Tíminn - 21.01.1989, Side 1
Skrifstofustjóri
hundadagakóngsins
Benedikt Gröndal eldri, skáld og assessor við landsyfirréttinn, var mæðustrá og varð oft
leiksoppur grimmrá og neyðarlegra örlaga
í fardögum árið 1811 leggur lítil lest frá lágreistum torfkofa
við Nes hjá Seltjörn áleiðis inn í Reykjavík. Fremstur er
teymdur hestur sem ber bókakoffort, er sótt hafa verið upp
á hanabjálkann í sjálfu landlæknishúsinu, en hestar þar fyrir
aftan ganga undir ýmsum fátæklegum búsmunum fyrrum
íbúa kofans, sem hér er að flytja búferlum. Sjálfur rekur hann
lestina á aftasta hestinum, dúðaður inn í voðir og skjólföt sem
best hafa fundist, því heilsa hans er ekki upp á marga fiska.
Andlitið er grannt og sett örum eftir bóluveiki og augun stara
tómlega fram á veginn. Hann er orðinn krepptur af
undanfarandi veikindum, og hold svo af honum dregið að það
sér varla vott til kálfa á fótunum, sem ýmist er í hiti eða kuldi
með lítt þolandi verkjum. Maður þessi lítur ekki um öxl.
Hann saknar ekki vistar sinnar í Nesi. Þau þrettán ár sem
hann hefur búið þar hefur hann ætíð vonast til að geta komist
í burtu, en fátækt og andróður ýmissa manna bannað það.
Svo hefur þá reynst sem hann bauð í grun er hann fyrir 20
árum kom til íslands á ný að entri námsvist í Kaupmannahöfn
að gæfan mundi sýna sig honum kalda og óblíða og nornin
ekki láta af hrekkjum sínum við hann, fyrr en hún springi af
spotti, eins og hann hafði komist að orði í vísu um sjálfan sig.
Þessi maður er Benedikt Jónsson, og kallar sig Gröndal.
Benedikt Jónsson Gröndal var
fæddur í Vogum við Mývatn þann
13. nóvember 1760. Faðir hans var
Jón djákni og síðar prestur Þórarins-
son í Vogum, en móðir Helga Tóm-
asdóttir, ættuð úr Hörgárdal. Þau
höfðu eignast sjö börn og var Bene-
dikt yngstur.
Hann ólst upp við þröngan hag
hjá foreldrum sínum og var hafður
til þess að sitja yfir fé á sumrum. í
hjásetunni er honum gjarnt að láta
hugann reika frá fénu, sem sjálfsagt
hefur verið hið spakasta í grösugum
lautum Vogalands, og hverfa á vit
sagna frá vökustundum heima fyrir
eða bóka sem hann hefur fengið
mætur á. Hann er þegar ákveðinn í
að verða skáld og yrkir rímur af
Hrómundi Greipssyni. Hetjur og
ævintýri eru honum hugstæðari en
allt búskaparsýsl og það á eftir að
verða þonum dýrkeypt um dagana.
Stundirnar sem gefast til skáldskap-
ariðkana verða líka færri en hann
ætlar ungur í hjásetunni. En þegar
árin Iíða sækja minningarnar um
þessar sælu stundir að honum og
sem ungur maður á Hafnarslóð nefn-
ir hann sig eftir sveitinni fögru
heima, dölunum og lautunum
grænu, og kallar sig „Gröndal".
Heim að Hólum
Skjótt kom á daginn að Benedikt
var vel fallin til náms og faðir hans
fór snemma að segja honum til á
bókina og fékk síðar aðstoðarpresti
sínum þann starfa. Þegar hann var
kominn nokkuð áleiðis í lærdómnum
var hann sendur vestur að Reynistað
til frænda síns, Halldórs Vídalíns,
og þar naut hann kennslu eldri
bróður síns, Halldórs, sem orðinn
var stúdent. Á sumrum var hann í
Nesstofa. Hér sat Benedikt Jónsson Gröndal uppi á hanabjálka við menntarit sín og beið skaða á heilsu
sinni af kulda.
