Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. janúar 19Ó9 Tíminn 9 Við háborðið í hátíðarveislu á Hótel Sögu á 75 ára afmæli Eimskipafélags íslands. Talið frá vinstri; Margrét Garðarsdóttir, eiginkona Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns félagsins, Steingrimur Hermannsson forsætisráðherra, forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, Halldór H. Jónsson stjórnarformaður að ávarpa gesti og Edda Guðmundsdóttir forsætisráðherrafrú. Tímamynd: Gunnar G. Vigfússon vérið að berjast fyrir dreifbýlið. En enginn skyldi efa að sveitin vinnur verk sitt af samvisku- semi, þótt það sé bæði erfitt og vanþakklátt. Starf þessarar sveitar snertir lífsafkomu hundr- aða ef ekki þúsunda manna, og þar eru margir í hópi, sem aldrei hafa lagt neitt til þess óskapnað- ar í lífskjörum, sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir eftir að hafa farið offari í lífsgæða- kapphlaupi síðustu áratuga. Nokkurn spegil þess má finna í þeirri staðreynd að á meðan verðiag hefur allt að fimmfaldast meðal flestra Evrópuþjóða á síðustu tuttugu árum hefur verð- lag á íslandi 334-faldast, en hækkun framfærslukostnaðar hækkað um 33.200% á sama tíma. En eitt er að vera bjargað í dag og annað að lifa á morgun. Að vísu hlýtur björgunarsveitin að meta hver árangur kann að verða af björgunarstarfinu, eða gera sér grein fyrir hvað áhrif vítamínsprautunnar vara lengi. Kúvendingar á peningmarkaði geta gert svona aðgerðir að engu á einni nóttu. Þess vegna er ekkert undarlegt þótt nú sé tek- ist á um stefnu bankanna í vaxtamálum. Líf á skyndigróðatímum Eitt fyrirtæki hefur í bók- staflegri merkingu siglt í gegnum boða og brotsjói skyndigróða- tímans á íslandi og komist heilt leiðár sinnar í sjötíu og fimm ár. Þetta er Eimskipafélag íslands, sem á árum áður var nefnt óskabarn þjóðarinnar, því svo mikið þótti liggja við að það yrði stofnað í byrjun fyrra heims- stríðs árið 1914. Það hélt upp á afmæli sitt 17. janúar án þess að fréttinni um afmælið fylgdi frétt um að félagið væri að sameinast einhverju öðru skipafélagi til bjargar sér, eins og nú er svo algengt. Eimskipafélag íslands • hefur hagað málum sínum skynsamlega, og það hefur ekki þotið í breytingar og nýbygging- ar einvörðungu af því það gat fengið lán í banka. En það hefur vaxið í samræmi við aukna flutn- ingaþörf hverju sinni og haft vakandi auga á breytingum á kaupskipum, sem m.a. hefur leitt af sér aukna flutningagetu þótt skipastóllinn hafi ekki vaxið að sama skapi. Hinn 1. janúar síðastliðinn taldi kaupskipafloti landsmanna þrjátíu og tvö skip, eða samtals 64.861 brúttólest. Til marks um þróunina taldi kaupskipaflotinn fjörutíu og eitt skip 1. janúar 1986 eða samtals 58.412 brúttó- lestir. Þessi fækkun skipa hefur haft aukna flutningagetu í för með sér og sýnir það eitt með öðru að útgerð íslenska kaup- skipaflotans hefur vakandi auga á þróun skipaflutninga og kann að færa sér hana í nyt. Það er líka eins gott, því t.d. vöruverð er mjög viðkvæmt fyrir öllum breytingum á flutningskostnaði tii landsins, og augljóst er að eyþjóð eins og við eigum allt okkar undir vel reknum skipa- félögum, sem halda uppi skyn- samlegri samkeppi sín í milii. Helstu skipafélög, önnur en Eimskip, eru Skipadeild SÍS og Nesskip svo ekki er hægt að segja að Eimskip sé eitt um hituna hvað skipaflutninga til landsins áhrærir. Siglingar eru nauðsyn í kvöldverðarboði, sem stjórn Eimskipafélags íslands bauð til á Hótel Sögu vegna afmælisins, flutti Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra, ávarp og minntist þar langrar raunasögu íslendinga í siglingum. Við lok Þjóðveldisaldar voru siglingar til landsins orðnar stopular, enda áttum við ekki viði til skipasmíða. Höfðum raunar aldrei verið velbúnir til þeirra hluta, enda mest hér um kvistskóg, sem góður þótti til eldsneytis og beitar. Sýna nú dæmin um þær fornu nytjar hve hart hefur löngum verið gengið að landinu vegna nauðsynjar. Jafnvel virðist hafa hvarflað að Bólu-Hjálmari að gróður lands- ins hefði mátt vera meiri, því hann kvað um fjallkonuna: „Sjá nú hve ég er beinaber, brjóstin visin og fölar kinnar." í orðum forsætisráðherra kom fram, þeg- ar hann óskaði Eimskipafélagi