Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 29. desember 1988 Kona Fjalla-Eyvindar Þjoöleikhusiö: FJALLA-EYVINDUR OG KONA HANS eftir Jóhann Sigur- jónsson. Leikstjóri: Bríet Héðinsdótt- ir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Leik- mynd og buningar: Sigurjón Jóhanns- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Sýning- arstjóri: Jóhanna Norðfjörð. Það var tími til kominn að leikrit Jóhanns Sigurjónssonar yrðu tekin til nýrrar meðferðar á íslensku leik- sviði. Ég segi nýrrar meðferðar, því að sannast að segja eru þau löngu orðin hefðgróin í rómantískri túlkun, „þjóðlegri" sýn sem fylgt hefur þeim allt frá því að þau voru samin, upphaflega handa Dönum til að næra hugmyndir þeirra um „Saga- öen“. En þótt verk Jóhanns séu börn síns tíma og mjög háð hugmyndafari og stílsmekk samtímans, eru þau í sannleika sagt klassísk skáldverk, í þeim er fólgin dramatísk spenna, innsæi og sálkönnun sem gerir þau heillandi lcikhúsfólki og öllum áhugamönnum um íslenska leiklist. Til þess að taka leikrit Jóhanns til meðferðar var Bríet Héðinsdóttir kjörin öðrum leikstjórum vorum fremur. Hún hefur sýnt það, með uppsetningum á Skálholti, Svartfugli o.fl., aðhún kann að nálgast íslenska klassík með réttu hugarfari, virðingu en um leið glöggskyggni á þá mögu- leika sem í verkunum felast til að láta reyna á þolrif þeirra andspænis nýjum tímum. Að því er Jóhann snertir vil ég sérstaklega minna á útvarpsgerð hennar af Merði Val- garðssyni fyrir nokkrum árum: síðan hef ég beðið þess að hún reyndi sig við Jóhann á leiksviðinu. Nú er Fjalla-Eyvindur scmsagt kominn á svið Þjóðleikhússins undir stjórn Bríetar. Frumsýningin á ann- an í jólum var að mörgu leyti ánægjulegur viðburður: sýningin er persónuleg, sjálfstæð og vandlega hugsuð af hálfu leikstjóra. Auðvitað má deila um sumt í túlkuninni og finna að ýmsu í hinum ytra heiman- búnaði sýningarinnar. Én samt: hér er á ferðinni sýning sem óhætt er að mæla með: frægasta leikrit í bók- menntasögu vorri er tekið til ferskrar meðferðar. Vandinn við að nálgast Fjalla-Ey- vind er í fyrsta lagi þessi: Hversu langt á að ganga til að halda til haga hinu tímabundna í hugmyndum verksins? Er Fjalla-Eyvindur tilfinn- ingaþrungið drama um þá sem mannfélagið ber út? Er þetta þjóð- legur útilegumannaleikur úr ógn og dýrð íslenskrar náttúru? Eða er þetta í fyrsta lagi sálfræðilegt drama? Bríet svarar eins og nútímaleikstjór- ar og fræðimenn myndu flestir gera: Burðarás verksins og kjarni er sálar- lífslýsing Höllu. Hún er sú stórfellda kvengerð sem allt annað í leiknum hlýtur að lúta. Undir jarðnánd Höllu, sálkönnun hennar og því að dregin séu fram í senn trölldómur hennar og mennska, fordæðuskapur og ást, er það komið að leikritið vakni til lífs á sviðinu. Þetta tekst býsna vel í sýningu Þjóðleikhússins. En þegar þessi niðurstaða er fengin er næst að spyrja hvort ytri umgerð leiksins eigi þá ekki að verða sem einföldust og draga skuli sem mest úr þeirri ytri veruleikalíkingu sem fram til þessa hefur verið stundað eftir í sýningum Fjalla-Eyvindar. Ef mig misminnir ekki um sýningu Leikfélags Reykja- víkur fyrir 22 árum, hina einu sýn- ingu þessa verks sem ég hef augum litið fram til þessa, var