kaupavinnu hjá Jóni lækni Péturs-
syni í Viðvík og þar orti hann þessa
vísu við slátt:
„Betur greiða högg ég hlýt,
hóli þeim af frosti kól,
setur geisla sína hvít
sól á miðjan Tindastól. “
Síðar orti hann kvæðið „Læknis-
hróður" til Jóns læknis, þegar sá
síðarnefndi hafði fengið prentaðan
Bjarni Thorsteinsson, amtmaður, reyndist fóstra sínum hinn mesti
drengur í raunum hans.
bækling sinn um það landlæga kval-
ræði, gigtina, á Hólum árið 1782.
En haustið 1777 var hann tekinn í
Hólaskóla og var þar í fjóra vetur.
Var hinn hálærði skólameistari,
Hálfdan Einarsson, aðalkennari
hans, og virðist hann hafa haft
miklar mætur á þessum gáfaða og
námfúsa lærisveini sínum. Þá var
enda farið mikið að bera á snjallri
skáldskapargáfu hans og efalaust
hefur hann ort ýmislegt á skólaárun-
um, þótt nú sé fátt kunnugt af því.
Margir lærisveina skólans urðu
síðar þjóðkunnir menn, svo sem
þeir Geir Vídalín, sfðar biskup og
Sveinn Pálsson, síðar landlæknir.
Einkum urðu kynnin við Geir mikils-
verð fyrir Benedikt, en með þeim
tókst innileg vinátta, sem entist með-
an báðir þeir lifðu. Þá var og ætíð
hið besta með þeim Sveini.
Síðasta veturinn í skólanum,
1780-1781, var Benedikt efstur í efri
bekk en annar Jón Oddsson, sem
síðar gerðist prestur á Kvíabekk. Er
það í minnum haft að á afmælisdegi
konungs 1781, þann 29. janúar, var
haldin hátíð í skólanum. Héldu þeir
biskup, sem þá var Jón Teitsson, og
Hálfdan skólameistari ræðu á latínu,
en Benedikt og Jón Oddsson sína
ræðuna hvor. Ræða Benedikts var á
íslensku með Ijóðmælum dróttkvæð-
um til konungsins, Friðriks
krónprins, Friðriks erfðaprins, stift-
amtmanns Thodals og Jóns biskups,
en ræða Jóns var á latínu. Var
sungið í kór á undan og eftir ræðu-
hölduiium, efribekkingar á latínu,
en neðri bekkingar á íslensku. Fékk
Benedikt 3 ríkisdali í verðlaun fyrir
sína ræðu, en Jón Oddsson 4 rfkis-
dali og sést af því að meir hefur
latínan verið metin en íslenskan.
Vorið á eftir útskrifuðust ekki
aðrir úr skólanum en Benedikt og
Jón Oddsson. Fékk Benedikt ágætt
stúdentsvottorð á latínu hjá skóla-
meistara, þar sem honum er hælt
fyrir „stillingu, siðprýði og lítillæti",
einnig fyrir iðni, góðar gáfur, sér-
staklega til skáldskapar og málsnilld-
ar.
Næsta ár og sumarið 1782 var
hann í vist á Hólum hjá skólaráðs-
manninum og jafnframt ritari skóla-
meistara, sem þá gegndi biskups-
embætti eftir sviplegt fráfall Jóns
Teitssonar haustið 1781. En þá fór
hann að Innrahólmi á Akranesi og
var í tæp þrjú ár ritari hjá Ólafi
Stefánssyni, amtmanni. Þarvar hon-
um fengið ríflegt að starfa og það
svo að hann gat lítt haldið við og
aukið skólalærdóminn, sem á fannst
er hann kom til Hafnar. En annars
lét hann vel yfir vistinni og kvað
amtmann hafa verið sér góðan.
Veitti hann honum brottfararleyfi til
siglingar og styrkti hann ríkulega
með faraefni til ferðarinnar - en
ekki er að sjá að hann hafi fengið hjá