íslands alls velfarnaðar, að sigl- ingar væru okkur nauðsyn. Þær hefðu verið það á Þjóðveldisöld, þegar Gamli sáttmáli var gerður 1262, og þær væru það enn. En síðan 1914 hefðum við ekki þurft við neinn að semja um skipaferðir hingað, og ráðið sigl- ingum okkar sjálf. Þannig er Eimskipafélag íslands tengt þjóðfélaginu órjúfandi böndum, eins og það varð raunar strax í upphafi, þegar flestir íslending- ar lögðu lóð á vogarskál eigin siglinga með því að kaupa hlutabréf í hinu nýja félagi. Munu Vestur-íslendingar jafn- vel hafa orðið stórtækastir í þeim kaupum. Græn landsýn Þegar siglt var til landsins með Gullfossi, sem lengi var í farþegaflutningum héðan og hingað, reis Eyjafjallajökull fyrst úr hafi. „Skein yfir landi sól á sumarvegi," gátu sumargestir sagt með Jónasi, sem þó mun tæplega hafa ort Gunnarshólma sem landsýnarkvæði. En land- sýnin af hafinu sunnan Vest- mannaeyja hefur mörgum orðið að yrkisefni fyrr og síðar, og þó meir hér á árum áður þegar útivistir voru langar og strangar, en tilhlökkunin mikil að koma heim þótt fósturjörðin væri „beinaber“. Nú um sinn hafa þeir sem eru að leita að heims- frægðinni helst litið á tilfinningu landsýnar sem eina tegund af sveitamennsku og verður svo að vera. Þótt langur tími sé liðinn frá því land fór að blása upp vegna náttúruhamfara og áníðslu frá fyrstu tímum byggðar í landinu, hafa menn ekki gefið upp vonina um að klæða landið, ef ekki skógi, þá grænum grösum. í þeirri trú og með þeim vilja ákvað stjórn Eimskipafélagsins að færa þjóðinni myndarlega gjöf á afmælisdegi sínum til uppgræðsiu landsins. Sannast á því að hugarfarið er enn hið sama og forðum, að gera þjóð og landi gagn. Þannig viljum við að vísu öll vera, en það er stundum misjafnt hvernig við höldum á því. Að vísu gerum við ekki tilraun til að græða upp jökulurðir, og enn um sinn mun Eyjafjallajökull mæta augum þeirra fyrst, sem hingað leggja leið sína á sjó. Því valda eigindir landsins. En félag sem annast siglingar en gefur til gróðurs liggur undir grun um að vilja bæta það sem fyrir augað ber, og að landsýnin verði græn að jökl- um slepptum einhvern tíma í framtíðinni. Hið forna sker Rekstur Eimskipafélags ís- lands í sjötíu og fimm ár kennir okkur að fyrirtækjarekstur á ís- landi þarf ekki alltaf að vera eitthvert vandræðamál og bit- bein stjórnmálamanna. Eflaust má með réttu halda því fram að félagið sé heldur íhaldssamt. Þó virðist það alveg nægilega fram- sækið við endurnýjun skipaflota síns. Það hefur orðið fyrir mörg- um áföllum í tímans rás, eins og eðlilegt er um svo gamalt fyrir- tæki. Hér er það venjan að fyrirtæki lifi varla af eiganda sinn og stofnanda, og mjög al- gengt að einkafyrirtæki komist ekki yfir þau harmkvæli að lúta stjórn erfingja. Þessu er alveg öfugt farið annars staðar. Eim- skipafélag íslands er eitt fárra fyrirtækja í landinu, sem hefur ekki Iátið kynslóðaskipti í stjórn firra sig getu til að lesa á komp- ásinn. Það stendur vel í dag og höfum við þó nýlegt dæmi um, að skipaútgerð geti verið hæpinn rekstur. Þeir virðast vera margir, sem núna reka fyrirtæki sín með þeim hætti, að sjötíu og fimm ára afmæli samfellds rekstrar er óhugsandi. Það er eins og fáum sé það kappsmál að koma þann- ig lagi á fyrirtæki sín. í raun byggist þetta á því að allt á að gera í einu. Nýlegar verslunar- hallir benda til þess, að enn sé við lýði sú gamla nauð að hafa fyrir tveimur til þremur kynslóð- um vaxið út úr torfbæjum, jafn- vel hér í Reykjavík. Af þeim ástæðum virðist æðsti draumur allra þeirra sem í einhverjar álnir komast sá að byggja, og helst tvisvar eða þrisvar á æv- inni. Þessi árátta hefur leitt margt fyrirtækið út í botnlausa erfiðleika, einkum eftir að Berndsen-reglan var tekin marg- föld í notkun á lánamarkaði. Síðan koma yngri offarar við sögu. Þeim verður á að álíta eins og Staðarhóls-Páll, sem kvað: Árla dags þá mjög varmorgnt mengið svaraði káta. Skipið er nýtt en skerið fornt skal því undan láta. Þessi heimspeki kann að stafa af því að menn þekki of lítið til fortíðar sinnar og kringumstæðna. Hins vegar verður félag, sem lifað hefur með sæmd í sjötíu og fimm ár ekki sakað um slíkt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.