Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.01.1989, Blaðsíða 15
Miðvíkudagur 4. janúar 1989 Tíminn 15 MINNING Emil Ásgeirsson Fæddur 31. mars 1907 Dáinn 23. desember 1988 Fáir vissu að vorið beið og vorið kemur að hugga Hann Emil í Gröf er látinn. Hann lést á Þorláksmessu -slokknaði út af á þann hljóðláta og prúðmannlega hátt sem einkenndi allt hans líf. Og eftir stöndum við sem þóttum vænt um hann og spyrjum hversvegna svona fljótt? Hann átti svo mikið eftir - hann gaf svo mikið með veru sinni hérna hjá okkur. - Kannski finnst einhverjum þetta ofmælt. Maöur á áttugasta og öðru aldursári eigi von á kallinu hvenær sem er. Mikið rétt - en það er ekki santa hver í hlut á. Það er ekki sama hvort um er að ræða fársjúkt gamalmenni eða mann eins og Emil sem átti enn svo mikinn lífsþrótt, sem lifði lífinu sjálfum sér og öðrum til ánægju. Og þá er að reyna að sætta sig við orðinn hlut og rísla sér við að raða saman ljúfum og fallegum minning- arbrotum um genginn vin. Emil Ásgeirsson var fæddur í Danmörku 31. mars 1907. Hann var sonur Mörtu Eiríksdóttur og Ásgeirs Sigurðssonar. Hann var ekki hjóna- bandsbarn og fimrn ára gamall kem- ur hann heim til íslands og dvelst næstu þrjú ár hjá frændfólki suður á Vatnsleysuströnd en átta ára gamall er hann tekinn í fóstur af prestshjón- unum í Hruna í Hrunamannahreppi þeim séra Kjartani Helgasyni og frú Sigríði Jóhannesdóttur. Emil sagði mér frá þegar hann fluttist austur. Hann fór með póstvagninum austur í Flóa og „var einhver beðinn fyrir mig þangað". Hann sagðist muna eftir sér volandi sjálfsagt útaf ein- hverjum einstæðingsskap eins og hann orðaði það en niður í Flóa sótti hann ríðandi einn prestssonurinn frá Hruna. Og þá fór þessi átta ára gamli snáði í fyrsta sinn á hestbak og reið alla leið upp að Hruna mig ntinnir að póstvagninn hafi gengið að Bitru. Entil sagðist muna að hann hefði ekki verið beysinn reiðmaður og ferðin gengið hægt en pilturinn var honum góður. Þetta er trúlega 6-8 tírna reið. Maður fær dálítinn sting í hjartað þegar maður hugsar um þetta ferðalag - ég vona innilega að enginn sendi börn ein síns liðs í slíka ferð nú á dögum. Entil ólst síðan upp í Hruna í glöðum hópi uppeldissystkina sinna á menningar- og myndarheimili. Hann stundaði það barnaskólanám sem þá tíðkaðist og fór sem ungur maður í Bænda- skólann á Hvanneyri. Aðra menntun hlaut hann ekki en það er kannski ekki málið í hvað ntarga skóla þú gengur heldur hvernig þú nýtir þann lærdóm sem þú hefur hlotið og þær gáfur sem þú hefur fengið í vöggu- gjöf. Og þetta hvorttveggja nýtti Emil til hins ýtrasta. Hann var vel gerður bæði andlega og líkamlega. Emil í Gröf var ekki bara glæsimenni á velli - hann var fallegur maður og hann var góður og gáfaður maður. Árið 1930 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Eyrúnu Guð- jónsdóttur frá Gröf í sömu sveit og þau hófu búskap í Gröf og hafa búið þar síðan og búa enn. Þau voru bæði með skepnur og einnig mikla garð- yrkju því jarðhiti er nægur í Grafar- landi. Þeim varð fjögurra barna auð- ið þau eru: Guðjón garðyrkjubóndi í Laxárhlíð kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttur þau eiga