Tíminn - 20.12.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn
Þriðjudagur 20. desember 1988
illilllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Sýning Harðar Karlssonar
á Kjarvalsstöðum:
Fjórar árstíðir II
Hörður Karlsson, listmálarí, sem um
langt árabil hefur verið búsettur í Was-
hington, opnaði nýlega málverkasýningu
á Kjarvalsstöðum. Nefnir hann sýninguna
Fjórar Árstíðir,II.
Hörður er Reykvíkingur, sem fór ung-
ur vestur til Bandaríkjanna og Mexíkó til
listnáms. Hann var í fjölda ára forstöðu-
maður myndsmíðadeiídar Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í Washington. Málverk og
myndverk Harðar hafa verið sýnd víða
um lönd, - þrjár sýningar í Bandaríkjun-
um, ein á Spáni og þetta er þriðja
einkasýning hans í Reykjavík.
Hörður hefur hlotið margar viðurkenn-
ingar fyrir myndverk sín og má þar m.a.
nefna fyrir Frfmerki Sameinuðu þjóð-
anna til heiðurs Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um 1961, Frímerki Póst- og símamálast-
ofnunar Evrópu (CEPT) 1962 og 50 ára
afmæli Flugpóstþjónustu Bandaríkjanna
1968.
Málverkasýningin Fjórar Árstíðir, II er
opin daglega kl. 14:00-22:00 fram til 24.
desember n.k.
FÍM-salurinn verður sólugallerí
Félag íslenskra myndlistamanna hefur
nýjan rekstur í galleríi sínu, FÍM-salnum,
Garðastræti 6. Par verður rekið annars
vegar sölugallerí, þar sem fólk getur
keypt verk því sem næst beint af lista-
manninum, en hins vegar verður haldið
áfram með sýningarsalinn, þar sem
stöðugar sýningar verða.
Verk sem boðin verða til sölu í gallerí-
inu verða eingöngu eftir viðurkennda
myndlistamenn.
Félag íslenskra myndlistamanna er
elsta og virtasta félag myndlistamanna
hér á landi.
í desember og janúar verður galleríið
eingöngu starfrækt sem sölugallerí og
verður skipt um upphengi viku - til
hálfsmánaðarlega.
Opnunartími verður kl. 12:00-18:00
virka daga, en í desember verður lokað
um leið og verslanir loka. Á laugardögum
er opið kl. 14:00- 18:00, en í desember
verður opið jafn lengi á laugardögum og
verslanir hafa opið. Lokað er á sunnudög-
um.
Jólasýning í Gallerí Grjót
í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A
stendur nú yfir jólasýning, - sem jafn-
framt er sölusýning. Á sýningunni eru'
verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu
standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína
Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeig-
ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá
Húsafelli, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún
Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösku-
ldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Öll verkin
á sýningunni eru til sölu.
Opið er alla virka daga kl. 12:00-18:00
en næsta laugardag kl. 10:00-22:00.
Pennavinur í Englandi
14 ára skólapiltur, sem kom til íslands
á síðastliönu ári, langar mikið til að
eignast pennavin á íslandi. Hann hefur
mikinn áhuga á íþróttum og poppmúsík,
og langar til að hafa bréfaviðskipti við
stelpur eða stráka á íslandi á aldrinum 12
til 18 ára.
Utanáskrift til hans er:
Mark Ollard
Woodcote Koad,
Wallington,
Surrey, SM6 OPS,
England
BILALEIGA
meö útibú allt i knngum
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
Ásgrímssafn
Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða-
stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju-
dögum, fimmtudögum og laugardögum
kl. 13:30 - 16:00.
Kristján Þórarinsson
doktor í skordýrafræði
Kristján Þórarinsson hefur lokið dokt-
orsprófi í skordýrafræði við Kalífomíu-
háskóla í Davis. Sérgrein Kristjáns er
almenn og fræðileg stofnvistfræði.
Kristján varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1976 og lauk
B.S. prófi í líffræði við Háskóla Islands
1980. Hann fór út til náms strax að loknu
B.S. prófi, og lauk meistaraprófi í vist-
fræði frá fylkisháskólanum í Pennsylv-
aníu árið 1985.
i doktorsritgerðinni lýsir Kristján rann-
sóknum sínum á víxlverkunum tveggja
skordýrastofna, en annar þessara stofna
(sníkjufluga) var fluttur inn til Kalifomíu
til þess að halda í skefjum stærð hins
stofnsins, sem er skjaldlús sem veldur
tjóni á garðrunnum og í ávaxtarækt.
