Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 29. desember 1988 FimmtudagUr 29. desember 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllll i lll lllll lllllllllllllll Einar Vilhjálmsson kjörinn íþróttamaður ársins 1988 í hádegisverðarboði Samtaka íþróttafréttamanna á Hótel Loftlcið- um í gær, voru niðurstöður úr kosn- ingu íþróttamanns ársins 1988 kunn- gjörðar. Samúel Örn Erlingsson for- maður Samtaka íþróttafréttamanna lýsti kjörinu. Eftir að hafa skýrt frá því hvaða íþróttamenn væru í 11 efstu sætun- um, lýsti Samúel hverjir hefðu orðið í þremur efstu sætunum, en þcir voru verðlaunaðir sérstaklega með bikurum. „Hér höfum við lýst afrekum 11 frábærra íþróttamanna, og nú er komið að því að lýsa kjöri íþrótta- manns ársins. Fyrst er það þriðja sætið. Þar fer ungur og efnilcgur íþróttamaður. Hann hefur unnið mörg afrek hérlendis og erlendis, en stærsta afrekið er þó áreiðanlcga það að hann hefur sigrast á þeim hömlum sem á hann voru lagðar, erfiðleikum sem hinn almenni íþróttamaður þekkir ekki, Haukur Gunnarsson. í öðru sæti er íþróttamaður sem við höfum lengi dáðst að fyrir kraft og þrautseigju, lítillæti og prúð- mennsku í hvívetna. Hann eroröinn tákn sinnar göfugu íþróttar í þessu landi, Bjarni Friðriksson júdókappi. Loks er það íþróttamaður ársins. Hann var maður gullsins á árinu, en hefði sjálfsagt viljað skipta á gull- peningunum sínum 12 á þessu ári og þeim eina sem hann náði ekki. Frátt l'yrir það er hann íþróttamaður á heimsmælikvarða, og hefur verið lengi, þrátt fyrir að vopnin væru sannarlega slegin úr hendi hans á miðjum ferli. Þá þurfti hann að byrja alveg uppá nýtt á tækniatrið- um, og það kom berlega í Ijós á árinu að tökin á spjótinu nú eru orðin eins góð og þau voru á því gamla. íþróttamaður ársins 1988 og íþróttamaður ársins í þriðja sinn er Einar Vilhjálmsson." íþróttamennirnir 11, en 2 voru jafnir í 10. sæti fengu bókagjöf frá bókaforlaginu Iðunni. Þeir fóru heim með metsölubókina „Ein á forsetavakt". Þrír efstu menn í kjör- inu voru síðan verðlaunaðirsérstak- lega með bikurum. Það voru Flug- leiðir sem stóðu að kjörinu að þessu sinni í samvinnu við Samtök íþrótt- afréttamanna. Þessir urðu í efstir í kjörinu að þessu sinni: Einar Vilhjálmsson, spjótkastari úr ÚÍA, á fjórða besta afrek spjótkast- ara í heiminum á árinu. Hann er einn þeirra sem ekki náðu þeim árangri sem þeir stefndu að á Ól- ympíuleikifnum í Seúl: var hárs- breidd frá því að komast í úrslit, eins og raunar fleiri af þeim bestu. Hann varð þar þrettándi og vegalengdin 78,82 metrar, 8 sentimetrum of stutt. Þetta v.ar ekki síst grátleg niðurstaða fyrir það að fram að þessum tíma hafði Einar unnið sigur á 12 mótum, frá mars og fram í september, 6 alþjóð- legum, 2 landskeppnum, 2 meistara- mótum hérlendis og 2 innanlands- mótum. Einar sigraði á þremur al- þjóðlegum mótum í röð í Texas í mars, apríl og maí og á því þriðja setti hann íslandsmet, 83,36 metra. Síðan sigraði hann á alþjóðlegu Flugleiðamóti hérlendis í júní og nokkrum dögum síðar á Meistara- móti fslands þar sem spjótið sveif 84,66 metra. Þetta er íslandsmet og fjórða lengsta kast í heiminum í ár. í lok júní og byrjun júlí keppti Einar á tveimur stigamótum alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins, heimsleikunum í Helsinki og Galanmótinu í Stokk- hólmi. Þar voru mættir allir bestu spjótkastarar heimsins og enn sigr- aði Einar á þessum mótum. Eftir þetta fylgdu landskeppnir, Bikar- keppni og mót innanlands fram í september og gullpeningar ársins urðu 12. Einar Vilhjálmsson hefur lengi verið í fremstu röð og getur verið lengi enn. Hann er 28 ára. Bjarni Friðriksson, júdókappi úr Ármanni, hefur verið einn fremsti íþróttamaður íslendinga í heilan áratug. f nákvæmlega áratug hafa félagar hans í júdósambandinu kjör- ið hann besta júdómann ársins, síð- ast nú fyrr í mánuðinum fyrir afrek liðins árs. Bjarni keppti í þriðja sinn á Ólympíuleikum í Seúl, enda orð- inn 32 ára. Hann tapaði þar fyrir gullverðlaunahafanum í fyrstu um- Handknattleikur: Leifur valinn í landsliðshópinn - fyrir leikina gegn Dönum - Birgir og Árni á ný í hópinn íslcnska landsliðið í handknatt- Markverðir: leik leikur 2 landsleiki gegn Dön- Einar Þorvarðarson.......Val um í Laugardalshöll nú á milli jóla Guðmundur Hrafnkelsson . UBK og nýárs. Fyrri leikurinn er í kvöld Hrafn Margeirsson. ÍR kl.20.30 en sá síðari á morgun Leifur Dagfinnsson .......KR einnig kl.20.30. Bogdan Kowalzcyk landsliðs- Aðrir leikmenn: þjálfari hefur tilkynnt landsliðs- Geir Sveinsson....Val hópinn sem leika mun í leikjunum. Jakob Sigurðsson .Val Hópurinn er óbreyttur frá leikjun- Júlíus Jónsson .....Val um við Svía að öðru leyti en því að Valdimar Grímsson...Val Brynjar Kvaran markvörður úr Sigurður Sveinsson .....Val Stjörnunni gaf ekki kost á sér Alfreð Gíslason....KR vegna prófa í Háskóia íslands. I páll Ólafsson ...KR hans stað var markvörðurinn efni- Konráð Olavson...KR iegi úr KR, Leifur Dagfinnsson Guðjón Árnason...FH valinn. Þá voru þeir Birgir Sigurðs- Héðinn Gilsson. FH son línumaður úr Fram og Árni Þorgils Óttar Mathiesen . . . FH Friðleifsson úr Víkingi einnig vald- Bjarki Sigurðsson .... Víkingi ir á ný í hópinn. Endanlegt lið fyrir Guðmundur Gumundss. . Víkingi leikinn í kvöld verður ekki tilkynnt Árni Friðleifsson.Víkingi fyrr en um miðjan dag í dag. Birgir Sigurðsson.....Fram Landsliðshópurinn er annars Kristján Arason .Teka skipaður eftirtöldum leikmönnum: BL ferð á dómaraúrskurði. Úrskurði sem í það minnsta enginn okkar íslendinganna, sem fylgdust með, skildi. Því næst glímdi hann við annan bronsverðlaunahafann og tapaði naumlega. Bjarni keppti á 7 alþjóðlegum júdómótum á árinu og vann til verðlauna á fjórum. Hann sigraði í mínus 95 kílógramma flokki á Norðurlandamótinu og fékk silfur- verðlaun í opnum flokki. Hann sigr- aði einnig á opna skoska meistara- mótinu og varð þriðji á opna belg- íska mótinu. Á hinu fræga Parísar- móti komst hann í 8 manna úrslit og hlaut þar svonefnd Fair Play verð- laun, eins konar drengskapar- og prúðmennskuverðlaun. Haukur Gunnarsson, frjálsíþrótta- maður úr röðum fatlaðra íþrótta- manna, var sigursæll á árinu. Hauk- ur er 22 ára frjálsíþróttamaður og keppir í hlaupum. Hann sigraði í sínum flokki í 100 metra hlaupi á heimsleikum fatlaðra í Seúl á 12,88 sekúndum og varð þriðji í 200 og400 metra hlaupi. Hann sigraðjj þessum greinum öllum á alþjóðlegu móti í Vestur-Þýskalandi í júlí og setti þá heimsmet í