fjögur börn, Sigríður Marta lést barn að aldri, Guðrún gift Guðmundi Pálssyni, jarðýtustjóra, þau búa í Sunnuhlíð og stunda einnig garðyrkju og eiga þrjú börn, og yngst er Áshildur gift Þorsteini Jónssyni, lögreglumanni þau búa í Kópavogi og eiga tvo syni. Tvö systkinanna reistu sér býli „í túninu heima" og er þetta sérlega samhent fjölskylda í alla staði. Barna- börnin hafa þannig notið samvist- anna við afa og ömmu - þau sém ekki eru í túninu hafa komið á sumrin. Ég sem þessar línur rita hef í raun frá Gröf þekkt Emil frá því ég man eftir mér. Hjónin í Gröf voru nágrannar for- eldra ntinna, þegar við áttum heinta að Flúðum í Hrunamannahreppi og með þeint tókst góð vinátta þó aldursmunur væri töluverður. Við fluttum til Reykjavíkur haustið 1937 en 1941 þegar stríðið gcisaði úti í hinurn stóra heimi var reynt að koma sem flcstum Reykjavíkur- börnum í sveit vegna hugsanlegrar loftárásarhættu. Þá skrifaði mamma hjónunum í Gröf og bað þau að taka mig sumarlangt þá ellefu ára gantla. Svar þeirra var jákvætt og þetta varð upphafið að sjö sumra dvöl minni í Gröf. Það má með sanni segja að þau Grafafhjónin hafi aliö mig upp sem barn og ungling að hálfu leyti. Ég kom í sveitina í maíbyrjun og var til septemberloka og eitt haustið alveg fram í nóvember. - Ekki get ég óskað neinu barni né unglingi betra hlutskiptis en komast undir handarjaðar jseirra hjóna og þar veit ég að ég mæli fyrir munn þeirra fjölmörgu, sem þar dvöldu sem börn og unglingar. Dvöl mín hjá þeim hjónum er og verður mér ógleyman- leg og vinátta mín við þau og börn þeirra hélt áfram þó sumardvöl lyki og stendur óhögguð fram á þennan dag. Emil í Gröf var mikill og góður húsbóndi og uppalandi. Hann skip- aði aldrei heldur baö. Og þegar sagt var: Ása mín, þú crt nú svo létt á löppinni skrepptu nú og gerðu þetta eða hitt - þá hljóp ég ekki - ég flaug. - Minningarnar streyma fram - Emil syngjandi á sláttuvélinni. - Emil að spjalla við vagnhestana, kjassa þá og þakka þeim velunnið verk - Emil að kenna mér að leggja á aktygi og spenna fyrir vagn eða að útbúa okkur krakkana í sunnudagsreiðtúr- inn - Emil að fara upp úr þurru með kafla úr Pétri Gaut eða kvæðið eftir Björnsterne um hana „Áshildi litlu frá Úfi, sem erfði ekki silfur né gull" og síðast cn ekki síst Emil að fara með heilu blaðsíðurnar úr bókum Kiljans allt utanbókar - ég held ég kunni upphafið að Vefaranum mikla frá Kasrnír síðan á þessum dögum. Emil var svo víðlesinn og vel heima í íslenskum bókmenntum að það var unun að heyra hann ræða um þær en Laxness dáði hann unt- fram aðra rithöfunda og það var áreiðanlega ekki algengt í þá daga að íslenskur bóndi tæki ástfóstri við ritverk hans. Emil og Rúna leið- beindu mér við lestur góðra bóka - mér var ekki bannað að lesa reyfara heldur leidd í allan sannleika um gæði bókanna í bókaskápnum í stof- unni og líka var mér leiðbeint með gott og hreint málfar - það má segja að uppeldi þeirra hélt áfram í anda foreldra minna. Emil og Rúna eru svo nátengd í huga mínum að annað verður ekki nefnt nema nafn hins fylgi með. Emil var ákaflega vel ritfær maður, tilskrif hans um Hrunamannahrepp- inn í Sunnlenskum byggðum finnst