Tíminn - 20.12.1988, Side 7
Þriðjudagur 20. desember 1988
Tíminn 7
Börn undir skólaaldri og fullorðnir trassa að nota umferðarmerki:
Skipulagsleysi í
dreifingu merkja
Ríkir stefnuleysi í dreifingu endurskinsmerkja? Er einn
háttur hafður á þetta árið, annar hitt?
Tíminn kannaði þessi mái og því miður verður að segjast
að svo er.
í Ijós kom að margir aðilar eru allir af vilja gerðir að auka
öryggi hinna gangandi í umferðinni en mjög skortir á að
þessum kröftum sé beint í einn farveg heldur eru margir að
paufast hver í sínu horni.
Hér sést greinilega þörfín fyrir endurskinsmerki.Rendurnar lýsast upp af
Ijósinu. Tíminn:Pjetur
Umferðarráð lætur gera endur-
skinsmerki sem seld eru í apótekum
og víðar og gekkst fyrir endurskins-
merkjaviku s.l. haust. Ýmsir aðilar
láta gera endurskinsmerki sem dreift
er í skólana og lögreglan í Reykjavík
og víða um Iand vinnur mikið starf
að umferðarfræðslu í skólum og
kemur tíðum inn á notkun merkj-
anna við börnin.
Svo virðist sem vel sé fyrir þessum
málum séð í grunnskólunum víðast
hvar og á barnaheimilum og dagvist-
unarstofnunum.
Hins vegar er miklu minna um að
bæði börn sem ekki hafa náð skóla-
aldri og ekki eru á dagvistunarstofn-
unum, svo og fullorðnir beri endur-
skinsmerki.
Nú er skammdegið svartast, birtu
nýtur örfáar klukkustundir á sólar-
hring og að auki hefur verið um-
hleypingatíð um alllangt skeið með
dimmviðrum og vætu og skyggni
afleitt. Kolsvart malbikið gleypir
bílljósin svo ökumenn sjá illa frá sér.
Við þessar aðstæður verða allir að
gæta sín í umferðinni-ökumenn, en
ekki síður hinir fótgangandi.
Kvartað hefur verið undan því að
fólk noti lítið eða ekki endurskins-
merki og hafa orðið hryggileg slys
undanfarna daga. Ekið hefur verið á
fólk og er skemmst að minnast þess
að í fyrradag urðu tvær litlar stúlkur
fyrir bíl hér í borginni og slösuðust
alvarlega.
Það er siðferðileg skylda allra að
gæta sfn og annarra í umferðinni og
allir ættu að bera endurskinsmerki
nú í skammdeginu.
En hvar fást endurskinsmerkin?
Hvað gerir Umferðarráð? Hvað gera
skólarnir? Tíminn ræddi við fulltrúa
hjá Umferðarráði og við skólastjóra
nokkurra skóla á höfuðborgarsvæð-
inu:
„Umferðarráð fær endurskins-
merki sem dreift er til söluaðila -
apóteka um allt land. í haust hefur
selst gífurlegt magn, mér virðist
töluvert meira en áður. Að auki gaf
Reykjavíkurborg límmerki á öll
skólabörn upp í nfunda bekk,“ sagði
Sigurður Helgason hjá Umferðar-
ráði.
Sigurður sagði að auk þessa seldi
Umferðarráð beint endurskinsmerki
og algengt væri að foreldrafélög
keyptu þau. Merkin væru alltaf til og
fáanleg og það væri skoðun starfs-
manna ráðsins að heppilegra væri að
selja merkin en gefa þau því þannig
væri meiri virðing borin fyrir þeim.
Auk þessa sagði Sigurður að ýmsir
aðilar svo sem bankar og trygginga-
félög hefðu látið gera endurskins-
merki sem dreift yrði að einhverju
leyti á vegum ráðsins til allra nem-
enda í efri bekkjum grunnskóla á
höfuðborgarsvæðinu og víðar.
Sigurður var spurður að því hvers-
vegna endurskinsmerki væru ekki
send inn á öll heimili í landinu og
sagði hann það hugsanlegum vand-
kvæðum bundið gagnvart samning-
um við Póst og síma.
Hann sagði að sér virtist að notkun
endurskinsmerkja hefði aukist
nokkuð undanfarið einkum meðal
barna en hún væri lítil hjá fullorðnu
og eldra fólki.
Bjarni Álfþórsson lögréglumaður
annast umferðarfræðslu í grunnskól-
um borgarinnar. Hann sagði að á
vegum borgarinnar hefðu endur-
skinsmerki verið send í alla grunn-
skólana ásamt bréfi til skólastjóra
með tilmælum um að koma þeim til
nemenda ásamt fræðslu um gagn-
semi þeirra og notkun.
Bjarni sagði að allir gætu síðan
fengið sér endurskinsmerki í apótek-
um, mörgum bókaverslunum og
víðar, en einnig í sportverslunum.
Sportverslanir hafa merki sem
loða við á sama hátt og svokallaðir
franskir rennilásar og hafa meðal
annars hestamenn sett þau á hross
sín og skokkarar hafa oft á sér,
einkum á fótleggjum og sjást þeir þá
langt að í bílljósunum.
