Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. janúar 1989 Tíminn 3 Nýr togari Skipakletts til heimahafnar á Reyðarfirði á þriðjudag: 33%stærri Snæfugl SU Togarinn Snæfugl SU-20, er vænt- anlegur til heimahafnar á Reyðar- firði á þriðjudag. Er um að ræða nýtt skip, sem smíðað var í Flekkefjord í Noregi fyrir útgerðarfyrirtækið Skipaklett hf. á Reyðarfirði. Snæfugl kemur í stað nafna síns sem einnig var í eigu Skipakletts hf. Snæfugl sem kemur á þriðjudag er fjórði Snæfuglinn frá því 1981, að Guð- björgin frá ísafirði var keypt til Reyðarfjarðar og gefið nafnið Snæfugl. Skipaklettur er hlutafélag í eigu Gunnars hf., Snæfugls hf., Kaupfélags Héraðsbúa og Reyðar- fjarðarhrepps. Skipaklettsmenn nýttu sér heim- ildir varðandi úreldingar skipa og er nýi Snæfugl 33% stærri en gamli togarinn. Að sögn Hallgríms Jónas- sonar framkvæmdastjóra Skipa- kletts er Snæfugl 598,74 lestir og er það samkvæmt nýjum mælingaregl- um. Sambærilegt skip er togarinn Björgvin frá Dalvík, en það skip er með mælingaböndum og mælist sam- kvæmt eldri reglum tæplega 500 lestir. Snæfugl kemst þó ekki til veiða þegar í stað, því ófrágengið er slitlag á millidekk og munu menn frá Sjöfn á Akureyri annast verkið og fara austur væntanlega í byrjun vikunn- ar. Hallgrímur Jónasson vildi geta þess að ef veður leyfði yrði yngri íbúum Reyðarfjarðar boðið í stutta skemmtisiglingu um klukkan 14. Hinsvegar stendur til að bjóða þeim fullorðnu um borð klukkan 17 til 19 sem Hallgrímur sagði vera löggiltan „kokkteiltíma." Hallgrímur sagði að „kvótabréf- ið“ hefði komið í pósti í gær og þyrfti hann að fara að setja sig í stellingar við að ákvarða hvort Snæfugl færi á sóknar- eða aflamark. Skila þarf niðurstöðum til sjávarútvegsráðu- neytisins um mánaðamót. 53 skipstjórar mótmæla veiðafæraeftirliti Landhelgisgæslu: „Nomaveiðar í stað eðlilegra samskipta11 „Við teljum að framkvæmd mæl- inga á möskvastærð í vörpu togara sé komin út fyrir það að vera eðlilegt eftirlit og löggæslustarf og líkist nú fremur nornaveiðum miðalda en eðlilegum samskiptum löggæslunnar og þeirra sem lögum eiga að hlíta.“ Þetta segir meðal annars í sím- skeyti sem 53 skipstjórar togskipa sendu sjávarútvegsráðuneyti þar sem mótmælt er aðförum Gæslunnar gagnvart togskipum og telja þeir að þegar togarinn Ásbjörn var færður til hafnar fyrir skömmu, hafi mælir- inn verið fylltur. Skipstjórarnir segja að meðal- stærð möskvanna í trolli Ásbjarnar hafi reynst vera 1-2,2% undir lög- legri stærð og slíkt geti ekki með sanngirni talist saknæmí og verði að taka tillit til þess að möskvastærðin geti breyst lítillega við notkun trollsins. - sá Verður Kvennalistinn tekinn til kostanna? í gær mátti lcsa f DV að maður, sem var spurður vegna skoðana- könnunar um fylgi stjórnamála- flokka, gaf þá skýringu á sjálfum sér að hann ætti sjö börn með sex konum og myndi því kjósa Kvennalistann „vegna þess hvað þær væru viljugar". Þetta karl- rembusvín var sagt eiga heima á höfuðborgarsvæðinu en engin nán- ari skýring fylgir. Nú hlýtur það að vera krafa aimennings í landinu, fyrst slíkt yfirburða þarfanaut er fundið í röðum stuðningsmanna Kvennaiista að það verðir a.m.k. upplýst hvort maðurinn er úr Aust- urbænum eða Vesturbænum. Af orðanna hljóðan má ráða að hér sé um hestamann að ræða, cn þeir tala oft um að „taka hross til kostanna“. Brandarasamkeppi í Ijósvakafréttum Fréttastofa Bylgjunnar, sem svo er kölluð, heldur úti þætti á tveggja tíma fresti sem þeir kalla „Heita pottinn". t>ar á að segja brandara f beinni útsendingu, og að því dropateljara skiist fréttatengda brandara. Segja menn að þessu sé stefnt gegn fréttastofu Stjömunnar en þar á bæ hafa menn getið sér orð fyrir að vera fyndnir. Misjafnlega tekst þeim þó upp í Heita pottinum og pftar en ekki eru sagðir fimm- aurabrandarar sem leitt hafa til þess að útvarpsstöðin hefur nú fengið á sig viðurncfnið „skóiaút- varpið Bylgjan“. Byigjan kaupi fréttir Dropateljari hleraði það á ritstjórn eins dagblaðsins að til umræðu væri að taka upp þann hátt að selja fréttastofu Bylgjunnar afgangs- fréttir, þ.e. fréttir sem unnar eru á blöðunum en sökum plássleysis fást ekki birtar. Ýmislegt gæti unn- ist meðslíkufyrirkomulagi. ífyrsta lagi myndi það lífga upp á frétta- tíma stöðvarinnar og þar yrðu þá sagðar fréttir sem ekki er þegar búið að segja í dagblöðunum. í öðru lagi kæmi það í veg fyrir að gamlar fréttir færu inn í blöðin fyrir mistök. Auk þcss að vera ágætis tckjulind -fyrir dagblöðin gæti þetta sparað stöðinni talsverð- ar upphæðir í mannahaldi á frétta- stofu. Dropateijari hefur ekki fregnað hvort fyrirhúgað cr að gera alvöru úr þessari annars gagn- merku hugmynd. Ást á rauðu Ijósi Fundaferð Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars til þess að kanna hvort alþýða landsins vill ekki gera einn myndarlega'n flokk úr tveimur litl- um - því það er tilgangur ferðanna - hefur verið nefnd „Ást á rauðu ljósi“ vegna þess að nánustu aö- standendur telja alvarlega mein- bugi á þessum samdrætti fonnann- anna. Dropateljari fékk sent af þessu tilcfni eftirfarandi kvæðiskorn frá manni sem kaiiar sig H.F. Þótt sleiki dali og firdi Fróns að finna þá sem báda kjósi, - frá óttuskeiði og allt til nóns eigi dvöl í skúr og fjósi -, ástir þeirra Óla og Jóns cru og verða á rauðu Ijósi. KOTASÆLA fitulítil og freistctndi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi ELDISKVIAR eldiskvíar eru framleiddar fyrir hámarks ÁLAG, ÖRYGGI og HAGKVÆMNI í rekstri Sölumaður frá • verður til viðtals hjá okkur í fyrstu viku febrúar. VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM. SINDRA AÁSTALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.