sínum flokki í 400 metra hlaupi. Haukur Gunnarsson er fjöl- hæfur íþróttamaður eins og sjá má af spretthlaupum hans og hefur verið í fremstu röð fatlaðra íþróttamanna í boccia og borðtennis. Hann stund- ar íþrótt sína af sömu elju og íþróttamenn í fremstu röð og hefur náð frábærum árangri á sínu sviði. Það að hann er hér að mati íþrótta- fréttamanna meðal tíu fremstu íþróttamanna landsins sýnir þá virð- ingu sem hann hefur áunnið sér. Fjóla Ólafsdóttir, fimleikamaður úr Ármanni, er 15 ára. Hún varð á árinu fyrst íslendinga Norðurlanda- meistari í fimleikum, þegar hún sigraði í keppni á tvíslá á Norður- landamóti unglinga íFinnlandi. Hún varð á árinu unglingameistari Islands og í öðru sæti á íslandsmótinu. Fjóla stundar íþrótt sína af kappi og á áreiðanlega glæsta framtíð fyrir sér. Glæsilegur árangur hennar á Norðurlandamótinu var líka góð afmælisgjöf fyrir félag hennar Ármann, elsta íþróttafélag íslands, sem er eitt hundrað ára um þessar mundir. Úlfar Jónsson, landsliðsmaður í golfi, stóð sig vel á árinu. Hann var í fararbroddi íslenskra kylfinga allt árið, í keppni hér og erlendis, til að mynda á Norðurlandamótinu þar sem íslenska sveitin varð í þriðja sæti. Undantekning á þessu var Is- landsmótið þar sem Sigurður Sig- urðsson sigraði glæsilega. Þar varð Úlfar þriðji, en lslandsmeistari varð hann bæði í fyrra og hittiðfyrra. Úlfar Jónsson er aðeins tvítugur að aldri. Hann hefur undanfarin þrjú ár ekki einungis verið talinn besti kylf- ingur okkar heldur einnig sá efnileg- asti. Hann stóð undir vonum golf- áhugamanna á árinu þrátt fyrir ís- landsmótið. Hann sigraði á móti golfklúbbs síns, Keilis, og var í sigursveit hans í Sveitakeppni íslands. Þar vann sveitin sér keppnis- rétt í Sveitakeppni Evrópu og varð þar í fjórða sæti nú í nóvember. Úlfar stóð sig frábærlega og sigraði í keppni einstaklinga. Það er í fyrsta sinn sem íslendingur sigrar á alþjóð- legu golfmóti erlendis. Kristján Arason var hin aðalskytta landsliðsins í ár, sem oft áður. Það mæðir mikið á Kristjáni Arasyni í leik með landsliðinu og til hans eru gerðar meiri kröfur en flestra ann- arra. Kristján var á árinu ávallt á meðal markahæstu leikmanna á mótum þar sem landsliðið keppti og skemmst er þess að minnast að Kristján varð fjórði markahæsti leikmaður Ólympíuleikanna í Seúl. Kristján lék til vors stórt hlutverk í vestur-þýska liðinu Gummersbach og liðið varð á vordögum vestur- þýskur meistari. Eftir Olympíuleik- ana gekk hann til liðs við spænska liðið Teka þar sem hann leikur nú. Kristján er á besta aldri íþrótta- manns, 27 ára, og mun vonandi ylja íþróttaáhugamönnum áfram með góðri frammistöðu. Hann hefurleik- ið 196 landsleiki. Alfreð Gíslason var önnur helsta skytta landsliðsins á árinu og átti besta ár sitt með landsliðinu fyrr og síðar. Hann lét ekki síst að sér kveða í leikjum við Sovétmenn, sem urðu Ólympíumeistarar eins og menn muna. Alfreð átti einnig góðu gengi að fagna með félagsliðum sínum. Hann lék með vestur-þýska liðinu Essen til vors. Þá varð liðið vestur- þýskur bikarmeistari og lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða, tapaði þeim leik á fleiri mörkum skoruðum á útivelli, fyrir CSKA Moskva. Al- freð hélt síðan heim á leið með fjölskyldu