mér bera af í þeirri bók að öðrum ólöstuðum. Þá var hann höfundur afmælisrits sem út kom á hundrað ára afmæli Búnaðarfélags Hruna- mannahrepps sem var árið 1984. Hann átti einnig létt með að slá á léttari strengi - ntörg ár skrifuðust þeir á faðir minn og hann og kenndi þar örugglega ýmissa skemmtileg- heita, þá samdi hann leikþætti og gamanvísur. Sjálfur var hann góður leikari og tók á yngri árum mikinn þátt í leikstarfsemi og annarri félags- starfsemi í hreppnum. Enn man ég cftir þegar Hrunamcnn léku Lén- harð fógeta og ég smástelpa sem átti heima á Flúðum fékk að fara í leikhúsið. Þar lék Emil Eystein Brandsson í Mörk. í mínum huga var hann ekki Emil í Gröf heldur glæsimennið Eysteinn í grænum flauelisfötum með fjaðrahatt. Engin leiksýning hefur orðið mér eins minnisstæð. Emil var formaður Ungmennafé- lags Hrunamanna um margra ára skeið og ég man enn bragðið af sítróninu, sem hann gaf okkur syst- kinunum, þegar hann kom og var að taka til í samkomusalnum á Flúðum eftir skemmtanir. Þannig var Eniil. Hugsunarsemi við börn og þá sem minna máttu sín var honum í blóð borin. Á næsta bæ við Gröf í Hvammi bjuggu Helgi Kjartansson frá Hruna, uppeldisbróðir Emils og Elín Guðjónsdóttir frá Gröf, systir Rúnu. Eins og gefur að skilja var mikill og góður samgangur milli bæjanna og áttum við krakkarnir þar margar gleöistundir saman. Eitt sumarið var ákveðið að fara í mikla skemmtiferð - fara langar leiðir í berjamó. Tilhlökkunin var mikil en þegar sá sæli sunnudagur rann upp sem fara skyldi ferðina var ég lasin og varð að hírast heima í rúmi. Vonbrigðunum er ekki hægt að lýsa. Við Entil vorum ein heima þennan dag og hann, sem aldrei vann nein eldhúsverk hitaði handa ntér kakó og færði mér ásamt nýrri bók að lesa. Vonbrigðin hurfu eins og dögg fyrir sólu en ég hejd að hann hafi ekki þótt ganga neitt afskaplega vel um eldhúsið. Á efri árum sínum tók Emil að sér að mæla út jarðabætur hjá bændum í Árnes- og Rangárvallasýslu. Á þessum ferðum sínum rakst hann á ýmsa gamla búshluti sent ýmist lágu umhirðulausir eða fólkið vissi ekki hvað það átti að gera við. Þetta varð til þess að Ernil fór að safna þessum gömlu hlutum og nú er í Gröf merkilegt safn gamalla hluta og verkfæra, sem er ómetanlegt ekki einungis fyrir sveitina hans heldur alla sem vilja halda til haga minning- um unt liðna tímann. Þá gerði hann einnig upp gamlar heyvinnuvélar og önnur landbúnaðartæki og töluvert þessara hluta mátti sjá á landbúnað- arsýningunni í Reiðhöllinni 1987. Og þar var Emil líka sjálfur að sýna þetta allt því hann safnaði ekki bara hlutunum heldur vissi allt um notkun þeirra og kunni oft sögur tengdar þeint. Og nú er komið aö leiðarlokum. Og svo margt er ósagt. En minning- arnar geymast í hugskotinu - þrædd- ar upp eins og perlur á bandi - dýrmætar og fallegar. Minningin um Emil tengist ekki skuggum hins dimma vetrar, sem nú ríkir heldur vorbirtunni - vorinu sem kemur að hugga eins og segir í ljóðlínum uppáhaldsskáldsins hans, sem ég hóf þessar línur með. Ég þakka hverja þá stund sent ég var samvistum við þennan góða fóstra minn. Ég votta vinkonu minni, Rúnu í Gröf, og vinum mínum börnum þeirra hjóna og