Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. desember 1988 ^Tíminn 7 BHMR segir lítiö mark takandi á spám Þjóöhagsstofnunar: LOK KJOR LEIÐA TIL LANDFLÓTTA Birgir Björn Sigurjónsson,hagfræöingur og Páll Halldórsson form. BHMR á blaðamannafundi í gær. TimamyndrGunnar „Hér verða að ríkja svip- uð lífskjör og í nágranna- löndunum. Ef svo er ekki leiðir það til fólksflótta og yngsti, best menntaði og hreyfanlegasti hluti vinnu- aflsins fer fyrst,“ sagði Páll Halldórsson hjá Bandalagi háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna. Páll sagði að þegar væri farið að bera á því að fólk kemur ekki heim að loknu námi erlendis enda væri aðkoman köld. Laun væru mun lægri en gerðist í nágrannalöndun- urn og þótt þau hefðu hækkað um 25% frá árinu 1986 þá vantaði enn 48% uppá að þau yrðu jöfn launum í Svíþjóð. Nú léti nærri að með laununum mætti greiða um 83% einkaneysl- unnar hérlendis, en í Svíþjóð hefðu menn um 20% afgangs þegar einkaneyslan er greidd. Páll og Birgir Björn Sigurjóns- son hagfræðingur kynntu í gær niðurstöður reiknistofu BHMR í launa- kjaramálum sem birtar eru í Kjarafréttum BHMR fyrir des- embermánuð. Par eru niðurstöður og spár Pjóðhagsstofnunar mjög dregnar í efa og sagði Páll að eftirtektarvert væri að undanfarin ár hefði Þjóð- hagsstofnun sett fram margar spár um versnandi þjóðarhag og hefðu þær helst birst um það leyti sem kjarasamningar voru lausir, að því er virtist í þeim tilgangi að skelfa launamenn. Nú hefði enn birst illspá frá stofnuninni sem ekki væri nú frem- ur en áður ástæða til að taka mark á þegar samið verður um kaup og kjör. Árið 1984 hefði stofnunin spáð 3,6% samdrætti í landsfram- leiðslu sem stóðst ekki betur en svo að það ár var 3,6% hagvöxtur. Árið 1985 spáði stofnunin 1,3- 1,4% aukningu landsframleiðslu. Stjórnvöld vildu halda kröfum launafólks í skefjum og lofuðu þá kjarabótum án launahækkana en hótuðu jafnframt afnámi samn- ingsréttar. Samningar á miðju árinu voru hógværir og vísað var frá Kjara- dómi leiðréttingakröfu BHMR vegna aðstæðna í ríkisbúskapnum. Eftir að samningar voru að baki birtist fljótlega ný spá frá Þjóð- hagsstofnun um 3,1% vöxt Iands- framleiðslunnar sem síðan reyndist 3,4%. Þjóðarsáttarsamningarnir í des. 1986 byggðu á spá stofnunarinnar um aukna landsframleiðslu sem næmi 3,5%. Aukningin varð hins vegar 6,6% Þeir Páll og Birgir Björn sögðu aðspurðir um hvað þeir teldu vera ástæður þess hve spádómar Þjóð- hagsstofnunar stæðust illa, að ým- ist hlytu spálíkön stofnunarinnar að vera léleg, forsendur þjóðar- hags breyttust með snöggum og tilviljanakendum hætti og/eða stjórnmálamenn segðu stofnuninni hreinlega fyrir verkum. Páll gat þess jafnframt að stofnunin heyrði beint undir forsætisráðuneytið. Birgir Björn sagði að tekjuskipt- ingin í þjóðfélaginu væri alröng og óeðlilegt að milliliðir eins og bank- ar og lánastofnanir rökuðu til sín fé. Þá sagðist hann deila þcirri skoðun með Ásmundi Stcfánssyni forseta ASÍ að margir atvinnurck- endur hefðu enn ekki áttað sig á raunvaxtastefnunni. Þessi skilningsskortur heföi komið átakanlcga í Ijós í góðærinu 1987 þar sem fjárfest var á frálcitan hátt í bæði skipum og byggingum þannig að fjárfestingarnar geta ómögulega skilað arði. Birgir Björn sagði að stjórnend- um verði að skiljast það að þeir geta ekki ítrekað gert mistök á mistök ofan og sent síðan reikning- inn til launafólks. - sá Sjóvá og Visa gera samning: Örorkustig í slysatilfell- um og trygg* ingar bættar Sjóvátryggingarfélag ís- lands hf. og VISA Island- Greiðslumiölun hf, hafa sam- ið um að hið síðarnefnda annist ferðaslysatryggingu korthafa frá og með 1. janúar 1989. Þá hafa tryggingar al- mennra korthafa verið bætt- ar og örorkustig tekin upp, varðandi bætur í slysatilfell- um. Slysatrygging almcnns korthafa er um 6 milljónir króna, sjúkratrygging 1,2 milljónir, en gullkorthaía um 12 millj. og sjúkratrygging 4,5 millj. á núverandi verðlagi. Fyrr á árinu ákvað Visa