Tíminn - 20.12.1988, Qupperneq 8

Tíminn - 20.12.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn Þriðjudagur 20. desember 1988 Titninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 „Harkan“ ótímabær Morgunblaðið ítrekar á sunnudaginn viðvörun sína til sjálfstæðisforystunnar um að hegða sér ekki eins og offarar í andstöðunni gegn ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Morgunblaðið sýnir réttilega fram á að því fylgir ábyrgð að vera í stjórnarandstöðu. Það þarf ekki síður að hyggja að ábyrgðinni en „hörkunni“, sem hefur verið yfirlýst æðsta boðorð Sjálfstæðisflokksins, þegar hann hefur verið í stjórnarandstöðu. Morgunblaðið minnir m.a. á þá staðreynd, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð neinum raunverulegum tökum á stjórn- arandstöðu sinni gegn ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar fyrr en í nóvember 1973, rúmum tveimur árum eftir að sú ríkisstjórn var mynduð, enda voru þá komnir brestir í stjórnarsamstarfið. Af þessu dregur Morgunblaðið þá ályktun, sem í hreinskilni sinni og raunsæi minnir á sjálfan Machia- velli, að stundum sé skynsamlegt að flýta sér ekki um of, heldur bíða átekta. Stjórnlistin er fremur í því fólgin að sæta lagi en leika hetjur. Orðrétt segir Morgunblaðið: „Eftir upplausn fyrrverandi ríkis- stjórnar“ (þ.e. Þorsteins Pálssonar) „sem byggðist síst af öllu á gagnkvæmum samningsvilja, þarf Sjálfstæðis- flokkurinn líka að fá ráðrúm til að sannfæra kjósendur um að hann hafi burði til að takast á við vandamálin.“ „Enn skortir nokkuð á að svo sé,“ bætir blaðið við. Það er út af fyrir sig athyglisvert og sögulegt, að Morgunblaðið skuli taka sig til að ráðleggja forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins að fara sér hægt í stjórnarandstöðunni. Það er einnig eftirtektarvert að blaðið skuli segja það fullum fetum, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé ekki við því búinn að sannfæra kjósend- ur um hæfni sína, eins og sakir standa, til þess að ráða við aðsteðjandi vanda atvinnu- og efnahagsmála. Hvað öll þessi orð Morgunblaðsins varðar, þá er hins vegar óþarfi að leggja í þau aðra merkingu en í þeim felst. Enginn skyldi halda að Morgunblaðið sé með þessu að bregða trúnaði við Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið er ekki að draga sig út úr sinni gömlu flokkspólitík, hvað þá að það stefni að því að veita öðrum pólitískum öflum stuðning sinn eða sérstakt umburðarlyndi. / Hitt er annað að Morgunblaðið er ekki málpípa Þorsteins Pálssonar eða Friðriks Sophussonar. Morg- unblaðsmenn telja sig þess umkomna að vanda um við núverandi forystu flokksins. Blaðið notar þá klóklegu aðferð að hafa uppi mjög svo almennar hugleiðingar um ástand og horfur í þjóðmálum og kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé óviðeigandi og ábyrgðarlaust að halda uppi stjórnarandstöðuglamri upp á gamla móðinn. Blaðið bendir á, að það séu ekki nema nokkrar vikur síðan forysta Sjálfstæðisflokksins spil- aði stjórnartaumunum úr hendi sér. Þess vegna telur Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkinn ekki færan um að leggja á ráð í núverandi efnahagsvanda. Almenningur hefur auk þess engan áhuga á að hlusta á Þorstein Pálsson og félaga hans. Þessir menn hafa engan hljómgrunn hjá þjóðinni, því er skynsamlegast að þeir hafi hægt um sig í stjórnarandstöðunni, sýni ábyrgð en ekki einhverja uppgerðarhörku. Þetta er sá boðskap- ur, sem Morgunblaðið flytur Þorsteini Pálssyni. Blaðið er að túlka almenningsálitið. Formanni Sjálfstæðis- flokksins er ætlað að hlusta. GARRI 111 iiiiiiiililliiilllilllllllllli RITSTJ0RIISTUDI Það er ekki oft sem Alþýðublað- ið vekur bros lesenda. i*ó gerðist það nú um helgina þegar ritstjór- inn, Ingólfur Margeirsson, skrifar grein, sem hann nefnir „Af örlög- um þjóðar,“ og segir þar mest frá atriðum varðandi Eistland, en rit- stjórinn segist hafa verið þar á ferðalagi. Flest í greininni hefði verið hægt að skrifa við ritstjóra- borð Alþýðublaðsins. En ritstjór- inn tekur af allan vafa: „Ég er nýkominn úr langri ferð um Sovét- ríkin. Ég heimsótti meðal annars Eistland.