þeirra skylduliði dýpstu samúð okkar hjónanna og barna okkar. Megi minningin um bjarta ævidaga góðs og göfugs manns létta þeint söknuðinti. Blessuð sé ntinning Emils Ásgeirs- sonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Þegar mér bárust fréttir af andláti Emils í Gröf setti að ntér djúpa hryggð. Þó að árin væru orðin 81 átti hann mikið eftir og margt að gefa samferðamönnum sínum. Fjöldi af- mælisdaga segir ekki allt um aldur manna og þótt þeir væru orðnir svo margir hjá Emil sáust þess engin merki. Hann vann enn af fullum krafti að áhugamálum sínum var með margt í deiglunni og átti margt eftir ógert. Emil Ásgeirsson var fæddur 31. mars 1907 sonur Mörtu Eiríksdóttur og Ásgeirs Sigurðssonar konsúls. Ungur kom hann aö Hruna og ólst upp hjá séra Kjartani Hclgasyni og Sigríði Jóhannesdóttur konu hans. Emil varð búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1926. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni Ey- rúnu Guðjónsdóttur frá Gröf 22. júní 1930 og hófu þau búskap í Gröf árið 1932. Eftirlifandi börn þeirra eru: Guðjón f. 1932, garðyrkjubóndi í Laxárhlíð. Hann er kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur og eiga þau 4 börn. Guðrún f. 1941 garðyrkju- bóndi í Sunnuhlíð gift Guðntundi Pálssyni og eiga þau 3 börn. Yngst ’ er Áshildur, búsett í Kópavogi, gift Þorsteini Jónssyni og eiga þau tvo syni. Allt er þetta fólk miklum mannkostum búið. Dóttirin Sigríður Marta f. 1936 dó í barnæsku árið 1943. Emil bjó ásamt konu sinni í Gröf í Hrunamannahreppi allar götur frá 1932. Búskapurinn var lengst af blandaður, kýr, kindur og matvæla- rækt. Emil var einn af brautryðjend- um í garðyrkju hér á landi og fékkst jafnt við útirækt og ræktun í gróður- húsum. Var hann unt áraraðir í stjórn Sölufélags garðyrkjumanna. Segja má að hugur Emils hafi að miklu leyti staðið ofar því brauðstriti sem bústörfin lögðu honum á herðar. Frá æskuárum var hann ákaflega fróðleiksfús og bókelskur, keypti margar góðar bækur. Bæk- urnar voru ekki keyptar til að skreyta hillur, heldur las hann þær og drakk í sig efni þeirra bundið og óbundið. Mikið kunni hann af ljóð- um og lausu máli og fór gjarna mcð utanbókar við störf sín, börnum sínum, barnabörnum og samverka- mönnunt til fróðleiks og skennntun- ar. Ernil var ekki aðeins þiggjandi á sviði ritaðs máls. Þegar ráðist var í gerð ritsins Sunnlenskar byggðir árið 1980 var leitað til Emils og skrifaði hann 140 síðna kafla um Hruna- mannahrepp í fyrstu bókina. Er þessi bók vart minna notuð og lesin í Hrunamannahreppi en símaskráin. í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðar- félags Hrunamanna skrifaði Emil bók um sögu félagsins sent gefin var út af félaginu árið 1984. Fórst honunt starf sagnfræðingsins afar vel úr hendi og hefur bókin að geynta stórmerkilegar heimildir unt at- vinnusögu sveitarinnar. Á æskudögum Emils var ung- mennafélagshreyfingin í uppgangi og tók Emil virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Hrunamanna. Einn liður í starfsemi ungmennafé- lagsins var leiklist. Leiksýningar smáar og stórar voru færðar upp af ýmsum tilefnum. Á sviöi leiklistar- innar bar bókmenntaáhugi Emils