að bjóða innlendum tryggingafélögum að gera tilboð í trygingarvernd fyrir korthafa þess, sem eru á bilinu 80-90.000 talsins og varð Sjóvá hlut- skarpast. Rcykvísk endurtrygging hf sem þjónað hcfur korthöfum Visa síð- ustu tvö árin, lætur af því verkefni nú um áramótin. Europe Assistance mun áfram veita sömu þjónustu og áöur, hvað snertir viðlaga- og neyð- arþjónustu á fcrðalögum erlendis. Samningur Sjóvá og Visa var undirritaður þann 15. des. s.l., af þcim Einari S. Einarssyni og Einari Svcinssyni, framkvæmdastjórum fyrirtækjanna og cr gcrður til 3ja ára, og nema tryggingariðgjöld á ári um 20 milljónum króna. Jóla- hraðskák í kvöld, finmitudaginn 29. dcs- cmbcr verður hið árlega jólahrað- skákmót Taflfélags Seltjarnarness haldið í Valhúsaskóla. Skákmótið hefst kl. 20.00, öllum cr hcimil þátttaka, og er fólk beðið um að mæta stundvíslega. Uthlutað úr Norræna sjónvarpssjóðnum Ríkisútvarpsstöðvar Norðurlanda hafa komið sér saman um að stofna sjónvarpssjóð á vegum Nordvision- ar, en svo nefnast samtök norrænna sjónvarpsstöðya. Tekjur sjóðsins er það fé sem sjónvarpsstöðvarnar frá greitt fyrir sýningar á því efni, sem sent er um kapalkerfi í grannríkjunum. Ætla má að hann muni árlega fá um 100 milljónir íslenskra króna til ráð- stöfúnar. Umsjón með rekstri sjóðsins er í höndum stjórnar sem skipuð er fuli- trúum allra aðildarstöðvanna sem eru Danmarks Radio, Norsk Riks- kringkastning, Ríkisútvarpið, Sver- iges Television og Rundradioen/Yl- esradio í Finnlandi. Markmið sjóðsins er að styrkja gerð sjónvarpsefnis sem höfðar til allra Norðurlandaþjóðanna og gert er ráð fyrir að sjóðurinn greiði um helming af kostnaði við gerð þess efnis sem fé er veitt til. Nú hafa í fyrsta sinn verið fengin framlög úr sjóðnum og renna þau til eftirtalinna verkefna: Norðurlönd 1814. Leikin heimildamynd um stjórn- málaviðburði á Norðurlöndum þetta ár, auk þess sem vikið er að atburð- um annars staðar í álfunni. Upptöku stjórnar Stein 0rnhöj frá norska ríkisútvarpinu. Myndaflokkur sem m.a. sækir efnivið í íslenskar fornsögur. Styrkur var veittur til umfangs- mikillar undirbúningsvinnu sem Hggja þarf fyrir áður en endanleg ákvörðun um upptöku er tekin. Handritsgerð og leikstjórn annast Hrafn Gunnlaugsson, Ríkisútvarp- inu. Goðafræði Norðurlandabúa. Teiknimyndasyrpa ætluð börnum um goðafræði, vestnorræna jafnt sem austnorræna. Syrpan verður í 24 þáttum og annast finnski hreyfi- listamaðurinn Seppo Putkinen gerð þeirra fyrir hönd finnska sjónvarps- ins. Axel. Sjónvarpsmynd sem finnska sjón- varpið lætur gera eftir skáldsögu Bo Carpelans. Leikstjóri er Anssi Blomstedt. Auk þess er gert ráð fyrir að veita styrk til norræns sakamálamynda- flokks, „Det skulli være sá sundt“, aðákveðnumskilyrðum uppfylltum. Hanna María Karlsdóttir og Helgi Björnsson í aðalhlutverkum sínum í Heimsmeistarakeppni í maraþondansi. Heimsmeistarakeppni í maraþondansi: Frumsýning í Broadway Söngleikurinn Heimsmeistara- keppni í maraþondansi, (They shoot Horses, don’t they?) verður frum- sýndur í Broadway í kvöld, 29. desember. Um 20 leikarar koma við sögu í söngleiknum, sem gerist árið 1935, í Los Angeles, að mestu í stórum danssal og að hluta til niður við höfn. Skyggnst er inn í örlög nokk- urra keppenda og fléttast vofveifleg- ir atburðir inn í atburðarásina. Keppnir eins og þessar voru algengar „skemrrttanir" í Bandaríkjunum á kreppuárunum. Linnulaust var dansað í nær þrjá mánuði og voru verðlaunin að loknu kvalastríði sig- urvegaranna, geysihá, en flestir færðu aðeins fórnir og sprungu á limminu; örvinglaðir allsleysingjar langt um aldur fram. Með aðalhlutverk fara Helgi Björnsson og Hanna María Karls- dóttir, en auk þcirra fara um 18 manns með önnur hlutverk. Þýð- ingu, söngtexta og leikstjórn annast Karl Ágúst Úlfsson, og tónlist er eftir mörg heimsþekkt tónskáld, m.a. George Gershwin, Irving Berlin, Duke Ellington, Johan Strauss o.m.fl. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.