Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 20. desember 1988 BÆKUR iiiiiiiiii; lllllllll! Síóri 1 hái tnífímeksa** d tíi«m tíáti. bsi «isir Kfíf i tð <&}l á#rxin&m *t» 'á! þdx A ÍiiKtd HHttd Jdtftp ÍSfpttrn vjc Kvemia (ræéarimi IXJNN Mtriam Stnppanf Stóri kvenna- fræðarinn Komin er út hjá Iðunni bókin Stóri kvennafræðarinn eftir breska lækninn Miriam Stoppard. Hún hefur fjallað mikið um heilsu og heilbrigðismál í fjölmiðlum í sínu heimalandi og skrifað nokkrar bækur. Meðal bóka hennar eru Foreldrahandbókin og Stelpnafræðarinn sem báðar hafa komið út í íslenskri þýðingu og vakið mikla athygli. Stóri kvennafræðarinn er bók nútimakvenna á ölium aldri, bók sem veitir svör við ótal spurningum um ÖU þau svið sem snerta daglegt líf þeirra og lífshætti. Hér er rætt um hreysti og heilbrigði, likamsrækt og mataræði og umhirðu húðar og hárs. Greint ér frá flestum þeim kviUum og sjúkdómum sem hrjáð geta konur og sagt frá aðferðum til að forðast þá. Sérstakir kaflar eru einnig í bókinni um kyneðU og kynlif og um frjósemi, meðgöngu og fæðingu. Áhersla er þó ekki síður lögð á andlegt heilbrigði kvenna og það sem þvi getur ógnað, svo sem streitu, kvíða og margháttaða örðugleika í sambúð og samskiptum. Jafnframt eru raktir áfangar á þroskaferU kvenna frá æskuárum til eUi, sagt frá óUkum veúkostum sem þeim standa opnir og rætt um samskipti kynjanna, hjónabandog skUnað, starfsframa og margt fleira. Ýmsir kaflar bókarinnar hafa verið staðfærðir nokkuð og hafa sérfróðar konur á viðkomandi sviðum lesið þá yfir og lagað að íslenskum aðstæðum. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi. Kristinn Olsen — svipmyndir frá litríkum flugmannsferli Frjálst framtak hefur sent frá sér bókina Kristinn Olsen - svipmyndir frá Utrikum flugmannsferU eftir Sæmund Guðvinsson fyrrverandi blaðafuUtrúa Flugleiða. í bókinni segir Kristinn Olsen frá mörgum eftirminnilegum atvikum á löngum flugmannsferU sínum en Kristinn er einn af brautryðjendum flugsins á íslandi og handhafi flugskírteinis númer 7. Kristinn segir í bókinni frá þvi hvemig hann heUlaðist af fluginu þegar hann var imgUngur, frá flugnámi sinu i Kanada.og síðan frá baráttunni sem hófst þegar komið var heim frá námi. Aðstaðan var bágborin og oft flogið við hin erfiðustu sldlyrði. Kristinn segir frá mörgu eftirminnilegu er gerist á þessum árum, m.a. frá sildarleitarfluginu, frá björgun skíðaflugvélarinnar af VatnajökU og ævintýraflugi til Suður-Ameriku, Grænlands og fleiri staða. Hann segir einnig frá eftirminnilegum samferðctmönnum, eins og Múra flugstjóra, sem bjó til ævintýrin ef þau urðu ekki á vegi hans á annan hátt. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina sem er 150 blaðsíður. Bókin er sett, og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin hjá ArnarfelU. Kápu hannaði Friðrik ErUngsson. Jón Engilberts Komin er út bók um hinn merka listmálara Jón Engilberts. Jón fæddist árið 1908 og lést 1972. Hann hefði því orðið áttræður á þessu ári. Það eru Listasafn A.S.Í. og bókaforlagið Lögberg sem gefa bókina út. Jón Engilberts var í forystu þeirra Ustmálara, sem á fjórða áratugnum gerðust brautryðjendur nýrra viðhorfa í islenskri listasögu. Manneskjan og nánasta umhverfi hennar varð helsta viðfangsefni þessarar kynslóðar, en nýr form- og Utaskilningur birtist einnig í verkum þeirra. Það sem er helsta kennimark Ustar Jóns Engilberts frá öndverðu, eráhrifamátturUtarins, sem birtist með margvislegum hætti í Ust hans. Á fjórða áratugnum eru það öðru fremur Bókaútgáfan Reykholt býður lesendum þrjár nýjar bækur íýrir þessi jól. Auk þess endurútgefium við á sérstöku tilboði þá fjórðu. SU FORVITNILEGASTA Við gefúm út bók efitir einn umdeildasta guðsmann íslands, sr. Árelíus Níelsson. Bók hans heitir HORFT UM ÖXL AF HÁJLOGALANDSHÆÐ og hefúr að geyma endurminningar hans. í flestra augum er sr. Árelíus persónugervingur guðfræðinnar sem flestir setja í samband við sina eigin barnatrú. ÞrösturJ. Karlsson