Kristján stundar nú rannsóknir og
kennslu við líffræðideild Fylkisháskólans
í Pennsylvaníu. Kristján er sonur Borg-
hildar Edwald og Þórarins Jónssonar.
Dagur af degi
Ný ljóðabók eftir
Matthías Johannessen
Út er komin ný ljóðabók eftir
Matthías Johannesson —
þrettánda ljóðabók skáldsins.
Fjögur ár eru nú liðin frá hans
síðustu ljóðabók, og mun mörgum
ljóðaunnandanum finnast það
langur tími miðað við það sem
algengast er hér nú. En Matthías
hefur vissulega ekki setið auðum
höndum þennan tíma - sent frá
sér smásagnasafn og skáldsögu.
Hver ný ljóðabók eftir Matthías
Johannessen er
bókmenntaviðburður - enginn
neitar því víst lengur, og ekki þarf
að kvíða því að hin nýja bók,
Dagur af degi, valdi vonbrigðum.
Matthias er skáld frjálsræðis í stíl
og framsetningu, leitar í ýmsar
áttir, og orkar því nýr og ferskur
með hverri nýrri bók -
„.. .góðskáld sem andar öðru og
meira endurnærandi lofti", eins
Jólakort Félags eldri borgara
Fjáröflun til styrktar Félagsheimilis-
sjóðs Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni stendur nú yfir. Fjáröflunar-
nefndin hefur látið gera jólakort til að
afla sjóðnum fjár. Aðalbjörg Jónsdóttir
annaðist gerð myndanna sem á kortunum
eru og gaf vinnu sína.
Kortin verða til sölu á skrifstofu félags-
ins að Nóatúni 17, 2. hæð. Einnig verða
kortin til sölu í „Opnu húsi“ í Tónabæ, á
mánudögum og laugardögum frá kl. 13:30
og í „Opnu húsi“, Sigtúni 3 á fimmtudög-
um og sunnudögum á sama tíma. Kortin
verða send til félagsmanna ásamt gíró-
seðli.
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauögun.
Síminn ,iér .21205 - opinn allan sólar-
hringinn. • .
^Neyðarvakt
Tannlæknafélags íslands
Neyða^vakt Tannlæknafélags íslands
verður sem hér segir um jól og áramót:
Lauftrdagur 24. des. Id. 11:00-13:00 á
TannlJknastofunni Barónsstíg 5, sími:
22969.
Sunnud. 25. des. kl. 11:00-13:00 -
Tannlælftíastofan Tjarnargötu 16, sími:
10086.
Mánud. -426. des. kl. 11:00-13:00 -
Tannlæknastsofa Sigurgísla Ingimarsson-
ar, Garðatorgi 3, Garðabæ. Sími:656588.
Laugard. 31. des. og sunnud. 1. jan. kl.
11:00-13:00. Tannlæknastsofa Sigurgísla
Ingimarssónar, Garðatorgi 3, Garðabæ.
Sími 656588.
Minningarkort SJÁLFS-
BJARGAR í Reykjavík
og nágrenni
- fást á eftirtöldum st&ðum:
Reykjavfk: Reykjavíkur apótek,
Garðsapótek, Vesturbæjarapótek,
Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð
Fossvogs, Grímsbær við Bústaðaveg,
Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10,
Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67,
Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10,
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers
Steins, Strandgötu 31.
Kópavogur: Pósthúsið.
Minningarkort fást einnig á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta.
og breskt skáld og gagnrýnandi
kemst að orði í ritdómi um
ljóðaúrval eftir Matthías, sem er
nýlega komið út á ensku. Og um
leið stendur hann traustum fótum
ííslenskribókmenntaarfleifð, eins
og reyndar flest eða öll íslensk
skáld sem lengst hafa komist og
gera vissulega enn.
Trén safna
árhringum
fjörusteinar
hrúðurkörlum
og við þessum gleymdu
minningum -
ségir Matthías í hinni nýju bók.
Dagur af degi ber að einhverju
leyti svip af því. En Matthías er þó
umfram allt í samtímanum - líka
þegar hann yrkir um persónur eða
atburði liðinna tíma. Þarf ekki að
lesa langt í þessari nýju bók til að
sannfærast um það.
Dagur af degi er 133 bls. að
stærð. Útgefandi er Almenna
bókafélagið.
