Tíminn - 21.01.1989, Qupperneq 12
22
HELGIN
Laugardagur 21. janúar 1989
I BETRI SÆTUM
LXU
LUi
í föðurhlutverki
Stjörnugjöf= ★★★★
Vice versa
Aðalhlutverk: Judge Reinhold, Fred Sa-
vage og Swoosie Kurts.
Leikstjóri: Brian Gilbert.
Þetta er fyrsta flokks grínmynd.
Skemmtileg hugmynd er vel útfærð
og stórkostlegur leikur gerir þessa
mynd að einhverri skemmtilegustu
grínmynd sem undirritaður hefur
séð.
Judge Reinhold (Beverly Hills
Cop) leikur aðstoðarforstjóra í
stóru fyrirtæki og er gríðarlegt
vinnuálag á honum. Hann hefur
því lítinn tíma fyrir son sem býr hjá
fyrrunt eiginkonu hans. Þó haga
örlögin því svo að þeir feðgar
skipta um líkama. Sem nærri má
geta breytist nú samband þeirra
feðga og ellefu ára drengur er
skyndilega kominn í líkama full-
orðins manns og öfugt.
Fred Savage, sem .leikur soninn,
er hreint út sagt stórkostlegur í
hlutverki sínu. Sama verður að
segia um Judge Reinhold.
Otrúlegar flækjur eru settar á
svið í myndinni. Aðstoðarforstjór-
innn í líkama ellefu ára drengs þarf
að fara í skólann og verður þar að
sitja og standa eins og kennarinn
vill. Á sama tíma stendur sonurinn
í erfiðum viðskiptasamningum fyr-
ir hönd fyrirtækisins.
Drengurinn sér strax kosti við
þetta ástand, en sama verður ekki
sagt um föðurinn, sérstaklega þar
sem hann stendur í ströngu á
ástarsviðinu og er í þann veg að
fara að biðja sér konu. Sonurinn
sleppur við vorprófin og tekur
pabbi gamli þau öllsömul og fær A
í öllu.
En um síðir koma upp aðstæður
þar sem þeir feðgar ráða ekki við
atburðarásina og leita þeir því
gamals Lama prests og biðja hann
um hjálp til að komast í eigin
líkama.
Þetta er mynd sem þú vilt ekki
missa af. -ES
Just when he was ready for mid Ijfe crisis,
something unexpected came up.
Puberty.
„TOPP TUTTUGU“
vikuna 11.01-18.01 1989
1. ( 3) Suspect (J.B. Heildsala
2. (12) BabyBoom (Steinar)
3. ( 1) Þrírmenn og barn (Bergvík)
4. ( 4) Shakedown (Skífan)
5. ( 2) Ramboo3 (J.B. Heildsala)
6. ( 6) ThePrincipal (J.B. Heildsala)
7. ( 5) Surrender (Myndbox)
8. ( 8) Batteriesnotlncluded (Laugarásbíó)
9. ( 7) Bestseller (Skífan)
10. ( 9) The Unthouchables (Háskólabíó)
11. ( 7) Stakeout (Bergvík)
12. (10) Someonetowatchoverme (Skífan)
13. (14) Síðasti keisarinn (Myndbox)
14. (11) Nuts (Steinar)
15. (19) Helloagain (Bergvík)
16. (15) Hotel Colonial (Skífan)
17. (20) Hellhole (Skífan)
18. (17) Caribe (J.B. Heildsala)
19. ( - ) CasualSex (Laugarásbíó)
20. (-) Insect (Myndform)
( -) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á list-
anum.
Gardens of stone
Garður steinanna
Aðalhlutverk: James Caan, Anjelica
Huston, James Earl Jones, D.B. Sweeney,
Dean Stockwell og Mary Stuart Masters-
son.
Leikstjóri og höfundur handrits: Francis
Coppola.
Coppola bregst ekki í þessari
mynd frekar en venjulega. Hann
fjallar hér um Víetnamstríðið, en
nálgast viðfangsefnið á öðruvfsi og
Stjörnugjöf: ★★★ 1/2
nýstárlegan hátt. Við fylgjumst
með þeim hermönnum er biðu
heima og ættingjum dátanna. Það
var fólk sem ekki gat gert annað en
beðið og vonað.