er ungur höfúndur sem við höfúm sérstaka ánægju af að kynna bókaþjóðinni. Hann hefúr skrifað skáldsöguna SKUGGANN, bók sem okkur finnst einkennast aJf takmarkaiausu hugmyndaflugi. í henni koma fyrir allir helstu örlagavaldar mannkyns. [mi Við erum upp með okkur af að fá að gefa út nýjustu bók Indriða G. Þorsteins- sonar, en hún heitir því þjóðlega nafni HÚÐIR SVIGNASKARÐS. Þetta er leikrit sem fjaliar um Snorra Sturluson. Hinar Hákonarson myndlistarmaður myndskreytti bókina. REYKHOLT MADURINK OG SKALDIS STEINN STEINARR V M AFMÆLIS' * SIGFUS DAÐASON SETTI SAMAN /1» ■ jí ímA m Maðurinn og skáldið STEINN STEINARR á afmælistilboði Nú í október hefði höfuðskáld ís- lenskrar nútímaljóðlistar, Steinn Stein;irr, orðiö 80 ára ef hann heföi lifað. Skáldbróðir Steins, Sigfús Daðason, hefúr skrifaö um hann bók, sem Rcykholt Jif. hefur nú dreift sérstaldega í tileftii þessara tímamóta og boðiö unncnduin Steins tii kaups á sérstöku afcláttar- verði. í bókinni er fjöldi mynda og ýmis áður óbirt verk Steins. AÐ SIGRA HEIMINN Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjama sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er ncfnilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr hljómsterkar andstæður sem hann tíundar, en á hinum fimmta er lögð áhersla á dulúðugt seiðmagn litarins, sem hann dregur fram, þegar hann fjallar um manneskjuna eða skynjar náttúruna sem líingu fyrir tilfinningalega reynslu. í bókinni eru litprentanir 56 verka eftir Jón Engilberts, auk fjölmargra teikninga og Ijósmynda úr lífi hans og starfi. Listaverkin eru í eigu Listasafns íslands, Listasafns A.S.Í. og ýmissa stofnana og einstaklinga. I þessari bók fjallar Ólafur Kvaran listfræðingur nm listferil Jóns og megineinkenni verka hans, en Baldur Óskarsson skáld, sem var náinn vinur Jóns um árabil, ritar minningar um hann - „fáein brot“. 1 bólrinni er útdráttur á ensku um Jón Engilberts og verk hans. Ljósmyndun listaverka annaðist Kristján Pétur Guðnason. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókarinnar en prentsmiðjan Oddi hf. um litgreiningu, prentun og bókband. Jón Engilberts er áttunda bindið í ritröðinni íslensk myndlist, en áður eru komnar út eftirtaldar bækur: Ragnar í Smára, Eiríkur Smith, Jóhann Briem, Muggur, Jóhannes Geir, Ásgrímur Jónsson og Tryggvi Ólafsson. MATHAN H, ATRIN 0G RICHARO M. fOXX 𻫠og tmmss lí ið m arangws Að venja á kopp á einum degi eftir Azrin og Foxx Iðunn hefur gefið út bókina Að venja á kopp á einum degi — örugg og markviss leið til árangurs. Höfundar hennar eru sálfræðingarnir Nathan H. Azrin og Richard M. Foxx, sérfræðingar í námstækni og byggja þeir aðferð sína á ýmsum kenningum um nám og uppeldi. Hér lýsa þeir því vandlega, skref fyrir skref, hvernig gera má hreinlætisþjálfun barna að léttum leik. Aðferð sú sem hér er lýst skilar oftast árangri samdægurs. Markviss þjálfun í þrjá til fjóra tíma leiðir til þess að bömin geta sjálf farið á koppinn og gera það af eigin hvötum. Hún byggist þó ekki á neinum töfrabrögðum, heldur læra börnin vegna þess að það er skemmtilegt, einfalt og spennandi. Þótt hin nýja aðferð geti sparað foreldrum ómældan tíma, áhyggjur og fyrirhöfn er hún fyrst og fremst þróuð með barnið í huga. Sé henni beitt verður þjálfunin að skemmtilegri lífsreynslu og refsingar og reiðiköst em algjörlega úr sögunni. Barnið er miðdepill athyglinnar og hefur þegar þjálfun lýkur tekið stórt skref í átt tú aukins sjálfstæðis. Aðalbjörg Jónasdóttir þýddi. Frásögn um r 12 einstaklinga I gegnum árin í gegnum árin er bók um minnisstæð atvik úr lífi tólf einstaklinga, sem Ólöf J. Jónsdóttir hefur skrifað og tekið saman. Þeir sem eiga efni í bókinni eru: Albert Guðmundsson, Brynhildur Jónsdóttir, Karl Ólafur Bang, Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Óli Halldórsson og Ólöf J. Jónsdóttir. Þetta er forvitnileg bók, sem margir munu hafa ánægju af að lesa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.