ÚTVARP/SJÓNVARP
e
Rás I
FM 92,4/93,5
Þriðjudagur
20. desember
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Gunnlaugur Garð-
arsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið. Fróttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu fróttayfir-
liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. Umsjón:
Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl.
20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 í pokahorninu. Sigríður Pótursdóttir gefur
hlustendum holl ráð varðandi heimilishald.
9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi. Umsjón:
Bergþóra Gísladóttir.
10.00 Fróttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíft. Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fróttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Hanna G. Sigurðardóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfróttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.05 í dagsins önn. Umsjón: Steinunn Harðar-
dóttir.
13.35 Miftdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
umar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(17).
14.00 Fróttir. Tilkynningar.
14.05 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. (Endurtek-
inn þáttur frá miðvikudagskvöldi).
15.00 Fróttir.
15.03 Gestastofan. Stefán Bragason ræðir við
áhugatónlistarfólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum)
(Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi).
15.45 Þingfróttir.
16.00 Fróttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpift. Bjúgnakrækir hittir alla
krakkana sem eru búnir að bíða eftir honum í
Þjóðminjasafninu ásamt starfsmönnum Bama-
útvarpsins sem einnig heimsækja böm sem
dvelja á spítala um jólin.
17.00 Fróttlr.
17.03 Tónlist á sí°i - Tsjaíkovskí og Katsjat-
úrfan. a. Sinfónía nr. 2 í c-moll op. 17 eftir Pjotr
Tsjaíkovskí. Fílharmoníuhljómsveit Berlínar
leikur; Herbert von Karajan stjórnar. b. Útdráttur
úr ballettinum „Spartakusi" eftir Aram Katsjat-
úrían. Konunglega fílharmoníusveitin leikur;
Yuri Temirkanov stjórnar.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson,
Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30Tilkynningar.
19.33 Kviksjá - Lesift úr nýjum bókum. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni).
20.15 Kirkjutónlist. Páll ísólfsson leikur á orgel
Dómkirkjunnar í Reykjavík verk eftir Georg
Friedrich Hándel, Johann Sebastian Bach, Jan
Pieterszoon Sweelinck, Girolamo Frescobaldi
og Johann Jakob Froberger og einnig eigið
verk, Chaconnu.
21.00 Kveftja aft austan. Úrval svæðisútvarpsins
á Austurlandi í liðinni viku. Umsjón: Haraldur
Bjarnason. (Frá Egilsstöðum)
21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnaru eftir
Jón Björnsson. Herdís Þorvaldsdóttir les
(13).
22.00 Fróttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.30 Lelkrit: „Þykki frakkinn minn“ eftir Albert
Wendt. Þýðandi og leikstjóri: María Kristjáns-
dóttir. Leikendur: Sigurður Karlsson, Hanna
María Karlsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Kristbjörg
Kjeld, Þorleifur Amarsson og Oddný Arnarsdótt-
ir. (Endurtekið frá laugardegi).
23.10 Rondó fyrír strengjakvartett eftir Anton
Webern. La Salle kvartettinn leikur.
23.20 Ljóftatónleikar - „Schubert“ Balkanland-
anna. Fyrri hluti. Dagskrá um rúmenska tón-
skáldið Nicolai Bretan (1887-1968). Leiknar
upptökur frá tónleikum í Maryland í Bandaríkj-
unum þar sem baritónsöngvarinn Ludovic Kon-
ya og píanóleikarinn Martin Berkovsky flytja lög
eftir Bretan. Umsjón: Daníel Þorsteinsson. (Síð-
ari hlutinn er á dagskrá nk. fimmtudag kl. 23.20).
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
á
FM 91,1
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpift. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Olöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar
dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viftbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur
og Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins.
14.00 Á milli mála. - Eva Ásrún Albertsdóttir og
Óskar Páll Sveinsson.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Andrea Jónsdóttir segir frá nýjum plötum
á fimmta tímanum og Ingvi örn Kristinsson
flytur hagfræðipistil á sjötta tímanum.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnemann er
Vernharður Linnet.
20.30 Tekift á rás - Ísland-Svíþjóð. Lýst leik
Islendinga og Svía í handknattleik í Laugardals-
höll.
22.07 Bláar nótur. Pétur Gr.étarsson kynnir djass
og blús.
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00
verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf-
lingslög“ í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að
loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála-
útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum
kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
1.00 og 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæftisútvarp Norfturlands.
18.03-19.00 Svæftisútvarp Nor&urlands.
