Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.01.1989, Blaðsíða 2
•+. ;'.*V 2 Tíminn Q(iQ, r ofse.i rír*f *yir*t.r? I Laugardagur 21. janúar 1989 1,2 miíljarðar í úttekt umfram aðra mán. ársins Um næstu mánaðamót er komið að skuldadögum hjá þeim sem freistuðust til að fjármagna jólahaldið með notkun kreditkorta. í gær lágu nákvæmar tölur enn ekki fyrir hjá kreditkortafyrirtækjunum en samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá forráðamönnum þeirra má gróflega áætla að jólaúttektir landsmanna hafí verið 1,2 milljarðar króna umfram það sem úttektarupphæðin er aðra mánuði. Þcssi upphæð staðfestir það væntanlega sem kom fram í frétt- um Tímans milli jóla og nýárs að „kreppan" margumtalaða hafi týnst í jólaösinni. Þar kom einnig fram, bæði í viðtölum við kaup- menn og út frá þeim tölum sem þá lágu fyrir hjá kreditkortafyrirtækj- unum, að úttektir á kreditkort voru ekki meiri en fyrir jólin ’87 og fjárráð fólks virtust síst vera minni en áður. Samkvæmt heimildum Tímans hefur töluvert borið á því að kaup- menn hafi trassað að leita úttektar- heimildar hjá viðkomandi kredit- kortafyrirtæki, eins og þeir eiga að gera ef viðskiptavinurinn verslar fyrir háa upphæð, en úttektar- mörkin í almennum verslunum miðast yfirleitt við átta þúsund krónur. í framhaldi af þessum upplýsing- um hafði Tíminn samband við framkvæmdastjóra Visa og Euro- card en hvorugur kannaðist við að þessi misbrestur hefði verið áber- andi. Þess má geta að hjá Eurocard gildir sú regla að ef viðskiptavinur- inn framvísar persónuskilríkjum má úttekt án heimildarnúmers vera allt að 25 þúsund krónum og 50 þúsund krónur fyrir handhafa gull- korta. Hjá kreditkortafyrirtækjunum gilda þær reglur ef ekki hefur verið leitað eftir heimildarnúmeri á upp- hæðir, sem eru fram yfir tiltekin viðmiðunarmörk sem gilda hjá ein- stökum kaupmönnum og þjónustu- stöðum, að þá er reynd innheimta en ef hún bregst þá er viðkomandi kaupmaður eða þjónustustaður ábyrgur. Þeir einstaklingar sem eru með s.k. „gullkort" hafa bæði hærri úttektarheimild, a.m.k. 220 þús- und á mánuði, og úttektarmörk þeirra eru tvöfalt hærri í almennum verslunum og þrefalt hærri ef skipt er við ferðaskrifstofu. SSH m 'MSAÍStAmj Innanlandsflug Flugleiða féll niður í gærdag vegna veðurs. Suðvesturhornið: Vandræði í ófærð Töluverð vandræði urðu á suð- vesturhorni landsins í gær sökum ófærðar. Snjó kyngdi niður á þessu svæði og mikið var um að menn væru á ferð á illa búnum bílum. Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að annríki hefði verið töluvert, aðallega f gærmorgun, en árekstrar hefðu ekki verið margir miðað við hvað færðin var slæm. Á meðfylgjandi myndum sést að Mikið öngþveiti varð norðan við Kópavogslækinn vegna mikillar hálku og Stóð lögreglan í ströngu VÍð að ýta. Tímamynd: Pjetur fólk lenti þó í ýmsum vandræðum og áður en þeir halda aftur út í ófærðina margir hugsa sig vafalaust um tvisvar á sumardekkjunum. SSH Ökumaður þessa jeppa var á ferð við Reykjavíkurflugvöll, og eins og sjá má endaði ferðin niðri í skurði. Tímamynd: Árni Bjama Skáís kannaði fylgi stjórnmálaflokka: Ríkisstjórn Skáís gerði skoðanakönnun varðandi fylgi flokka, traust til þingmanna og fleira. Urtakið náði til 900 einstaklinga 18 ára og eldri af öllu landinu. Mjög góð þátttaka fékkst eða 89,4%. Fyrsta var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef efnt yrði til alþing- iskosninga núna. 59,5% að- spurðra, eða samtals 479 manns, tóku afstöðu. Athygli vekur að sé aðeins tekið mið af þeim er tóku afstöðu eykur Sjálfstæðisflokkurinn fylgi sitt frá síðustu könnun. Fylgi Alþýðu- bandalagsins eykst og Alþýðu- flokks einnig lítillega. Kvennalist- inn og Borgaraflokkurinn tapa aft- ur á móti þó nokkru fylgi miðað við síðustu könnun. Einnig var spurt hvort fólk styddi ríkisstjórnina. Afstöðu til þess tóku 86,7% aðspurðra eða 698 manns. Meirihluti þeirra er afstöðu tóku, eða 52,5%, svöruðu því til að ríkisstjórnin nyti ekki stuðnings þeirra. Þetta er hærri tala en prós- entustig þeirra er ekki báru traust til ríkisstjórnarinnar í síðustu skoðanakönnun í október 1988. Þetta er þó töluvert meiri stuðn- ingur en var við skoðanakönnun sem gerð var í júlí á síðasta ári. Af því má dæma að traust almennings til ríkisstjórnarinnar gangi nokkuð í bylgjum og á ef til vill eftir að aukast aftur. jkb Ef kosift vasri til alþingis núna, hvaiba flokk myixiir þú kjósa? Fjöldi % af Staöal- % af þain Úrtaki frávik sem tóku afstöðu Alþýðuflokkur 54 6.7% 0.9% 11.3% Frajnsóknarflokkur 94 11.7% 1.1% 19.6% Sjálfstæðisflokkur 176 21.9% 1.5% 36.7% Alþýðubandalag 62 7.7% 0.9% 12.9% Kvennalisti 69 8.6% 1.0% 14.4% Flokkur œannsins 5 0.6% 0.3% 1.0% Þjóðarflokkur 2 0.2% 0.2% 0.4% Síanbök ua jafnrétti 3 0.4% 0.2% 0.6% Borgaraflokkur 12 1.5% 0.4% 2.5% Aðrir flokkar 2 0.2% 0.2% 0.4% Óókveðnir 196 24.3% 1.5% Ký3 ekki/skila auðu 88 10.9% 1.1% Svara ekki 42 5.2% 0.8% Alls 805 100.0% Þar af tóku afstöðu 479 59.5% 100.0% Tafla yfir fyigi flokka í skoðanakönnun sem gerð var af fyrírtækinu Skáís.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.