Tíminn - 04.01.1989, Side 6

Tíminn - 04.01.1989, Side 6
6 Tíminn Miðvikudagur 4. janúar 1989 zzTr á u [jglw m «¥ 'ísisa; |fl Kaupstaðurinn Höfn í Hornafirði, þar sem nú búa um 1500 manns. Höfn í Hornafirði Ofðin kaupstaður Þann 1. janúar s.l. hlaut Höfn í Hornafiröi kaupstaðarrétt- indi. Staöurinn hefur verið miðstöð verslunar í Austur-Skafta- fellssýslu frá því að byggð hófst þar árið 1897, íbúar eru nú rúmlega 1500 talsins. Af þessu tilefni hafði Tíminn sam- band við Sturlaug Þorsteinsson sem er forseti bæjarstjórnar á Höfn. Sturlaugur sagði að íbúafjöldi hefði farið stöðugt vaxandi á síðustu árum og áratugum. Sem dæmi mætti nefna að á síðustu þremur áratugum hafi orðið hlutfallslega meiri íbúaaukn- ing á Höfn en á Reykjavíkursvæð- inu. Sturlaugur sagði jafnframt að á allra síðustu árum hefði íbúafjöldinn nokkuð staðið í stað. Sturlaugur sagði að atvinnu- ástandið á Höfn væri gott og næg atvinna. „Við erum þannig í sveit sett, eins og einhver orðaði það, að það er vertíð allan ársins hring. Það er hin hefðbundna vetrarvertíð. humar yfir sumartímann og síldin á haustin. Þetta veldur því að hér er tiltölulega gott jafnvægi í atvinnu- rnálurn." Sturlaugur var spurður að því hvort einhver sérstök verkefni væru fyrirhuguð á vegum bæjarfélagsins í tilefni að kaupstaðaráfanganum. „Framkvæmdaáætlun þessa árs ligg- ur ekki fyrir en það má geta þess að nú þegar við höfum lýst yfir þessari bæjarnafnbót, þá ákváðum við að veita 1.5 milljón króna til skógrækt- arátaks. Þar af fer ein milljón til Skógræktarfélags Austur-Skafta- fellssýslu. Það hefur ríkt einhugur um það að leggja fé í fegrun bæjarins og má þar nefna gangstéttagerð og Reykvíkingar kvefsæknir Samkvæmt skýrslum fimm lækna og læknavaktarinnar s.f. virðist byrjun jólaundirbúningsins hafa lagst frekar illa í Reykvíkinga. í nóvember 1988 leituðu samtals 681 til læknis vegna kvefs og annarra veirusýkinga í efri loftvegum og 31 vegna lungnabólgu. Sex fengu háls- bólgu og tveir einkirningasött. Streitan virðist einnig hafa lagst á meltingarfærin því 90 leituðu lækninga við iðrakvefi. Þá stakk inflúcnsa sér sömuleiðis niður en hana fengu níu, að ógleymdri hlaupabólunni sem lagði aðra níu í rúmið og hettusótt tvo. jkb lagningu bundins slitlags. Að auki má nefna eitt stórverkefni sem við erum mikið að velta fyrir okkur, en það er að reisa nýjan vatnsmiðlunar- tank.“ Aðspurður sagði Sturlaugur að kaupstaðarréttindin breyttu ekki miklu fyrir Höfn. Frekar mætti líta á þau sem eðlilegan áfanga í byggða- þróuninni sem markaði ákveðin tímamót. Sturlaugur sagði jafn- framt: „Þessi réttindi hafa litlar praktískar afleiðingar í för með sér og það er kannski rétt að geta þess að samstarf okkar við nágrannasveit- arfélögin mun ekki breytast, en það hefur verið með eindæmum gott í gegnum tíðina." SSH Enn viröist allt óbreytt meö stöðu Arnarflugs: Arnarflug í biðstöðu Svo sem kunnugt er af fréttum hefur ríkisstjómin að undanförnu haft málefni Arnarflugs til um- fjöllunar. Að sögn Kristins Sigtryggssonar forstjóra félagsins er verið að vinna í málinu frá öllum hliðum, allar leiðir koma enn til greina. - Hver er afstaða hluthafa Arn- arflugs til þeirrar hugmyndar að Flugleiðir annaðhvort yfirtaki reksturinn eða að öðrum kosti komi inn í hann að einhverju leyti? „Ég tel að skoðanir séu mjög ákveðnar á því hér. Það er talið hið versta mál að láta rekstur fyrirtækisins enda á þann veg að allir flutningar til og frá landinu lendi á einni hendi. Þá erum við ekkert endilega að tala eingöngu um flutninga flugleiðis heldur ekki síður sjó“. - Áttu þar við eignarhlut Eim- skipafélagsins í Flugleiðum? „Já“. - Sjáið þið einhverjar aðrar leiðir út úr þessum ógöngum Arn- arflugs en þær fjórar sem þegar hafa verið nefndar? „Að okkar mati er aðeins ein þeirra leiða skynsamleg og það er sameiginlegt átak hluthafanna og ríkissjóðs til að rétta stöðuna við“. - Hversu miklu hlutafé cru hlut- hafar reiðubúnir að bæta í sjóði félagsins? „Það eru einhverjir tugir millj- óna, en reyndar er enn verið að vinna í þeim málum og skýrist brátt hve háar fjárhæðir er um að ræða. -áma. Lögreglan framfylgdi helgidagalöggjöfinni meö höröu á nýársnótt: Lokað á pylsusala Ekki var liðinn nema hálftími af nýju ári þegar lögreglan í miðborg Reykjavíkur þurfti að beita hörðu við lokun tveggja pylsuvagna í Lækjargötu og á Lækjartorgi. Bannað er að stunda sölu sem þessa án sérstaks leyfis á nýársdag, jóladag og páskadag, samkvæmt helgidagalöggjöfinni. Að sögn varðstjórans á Miðborg- arstöð, Björns Sigurðssonar, voru pylsusalarnir ekki fúsir til að hætta sölunni og því þurfti að beita hörðu við lokun vagna þeirra. Var annar pylsusalinn færður á lögreglustöðina þar sem lesið var yfir honum úr helgidagalöggjöfinni, en sleppt að því loknu. Mun hann hafa verið tregari til samvinnu og var vagnhler- unum lokað meðan hann gerði árangurslausa tilraun til að smyrja á síðustu pylsuna. Talsverður fjöldi ungmenna heim- sótti miðbæinn strax á þriðja tíma hins nýja árs og var annríki hjá miðborgarlögreglu fram yfir vakta- skiptin á sjöunda tímanum. Að sögn lögreglumanna er viðvera gangandi fólks stöðugri og meiri í miðbænum meðan matsala pylsumannanna er opin. Því er það orðin vinnuregla lögreglunnar að sjá til þess að pylsu- vögnum sé lokað stundvíslega þegar leyfistímanum lýkur. Á venjulegri helgi er fylgst með því að pylsuvögn- um sé lokað stundvíslega klukkan fjögur á morgnana, enda veitir ekki af þeim tíma sem eftir er til að rýma miðbæinn vegna hreinsunarmanna borgarinnar. KB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.