Tíminn - 21.01.1989, Side 6
16
HELGIN
Laugardagur 21. janúar 1989
Konungur á valdi
ástríðna sinna
Barbara Villiers stjórnaði Eng-
andi með kyntöfra sína að vopni
Hún setti ráðherra af og seldi
embætti gæðingum sínum.
EIR TÍMAR komu á stjórn-
arferli Karls konungs annars, Breta-
konungs, er fólk tók að spyrja hver
stjórnaði Englandi - hinn viðmóts-
þýði en siðspillti konungur eða ást-
kona hans, Barbara Villiers. Vald
hennar yfir honum var takmarka-
laust, ágirnd hennar óseðjandi og
skaplyndið strítt.
Öll landsstjórnin bar fingraför
hinnar fögru Barböru, sem á flestum
sviðum lét til sín taka. Clarendon
lávarður, hinn merki kanslari
konungs, sem henni tókst að bola frá
völdum, fékk sig ekki til þess að taka
sér nafn hennar í munn. Hann
kallaði hana alltaf „þessi frú þarna“ '
- og dagbókaritarinn John Evelyn,
sem hneykslaðist á siðferði hennar,
kallaði hana „böl þjóðar vorrar“.
Græðgi hennar varð aldrei
fullnægt. Þegar Karl konungur hafði
gefið henni allt sem í hans valdi stóð,
lét hún greipar sópa um opinbera
sjóði, svo hún gæti keypt sér fleiri
hesta og eðalsteina. Hún hafði slík
tök á yfirmanni fjárhirslunnar að
hann fékk henni í hendur þúsundir
punda, sem ætluð voru til hirðhalds-
ins. Brátt varð það Ijóst að eina
leiðin til þess að ná frama við hirðina
var að koma sér í mjúkinn hjá
hjákonunni - og gjalda henni vel
fyrir. Konungurinn gerði hvað sem
var í því skyni að reita hana ekki til
reiði.
Fádæma kyntöfrar
Ekki er vitað hvar þau konungur
hittust fyrst. En líklegt er að það hafi
verið nokkru fyrir heimkomu hans
úr útlegð á Spáni árið 1660, en
þangað höfðu þau maður hennar
farið að bjóða honum aðstoð við að
endurheimta konungdóminn. Þá
stóð Barbara á hátindi fegurðar
sinnar, há og frábærlega fögur á vöxt
með kolsvart hár og leiftrandi,
dökkblá augu. Hún varð ástkona
konungsins og hann sá ekki sólina
fyrir henni. Talið var að þau tök sem
hún hafði á honum ættu rætur að
rekja til kunnáttu hennar í hvílu-
brögðum, en Karl konungur annar
var mikill nautnamaður.
Þann eftirminnilega dag þegar
Karl sneri heim úr útlegðinni (sem
hann hafði verið í allt frá aftöku
föður síns, Karls 1. 1646 ) við
feiknaleg fagnaðarlæti Lundúnabúa-
og dró sig í hlé um hríð til þess að
njóta þess sem samtíma sagn-
fræðingar kölluðu „ljúfa makræðis
nýrrar upphefðar“, þá var það Bar-
bara Villiers sem beið hans í kon-
ungssænginni.
Ætt hennar, Villiers ættin, hafði
fætt af sér margar áhrifamestu hjá-
konur Englandssögunnar, allt frá
dögum innrásar Normanna. Þessar
konur höfðu yljað bólið hjá mörgum
konungi. Barbara fæddist árið 1641
í sókninni St. Margaret í West-
minster. Faðir hennar, William Vil-
liers, hafði barist með konungssinn-
um í orrustunni við Edgehill, þegar
dóttirin var aðeins þriggja ára, og
dáið af sárum sínum. Móðir hennar
hafði þá gifst frænda hans, fremur
snauðum aðalsmanni, og ólst Bar-
bara upp á sveitasetri hans án mikilla
lífsþæginda.
