Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 16
 nnim'iT 16 Tíminn .................II naBRrtK lllliillSi:li;i:. :iilllllllllllllll::. :'lllllllllllllllllllllllliliiil NÝ MENNTAMÁL Hverjir ráða í skólamálum? nefnist grein eftir Þórólf pórlindsson prófessor í nýjasta tölublaði Nýrra menntamála sem er nýkomið út. Þar kynnir hann skoðanir kennara á því hverjir ráði í raun mótun skólastefnu, hversu mikið sjálfstæði í starfi þeir telji sig hafa og fleiri atriðum eins og þær birtast í könnun menntamála- ráðuneytisins á högum og viðhorfum grunnskólakennara sem gerð var á árun- unt 1985-86. Magnús Þorkelsson spyr í grein hvort hver sem er geti verið kennari og Kári Arnórsson skrifar um starf og stöðu skólastjórnenda. Erling Ólafsson á rödd kennara í dreifbýli og skrifar um kennslu- miðstöðvar á landsbyggðinni. Þrír menn fjalla um bók Wolfgangs Edelstcin, Skóli, nám, samfélag, og eru ekki á einu máli. Sjálfur skrifar Wolfgang Edelstein andsv- ar við gagnrýninni. HERMES Kominn er út 16. árgangur HERMES, og er hér um að ræða afmælisútgáfu í tilefni 70 ára afmælis Samvinnuskólans og 30 ára afmælis Nemendasambands Sam- vinnuskólans, hið myndarlegasta rit. f ritinu er mikið og margvíslegt efni og hafa margir höfundar lagt það til. Þar skrifar Elías Snæland Jónsson um Jónas Jónsson og hugmyndir hans að samvinnu- skóla og síðan er saga og þróun skólans rakin i fleiri greinum. Félagslíf skólans cr rakið í máli og myndum, en það hefur alla tíð verið blómlegt, og mörg viðtöl við fólk sem tengst hefur skólanum. Verk nafn- togaðra listamanna, lifandi og látinna, sem stundað hafa nám við skólann birtast í blaðinu í bundnu máli og óbundnu, tónlist og myndlist. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Guð- mundur R. Jóhannsson og útgefandi Nemendasamband Samvinnuskólans. Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Dregið hefur verið í happdrætti Styrkt- arfélags vangefinna og hafa vinningar komið á eftirfarandi númer: Bifreið Subaru Station 1800 kr. 1.000.000: nr. 74654 Bifreið Honda Civic 4D GL kr. 835.000: nr. 30327 Bifreið að eigin vali á kr. 500.000: nr. 40057,46092,55036,81633,43738,51305, 59123, 90877. BÍLLINN - blað Félags íslenskra bifreiðaeigenda er nýkomið út. Ritstjóri er Leó M. Jónsson og útgefandi Frjálst framtak hf. Efni blaðsins er margvíslegt að vanda. Þar er m.a. grein með yfirskriftina Er malbik verðmætara en mannslíf? þar sem höfundur veltir fyrir sér hvort standist sá áróður gatnamálastjórans í Reykjavík að öryggis vegfarenda í hálku sé nægilega gætt með ómældum saltaustri og þeir skuli leggja niður notkun á negldum hjólbörðum. Ford Scorpio 2-Oi CL er reynsluekið, reyndar í Vestur-Þýska- landi. Mikil úttekt er á farsímum og m.a. greint frá verði og umboðs- og söluaðilum á íslandi. í frístundaþætti blaðsins er fjallað unt skíði og skíðaáhugafólk. Umferðaróhöpp eru mörg og tíð.og þegar nýju umferðarlögin tóku gildi 1. mars sl. var meðal nýmæla að nú þyrfti ekki að kalla lögreglu á vettvang „vegna tjóna á ökutækjum eða tjóna sem rakin verða til ökutækja" heldur dygði að þeir sem hlut ættu að máli fylltu út eyðublað fyrir tjónaskýrslu sem sent var hverjunt bíleiganda. Þetta fyrirkomulag hefur áreiðanlega vafist fyrir ýmsunt og er fjallað um það og reynsluna af því í blaðinu. „Skódinn er einfaldlega eins og hugur manns; stundum dálítið seinn að taka við sér, en oftast nær alveg spólandi sprækur." Þannig endar Skódaeigandi notalega lýsingu á „þarfasta þjóni" sínum í gamansömum pistli í blaðinu. ÍB> CJranfctctl í viírtnH: Qf)ttðtófe«.. - fissuS'vúlím i: OÍYmpíuleíkar fatlaöríi: Þmtttir NiéÉ&iflafcitatt.- SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands er komið út. Þar ritar Ingólfur Hjörleifsson ritstjóri aðfaraorð og segir þar m.a.: „Þá er viðburðaríkt ár að renna sitt skeið á enda. Ár sigra og ósigra, segja menn oft. Mikið hefur verið rætt og ritað um eina þá stærstu viðburði á íþróttasviðinu sem áttu sér stað, nefnilega Ólympíuleika fatlaðra og ófatlaðra í Seoul í S-Kóreu. Oftast er talað um sigur í því fyrra og ósigur í síðara tilfellinu." En ritstjórinn tekur fram að „þetta með ósigurinn er auðvitað mikil einföld- un“. I því sambandi bendir hann á viðtal við íris Grönfeldt í Skinfaxa þar sem hún rekur á hreinskilinn og skýran hátt hversu einhliða var litið á hlutina. í blaðinu er rætt við Markús Einarsson, fræðslu- og útbreiðslufulltrúa íþrótta- sambands fatlaðra um Ólympíuleika fatl- aðra og íþróttastarfið almennt meðal fatlaðra. Líka er rætt við Lilju Maríu Snorradóttur sem komst á verðlaunapall í Seoul. Skákþáttur er í blaðinu í umsjón Ás- geirs Þ. Árnasonar, bróður Jóns L. Farið