Tíminn - 20.12.1988, Side 15
Tíminn 15
Þriðjudagur 20. desember 1988
llllllll BÓKMENNTIR illllllllllllllM ________________________________________ ^TbÆKUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^
Þrjár barnabækur
Kuggur til sjávar og sveita
Sigrún Eldjárn samdi texta og teikna&i
myndir. Bókin er 29 bls. og „Printed in
lceland" eins og stendur é kápusf&u. Fortag-
l& gaf út.
Sigrún Eldjárn er einn okkar yngri
höfunda sem skrifar fyrir böm. Á
liðnum árum hefur hún sent frá sér
einar sex bækur, eftir því sem ég
kemst næst og hér kemur ein til
viðbótar. Þessi bók er framhald
bókarinnar Kuggur og fletri fyrir-
bæri sem kom út í fyrra en í þeirri
bók kynnumst við fyrst aðalsögu-
hetjunum Kugg, litla furðukrílinu
Mosa, Málfríði og mömmu hennar
og fleirum.
í þessari bók, eins og hinni fyrri,
gerist fjölmargt skemmtilegt. Allt
verður að söguefni: garðrækt, geim'-
ferðir, útilega, fiskveiðar. Þar rekur
hver „stórviðburðurinn“ annan.
Bókin ber með sér að höfundur á
létt með að segja sögu. Hann er
glöggur á hinar broslegu hliðar at-
burðanna og heldur þar með lesand-
anum í góðu skapi. Texti sögunnar
er langur, miðað við aðrar bækur
sem ætlaðar eru ungum lesendum,
og ber að þakka það, því stundum
eru slíkar bækur lítið meira en
pappírinn og kápan. Og ekki svíkja
myndirnar. Þær eru um 40 talsins,
vel gerðar og falla vel að efninu.
Leynir það sér ekki að höfundur á
gott með að tengja saman söguþráð
og mynd svo úr verður samstætt
verk.
Ég hafði ánægju af lestri þessarar
sögu. Hún beinir augum lesandans á
bjartari og betri hliðar tilverunnar
og er það gert á léttan og skemmti-
legan hátt. Það kunna flestir að
meta.
í ævintýralöndum
Tólt evrópsk ævintýri, endursögð af Paul
Wanner og myndskreytt af Nikolai Ustinov.
Sigurjón Gu&jónsson þýddi. Bókin er 194
bls. og prentuð á Spáni. Útgefandi: Mál og
mennlng.
Einn dýrmætasti menningararfur
hverrar þjóðar eru þjóðsögur hennar
og ævintýri. Þessar sögur segja okk-
ur margt. Þær segja m.a. frá kjörum
og lífsháttum kynslóða fyrri tíma,
draumum þeirra og þrám og hinni
fjarlægu von um betra og þolanlegra
líf.
Við fslendingar eigum gildan sjóð
slíkra sagna um það bera m.a. vitni
hin stóru þjóðsagnasöfn Jóns Áma-
sonar, Ólafs Davíðssonar og Sigfús-
ar Sigfússonar, og nefni ég þá aðeins
þau stærstu. Nágrannalönd okkar
eiga einnig stór söfn þjóðsagna.
Lítið hefur verið þýtt af þeim á
íslensku og er illt til þess að vita, en
þó man ég í fljótu bragði eftir
þjóðsagnabókum frá Færeyjum og
Noregi, auk hinna sívinsælu
Grimmsævintýra frá Þýskalandi.
Þessi ævintýrabók frá Máli og
menningu kemur skemmtileg á
óvart. í henni eru ævintýri frá Frakk-
landi, Þýskalandi, Ítalíu, Sovét-
ríkjunum, (tvö frá hvom landi) og
Englandi, Spáni, Finnlandi og Sví-
þjóð (eitt frá hverju).
Það er hreinasta unun að lesa
þessa fallegu bók. Fram af síðum
hennar spretta prinsar og prinsessur,
kóngar og drottningar, kaupmenn
og flakkarar, álfar og talandi dýr svo
nokkuð sé nefnt. Og að sjálfsögðu
enda ævintýrin vel eins og vera ber.