Myndin er vel leikin og sérstak-
lega komast þau James Caan og
Anjelica Huston vel frá hlutverk-
um sínum. James Caan leikur liðs-
foringja sem hefur barist víða og á
sér þá ósk heitasta að þjálfa her-
menn fyrir stríðsátök í Víetnam.
Hann er færður í Heiðursvarðliðið,
sem hefur m.a. með jarðarfarir
stríðshetja og gæslu á forsetanum
að gera. Nálægð stríðsins og hið
mikla mannfall sem varð í Víetnam
hefur djúp áhrif á liðsforingjann,
1968
TWASAOANGEROUSTIME
TO BE YOUNG.
ANIMPOSSIBLETIME
TOBEAHERO.
þrátt fyrir að skrápurinn hafi
harðnað gegnum árin.
Unnusta liðforingjans er töfr-
andi fallegur blaðamaður Was-
hington Post. Hún er á annarri
skoðun en liðsforinginn og berst
hatrammri baráttu gegn stríðs-
brölti Bandaríkjamanna í Víet-
nam.
Hér er á ferðinni sérstök mynd,
sem allir þeir hafa gott af að sjá,
sem reglulega leigja sér stríðs-
myndir á vídeóleigum. Við kynn-
umst nefnilega hinni hliðinni á
stríðsbröltinu. Sorginni, þjáning-
unum og nagandi óttanum um
ástvini.
Mynd sem ég gefóhikað þrjárog
hálfa stjörnu og enn hefur Coppola
sannað sig sem mikilvirkan leik-
stjóra og handritahöfund. -ES
BÆKUR
1111
veiðin ’88
Höfundar Gunnar Bender og Guðmundur Guðjónsson
Ein af jólabókunum var
„Stangaveiðin 1988“ sem þeir fé-
lagar og veiðimenn Gunnar Bend-
er og Guðmundur Guðjónsson
skrifuðu. Þar getur að líta saman-
tekt frá síðastliðnu sumri yfir
helstu atburði í veiðiskapnum.
Báðir skrifa höfundar um veiðimál
fyrir blöð og eru því vel heima í
öllu því er snertir veiðiskap, og
draga upp skýra mynd af veiði og
atburðum er hafa átt sér stað í
kringum sportið.
Þeir félagar Gunnar og Guð-
mundur hafa báðir skrifað veiði-
bækur og geta því ekki talist ný-
græðingar á þessu sviði. Hinsvegar
bera vinnubrögð þeirra vott um
þröngsýni og greinilegt að þeir
komast ekki út fyrir túnfótinn. Svo
virðist á þessari bók að einungis
tveir fjölmiðlar geri stangaveiði
skil og er sífellt vitnað í DV og
Morgunblað. Undirritaður veit
hinsvegar betur og ættu þeir félagar
að hafa það í huga síðar.
Höfundar gefa fyrirheit um frek-
ari útgáfu á þessu sviði og gefa í
skyn að um nokkurs konar árbók
geti orðið að ræða. Framtakið er
vissulega gott og verður að segjast
eins og er að afskaplega þægilegt
er að geta á einum stað gengið að
öllum helstu upplýsingum varðandi
veiðisumarið 1988.
Bókin er hin læsilegasta þar sem
hæfilegu magni af veiðisögum er
blandað saman við upplýsingarnar.
Aðalsmerki bókarinnar er fjöldi
mynda, bæði svarthvítra og í lit,
sem höfundar og fjölmargir aðrir
hafa tekið.
Ekki er hægt að segja skilið við
bókina Stangaveiðin 1988 án þess
að minnast sérstaklega á umfjöllun
um tilbúnar veiðiár. Þykir undirrit-
uðum sem þar sé á ferðinni ómak-
leg umfjöllun og hefðu þeir félagar
betur vitnað í umfjöllun Tímans í
því sambandi.
Ef á heildina er litið er hér á
ferðinni heilsteypt samantekt frá
síðastliðnu veiðisumri og telja má
víst að veiðimenn muni árlega líta
á útkomu bókar þessarar sem rús-
ínuna í pylsuendanum að loknu
veiðisumri.
-Eggert Skúlason
Höfundar með bókina Stangaveiðin 1988