Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, ® 28822 Átjan man. binding 75% SAMVINNUBANKINN ÞRDSTIIR 685060 VANIR MENN Tíminn Jón Óttar fagnar rannsókn skattrannsóknastjóra á bókhaldi Stöðvar 2 og segir: Mörk auglýsinga kostunar skilgreind Skattrannsóknastjóri hefur samkvæmt heimildum Tím- ans hafiö samanburöarrannsókn á bókhaldi Stöðvar 2 og nokkurra fyrirtækja. Ætlunin er að kanna hvort að samræmi sé í bókhaldi Stöðvar 2 og fyrirtækjanna um viðskipti þeirra í milli og hvort Stöð 2 hafi vísvitandi reynt að komast hjá að greiða söluskatt og framlag til Menningarsjóðs sjónvarps- og útvarpsstöðva. Stöðin hefur talsvert stundað svonefnd vöruskipti - tekið út vörur eða þjónustu og greitt í auglýsingatímum eða annarri þjónustu. Skattrannsóknastjóri sagði blaðinu í gær að, - „svokölluð. vöruskipti eiga ekki að breyta neinu í sambandi við söluskatt sé á annað borð um söluskattskylda þjónustu að ræða. Hvort líta megi á að dagskrá þar sem kostn- aðaraðili er nafngreindur, sé aug- lýsing og þar með söluskattskyld vil ég ekki tjá mig um.“ Rannsóknin mun einkum bein- ast að því hvort vöruskiptin hafi á einhvern hátt orðið til þess að skattaskil hafi ekki verið sem skyldi. Stöð 2 hefur um langt skeið verið gagnrýnd fyrir að greina lítt milli dagskrárgerðar og auglýs- inga þannig að heilu dagskrár- atriðin séu lítt dulbúnar auglýs- ingar. Heyrst hefur að Stöð 2 hafi þannig boðið bókaforlagi nokkru að gera sjónvarpsþætti um sama efni og ákveðinn bókaflokkur fjallar um og hafi átt að lesa upp úr texta bókanna um leið og myndir voru sýndar á skjánum. Á bókaforlaginu að hafa verið boðið þetta gegn tveggja milljóna greiðslu, en eigandi forlagsins hafnað boðinu. Með gerð þessa þáttar hefði mátt líta svo á að bókaforlagið hefði fengið þennan tiitekna bókaflokk sinn auglýstan og Stöð 2 ekki þurft að greiða söluskatt af auglýsingu né gjald til Menning- arsjóðs sjónvarps- og útvarps- stöðva sem skylt er að greiða af auglýsingum. Samkvæmt heimildum blaðsins mun rannsóknin beinast að þessu tvennu. Tíminn bar þetta undir Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps- stjóra Stöðvar 2 og spurði hann hvort Stöð 2 hefði markvisst reynt að komst hjá greiðslu söluskatts og gjalds til Menningarsjóðs sjón- varps- og útvarpsstöðva með slíku móti. Jón Óttar neitaði því alfarið að Stöð 2 hefði nokkru sinni boðið nokkru fyrirtæki neitt af því tagi sem að ofan er nefnt. Slíkt væri fáránlegt og kæmi mönnum í koll. Hann sagði að beinar auglýs- ingatekjur nægðu ekki til að standa alfarið undir dagskrárgerð og því væri kostun, eins og fyrir- bærið Sponsorship hefur verið nefnt, orðið æ algengari um allan heim. Sem dæmi sagði Jón Óttar að Thatcher væri búin að lýsa því yfir að BBC sjónvarpsstöðin fái ekki fé til dagskrárgerðar sinnar að ákveðnum tíma liðnum en Jón Óttar Ragnarsson sjónvarps- stjórí Stöðvar 2. verði í þess stað sjálf að útvega sér kostunaraðila. Jón sagði að skattrannsókna- stjóri segði að um væri að ræða rútínurannsókn og sagðist hann fagna henni. Ýmis vafaatriði væru varðandi hvernig skilgreina skuli hvar mörk milli kostunar og auglýsinga lægju og þessi rann- sókn ætti að stuðla að slíkri skilgreiningu. Þá yrði jafnframt skilgreint hvernig taka skal á þessum mál- um í skattakerfinu. Jón Óttar sagði að um leið og það lægi fyrir yrðu þeir Stöðvarmenn