Hið góða sigrar en hið illa fær
makleg málagjöld. Það er mikill
fengur að fá bókina þýdda á ís-
lensku. Hún gefur okkur örlitla sýn
inn í ævintýraheim þessara þjóða og
gefur um leið til kynna að margt er
líkt með skyldum.
Þýðingin er á góðu blæbrigðaríku
máli, enda heldur sá þar á penna
sem með kann að fara. Letrið er
stórt og skýrt og einkar aðgengilegt
fyrir þá ungu lesendur sem bókin er
ætluð. Á hverri síðu bókarinnar er
litfögur mynd sem gleður augað.
Utgáfan er þeim til mikils sóma er
að henni standa.
Skotta eignast nýja vini
Höfundur: Margrét E. Jónsdóttir.
Anna V. Gunnarsdóttir teikna&l myndir. Út-
gefandi er Selfjali. Bókin er prentuA I prent-
smi&junni Odda. Hún er 116 bls.
í fyrra kom út fyrsta bók þessa
höfundar. Heitir hún Skotta og vinir
hennar. Þar segir frá húsamúsunum
Skottu og Bollu og ævintýrum
þeirra. Bókin sem hér er fjallað um
er framhald þeirrar fyrri og eru
aðalsöguhetjurnar þær sömu. Mýsn-
ar fara óvænt í ferðalag og hafna að
lokum við hús nærri sjó. Þar gerist
sagan. Brátt kynnast þær dýrunum,
sem lifa þar, ekki síst fuglunum, sem
stunda búskapinn í fjörunni og eiga
í stöðugu stríði við grimma óvini,
ékki síst refinn. Að endingu er
ákveðið að leita að greni hans og
hjálpa á þann hátt Þorláki refaskyttu
sem settur hefur verið til höfuðs
rebba.
En fyrir tilviljun kynnast mýsnar
refafjölskyldunni og læra um leið þá
lexíu að refurinn þarf einnig að lifa
og drepa sér til matar eins og önnur
dýr. Þá breytast viðhorfin og rebbi
kemst undan.
Bókin er lipurlega skrifuð, frá-
sögnin samfelld og laus við óþarfa
hnökra. Þótt sögusviðið sé í heimi
dýranna á það sér hliðstæður í
mannheimi. Boðskapur sögunnarer
skýr. Allir eiga að virða hver annan
og starfa saman. Ég tel að hann
komist vel til skila. Það eykureinnig
gildi bókarinnar að lífshættir dýr-
anna eru kynntir að nokkru og er
ekki vanþörf á, þegar mörg börn
eiga þess ekki kost nema kannski á
tyllidögum að sjá þær skepnur, sem
setja mestan svip á dýraríki landsins.
Bókin er rituð á góðu máli og
leggur höfundur sig fram um að hafa
það blæbrigðaríkt og hæfilega
„erfitt".
Hér er á ferðinni fræðandi og
skemmtilegt lesefni fyrir unga les-
endur. Myndirnar eru einfaldar og
vel gerðar. Auka þær enn við gildi
bókarinnar.
Tómas Einarsson.
GAMANSAGA
Jón Dan:
Atburðirnir á Stapa,
skáldsaga, önnur útgáfa,
Bókaútgáfan Keilir, 1988.
■ Þessi skáldsaga Jóns Dan kom
fyrst út árið 1973 en er nú komin í
annarri útgáfu. Er hún nokkuð lag-
færð og endurskoðuð af höfundi, að
því er hann segir hér í eftirmála.
Sagan er sérstæð fyrir þá sök að hún
er nánast hreinræktuð gamansaga,
en slík verk eru sannast sagna ekki
mörg meðal íslenskra skáldsagna.
Nánar til tekið segir þarna frá Stapa-
jóni svo nefndum, sem býr í sögunni
hér suður með sjó. Sögutíminn mun
eiga að vera á þriðja áratug þessarar
aldar.