raunsæisum- gerð verksins í senn styrkur og veikleiki þeirrar sýningar: gaf henni ákjósanlega kjölfestu en reyrði hana að sama skapi fasta í viðjar hefð- gróinnar túlkunar. Þetta reynir Bríet að forðast. Og þá hefði átt að ganga lengra í þá átt, með stílfærðum leikmyndum. Náttúrusviðið fór vel en pallbaðstofan í fyrsta þætti þótti mér einkar afkáraleg; þá verkaði undarlega að sjá persónur dramans koma bograndi upp úr gólfinu til uppgjörsins. Svið annars og þriðja þáttar var í fátæklegasta lagi, fjórði þáttur var leikinn ofan á hljómsveit- argryfjunni. Ég held að stílfærðari mynd, t.d. í síðasta þætti, með markvissri Ijósabeitingu sem gæfi í skyn innilokun Höllu og Kára, sam- fara ógn myrkurs og kulda úti fyrir, myndi hafa skilað betur því sem hér átti að skila. Og hin stílfærða „slow motion“-kvikmyndatækni sem not- uð var í þriðja þætti, þar sem byggðarmenn sækja að útlögunum og Halla kastar barni sínu í fossinn, - þessi aðferð fór vel og hefði mátt útfæra hana nánar í samhengi sýn- ingarinnar. En sé Halla þungamiðja verksins veltur vitaskuld allt á túlkun hennar. Val Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur í hlutverkið sýnir þegar hvernig leikstjóri leggur upp: Lilja Guðrún 1 er hreint ekki „tragísk leikkona", til dæmis í líkingu við Helgu Bachmann sem síðast fór með hlutverkið. En Lilja fyllir ágætlega upp í mynd þrekmikillar húsfreyju, konu sem er iífsreynd og ekki haldin neinum barnórum, viljaföst, með báða fætur á jörðu. Kári er aftur á móti ungur maður, fiðrildi, óstöðuglyndur, eig- ingjarn, andstæða Höllu. Hann er guðhræddur, hún heiðin, hann er léttur á fæti, hleypur undan örðug- leikunum, hún stendur þá af sér, meðan hún elur í brjósti sér ástina á honum. Þórarinn Eyfjörð skilaði i æskilega mynd hins unga sveimhuga, j á sama hátt og Lilja Guðrún hafði nægan þrótt og skapsmuni til að leiða Höllu fram á sjónarsviðið, allt í samræmi við túlkun leikstjórans. Á við þessi tvö hlutverk skipta önnur litlu. Hákon Waage hefur ekki um langt skeið sýnt eins góðan leik og í Arnesi; skuggi illra örlaga og afbrýði beinlínis grúfir yfir honum. Atriðið milli þeirra Höllu í þriðja þætti var einkar vel af hendi leyst. Fyrir utan þennan þríhyrning er varla ástæða til að nefna aðra en Björn hreppstjóra Erlings Gíslason- ar, hreinlega dregin mynd ágirni og yfirgangssemi, sleipur maður og harðdrægur sem Erlingur skilaði eft- ir nótum. Kannski væri þó rétt að gera Björn öllu mannlegri: er nauð- synlegt að leika hann sem skúrk? Verður ekki Björn að teljast venju- legur harðdrægur héraðshöfðingi, ekki hóti verri en Jón bóndi sem var svo góður og glaður við réttina og sagði að ætti að hengja alla þjófa. Ástarsaga Höllu og Kára er sem- sagt aðalefni leiksins og samfélags- lýsing fyrri hlutans baksvið hennar. Hvort það samfélag er í eðli sínu grimmúðugt má um deila. Það reyn- ist grimmt útilegumönnum. Kári og Halla segja sig úr lögum við þetta samfélag og hljóta að farast. Hvers vegna Kári hlýtur þau örlög er engan veginn Ijóst: persóna hans er nokkuð mótsagnakennd frá hendi skáldsins. Er hann bara stelsjúkur eða hefur örbirgðin rekið hann út í ógæfuna? En hafi Jóhann átt í örðugleikum með Kára hefur honum í Höllu tekist að skapa stórfellda