er að huga að undirbúningi fyrir næsta Landsmót UMFÍ, sem haldið verð- ur að Varmá í Mosfellsbæ 1990 og eilítið sagt frá því. Blakíþróttin á marga aðdáendur á Norðfirði og er sagt frá því. Fleira efni er í blaðinu. Tónleikar í Bústaðakirkju Bryndís Halla Gylfadóttir og Roglit Ishay halda tónleika fjmmtudaginn 29. desember í Bústaðakirkju kl. 20:30. Bryndís Halla leikur á selló, en Roglit Ishay á píanó. Þær leika saman Sónötu fyrir selló og píanó í d-moll eftir Claude Debussy, Suite Populaire Espagnole eftir Manuel deFalla og Sónötu í A-dúr eftir Cesar Franck. Síðan er Sónata fyrir einleiksselló, op. 8 eftir Zoltán Kadály. Tónleikarnir eru haldnir til minningar um Gunnhildi, systur Bryndísar Höllu. Bryndís Halla Gylfadóttir fæddist í Bandaríkjunum 1964. Hún hóf nám í sellóleik 7 ára göntul, fyrst hjá Auði Ingvadóttur, síðar Páli Gröndal. Hún fluttist til Kanada 1976 og liélt áfram námi hjá Adam Mueller í Halifax í Nova Scotia. 1981 kont hún aftur til fslands og stundaði þá nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Gunnars Kvaran. Hún lauk einleikaraprófi 1984. Síðan var hún í framhaldsnámi við New England Conscrvatory í Bandaríkjunum og hcfur lokið þar B.A. prófi og væntir þess að fá þaðan meistaragráðu vorið 1989. Aðalkennarar Bryndísar við N.E.C. hafa verð Colin Carr og Laurence Lesser. Bryndís Halla hefur komið fram sem einleikari á fslandi, í Bandaríkjunum og í Kanada og tekið þátt í hljómleikahaldi. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í list sinni og tekið þátt í tónlistarhátíðum. Roglil Ishay er fædd í fsrael 1965. Hún stundaði tónlistarnám i Tel Aviv þar til 1985, að hún hóf nám við New England Conservatory, en þar lauk hún B.A.prófi og mun Ijúka meistaragráðu vorið 1989. Roglit hefur undanfarin ár notið hand- leiðslu Veronicu Jochum. Hún hefur víðtæka reynslu í kammertónlist og sem einlcikari, bæði í ísrael og í Bandaríkjun- um. Jafnframt aðalnámi hefur hún sótt fjölda námskeiða í list sinni og tekið þátt í tónlistarhátíðum. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 r' f l . i 1 1 .1 i- 1 Fimmtudagur 29. desember 1988 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimili Sími Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Kópavogur Linda Jónsdóttir Holtagerði 28 45228 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðriöurWaage Austurbraut 1 92-12883 Sandgerði Margrét Magnúsdóttir Hjallagötu 4 92-37771 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-11261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgata 26 93-71740 Stykklshólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut3 93-41447 ísafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi 2 94-7673 Patreksfjörður Ása Þorkelsdóttir Urðargötu 20 94-1503 Bíldudalur HelgaGisladóttir TjarnarbrautlO 94-2122 Þingeyri KaritasJónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavik ElísabetPálsdóttir Borgarbrautö 95-3132 Hvammstangl FriðbjörnNíelsson Fífusundi 12 95-1485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð13 95-5311 Siglufjörður Guðfinna Ingimarsdóttir Hvanneyrarbraut54 96-71555 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Ólafur Geir Magnússon Hjarðarhóli2 96-41729 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógar13 97-1350 Seyðisfjörður Anna Dóra Árnadóttir FjarðarbakkalO 97-21467 Neskaupstaður KristínÁrnadóttir Nesbakka16 97-71626 Reyðarfjörður Marínó Sigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-41167 Eskifjörður ÞóreyÓladóttir Svínaskálahlíð19 97-61367 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Hlíðargötu4 97-51299 Stöðvarfjörður SvavaG. Magnúsdóttir Undralandi 97-58839 Djúpivogur Óskar Guðjón Karlsson Stapa, Djúpavogi 97-88857 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut13 97-81255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 98-22317 Hveragerði Lilja Haraldsdóttir Heiðarbrún 51 98-34389 Þorlákshöfn Þórdís Hannesdóttir Lyngberg 13 98-33813 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 98-31198 Stokkseyri Friðrik Einarsson Iragerði 6 98-31211 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónínaog ÁrnýJóna Króktún 17 98-78335 Vík VíðirGylfason Austurveg 27 98-71216 Vestmannaeyjar MartaJónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Effco þurrkunni. Hún gerir heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Ohreinindin bókstaflega leggja á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum Heildsala Hóggd ojLverslunum. . _ _ eyfir — EFFCO sfmi 73233 Hafírðu smakkað - láttu*þér þá AljDREI detta í hug að keyra! IUMFERÐAR Iráð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.