Mislukkað hjónaband
En eftir að Barbara hafði 16 ára
gömul flust til Lundúna, kom í Ijós
hvað í henni bjó og hún komst í tygi
við einn alræmdasta kvennabósa
borgarinnar, hinn 23 ára gamla
Chesterfield lávarð, sem átti að hafa
sagt að hann skyldi sofa hjá hvað
konu sem væri, ef hún ekki væri ijót
eða gömul. Hann hafði yfirhöndina
í kynnum þeirra Barböru og hún var
iðulega viti sínu fjær af afbrýðisemi.
Þessi reynsla varð til þess að hún hét
að síðar skyldi hún sjálf hafa undir-
tökin.
Átján ára gömul giftist hún Roger
Palmer, syni auðugs og virðulegs
aðalsmanns í sveit. Palmer var gæf-
lyndur maður og bókhneigður og
virtist lítt hæfa Barböru. En hann
var ástfanginn af henni og vildi
kvænast og fjölskylda hennar var
ráðahagnum meðmælt.
Brúðkaupið var haldið 14. apríl
1659 og um leið og það var afstaðið
fór Palmer með hana upp í sveit. Þar
vonaðist hann til að geta Italdið
henni frá freistingunum, en það fór
á annan veg. Næstum ær af leiðind-
um skrifaði hún hvert bréfið á fætur
öðru til Chesterfields og laumaðist
burt á fund hans þegar hún gat.
Pessu lauk með því að jarlinn drap
mann í einvígi og flúði til megin-
landsins. Þar kvæntist hann annarri
konu, Barböru til mikillar reiði.
En ef Palmer datt í hug að áhyggj-
ur hans væru á enda með brottför
Chesterfields, þá vissi hann sannar-
lega ekki hvað í vændum var. Eftir
að kona hans eitt sinn hafði kynnst
konunginum þá hætti hann að vera
til hvað hana snerti - nema hvað
hann lék hlutverk föður barns
hennar.
í fyrstu er að sjá sem hann hafi
enga hugmynd haft um hvað á
ferðum var. En er honum skyndilega
hlotnaðist titillinn jarl af Castle-
maine, nokkru eftir að fyrsta barn
þeirra Barböru fæddist, varð hann
að horfast í augu við sannleikann.
Samúð almennings með Roger
Palmer var einlæg. Hann hafði þjón-
að Stúörtunum með prýði og öllum
fannst hann fórnarlamb mikils órétt-
lætis. Þótt hann lifði fram á elliár, þá
tók hann aldrei sæti sitt í lávarða-
deildinni né notaði hann titilinn
nema örstöku sinnum.
Karl velur sér drottningu
Enginn vafi cr á að hjákona kon-
ungsins var sú kona sem mestum
Ijónra stafaði af við hirðina og er
kom fram á árið 1662 voru völd
hennar yfir konungi að aukast dag-
lega. Hann borðaði með henni nær
hvert kvöld, sást vart á almanna færi
nema 1 fylgd með henni og lét mjög
stjórnast af skoðunum hennar. Nær-
vera hennar við hirðina olli spennu
og óróleika. Hún var svo yfirlætisfull
og frek að ýmsir æðstu aðalsmann-
anna lögðu fæð á hana. Einkum
gerði Clarendon kanslari sér vel Ijós
áhrif hennar og reyndi að minnka
þau eins og hann gat. Þá mátti minna
sjá en alla þá skartgripi og demanta
sem Barbara skartaði.
En þegar öllu þessu fór sem hæst
fram var henni komið niður á jörðina
með uggvænlegum fréttum: Kon-
ungur sagði henni að nú yrði hann
að kvænast og gerði henni ljóst að
þar með nrundi staða hennar breyt-
ast all nokkuð. „Þetta mál mun
heldur betur færa nefið á frú Castle-
maine úr skorðum," skrifar Samuel
Pepys í hinum frægu dagbókum
sínum. (Pepys var þó mikill aðdá-
andi hennar og segir sums staðar í
dagbókum sínum, sem skrifaðar
voru á leyniletri, frá lostafullum
draumum sínum um hana.)