ávöxt. Jafnframt því að vera einn besti leikari sveitarinnar á sinni tíð féll það í hans skaut að leikstýra flestum þeint leikritum og leikþátt- um sem færð voru upp. Lagði hann fram krafta sína til þessarar starf- semi af brennandi áhuga í áratugi. Var þetta tímabil mikið blómaskeið í sögu leiklistar í Hrunamanna- hreppi. Emil var síðar kallaöur aftur til þessara starfa árið 1965 þegar hann setti upp lciksýningu byggða á Ás- Franihald á næstu síðu Guðmundur Jónsson Ökrum við Nesveg Hinn 25. des. s.l. lést á Landspítal- anum Guðmundur Jónsson eftir stutta sjúkrahúslegu, á85. aldursári. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur er fæddur 6. mars 1904 á Háreksstöðum í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfsson og Ragnhildur Þórðardóttir. Þau hjónin, Jón og Ragnhildur, eignuð- ust þrettán börn sem eru nú öll látin. Guðmundur ólst upp í foreldrahús- um fram að fermingu en þá réð hann sig í vinnu að Síðumúla í Borgarfirði hjá Andrési Eyjólfssyni og Ingi- björgu Guðmundsdóttur. Vann hann þar við landbúnaðarstörf og var því lítið um menntun hjá Guð- mundi þar sem menntun var aðeins að fá í farskólum. Árið 1928 urðu þáttaskil í lífi Guðmundar þar sem hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Önriu G. Bjarnadóttur, sem var þá kaupa- kona í Síðumúla. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson og Valgerður Jónsdóttir, ættuð frá Skagafirði. Guðmundur og Anna voru gefin saman 29. des. 1929. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík og vann Guðmundur í fyrstu hjá „Kol og salt" en flutti sig síðan yfir til Pósts og sfma þar sem hann vann við símalagnir. Vorið 1940, í byrjun stríðsins, fluttu þau að Fjalli í Sæmundarhlíð, Skaga- firði, og hófu búskap í sambýli við Halldór Benediktsson. Þarsemjörð- in var ekki næg fyrir tvær fjölskyldur tóku þau jörðina Botnastaði í Svart- árdal á leigu af Klemensi Guð- mundssyni frá Bólstaðarhlíð. Dvald- ist Klemens hjá þeim lengst af. Seinustu árin er þau voru með búskap voru þau einnig húsverðir í samkomuhúsinu Húnaveri. Árið 1960 brugðu þau búi og . fluttust aftur til Reykjavíkur þar sem þau fest kaup á íbúð, Ökrum v/Nesveg. Hóf Guðmundursitt fyrra starf hjá Símanum og vann hann þar á meðan heilsan leyfði, eða til ársins 1980, 76 ára að aldri. Guðmundur og Anna eignuðust fjóra syni og eru þrír þeirra á lífi. Elsti sonurinn, Öskar, sem var prentari að iðn f. 1930, lést af slysförum 1956. Bjarni Valgeir, bif- vélavirki, f. 1934, Gunnlaugur, múr- ari, f. 1942, og Jón Eyjólfur, húsa- miður búsettur í Ástralíu, hafa allir kvænst og eru barnabörnin 12 og barnabarnabörnin 9. Með Guðmundi er genginn góður maður. Hann var jarðbundinn og í sínum frítíma undi hann sér best við lestur góðra bóka. Fyrir okkur, sem fengum að kynnast honuni, verður hann ímynd þrautseigju, heiðarleika ogsamviskusemi. Hann varhlédræg- ur maður en góður vinur vina sinna. Ég kveð hér Guðmund tengdaföð- ur minn með djúpum trega en í þeirri vissu að hann eigi vísa góða heimkomu hinumegin tjaldsins mikla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V.B. María Sveinsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.