sína, til að undirbúa Ól- ympíuleika og leika með KR. Hann hefur á íslandsmótinu verið aðal- skytta KR-inga og honum ber ekki síst að þakka góða stöðu liðsins á mótinu nú. Alfreð er, auk þess að vera öflug skytta, einn bestu varn- armanna okkar. Hann hefur leikið 156 landsleiki og er 29 ára. Arnór Guðjohnsen lék með gegn Sovétmönnum og átti snilldarleik. Hann lék raunar alla leiki Islands í undankeppni heimsmeistaramóts- ins. Arnór er nú á hátindi ferils síns sem knattspyrnumaður, 27 ára. Hann var í fararbroddi í liði sínu Anderlecht síðastliðið vor, þegar liðið varð belgískur bikarmeistari. Arnór átti stórkostlegan leik í úr- slitaleiknum, belgískir íþróttafrétta- menn sögðu hann þá besta mann vallarins. Arnór hélt uppteknum hætti í haust, átti hvern snilldarleik- inn af öðrum með Anderlecht, allt þar til hann meiddist í Evrópuleik í lok síðasta mánaðar. Hann hefur nú leikið 28 landsleiki fyrir íslands hönd og þeir leikir eiga áreiðanlega eftir að verða miklu fleiri. Og það er rétt að geta þess í lokin að Amór er íþróttamaður ársins 1987. Ásgeir Sigurvinsson lék gegn Sovét- mönnum og lék alla þrjá leikina í undankeppni heimsmeistaramóts- ins. Hann hefur nú leikið 42 lands- Ieiki fyrir ísland, er nú fjórði leikja- hæsti landsliðsmaðurinn frá upphafi. Ásgeir er fyrirliði liðs síns, VFB Stuttgart í Vestur-Þýskalandi, og var sem fyrr aðaluppbyggjari í leik liðsins á árinu. Hann átti um tíma við erfið meiðsl að etja og margir áttu ekki von á honum í landsleiki á árinu. En Ásgeir náði sér og var með og er enn síungur á knattspyrnuvell- inum, þrátt fyrir að vera nú elstur landsliðsmanna, 33 ára. Hann leikur nú sextánda keppnistfmabil sitt sem atvinnumaður í fremstu röð á er- lendri grundu. Og þetta er 18. keppnistímabil hans í fyrstu deild, því tvö átti hann fyrir hér á landi. Og honum og félögum hans í Stuttgart gengur vel, eru á meðal efstu liða í vestur-þýsku deildinni og enn með í Evrópubikarkeppninni og vestur- þýsku bikarkeppninni. Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðs- ins í knattspyrnu, Iék alla landsleiki fslands á árinu sem hann var gjáld- gengur í og var fyrirliði í þeim öllum. Hann lék alls 9 landsleiki af 13, lék ekki 4 Ólympíulandsleiki vegna reglna sem gilda þar um. Atli lék á árinu 50. landsleik sinn og er nú annar leikjahæsti fslendingurinn í knattspyrnu frá upphafi með 56 landsleiki. Hann er nú 31 árs og hefur undanfarin 8 ár verið atvinnu- maður í vestur-þýsku knattspyrn- unni, var raunar fyrstur fslendinga til að keppa í þýsku úrvalsdeildinni. Atli kom frá Vestur-Þýskalandi í vor og gekk til liðs við gamla félagið sitt, Val. Það er óhætt að segja að Atli hafi sett svip sinn á íslenska knatt- spyrnu, því eftir að hann hóf að leika með Val breyttist leikur liðsins til hins betra eftir stirða byrjun. Liðið varð bikarmeistari og í öðru sæti á íslandsmótinu. Eins og áður var nefnt er jafnteflið við Sovétmenn eftirminnilegast afrek knattspyrnu- manna á árinu. Atli Eðvaldsson var þar í fararbroddi íslendinga eins og þeir tveir knattspyrnumenn aðrir sem við heiðrum hér í dag. Einar Þorvarðarson var í ár besti handknattleiksmarkvörður íslands. Afrek landsliðsins eru ekki síst byggð á honum, og þegar allt