“ Og áfram heldur rit- stjórinn frásögn sinni og víkur aftur að sjálfum sér: „Ég var staddur fyrir framan blcikmáluðu þinghöllina í Tallinn, höfuðborg landsins, þann 16. nóvember s.l. þegar þingið samþykkti að hafna breytingartillögum Gorbatsjovs.“ Vinir í Tallinn Og enn heldur ritstjórinn áfram og fjallar um stund um forræði Moskvu. „Ég gekk um torgið þar sem fólk á öllum aldri hafði safnast fyrir með spjöld og borða... ,“ skrifar ritstjórinn. Seinna segir hann: „Það sem kom mér verulega á óvart var samstaða kommúnista- flokks landsins og Þjóðfylkingar- innar.“ Og enn: „En nú höfðu málin snúist við sögðu mér borgar- búar í Tullinn." Þcssum tilvitnun- um um hinn samviskuríka og sjálf- hvcrfa ritstjóra er rétt að Ijúka á eftirfarandi: „Vinir mínir í Tallinn sögðu... “ Lönd í fóstur Það er auðvitað góðra gjalda vert að segja fcrðasögur, en alltaf getur orkað tvímælis hvað þær ciga að vera föðurlegar. Vilji menn taka einstök lönd í fóstur þá er það út af fyrir sig til fyrirmyndar, þ.e.a.s. ef landsmenn fá að vita af því, lcsa t.d. Alþýðublaðið. Nú hefur ritstjórinn starfað lengi við blaðamennsku og er raunar rithöf- undur líka, en hann hefur ekki fyrr svo vitað sé skrifað eða látið skrifa sérstaklega um Eistland, og það var auðvitað timi til kominn. Á cinum stað segist hann hafa staðið við gluggann á hótelherbergi sinu á 21. hæð í Tallinn og þar hafi allar „þessar hugsanir" sótt að honum, þ.e. um baráttuna við Moskvu. Eins og fram kemur í upphafi var hann staddur í Tallinn í boðsfcrð til Sovétríkjanna og keypti sér meira að segja silfurnælu í fánalit- um Eistlands til að bera það sem eftir var ferðarinnar í Sovétríkjun- um. Væntanlega verður það til styrktar Eistlendingum í barátt- unni. Frelsi í 1. persónu En þessi mál eru ekki svona einföld. Lengi er búið að halda fram ágæti sovésks stjórnarfars, og þau lönd, sem Sovétríkin hafa gert að leppum sínum hafa ekki verið svo ýkja mikið í umræðunni. Aö vísu brá Ögmundur Jónasson sér til Póllands, þegar mestur kraftur var í Einingu og Þorgeiri Þorgeirs- syni súrnaði í augum yfir vorinu í Tékkóslóvakíu, cn ekkert þessara landa standa nær sjálfstæði en lllllllliilllllllllllllllll VÍTT OG BREITT lllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll áður. Miklir menn koma utan af íslandi, ýmist boðnir, eða sem fréttamenn, eða þá sem námsmenn og eru sjálfir sérstakJega samúðar- fullir hér heima á islandi, að svo miklu leyti sem það kemst fyrír innan um texta um þá sjálfa, en undirokaðar þjóðir halda áfram að vera undirokaðar. f raun verður ekki séð hvcrs vegna menn, sem eru taldir skynsamir að öðru leyti, eru að leggja út ■ eríndisleysur eins og þær að tala í fyrstu persónu um frelsi þjóða, alveg eins og þeir þurfi ekki annað en stíga fæti á torg eða standa við hótelglugga og horfa. Trotskí-línan En fyrst Stalín er fallinn og ærulítill orðinn þykir ástæða til að virða engan mann lengur. Maður á borð við Jón Sigurðsson, forseta, virðist liggja undir grun um að hafa ekki veríð eins merkilegur og af var látið. Það mátti heyra á Birni Th. Björnssyni, listfræðingi og sérfræðingi í kirkjugörðum, nýlega á Stöð 2. Er þá komið þar í messunni, að hentugast þykir, að taka upp Trotskí-línuna, sem var talinn ómerkilegastur manna og var höggvinn með exi. Það hefur lengi verið hugsjón vinstrí manna að geta réttlætt valdarán og tilvist leppríkja ef það eru réttir aðilar sem að því standa. En nú er allt að verða ósikkert með löndin, eins og hjá Ljóðasjóði hér í Reykjavíkur- höfn forðum, og þá er næst að reyna að rústa orðstír þjóðarleið- toga og mikilmenna, svo fleiri en Stalín fái að sitja i súpunni. Flaður vinstri manna hvað lönd snertir, sem lögð hafa verið undir Moskvu færir þeim enga virðingu. Til þess er sagan