kvenmynd. Það er ekki að ófyrirsynju sem nú er í fyrsta sinn notað hið „danska“ heiti leiksins: „Fjalla-Eyvindur og kona hans“. Á frumsýningu var Ævar Kvaran hylltur sérstaklega en hann fer með hlutverk Arngríms holdsveika, sem reyndar verður bara góðlátlegur gamall maður en ekki sú áminning illra örlaga sem hann á vísast að vera. Hvað um það: Ævar er alls sóma maklegur og nú á hann fimm- tíu ára leikafmæli. Samt held ég að betur færi á að halda upp á slíkt með tilheyrandi ræðuhöldum í upphafi sýningar en eftir hana: það truflar heildaráhrif sýningarinnar. Og ann- að stuðlaði að þvf að veikja þessi áhrif: það var sú ákvörðun að hafa hlé eftir þriðja þátt fremur en annan. Þá stóð lokaþátturinn einn og varð það til að draga athyglina að því að hann er með nokkrum hætti fráskil- inn hinum. Enda er hann saminn sem einþáttungur í upphafi og hinir þrír prjónaðir framan við. Tónlist Leifs Þórarinssonar féll vel að sýningunni. Að endingu ábendingar um leik- skrá: Það er heldur neyðarlegt að í upptalningu á fyrri sýningum Fjalla- Eyvindar skuli gleymast að geta þess að hann var einn opnunarleikja Þjóðleikhússins 1950 og er það ein- asta sýning leikhússins á verkinu fram til þessa. Svo er rangt farið með tvö mannanöfn í samantekt Sverris Hólmarssonar: Jónas á Hrafnagili var Jónasson en ekki Jónsson og útgáfustjóri Gyldendal hét Peter Nansen, ekki Hansen. Annars er grein Sverris fróðleg. Hann rifjar upp hve miklar og gagntækar breyt- ingar Jóhann var sífellt að gera á verkinu, enda munu engar tvær útgáfur Fjalla-Eyvindar vera eins. Frægastur er tvenns konar endir á því þar sem í hinum eldri kemur hestur að kofa þeirra Kára og Höllu og bjargar þeim frá hungurdauða. Þessi endir hefur tvisvar verið leik- inn, á frumsýningu í Kaupmanna- höfn 1912 og í Reykjavík 1939, að áeggjan Sigurðar Nordals. Rekur Sverrir röksemdir Sigurðar fyrir því og virðist að vonum telja þær létt- vægar. Harmsögulegi endirinn er sá rétti og vitaskuld er hann leikinn hér. Hins vegar minnir þessi saga á það hvert nauðsynjaverk það er að kanna texta Jóhanns rækilega. Mál og menning lét sér sæma það metn- aðarleysi við útgáfu á ritsafni Jó- hanns 1980 að prenta óbreytta fjöru- tíu ára gamla útgáfu. Sú gerð sem hér er leikin hefur aldrei verið prentuð. En þetta margræða, djúp- sæja verk, svo leiftrandi af skáldskap og ljóðrænum líkingum, mun lengi draga að sér athygli manna, sú er trú mín. Og þótt sýningin í Þjóðleikhús- inu sé hröð og smjatti svosem ekkert á texta Jóhanns kom hún skáld- skapnum til skila, textameðferð var yfirleitt góð. Þótt ekki væri fyrir annað en það er full ástæða til að leggja leið sína í Þjóðleikhúsið á næstunni. Gunnar Stefánsson. Tilbeiðsla í dansi Þjó&leikhúsið: islenski dansflokkurinn og Mótettukór Hallgrimskirkju fiytur: Fa&ir vor, bæn fyrir dansara eftir Ivo Cramér. Rétt fyrir jólin var í Hallgríms- kirkju frumsýning á ballettverki, nokkuð sem sjaldgæft er að boðið sé upp á í kirkjum. Enda þótt undirritaður ætli sér ekki þá dul að fjalla um þessa sýningu í gagnrýnis- skyni vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að vekja athygli á henni ef skc kynni að það mætti verða einhverjum hvatning til að eiga góða stund í Hallgrímskirkju