Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. desember 1988 Tímjnni 3 Frjálsar útvarpsstöðvar horfa í kostnað við útsendingar á Akureyri: ÍHUGA AD HÆTTAÚT- SENDINGU Dregið á morgun, föstudag! Samkvæmt heimildum Tíinans mun útvarpsstöðin Stjarnan hætta útsendingum til Akureyrar á gamlársdag klukkan 17.00. Ástæöan er sögð mikill kostnaöur og lítil hlustun á þessu svæði. Þá hefur nafn Bylgjunnar einnig verið nefnt í þessu sambandi. Ólafur Hauksson útvarpsstjóri á Stjörnunni sagði að ekkert hefði verið ákveðið hvort útsendingum yrði hætt. Aðspurður sagði hann að það hefði oft komið til tals, allt frá því að útsendingar hófust þangað. „Mjög nýlega höfum við kannað sérstaklega hvaða sparnaður væri fólginn í því að hætta að senda út til Akureyrar og kannski þess vegna hefur breiðst út að við ætluðum að hætta,“ sagði Ólafur. Ef Stjarnan hættir útsendingum til Akureyrar þá sparast 4 milljónir samkvæmt upplýsingum Tímans. Aðspurður hvort kostnaðurinn við útsendingar fyrir norðan væri of mikill miðað við innkomu, sagði Ólafur að þeir hefðu aldrei reiknað dæmið þannig út. „Það kostar okkur 2,6 milljónir á ári að senda út til Akureyrar, þ.e. línugjöld, leiga á sendi á Akureyri og STEF gjöld. í staðinn fáum við þakkláta hlustend- ur og auglýsendur sem sjá sér hag í því að við skulum ná til Akureyrar," sagði Ólafur. Jón Ólafsson stjórnarformaður Bylgjunnar sagði að það lægi síður en svo fyrir að þeir hygðust hætta að senda út til Akureyrar og alfarið úr lausu lofti gripið. „Það hefur heyrst rödd frá okkur um það að við erum mjög óhressir með að á einu ári hafi Póstur og sími hækkað sín gjöld um 45%. Vissulega gerir það þann vilja að senda út til annarra en bara höfuðborgarsvæðisins erfiðan. Það vaknar því sú spurning hvort þeir séu að verðleggja sig þannig að stöðvarnar fari af landsbyggðinni," sagði Jón. Gustav Arnar hjá Pósti og síma sagði aðspurður að það væri ekki þeirra að gefa upp hvort erindi hefðu borist frá útvarpsstöðvunum um að þær hygðust hætta að senda út á Akureyri. „Kostun “. Nýtt hugtak í íslensku, jafngamalt Stöð 2: Nafnorðastíllinn vinnur stöðugt á í frétt á baksíðu Tímans fyrir skömmu um Stöð 2 kom orðið „kostun" fyrir í máli Jóns Óttars Ragnarssonar og er þýðing enska orðsins „sponsorship". Orðið kostun nær í fréttinni yfir þann verknað að kosta gerð sjón- varpsþátta að einhverju eða öllu leyti fyrir sjónvarpsstöðvar. Tíminn hafði samband við ís- lenska málstöð og þar sögðu starfs- menn að helsta einkenni íslensks máls væri sagnorðanotkun og því væri nær að tala um að kosta sjón- varpsþættina og um þá sem kosta þá kostnaðarmenn eða þá sem tækju þátt í kostnaðinum. Málstöðvarmenn sögðu að út af fyrir sig væri orðið kostun engan veginn á skjön við íslenska beyginga- fræði þótt segja mætti það ankanna- legt. Ástæða þess væri vafalítið sú hversu nýtt það væri í málinu, varla eldra en Stöð 2. Sjálfsagt er það fyrir áhrif frá erlendum málum að stöðugt færist í vöxt að nota nafnorð í stað sagnorða og þeir sem starfa að verslun, þjón- ustu og í opinbera stjórnkerfinu eru ansi hallir undir nafnorðastílinn og algengt að talað sé um að fram- kvæma könnun í stað þess að kanna, gera átak í stað þess að taka á þótt enn sé ekki talað um að framkvæma bifreiðaakstur. -sá ÆSKULYDSMAL ENDURSKODUÐ Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að kanna áhrif og mikilvægi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs fyrir landsmenn. Er þetta gert vegna tillögu til þings- ályktunar sem samþykkt var á Ai- þingi í maí s.l. í framhaldi af því mun nefndin gera tillögu að stefnu- mótun í þessum málaflokkum til ársins 2000. Jafnframt mun nefndin hafa það hlutverk að endurskoða lög um æskulýðsmál. Gert er ráð fyrir að nefndin muni leita samstarfs við þau félög og samtök sem starfa að íþrótta- æskulýðs- og tómstundamálum. Nefndin mun einnig hafa sérstakt samráð við íþróttahreyfinguna sem nú vinnur að mótun íþróttastefnu til ársins 2000. Ætlast er til að nefndin skili áliti sínu sem allra fyrst. SSH Leiörétting: VÍSITALA í frétt Tímans í gær um gildistöku gengisvísitölu var í fyrirsögninni ranglega hermt að tilkoma gengis- vísitölunnar væri til bráðabirgða. Hið rétta er, eins og kemur fram í fréttinni sjálfri, að frá og með ára- mótunum geta menn valið um hvort þeir miða verðtryggingu fjárskuld- bindinga við gengi eða lánskjaravísi- tölu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.