Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 25. janúar 1989 Tíminn 7 Starfsmenn Sólningar hf. heitir og sveittir við framleiðslu, eftir fráfall Gúmmívinnustofunnar hf.: Sólningar allan sólarhringinn? Starfsmenn Sólningar hf. hafa unnið stanslaust í um tíu tíma á dag við sólningu vetrardekkja vegna ófærðar- innar, en samt hefur gengið mjög á dekkjabirgðir, er töldust vera tæplega tíu þús- und dekk. Ein ástæðan er sú að engin framleiðsla er hjá Gúmmívinnustofunni eftir brunann á Réttarhálsi snemma í janúar og hefur sá aðili, sem áður var með helming allra sólninga, nú þurft að kaupa öll sín sóluðu dekk frá Sóiningu. Fram- leiðslustjórinn í Sólningu, Páll Árnason, hefur þessa dagana til athugunar hvort hefja eigi sólarhringsvaktir við framleiðsluna, en þá ætti að vera hægt að framleiða um eða yfir tíu þúsund dekk á mánaðartíma. Framkvæmdastjóri Gúmmívinnu- stofunnar, Viðar Halldórsson, sagð- ist ekki vita nákvæmlega hvenær sólning og önnur starfsemi getur aftur hafist að Réttarhálsi, en þó treysti hann sér til að lofa því að menn hans ætla að vera tilbúnir með nýsóluð vetrardekk fyrir næst kom- andi haustvertíð. Það eina sem búið er að ákveða í sambandi við upp- bygginguna er að byggingartíminn mun eingöngu ráðast af því hversu lengi verktakar verða að koma upp húsi og gera þar vinnuaðstöðu á nýjan leik. Beðið er eftir leyfi til endurbyggingar, en sem dæmi um hraðann sem líklega verður á upp- byggingunni, er þegar búið að panta nýjar vélar og tæki. En Gúmmívinnustofan er nú ein- göngu með rekstur á verkstæði sínu í Skipholti, sem er mun minna en verkstæðið á Réttarhálsi. Þar er þó unnið öllum stundum við hjólbarða- þjónustu og dekkin keypt að úr ýmsum áttum. Eina verkstæðið sem framleiðir sóluð dekk er þó Sólning og því hefur álagið þar nær tvöfald- ast eftir bruna Gúmmívinnustofunn- ar hvað varðar framleiðslu á sóluð- um dekkjum. Mat ááhrifum brunans Stjórnarformennska Samvinnutrygginga: Valur hættir 31. janúar nk. Ranghermt var í fréttum Tímans um samruna Samvinnutrygginga og Brunabótar fyrir helgi, að Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, væri nú- verandi stjórnarformaður Sam- vinnutrygginga. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA á Akureyri, er ennþá stjórnarformaður Sam- vinnutrygginga, en hann hefur ákveðið að hætta stjórnarstörfum í Samvinnutryggingum 31. janúar nk. en eins og kunnugt er tekur hann við starfi bankastjóra Landsbankans daginn eftir, þann 1. febrúar. Ákveðið var í sambandi við sam- runa tryggingafélaganna að Guðjón yrði varaformaður nýja félagsins þar sem Valureráútleiðinnanskamms. KB er þó ekki einhlítt um þessar mundir þar sem örtröð síðustu viku hefur fyrst og fremst stafað af mikilli snjókomu á þjónustusvæði sem fram til þessa hcfur verið marautt að kalla. KB Kúabændur mótmæla hækkuöum kjarnfóðurskatti: Afurðir munu hækka í verði Kúabændur eru afar óánægðir nteð að kjarnfóðurskattur skyldi hækka nú um síðustu áramót og héldu þeir l'und um málið í Reykja- vík um helgina þarsem eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Landssamband kúabænda mót- mælir framkomnum hækkunum á innflutningsgjöldum sem lögð voru á kjarnfóður um síðustu áramót. Kjarnfóðurgjöld íþyngja mjólk- urframleiðendum og valda því að verð á afurðum til neytenda hækkar. Með tilkomu fullvirðis- réttar í mjólk eru kjarnfóðurgjöld á cngan hátt lengur stjórntæki gagnvart framleiðslunni. Með hækkandi fóðurverði á heimsmark- aði er það krafa Landssambands kúabænda að kjarnfóðurgjöld verði lækkuð til móts viö fram komnar erlendar hækkanir." Þá má benda á að hækkun kjarn- fóðurgjalds dregur úr áltuga bænda á að frantleiða vetrarmjólk. - sá Bændur - R t'jLLUTÆKNI 1989 - Bændur Getur KRONE og rúllutækni 1989 sparað þér meira en kr. 100.000.- ? KRONE KR rúllubindivélar. * Baggastærö 120 (Einnig fáanlegt 100 og 150). * Tvö landhjól á sópvindu. (Oft aukabún. hjá öðrum). * Yfirstærö af dekkjum. ( Oft aukabún. hjá öðrum). * Þrýstimælar á báöum hliöum. ( Aðeins á KRONE). * Aflnotkun frá 25 kw (35 hö). ( Lægsta aflþórfin. ) * Mest selda vélin til margra ára. POKKUNARVELAR Verö á KRONE KR 125 í tilboði er 15% lægra eöa kr. 525.000,- í staö 625.000.- Lækkunin er kr. 100.000,- Til aö nýta sér þetta verður aö hafa samband fyrir 1. febrúar 1989. WRAP A ROUND Staöbundin Einbindikerfi. Fest á þiitengibeisli. Sjálflosun. Verð kr. 270.000,- AUTOWRAP Dragtengd. Lyftibúnaöur. Einbindikerfi. Sjálfiosun. Verö kr. 380.000,- AUTOROLL Dragtengd. Lyftibúnaöur. Tvfbindikerfi. Sjálfvirk pökkun frá upphafi. Sjálflosun. Verö kr. 450.000,- DÆMI. RDCO.............. Amoksturstæki. SILOTTTE..........Pökkunarfilma. BALEMASTER.......Baggagreipar. WARFAMA.......... Rúllufl.vagnar. Krónur. KRONE KR. 123 625.000.- AUTOWRAP 380.000,- Samtals. Afsl. v/tilboð Magnafsl. 2.0‘X. Stðgr. afsl. 2% Samlals 1.005.000.- 100.000,- 18.100.- 18.100,- 136.200,- ÚTSÖLUVERÐ ER ÞVÍ: KR. 868.800.- TEAGLE rúUusaxari. Verö kr. 249.000,- ECON afrúllari. Verö kr. 176.000.- VETO ámoksturst. Verð frá kr. 160.000.- 1 VIÐ BJÓÐUM Afsláttur ef keypt eru tvötæki 2.0% Þjónustu. " " þijú tæki 2.5% Rekstraröryggi. " " gögurtæki 3.0% Gæði. " " fimm tæki 3.5% Endingu. ST ADGRKmSLUAFSI ÁTTUR 2.0% v y Munið aft hafa samband fyrir 1. febrúar ! Vélar og Þjónusta Járnhálsi 2 Sími 83266

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.