nú um hátíðina. Því að vissulega er þetta ánægjulegt á að sjá. Mætti hiklaust gera miklu meira að því að gera kirkjur að vettvangi leiklistar. Meðal annarra orða: Hvað líður Leikhúsinu í kirkjunni? Það var fyrir nokkrum ntisserum sem leikrit um Kaj Munk var sýnt í Hallgrímskirkju við fádæma góðar undirtektir, að makleikum því það var eftirminnileg leikhúsreynsla. Skiljanlega er erfitt að taka upp þráðinn eftir að svo vel hefur verið á stað farið. En þetta er ögrandi verkefni. Kirkjan nýtir allar list- greinar í boðun sinni og leiklistin á þar síst að vera undan skilin. Sýningin í Hallgrímskirkju núna er í nokkrum atríðum. Mótettukór kirkjunnar sér um að kalla fram hæfilegan tón og andblæ með söng st'num í upphafi á Bænin má aldrei bresta þig, þjóðlag eftir Þorkel Sigurbjörnsson við vers úr Passíu- sálmum. Og Víst ertu Jesú kóngur klár hljómaði þarna líka. Hörður Áskelsson er einn færasti kórstjóri okkar og hann kann prýðilega að laga sönginn að aðstæðum kirkj- unnar sem ekki er vandalaust, slíkt bergmál sem hér er jafnan. Það er brýnt að gera allar ráðstafanir sem tiltækar eru til að draga úr bergmáli í Hallgrímskirkju. Það fer tíðum langt rneð að eyðileggja tlutning talaðs orð í kirkjunni, þrátt fyrir hátalara á súlum og upp við veggi. En víkjum nú að sýningunni sjálfri. Fyrra verk Ivo Cramérs nefnist Ave María og er saminn sérstaklega fyrir Hallgrímskirkju og tileinkaður Vigdísi Finnboga- dóttur forseta. Tónlist við dansinn hefur Hjálmar H. Ragnarsson samið. Þetta er lítið og snoturt verk. En miklu veigameira er Faðir vor við tónlist eftir Ralph Lundsten. Arnar Jónsson flytur í upphafi textann nteð látbragði og síðan er bænin túlkuð í átta atrið- um. Um þetta segir höfundur í leik- skrá: „Dansinn við Faðir vor er saminn á sveigjanlegan hátt, svo að hann breytist eftir þeim kirkjum sem við heimsækjum. Ég hef lengi verið hugfanginn af því að túlka sálm eða bæn með danshreyfingum í kirkju. En ég skildi fyrst hvernig hægt er að semja þær þegar ég var viðstaddur guðsþjónustu fyrir hreyrnarlausa í Noregi. Þar heill- aðist ég af sálmasöngnum sem hópur drengja og stúlkna „söng“ á táknmáli sínu. Teiknandi kór. Síð- an samdi ég eigið danshreyfinga- mál í stækkuðu og stílfærðu formi við bænina Faðir vor.“ Að vissu leyti var erfitt að fylgj- ast með þessum dansi eða lát- bragðsleik. sem mér finnst eðli- legra að kalla svo. Mörg pör dans- ara eru á „sviðinu" í einu og fer því mörgu fram í senn. Tilbeiðslan og lotningin er látin í Ijós með nokkuð flóknum spuna en eftir standa heildaráhrif sem umfram allt skila til áhorfandans hugblæ djúprar lotningar. Svo er að skilja sem Ivo Cramér sé brautryðjandi í trúar- legri danslist. Þá listgrein þurfti að þróa nokkuð gætilega því lengi vel fannst ýntsum kirkjumönnum óviðeigandi að dansa í kirkju, sem vitaskuld er fjarstæða: öll einlæg túlkun á upprunalegum kenndum mannshjartans á heima í kirkju, - og það er líka fráleitt að amast við að fólk klappi í kirkju eins og sumir prestar gera. íslenski dansflokkurinn skilar verkefni sínu vel og fallega í hví- vetna. Og búningar eru sérlega fallegir í litaspili sínu. Mættum við fá meira að sjá af slíku. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.