Karl hélt nú til Portsmouth til
móts við skip það sem flutti honum
Katrínu af Bragansa í Portúgal,
tilvonandi drottningu hans. Hann
var dýrðlega búinn í pell og purpura
og varð hálf undrandi er hann sá hve
kauðalegt drottningarefnið var, svo
og þjónustumeyjar hennar. Stúlkan
var lágvaxin, hversdagleg og svört
yfirlitum, ekkert lík þeim konum
sem hann laðaðist að. En þetta var
pólitískt brúðkaup og Karl var ekki
verri maður en svo að hann gat vel
metið þá kosti sem hún bjó yfir.
Hann komst að því að hún var
ljúflynd og guðhrædd og að það var
gaman að tala við hana.
Barbara treystir stöðu
sína á ný
Meðan konungshjónin héldu til
Barbara Villiers. Með valdi kyntöfra
sinna mátti segja að hún stjórnaði
Englandi árum saman.
Hampton Court með mikilli viðhöfn
iðaði Barbara í skinninu. Hún var
nú komin átta mánuði á leið og brátt
fæddi hún dreng. Maður hennar
hafði nýlega gerst kaþólskur og lét
hann kaþólskan prest skíra barnið.
Hann lék aðeins það hlutverk sem til
var ætlast af honum. En þegar kona
hans varð þessa áskynja, trylltist
hún af bræði. Hún pakkaði niður
föggum sínum og fór til bróður síns
í Richmond og hét að koma aldrei
undir þak Castlemains lávarðar
framar. Með þessu sló hún tvær
flugur í einu höggi - losnaði við
mann sinn og fluttist nær konungi.
Nokkra hríð eftir komu Katrínar
lét Barbara sem minnst á sér kræla.
En þá tók Karl upp á nokkru sem
fyllti hirðina skelfingu. Honum rann
til rifja að sjá þá ófríðu sveit þjón-
ustumeyja sem Katrín hafði flutt
með sér frá Portúgal. Þótti honum
rétt að bæta í hóp þeirra nokkrum
enskum fegurðarmeyjum í von um
að drottning yrði fyrir áhrifum af
smekkvísi þeirra og kurteisi. Bar-
bara bað hann nú innilega um að
mega verða ein þessara kvenna og
yrði það opinber vottfesting tryggðar
hennar gagnvart drottningu.
Þegar Katrín sá nafn Barböru
Castlemaine efst á listanum yfir
væntanlegarþjónustumeyjar, þáleið
yfir hana af skelfingu. Hún neitaði
að láta þessa alræmdu konu koma
fyrir sín augu, hvað þá meira. Móðir
hennar hafði mælt svo fyrir að hún
mætti ekki láta líðast að hún yrði
nefnd á nafn í návist hennar. Kon-
ungur lét undan og muldraði afsak-
anir, en Barbara tók þá að ganga svo
hart á hann að hann ákvað að reyna
enn einu sinni. f þetta skipti leiddi
hann Barböru inn til drottningarinn-
ar, án þess að vara hana við, og bað
að mega kynna hana fyrir henni.
Þegar Katrín stóð nú augliti til
auglitis við sjálfa óvættina, þá leið
samstundis yfir hana og blóðið
flæddi úr nösunum á henni. Hirð-
fólkið þaut út og suður, skelfingu
lostið.
Clarendon, sem fram til þessa
hafði stutt drottningu, var nú látinn
setja henni úrslitakosti: Annað hvort
skyldi hún sætta sig við lafði Castle-
maine, eða þá að konungur teldi sér
heimilt að eiga svo margar hjákonur
sem hann vildi. Drottningin lét
undan, þótt henni væri hér stórlega
misboðið, en hún var farin að leggja
ást á Karl, mann sinn. Og satt að
segja olli þetta tímamótum í sam-