annað hefur brugðist hefur Einar staðið uppréttur og gert hið ótrúlega. Hann hefur ekki síður verið mikilvægur liði sínu Val. Síðastliðið vor varð liðið bæði íslands og bikarmeistari. Valsmenn áttu á síðasta keppnis- tímabili bestu vörnina, og besta markvörðinn. Þeir skoruðu ekki flest mörk í deildinni, en þeir fengu á sig langfæst mörk, og það réði öðru fremur úrslitum. Einar Þorvarðar- son lék á Ólympíuleikunum 200. landsleik sinn og er nú einn reyndasti handknattleiksmaður okkar. Hann hefur nú leikið 204 landsleiki og er 31 árs. Kjör íþróttamanns ársins 1988, úrslit: 1. Einar Vilhjálmsson 2. Bjarni Friðriksson 3. Haukur Gunnarsson 4. Fjóla Ólafsdóttir 5. Úlfar Jónsson 6. Kristján Arason 7. Alfreð Gíslason 8. Arnór Guðjohnsen 9. Ásgeir Sigurvinsson 10. Atli Eðvaldsson 10. Einar Þorvarðarson 130 stig 125 - 110 - 85 - 80 - 74 - 73 - 64 - 33 - 32 - 32 - Þorgils Óttar Mathiesen 29 — Ragnheiður Runólfsdóttir 25 - Geir Sveinsson 21 — Pétur Ormslev 17 _ Ólafur H. Ólafsson 12 — Lilja María Snorradóttir 12 — Magnús Ólafsson 11 — Sigurður Grétarsson 11 - Bjarki Sigurðsson 10 - Pálmar Sigurðsson 10 - Kjartan Briem 9 - Haraldur Ólafsson 6 _ Broddi Kristjánsson 5 - Guðni Bergsson 5 - Sigurður Gunnarsson 5 - Eðvarð Þór Eðvarðsson 4 - Guðrún H. Kristjánsdóttir 4 - Guðlaugur Halldórsson 3 - Valur Ingimundarson 3 - Haukur Valtýsson 2 - Sævar Jónsson 2 Einar Vilhjálmsson var veðurtepptur á Egilsstöðum meðan á hófinu stóð, en kom um síðir beint úr flugvélinni til að taka við bikarnum sem fylgir kjöri íþróttamanns ársins, í þriðja sinn. Þess má geta að faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson var fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Timamynd Pjetur. [þróttamaður ársins: Eru allir jafnir? Að undanförnu hefur mikið verið rætt um það manna á milli og einnig nokkuð í blöðum hvort fatlaður íþróttamaður eigi rétt á því að vera valinn íþróttamaður ársins. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir og hafa menn bent á að erfitt sé að bera saman fatlaðan mann og ófatlaðan. Vissulega er þetta rétt, það er erfitt að gera upp á milli manna sem stunda ólíkar íþróttagreinar og ekki hvað síst þegar fatlaðireru bornir saman við ófaltaða. Það er-iskoðun undirritaðs að allir íþróttamenn eigi'að standa jafnir þegar að kjöri íþrótta- manns ársins kemur, burt séð frá því hvaða grein hver stundar, eða hvort viðkomandi er fatlaður eða ekki. Það er hlutverk íþróttafréttamanna að segja frá og meta afrek íþróttamanna okkar og svo er einnig um valið á íþrótta- manni ársins. Það er ekki víst að al- menningur sé sáttur við valið hverju sinni, en stundum hafa risið deilur eftir að kjörinu hefur verið lýst. Svo kann einnig að verða nú, en víst er að þeir 3 sem efstir voru í kjörinu að þessu sinni eru allir miklir afreksmenn og hafa ber í huga að fáum atkvæðum munaði á milli þeirra. Einar er afreksmaður á heimsmæli- kvarða, þó hann hafi ekki náð að sýna sitt besta á stórmótum. Bjarni hefur staðið á toppnun í sinni grein í 10 ár, en aldrei verið valinn íþróttamaður ársins. Þannig hafa kringumstæðurnar hagað því, en hann hefði sannarlega átt skilið að fá þessa nafnbót. Haukur er ungur og á framtíðina fyrir sér. Hann hefur unnið hug og hjörtu