rólegri því þeir vildu fá úr þessum atrið- um skorið. Jón Óttar sagði jafnframt að það væri í hæsta máta ósann- gjarnt að sjónvarpsstöðvar þyrftu að borga söluskatt af auglýsing- um sem blöðin slyppu við. Hann sagði að vegna söluskatts og menningarsjóðsgjalds hefði Stöð 2 til ráðstöfunar, af því fé sem hún tæki inn fyrir auglysingar, um 50-60% meðan blöðin hefðu sitt að fullu til ráðstöfunar. Jón Óttar neitaði því að Stöð 2 hefði meðvitað leitast við að komast hjá greiðslu söluskatts af auglýsingum og greiðslu menn- ingarsjóðsgjalds með því að gera beinlínis auglýsingaþætti undir yfirskini dagskrárgerðar. - sá Svisslendingar sátu eftir með sárt ennið á sunnudagskvöld, er Valsmenn höfðu slegið þá út úr Evrópukeppninni. Hér er það besti maður Amicitia í leiknum, Jens Meyer, sem er heldur niðurlútur eftir ósigurinn. Timamynd Pjetur. Handknattleikur - Evrópukeppni: FH og Valur í átta liða úrslit Valsmenn og FH-ingar komust áfram í Evrópukeppninni í hand- knattleik um helgina, þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leikjum sínum ytra. Valsmenn sigruðu svissnesku meistarana Amicitia 25-22 i Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöld, en FH-ingar unnu stórsigur á rúmensku Evrópumeisturunum Baya Mare í firðinum á föstudag, 32-19. Sjá íþróttir á bls. 10 og 11. Tveggja manna áhöfn bjargaö úr fjörunni: Sóley IS strandaði Sóley ÍS 651 strandaði sunnan í Gelti í Súgandafirði snemma í gær- morgun. Tveggja manna áhöfn sak- aði ekki. Varðskip sem var í nágrenninu bjargaði mönnunum um borð, þar sem þeir voru á gangi í fjörunni um 1 km frá strandstað og flutti þá til Súgandafjarðar. Varðskipið dró bátinn síðan á flot áflóðinuumkl. lósíðdegis. -ABÓ Albert fer til Parísar Síðastliðinn laugardag tilkynnti Albert Guðmundsson að hann myndi þiggja sendiherrastöðuna, sem Jón Baldvin utanríkisráðherra bauð honum, í París. Líklega mun Albert hverfa til Parísar á fyrri hluta næsta árs. Jón Baldvin er fjórði utanríkisráð- herrann sem býður Albert þessa stöðu en Albert hefur gefið sér góðan tíma að hugsa málið enda talið ákvörðunina afar erfiða eins og kom fram í helgarviðtali við Tímann fyrr í þessum mánuði. Eins og kunnugt er var Albert á árum áður atvinnumaður í knatt- spyrnu í Frakklandi og á þar marga vini í áhrifastöðum og í fyrrnefndu viðtali sagði hann að slík tengsl myndu koma íslandi til góða ef hann tæki við stöðunni. Auk þess að vera sendiherra íslands í Frakklandi mun hann sinna tengslum íslands við Portúgal, Spán, Grænhöfðaeyjar, UNESCO og OECD. Albert virðist ekki vera þeirrar skoðunar að brottför hans muni hafa afgerandi áhrif á stöðu Borgara- flokksins. Menn hafa fyrst og fremst verið að velta því fyrir sér hvort það að bjóða Albert stöðuna hafi ekki verið pólitískt bragð til að auka möguleikana á að fá Borgaraflokk- inn í ríkisstjórn. Albert hefur á undanförnum dögum lýst því yfir að hann telji að slík umskipti muni ekki verða og segist jafnframt vera bjart- sýnn á framtíð flokksins. Júlíus Sólnes varaformaður Borg- araflokksins mun taka við formanns- stöðunni í flokknum þegar Albert fer og mun sitja sem slíkur fram að næsta landsfundi. Eftir er að ákveða hver tekur við sem varaformaður og formaður þingflokksins en Albert hefur lýst áhuga sínum á að ráða einhverju þar um. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.