Jón þessi býr á afskekktu örreitis-
koti ásamt móður sinni, konu og
syni. Bústofninn er tvær kýr, og svo
þetta sem rauðmaginn gefur af sér á
vorin. Jón er fræðimaður, er meðal
annars vel að sér í öllum málefnum
Stapadraugsins sem víðkunnur var
hér á árum áður, en aðalafrek hans
í fræðum sínum varða þó kýr. Hefur
hann meðal annars lært tungumál
þeirra og með því móti aflað sér
margvíslegra upplýsinga um trúarlíf
þeirra, og skrifað um allt þetta efni
merkilegar greinar í blöð og fræðirit.
Byggir hann þessi fræði sín mestpart
á fróðleik sem hann hefur sótt til
kýrinnar Dumbu, sem er hinn mesti
kjörgripur í fjósi hans.
Af sjálfu leiðir því að það verður
heimilinu hið mesta reiðarslag þegar
kýrin Dumba tekur upp á því einn
daginn að hverfa sporlaust. Verða
uppi hinar ólíklegustu getgátur um
hvarf hennar, meðal annars þær að
hún hafi gengið í sjóinn, enda talin
af sækuakyni. Út yfir tekur þó þegar
Jón kemur einn daginn heim með
Jón Dan rithöfundur.
kvenpersónu nokkra, sem hann full-
yrðir að sé kýrin Dumba, komin í
kvenmannsmynd vegna illra álaga
sem á henni hvíli, og trúlegast af
völdum kýrinnar Ólísu sem deildi
fjósi með Dumbu. Er þá næst fram-
undan hjá honum að grípa til allra
trltækilegra meðala til þess að aflétta
álögunum og koma kvenmanninum
í kýrgervið aftur. Skal þessi skondna
söguflétta ekki rakin hér lengra,
utan hvað í sögulok skýrast málin öll
eins og við á í góðri sögu.
Sannleikurinn er vitaskuld sá að
hér er skopast að svo gífurlegri
fávisku fólks að við fátt er að jafna.
Er það fyrst og fremst heimilisfólk
Stapajóns sem þar á hlut að máli, og
ekki síst er það kona hans sem þar
verður skotspónninn. Sjálfur er
hann þó reyndar hið mesta ólíkinda-
tól í málum þessum öllum, og er
enda meira en gefið í skyn í sögu
hans að það sé kvensemi hans sem
þarna ráði ferðinni og sé undirrótin
að öllum hans uppátækjum.
En hvað sem því líður þá er hér á
ferðinni vel þekkt aðferð úr skop-
skáldskap frá flestum tímum, þ.e. sú
að lýsa heimskingjum sem þvílíkum
fáráðlingum að hver maður sjái
auðveldlega í gegnum fávísi þeirra,
og í því liggi skopið. Hitt er óvana-
legra að þess háttar persónur séu
settar niður í íslensku umhverfi, og
það svo nálægt samtíma okkar sem
hér er raunin.
Og því skal ekki reynt að neita hér
að sagan er bæði sérstæð og
skemmtileg aflestrar. Stapajón er
vissulega hinn kyndugasti karl og
uppátæki hans öll hin afkáralegustu.
Og það má meira en vera, sem
reyndar er gefið í skyn hér á bókar-
kápu, að út úr lýsingu hans megi líka
lesa víðtækari boðskap, svo sem eins
og þann að ekki sé það nú allt
merkilegt sem fólk láti glepja sig af
og fá sig.til að trúa. Að því leyti má
kona Stapajóns sem best eiga sér
sálufélaga hér úti um allt þjóðfélag-
ið, fólk sem geti þá aftur dregið af
því þarfa lærdóma að lesa þessa bók
og láta sér hana að kenningu verða.
Að vísu er að því að gæta að ekki
er ýkjalangt liðið frá fyrstu útgáfu
þessarar bókar. En þó hygg ég að
réttlæta hafi mátt endurútgáfu henn-
ar að þessu sinni. Við eigum ekki
það mikið af hreinum gamansögum
hér í bókmenntunum að þær sem þó
eru til eigi það ekki skilið að vera
stöðugt fáanlegar. -esig
Þeir settu svip
á öldina
íslenskir athafnamenn II
Komin er út hjá Iðunni ný bók í
ritröðinni Þeir settu svip á öldina.