Bjarni sagði að í gegnum tíðina
hefði verið hafður ýmis háttur á með
dreifingu endurskinsmerkja til
barna. Ýmsir aðilar hafa gefið merk-
in og stundum höfð samvinna við
ýmsa aðila um að dreifa þeim.
Fyrir fjórum árum lét Rauði kross-
inn gera merki og fékk lögregluna í
lið með sér. Lögreglumenn fóru þá
í grunnskólana og afhentu hverju
barni persónulega endurskinsmerki.
Ári síðar lét Rauði krossinn enn
gera merki og lögreglan kom þeim í
skólana en skólastjórar og kennarar
sáu um dreifinguna.
Bjarni sagðist ekki minnast þess
að í fyrra hafi nein slík gjafamerki
borist í skólana. Lögreglumennirnir
sem umferðarfræðsluna annast
hefðu engu síður lagt áherslu á það
við nemendurna að þeir notuðu
endurskinsmerki.
Nú í haust hefði Reykjavíkurborg
látið gera endurskinsmerki sem send
hefðu verið í skólana en Bjarni
sagðist hafa orðið var við að í
sumum skólum hefðu merkin orðið
útundan. Þau hefðu ekki verið kynnt
og þeim dreift nemendum strax.
Hins vegar sagði Bjarni að í
mörgum skólum hefði verið staðið
að þessu af hinni mestu prýði og
kennarar fylgt því rækilega eftir að
bömin bæru merkin.
Tíminn hringdi í nokkra grunn-
skóla á Reykjavíkursvæðinu til að
heyra hvemig að þessum málum
væri staðið. Sveinn Jóhannsson
skólastjóri Digranesskóla í Kópa-
vogi sagði að á vegum skólans sjálfs
hefðu verið gerð endurskinsmerki
og þeim dreift til allra nemenda.
Síðan hefði verið kannað hvort
nemendur notuðu merkin og þeir
hvattir til þess regluiega.
Stella Guðmundsdóttir skólastjóri
Hjallaskóla í Kópavogi sagði að í
haust hefðu skólanum borist endur-
skinsmerki frá Tannvernd sem dreift
hefði verið til nemenda en sagði að
yfirleitt hefði lögreglan og umferð-
arráð annast þessi mál í samráði við
kennara.
Alfreð Eyjólfsson skólastjóri
Austurbæjarskólans sagði: „Ég hef
lagt mikla áherslu á að nemendur
fengju og notuðu endurskinsmerki.
Alfreð sagði að undanfarin ár
hefði skólinn látið gera endurskins-
merki fyrir nemendur sína, bæði
hengimerki og límmerki.
Á hverju hausti hefði síðan verið
farin herferð í alla bekki skólans og
hvatt til notkunar merkjanna og
lögreglan fengin í heimsókn til að
ræða umferðarmál.
Nú í vetur hefðu skólanum borist
endurskinsmerki frá Tannvernd og
frá borginni og hefðu bæði fallið
krökkunum í geð.
Alfreð sagðist þó telja að heldur
væri að draga úr notkun merkjanna
og þyrfti stöðugt að klifa á notkun
þeirra. Þá sagði hann að notkun
þeirra væri mjög ábótavant hjá hin-
um fullorðnu sem hver maður gæti
séð sem um borgina færi.
Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri
Laugarnesskóla sagðist einnig leggja
mikið upp úr því að börnin notuðu
endurskinsmerki og hann gengi sjálf-
ur í hverja stofu til að fylgja því eftir.
Hann sagði að sú hefð væri í
skólanum að nemendurnirsöfnuðust
saman tvisvar á dag og syngju eða
gerðu eitthvað annað sameiginlega.
Þessir fundir hæfust venjulega
með stuttu ávarpi skólastjóra og
hefði hann stundum sýnt börnunum
með hjálp vasaljóss hver þýðing
endurskinsmerkjanna væri. Þar
hefðu þau getað séð gagnsemi þeirra
svart á hvítu. - sá
Vetur í Portugal
Hvernig væri að stinga af úr myrkrinu,
kuldanum ogslabbinu um tíma?
4, 6, 8,
og 10 vikur
Lissabon
Algarve
Madeira
Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL
bjóða ykkur upp á 4, 6, 8-10 vikan ferðirtil Portúgal ívetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madeira, Algarve eða Lissa-
bonnströndinni. Verð frá kr. 53.200,-
Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist-
ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúg-
al. Þig getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í
einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leikið golf á
einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira.
Ef þig vantarferðafélaga, þáerhann
e.t.v. á skrá hjá okkur.
Allt flug ferigegnum LONDON
og þvígefst farþegum kostur á
að stoppa þar, hvort sem er á
útleið eða heimleið.
./
evrópuferðir
Nánari upplýsingar fúslega
veittar á skrifstofu okkar.
_ _ ----- HAMRAB0RG1-3,200 KÓPAVOGUR
TmVel SÍMI641522
KLAPPARSTlG 25-27
101 REYKJAVÍK.
SlMI628181.
FERDAmVALHF
TRAVEL AQENCY'
HAFNARSTRÆTI 18,
101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.
AUGLÝSEMXJR!
PÓSTFAX TÍMANS