Tíminn - 04.01.1989, Side 13
Miðvikudagur 4. janúar 1989
Tíminn 13
ÚTLÖND
líííllli:;
llllllli!
Sovéskt herlið er nú á leið út úr Afganistan en Sovétmenn vilja þó tryggja að ekki taki við fjandsamleg ríkisstjórn í
landinu. Því er Vorontsov fyrsti vararutanríkisráðherra Sovétríkjanna nú á leið til fundarhalda með skæruliðaforingj-
um.
Sovésk sendinefnd á leið til fundar við afganska skæruliðaforingja í Islamabad:
Ræðir nýja ríkis-
stjórn Afganistans
Sovésk sendinefnd er nú á leið til Islamabad í Pakistan til
að ræða við foringja afganskra skæruliða um hugsanlegt
friðarsamkomulag í Afganistan.
Það mun vera fyrsti aðstoðarut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna Yuli
Vorontsov sem leiðir sovésku sendi-
nefndina, svo greinilegt er að alvara
ríkir hjá Sovétmönnum í viðræðun-
um því sendinefndin er í Teheran
þar sem rætt var við skæruliðaforing-
ja sem hafa bækistöðvar sínar í íran.
Nú er ljóst að Sovétmenn ná ekki
að flytja allt herlið sitt heim frá
Afganistan fyrir 15. febrúar eins og
gert var ráð fyrir í samningum,
meðal annars vegna aukins sóknar-
þunga skæruliða í Afganistan eftir
að brottflutningurinn hófst.
Sovétmenn leggja áherslu á að ný
ríkisstjórn í Afganistan verði mynd-
uð á breiðum grundvelli og tryggt sé
að hún verði ekki fjandsamleg Sov-
étríkjunum, enda liggja landamæri
Sovétríkjanna og Afganistans
saman. Hefur Vorontsov meðal ann-
ars rætt við Zahir Shah fyrrum
konung Afganistans um aðild að
ríkisstjórn, en honum var steypt af
stóli árið 1973. Nokkrum skæruliða-
hreyfingum líst þó illa á aðild hans
að ríkisstjórn.
Gert er ráð fyrir að Vrontsov
dvelji tvo til þrjá daga í Islamabad
og ræði meðal annars við Benazir
Bhutto forsætisráðherra Pakistans
og Sahabzada Yaqub Khan utanrík-
isráðherra landsins.
írakar vara írana viö aö stööva íröksk skip á Persaflóa:
Gæti kostað átök
á ný á Persaf lóa
írakar segja að hætta sé á að
íranar komi af stað nýjum átökum í
Persaflóastríðinu ef þeir hyggjast
stöðva og leita í írökskum farskipum
sem leið eiga um flóann. Þetta kom
fram í leiðara dagblaðsins Al-
Thawra sem er málgagn hins ráðandi
Baath flokks í írak.
Þessi frétt kemur í kjölfar yfirlýs-
ingar Mohammad Hossein Malekz-
adegan yfirmanns íranska flotans á
sunnudag þar sem hann áskilur írön-
um allan rétt til þess að stöðva skip
á Persaflóa og leita í þeim, þrátt fyrir
vopnahléssamkomulagið frá 20.
ágúst.
Al-Thawra sagði að hverskyns
afskipti írana af skipum tengdum
írökum væri alvarlegt brot á vopna-
hléssamkomulaginu og myndu lrak-
ar mæta því af fullri hörku.
Áður en vopnahlé komst á í
Persaflóastríðinu stöðvuðu íranar
iðulega skip á Persaflóa til að leita
þar hugsanlegra hergagnasendinga
til íraka. Þá stöðvuðu þeir breskt
risaolíuflutningaskip á flóanum 12.
desember, líklega fyrir misskilning.
Þeir hafa þó látið skip íraka afskipta-
laus.
Höfrungar björguðu lífi ungs ástr-
alsks siglingamanns í gær þegar þeir
hröktu hákarla á brott frá skútu
hans. Hákarlarnir höfðu ráðist á
skútuna og rifið hluta úr síðunni
þegar höfrungarnir komu á
vettvang. Þegar hákarlarnir gerðu
nýja árás á piltinn tóku höfrungarnir
til sinna ráða og réðust að hákörlun-
um sem sáu sinn kost vænstan að
flýja af hólmi. Pilturinn komst síðan
Deilur um rétt til siglinga um Shat
al-Arab flóanna var einmitt kveikjan
að Persaflóastríðinu á sínum tíma.
við illan leik að landi á Ballinaströnd
í Nýja Suður-Wales eftir nokkurra
kílómetra sund. Hann liggur nú á
sjúkrahúsi.
Þess má geta að höfrungar, þessi
fallegu, gáfuðu og yndislegu dýr eru
drepin í tugþúsunda tali af banda-
rískum túnfiskssjómönnum á vestur-
strönd Bandaríkjanna. Kjöt dýr-
anna er ekki nýtt af hvalelskandi
Bandaríkj amönnum.
Höfrungar bjarga
áströlskum pilti
Auglýsing frá ríkisskattstjóra
VÍSITALA
JÖFNUNAR-
HLUTABRÉFA
Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr.
9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur
ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar
verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa
á árinu 1989 og er þá miðað við að vísitala
1.janúar1979 sé100.
l.janúar!980 vísitala 156
1. janúar 1981 vísitala 247
l.janúarl982 vísitala 351
l.janúar!983vísitala 557
l.janúar!984vísitala 953
l.janúar!985vísitala 1.109
l.janúarl986vfsitala 1.527
l.janúarl987 vísitala 1.761
l.janúarl988 vísitala 2.192
l.janúar!989vísitala 2.629
Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við
vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir
stofnun hlutafélags eða innborgun hlutafjár eftir þann
tíma, en hins vegar við vísitölu 1. janúar þess árs sem
útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin.
Reykjavík 2. janúar 1989
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Jólatrés-
skemmtun
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés-
skemmtun fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 8.
janúar kl. 15.00 á Hótel íslandi.
Miðaverð fyrir börn kr. 400,- og fyrir fullorðna kr.
100,-
Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. Húsi verslunarinn-
ar, 8. hæð.
Upplýsingar í síma 687100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
t
Móðir okkar
Theódóra Ó. Frederiksen
sem lést 23. desember s.l. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 6. janúar kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hennar láti öryrkjabandalag Islands njóta
þess.
F.h. vandamanna
Guðrún S. Frederiksen
Edward Frederiksen