SJÓNVARPIÐ
Þriðjudagur
20. desember
17.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
17.55 Rasmus fer á flakk (Rasmus paa Luffen).
Þriftjl þáttur. Sænsk barnamynd í fjórum þátt-
um byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. Rasm-
. us er niu ára drengur sem býr á heimili fyrir
munaðarlaus börn og á sér þá ósk heitasta að
eignast sína eigin foreldra. Hann strýkur frá
heimilinu og ákveður að láta drauminn rætast.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.20 Berta (9). Breskurteiknimyndaflokkur í þrett-
án þáttum. Leikraddir Sigrún Waage og Þór
Tulinius. Þýðandi Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir.
18.35 Á morgun sofum vift út (9). (I morgon er
det sovemorgon) Sænskur teiknimyndaflokkur
í tíu þáttum. Sögumaður Kristján Eldjám. Þýð-
andi Þorsteinn Helgason. (Nordvision-Sænska
sjónvarpið)
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Poppkorn - Endursýndur þáttur frá 14. des.
Umsjón Stefán Hilmarsson.
19.20 Ekkert sem heitir. Endursýndur þáttur frá
16. des.
19.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
2U.UU hrettir og veour.
20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson.
20.50 Á því herrans ári 1979. Atburðir ársins
rifjaðir upp og skoðaðir í nýju Ijósi. Umsjón Edda
Andrésdóttir og Árni Gunnarsson.
22.00 Hannay. (Hannay). Morftbréfin. Breskur
sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
23.00 Seinni fréttir.
23.10 Handknattleikur. Ísland-Svíþjóft. Sýndar
svipmyndir úr landsleiknum frá því fyrr um
kvöldið.
23.40 Dagskrárlok.
srm
Þriðjudagur
20. desember
15.30 Hinsta óskin. Garbo Talks. Kona, sem
haldin er banvænum sjúkdómi, biður son sinn
að uppfylla sína hinstu ósk, að fá að hitta
átrúnaðargoð sitt, Gretu Garbo. Aðalhlutverk:
Anne Bancroft, Ron Silver og Carrie Fisher.
Leikstjóri: Sidney Lumet. Framleiðandi: Elliott
Kastner. Þýðandi: Sigríður Magnúsdóttir. MGM
1984. Sýningartími 100 mín.
17.45 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus.
Teiknimynd. Tuttugasti hluti. Leikraddir: Róbert
Arnfinnsson, Júlíus Brjánsson og Saga Jóns-
dóttir.
18.10 Drekar og dýflissur. Dungeons and
Dragons. Teiknimynd. Þýðandi: Ágústa Axels-
dóttir.
18.35 Ljósfælnir hluthafar. Run from the Morning.
Framhaldsmynd í 6 hlutum. 4. hluti. Harry Blake
finnur fjendur sína nálgast með æ meiri hraða.
Hann þiggur með þökkum hjálp sem honum
býðst, en hún ristir ekki djúpt. Hann lærir að
ofbeldi er svarað með ofbeldi þegar barist er
upp á líf og dauða. Aðalhlutverk: Michael
Aitkens, Ray Barrett, Bud Tingwell og Bill Kerr.
Leikstjóri: Carl Schultz. Framleiðandi: Eric
Tyler. Þýðandi: Omólfur Árnason.______________
19.1919.19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og
veður ásamt fréttatengdum innslögum.__________
20.45 íþróttir á þriftjudegi. Blandaður íþróttaþátt-
ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjón Heimir
Karlsson.
21.50 Hong Kong. Noble House. Framhaldsmynd
í fjórum hlutum. 3. hluti. Voldugir aðilar hafa í
hyggju að ná yfirráðum yfir gamalgrónu við-
skiptafyrirtæki og ættarveldi í Hong Kong.
Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Deborah Raffin,
Ben Masters og Julia Nickson. Leikstjóri: Gary
Nelson. Framleiðandi og höfundur: James
Clavell. De Laurentiis Entertainment Group.
23.30 Furftusögur. Amazing Stories. Þrjár sögur í
einni mynd; spenna, grín og hryllingur. Allirættu
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðalhlut-
verk: Kevin Costner, Kiefer Sutheriand, Tom
Harrison, Christopher Lloyd o.fl. Leikstjórar:
Steven Spielberg, William Dear og Bob Ze-
meckis. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. Universal
1987. Sýningartími 105 miri.
01.10 Dagskrárlok.