Nefnist hún Þeir settu svip á
öldina - íslenskir athafnamenn
II. En áður útkomnar í þessum
flokki eru Þeir settu svip á öldina
- íslenskir stjórnmálamenn og
Þeir settu svip á öldina -
íslenskir athafnamenn I.
Ýmsir höfundar hafa lagt hönd
á plóginn undir ritstjórn Gils
Guðmundssonar.
í þessu nýja bindi er fjallað um
átján athafnamenn sem hver á
sinn hátt markaði spor í
atvinnusögu þessa lands á sínum
tíma. Þeir eru: Alfreð Eliasson,
Bjarni Jónsson, Bjarni Runólfsson,
Eggert Jónsson, Egill
Thorarensen, Einar Gunnarsson,
Einar Þorgilsson, Eirikur
Hjartarson, Frímann B.
Arngrímsson, Garðar Gíslason,
Ingvar Guðjónsson, ísak Jónsson,
Jóhannes J. Reykdal, Jón
Ólafsson, Magnús J. Kristjánsson,
Ólafur Jóhannesson, Pétur J.
Thorsteinsson og Thor Jensen.
Með ritun frásagna af þessu
tagi varðveitist vitnesja um
framtak ýmissa einstaklinga sem
vert er að hafa í minnum, því hér
voru á ferðinni athafnamenn sem
gustaði af og sumir voru jafnvel
umdeildir á sinni tíð. Bækur
þessar eru því einstakur
fróðleikur um menn og málefni
sem ómetanleg áhrif hafa haft á
samtíð sína og á sögu lands og
þjóðar, fróðleikur sem ekki má
falla í gleymsku.
Rættlætið
í nafni jafnréttis er 150
blaðsíðna kilja um
kvennasögulegt efni og skiptist í
sex meginkafla. Helga
Sigurjónsdóttir hefur verið virk í
kvennabaráttu undanfama tvo
áratugi. Hún var einn stofnenda
Rauðsokkuhreyfingarinnar árið
1970 og Kvennaframboðs 1982 og
starfar nú í áhugahópi um
íslenskar kvennarannsóknir
tengdum Háskóla íslands.
Helga var umdeild og þótti
framúrstefnuleg í hugmyndum
um jafnrétti og kvenfrelsi þegar
hún hóf skrif um þau málefni -
hugmyndir sem síðan hafa öðlst
víðtækan hljómgmnn. Skrif
hennar um klám og
klámbókmenntirfráárinu 1983 af
sjónarhóli feministans þóttu djörf
svo og fyrirlestur um að frelsa
Eros sem hún flutti á ráðstefnu
um kvennarannsóknir haustið
1985.
Kiljan í nafni j afnréttis er unnin
hjá Leturvali, Grafík og
Félagsbókbandinu. Elísabet
Anna Cochran hannaði útlit
bókarinnar.
Forvitnileg bók um ÍS-
LAND eins og þaö leit út
1881 þegar eitt mesta
haröindatímabil íslands-
sögunnar gekk yfir
landiö.
Verö aöeins kr. 1.995.-
BÓKAÚTGÁFAN
HILDUR
BÁRUSOG
HIIRGSVEINN 5KÚLASON
BÁRUSOG
Breiöfirskar sagnir eftir
Bergsvein Skúlason er
jólabók Breiöfiröinga í
ár.
Verö aðeins kr. 2.375.-
Bbókaútgáfan
HILDUR
t Útför
Kristjáns Elíassonar
frá Elliða, Staðarsveit Kleppsvegi 6, Reykjavík
fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 21. desember kl. 13.30.
Guðný Jónsdóttir
Edda Sigurðardóttir Gu&ný Einarsdóttir
Elías Kristjánsson Bára Bjarnadóttir
Hörður Kristjánsson EsterValtýsdóttir
og barnabörn
t
Vlö þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
Andrésar Árna Pálssonar
Kerlingardal, Mýrdal.
Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Börn hins látna og a&rir vandamenn.