of kunn og of ný. Þeir stóðu með þessu öllu á sínum tíma og hafa yfirleitt þagað, þangað til nú að þeir halda að hægt sé að fríðþægja fyrír þá þögn með blaðri um vitaða og sjálfsagða hluti. Garri lllli ililllll Sigurvegarar Ekki hafa verið færðar sönnur á að íslendingar séu mikið keppnis- glaðari en aðrar þjóðir, en óhætt er að fullyrða að hvergi á byggðu bóli er gert eins mikið úr keppnisafrek- um og í fjölmiðlafárinu sem fá- mennið á Fróni hefur komið sér upp. Hér eru afreksmenn og afrekskonur á hverju strái og sigrar hér og hvar eru tíundaðir og blásnir út af yfirþyrmandi fjölmiðlun og er svo komið að áratugagömul íþróttaafrek eru lögð til grundvall- ar æðstu stöðuveitingum sem af- reksmenn okkar á sviði stjórnmála hafa yfir að ráða. Varla Ifður svo vika að ekki sé fundin upp ný grein til að skapa afreksmenn. Þriðja sunnudag í að- ventu eignaðist þjóðin fyrsta sigur- vegara sinn í drengilegri keppni um að drepa rjúpu. Hann hrósaði sigri yfir 15 keppinautum í marg- auglýstri keppni um að skjóta rúpu eftir kúnstarinnar reglum á Húsa- felli. Aðeins mátti skjóta fuglinn á flugi og afreksmaðurinn sigraði með því að drepa tvær rjúpur. Aðrir keppendur skutu færri. íþróttaandinn Aðstandendur rjúpnadráps- keppninnar segja hana hafa mjög göfgandi áhrif á keppendur. f DV segir einn þeirra að þeir hafi meira að segja virt bann við að drepa aðra fugla á meðan á keppni stóð „... og fengu því endur, mávar og hrafnar að fljúga framhjá skot- staðnum í friði.“ Svona hefur drengileg keppni góð áhrif á þá sem streða við að verða afreksmenn. Jafnvel rjúpna- skyttur sitja á sér að drepa hrafna og máva þegar þær eru settar í íþróttamannslegar stellingar til að vinna til verðlauna. Sigurvegarinn á Húsafelli fékk tvíhleypta hagla- byssu í verðlaun fyrir m.a. að skjóta hvorki hrafn né máv, en aftur á móti eitt hlaup fyrir hverja rjúpu sem hann hitti. Og svo var keppnisandinn ríkur að hvorki tveggja rjúpna afreksmaðurinn eða aðrir keppendur skutu svo mikið sem eina önd á meðan á rjúpna- keppni stóð. Nokkur íslensk vöðvatröll eru sífellt að afreka eitthvað í útlönd- um, þau eru sterkustu menn í heimi, eða heimsálfum og lyftinga- kappar finna upp nýjar og nýjar greinar til að verða sér úti um heimsmeistaratitla. Þakklætisvottar Þá eru nú afrek keppniskvenn- anna eitthvað til að monta sig af. Þær keppa galvaskar um að verða fegurstar í heimi hér og tekst það býsna oft. Þau afrek lyfta sjálfs- ímynd þjóðarinnar í öfugu hlutfalli við það sem lánstraustið dalar í útlöndum. Hún Linda okkar Pétursdóttir fékk þjóðhöfðingjamóttökur hjá fjölmiðlunum þegar hún sté á land fyrir helgina og á laugardagskvöld var haldin sigurhátíð sæl og blíð í einu af stúdíóum Stöðvar 2, eða Hótel íslandi, eins og glitsalirnir eru nefndir. Þar var sjálfur utanríkisráðherr- ann mættur með nýja rósabindið sitt, ásamt öllu hinu fallega fólkinu, og færði hann fegurstu konu ver- aldar gjöf frá utanríkisráðuneytinu í þessu heillandi umhverfi. Þjóðin gleymir ekki afrekum sinna bestu sona og dætra. Næsta morgun mætti einn af afreksmönnum þjóðarinnar í eld- húsi utanríkisráðherrafrúarinnar af slíkri skyndingu, að það gafst ekki einu sinni tími til að hlaupa út eftir kaffipakka svo að hægt væri að hella upp á. En afreksmaðurinn árrisuli þáði samt svolítinn vináttu- og virðingarvott áður en hann yfirgaf heimili utanríkisráðherra og á þjóðin eftir að njóta mjög góðs af þessari morgunheimsókn þótt kaffið hafi gleymst. Þegar vinna skal afrek er það keppnisandinn sem gildir. Hann felst auðvitað í því að ryðja öllum keppinautum aftur fyrir sig og sigra. Það eru alltaf hinir bestu, feg- urstu, sterkustu, fjótustu, hittnustu og færustu í hverri grein sem sigra og þá ber að verðlauna og nú verður gaman að fylgjast með hvaða grein verður næst fundin upp til að nýir afreksmenn og afrekskonur geti skotið öllum keppinautunumreffyrirrass. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.