð á kambstáli um 9%. Þessar hækkanir höfðu í för með sér um 0,2% hækkun vísitölunnar. Þá olli um 5% verðhækkun á málningarefni 0,1% hækkun og verðhækkun ýmissa ann- arra vöruliða olli einnig um 0,1% hækkun á vísitölu byggingarkostn- aðar. - ABÓ íslenskar getraunir: Tveir með 12 rétta Loks kom að því að getraunapott- urinn gengi út. Um helgina var potturinn fjórfaldur og 1. vinningur fór í 8.109.136 kr. en það er stærsti vinningur í íslenskum getraunum frá upphafi. Tvær raðir komu fram með 12 réttum. Önnur var keypt á Lang- holtsvegi í Reykjavík fyrir 1000 kr. en notað var tölvuval. Vinnandi vill ekki láta nafns síns getið. Hin röðin var keypt í Borgarnesi, fyrir aðeins 60 kr. en eigandi hennar hefur enn ekki gefið sig fram. Þeir heppnu fá í sinn hlut 4.054.568 kr. hvor. 44 raðir komu fram með 11 réttum, en fyrir hverja röð fá hand- hafar raðanna 36.833 kr. BL Tíminn 3 IÐUNNARBÓK E R GÓÐ BÓK GARÐAR SVERRISSON BfR ÍSLENDIMvllR m ISLEHill HÉR? Sagan af kaupmannssyninum úr Reykjavík sem fullur bjartsýni heldur út í heim til að afla sér menntunar en er svikinn í hendur Gestapo og sendur í útrýmingar- búðir nasista í t*ýskalandi. Býr íslendingur hér? er óvenju áhrifamikil frásögn af þeim umskiptum sem verða í lífi ungs Reykvíkings, Leifs Muller, sem elst upp í vernduðu umhverfi heima á Stýrimannastíg 15 en lendir síðan í einhverri mestu þolraun sem íslend- ingur hefur lifað. Eftir fjörutíu ára þögn segir hann áhrifamikla sögu sína af hreinskilni og einlægni, sátt- ur við sjálfan sig og án þess að draga nokkuð undan. Brugðið er upp ógleymanlegum myndum af Englend- ingunum í hegningardeildinni, ívani litla og Óskari Vilhjálmssyni, gamla manninum sem gat ekki gengið í takt og ungu drengjunum sem féllu í valinn, einir og yfirgefnir — sviptir trú á miskunn Guðs og manna. Garðar Sverrisson hefur ritað þessa áhrifainiklu ör- lagasögu og skapað eftirminnilega og inagnaða frá- sögn sem á engan sinn líka meðal íslenskra ævisagna og snertir djúpt alla sem hana lesa — snertir þá og minnir á ábyrgðina sem fylgir því að vera maður. IÐUNN Brœðraborgarslíg 16 ■ sími 28555 ISLf V5A4 AUCL YSISCASTOFA V HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.