almennings með afrekum sínum og dugn- aði. Það að hann er valinn einn af þremur mestu afreksmönnum ársins sem er að líða er mikil viðurkenning fyrir hann og um leið uppörvun fyrir fatlað fólk að láta ekki fötlun sína aftra sér frá því að iðka íþróttir. BL Santa Monica. Carl Lewis mun keppa á að minnsta kosti 3 alþjóðleg- um frjálsíþróttamótum í Evrópu í vetur. Hann mun hinsvegar ekki keppa á Heims- mcistaramótinu innanhúss og ekki í Heimsbikarkeppninni í september. Þá mun Lewis jafnvel keppa á móti í Ástralíu og koma fram í kvikmynd. Á þeim mótum sem hann ætlar að keppa á í Evrópu í vetur mun hann að öllum líkindum keppa í langstökki á móti í Stuttgart og á móti í Houston í Bandaríkjunum, heimabæ sínum. Á öðrum mótum mun hann keppa í spretthlaupum. Hin mótin í Evrópu eru mót í spænsku borgunum San Sebastian og Sevilla. New York. Boston Celtics stcinlá í fyrrakvöld er liðið mætti Denver Nuggets í NBA-körfuknattleiksdeildinni í Banda- ríkjunum. Úrslitin í fyrrakvöld urðu annars þessi: Atlanta Hawks-N.Y.Knicks . . . 128-126 Houston Rockets-Miami Heat . 101-93 Cleveland Cavaliers-Chicago . . 107-96 allas Mavericks-S.A.Spurs . . 110-101 Hwaukee Bucks-Indiana Pac. . 120-107 enver Nuggets-Boston Celtics . 130-109 Golden State-Philadelphia .... 119-112 L.A.CIippers-Seattle Supers . . 104-100 Sacramento Kings-Portland T. . 112-111 Zagreb. í gærdag var dregið um hvaða lið leika saman í riðlum í úrslitum Evrópu- keppni landsliða í körfuknattleik, en keppnin verður háð í borginni Zagreb í Júgóslavíu dagana 20.-25. júní í sumar. í A-riðli leik Holland, Ítalía, Sovétríkin og Spánn, en í B-riðli leika Frakkland, Júgó- slavía, Grikkland og Búlgaría. Fyrst leika liðin saman i hvorum riðli. í undanúrslitum leika sigurvegararnir í riðlunum gegn lið- inu í öðru sæti í hinum riðlinum. Þau lið sem vinna þessa leiki leika síðan úrslita- leikinn, en tapliðin leika um þriðja sætið. Norwich. Arsenal var ekki Iengi í efsta sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar. Norwich vann West Ham á þriðjudagskvöldið 2-1. Öll mörkin voru gerð í síðari hálf- leik. Norwich komst í 2-0 með mörkum þeirra Dale Gordon á 53. mín. og Ándy Townsend á 60. mín. en Ray Stewart náði að minnka muninn fyrir West Ham úr vítasp- yrnu á 71. mín. New York. Nokkrir leikir voru í NHL-íshokkídeildinni í fyrra- kvöld. New York Rangers vann New Jersey Devils 7-5, Washington Capitals vann Philadelphia Flyers 4-3 og Montreal vann nauman sigur á Los Angeles Kings 3-2. InBBfssÍBSfs^^ LESTUNARAfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriöjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miövikudaga Gautaborg: Annan hvern föstudag Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Annan hvern laugardag Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skiþ............15/1 '89 Gloucester: Skip............16/1 '89 Skip..............6/2 '89 New York: Skip............16/1 '89 Skip.............6/2 '89 Portsmouth: Skip............16/1 '89 Skip.............6/2 '89 SKJPADEILD SAMBANDSJNS LINDARGÖTU 9A-101 REYKJAVlK SlMI 698100 ± ± A. A A A Á A !AKN TRAIJSIRA f LUTNIIMGA a föstudag handa þér, ef þú hittir á réttu tölurnar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.