Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Miðvikudagur 25. janúar. 1989 Lurxnuo ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Rf-rr'KIAVlKlJR ^ SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Þjóaieikhúsið og Islenska óperan sýna 3Pgxnníí;rt ihoffmanní? ópera eftir Offenbach I kvöld kl. 20.00. Laus sæti. Föstudag kl. 20.00. Uppselt. laugardag kl. 20.00. Fáein sæti laus. Þriðjudag kl.20.00. Laugardag 4.2. Sunnudag 5.2. Athl Miðar á sýninguna sl. sunnudag sem felld var niður vegna veðurs, gilda á sýninguna næsta sunnudag. Ósóttar pantanir á þá sýningu sækist fyrir fimmtudagskvöld. Takmarkaður sýningarfjöldi. Fjalla-Eyvindur og kona hans leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson Rmmtudag kl. 20.00 Föstudag 3. feb. kl. 20.00 eftir Ragnar Arnalds Tóniist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson i kvöld kl. 20.30 Föstudag kl. 20.30 Uppselt Sunnudag 29. jan kl.20.30. Örfá sæti laus Miðvikudag 1. febr. kl. 20.30. ÓVITAR barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir Leikmynd og búningar: Gylfi Gíslason Lýsing: Ásmundur Karlsson Sýningarstjórar: Kristin Hauksdóttir og Jóhanna Norðfjörð Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Bergur Sigurðsson, Erla Gunnarsdóttir, Flosi Ólafsson, Freyr Ólafsson, Grimur Hákonarson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Halldór Björnsson, Haukur Karlsson, Helga Jónsdóttir, Helga Sigmundsdóttir, Helgi Páll Þórisson, Hildur Eiríksdóttir, Hlín Diego, Hrafnkell Pálmason, Maria Ellingsen, Linda Camilla Martinsdóttir, Melkorka Óskarsdóttir, Oddný Arnarsdóttir, Oddný Ingimarsdóttir, Orri Helgason, Randver Þorláksson, Sigríður Hauksdóttir, Sigrún Waage, Torfi F. Ólafsson, Vaka Antonsdóttir, Þór Tulinius, Örn Árnason Laugardag kl. 14 Frumsýning Sunnudag kl. 14.00 Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Simapantanir einnig virka daga kl. 10-12. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. NEMENDA LEIKHÚSIÐ LflKLiSTARSKÓU tSLANDS LiNDARBÆ sm 21971 eftir Göran Tunström 7. sýn. fimmtud. 26. jan. kl. 20.00. Hvit kort gilda. Uppselt. 8. sýn. laugard. 28. jan. kl. 20. Appelsinugul kort gilda. Uppselt 9. sýn. þriðjud. 31. jan. kl. 20. Brún kod gllda. 10. sýn. fimmtudag 2. febr. kl. 20. Bleik kort gilda. 5. sýn. þriðjudag 7. febr. kl. 20. Gul korl gilda. Miðasala í Iðnó sími 16620 Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simapantanir virka daga frá kl. 10-12. Einnig simsala með VISA og EUROCARD á sama tima. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. MAMIÞONM HSÍ Söngleikur eftir Ray Herman Sýnt á Broadway Föstudag 27. jan. kl. 20.30 Laugardag 28. jan. kl. 20.30 Miðasala I Broadway sími 680680 Miðasalan í Broadway er opin daglega kl. 16-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum til 12. febrúar 1989. Veitingar á staðnum. Sími 77500. „Og mærin fór í dansinn...11 eftir Debbie Horsfield í þýðingu Ólafs Gunnarssonar Leikstjóri: Stefán Baldursson Leikmynd: Messíana Tómasdóttir Búningar: Ása Björk Lýsing: Arni Baldvinsson Nemdur á 4. ári L.í eru: Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Sigurþór A. Heimisson, Steinn Á. Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir. Frumsýning fimmtudaginn 26. jan. kl. 20. Uppselt. 2. sýning laugardaginn 28. jan. kl. 20. 3. sýning sunnudaginn 29. jan. kl. 20. Mlðapantanir allan sólarhrlnglnn í síma 21971. Lesley-Anne Down mátti þola það að vera í níðþröngu lífstykki þegar hún lék Suðurríkja-konuna fallegu í sjónvarpsþáttunum „Norður-Suður“. Hún átti að vera mittismjó samkvæmt tískunni á tímum þrælastríðsins. Þá voru hefðarkonur svo reyrðar að það leið yfir þær ef þær þurftu eitthvað að hreyfa sig upppússaðar i fínu krínólínkjólunum. Lesley- Anne Down er grönn kona og er 71 sm í mittið, en hún varð að láta reyra sig niður í 55 sm mittismál. „Ég var orðin dofin niður i tær!" sagði Lesley-Anne, þegar hún var að segja frá myndatökunni. ___pwef>ni ■KBBHJOJ Stóru orðin eru dýr Robin Givens, enn lögleg eiginkona Mikes Tyson, heimsmeistara í þungavigt hnefaleika, hefur nú höfðað mál á hendur bónda sínum og krefst 125 milljón dollara skaðabóta af honum fyrir ljótt orðbragð um hana. Þetta eru hvorki meira né minna en rúmir 6 milljarðar ísl. kr. ef rétt er reiknað. Forsaga málssóknarinnar er sú að Robin kvað hafa reynt að fá Mike til að koma til sín aftur, þó bæði hafi þegar sótt um skilnað. í því skyni kom hún á leynilegum fundi þeirra á hóteli í Las Vegas. Með Mike í för var lögmaður hans. Robin grundvallar mál sitt á að Mike hafi alltaf verið hringjandi til hennar og hún hafi loks tekið símann úr sambandi. Hún taldi að hann vildi sættast og þess vegna kom hún fundinum á. Hún kom með einum lög- fræðinga sinna, afar falleg á að líta, í stuttpilsi og fleginni blússu, gekk beint að Mike, vafði handleggjunum um háls hans og ætlaði að kyssa hann. Hann sneri hins vegar upp á sig svo ekkert varð úr kossin- um og hann snerti ekki við henni með höndunum. Það kom á Robin en þegar þau fjögur settust niður við borð, reyndi hún stöðugt að færa stól sinn nær hans. Þá lék allt í lyndi en „Nú er eins og hundur hund, hitti á tófugreni.“ Meðan lögfræðingarnir ræddu skilnaðarkröfur beggja, ræddi Robin við Mike um að hann þau tækju aftur upp sambúð. Hann færðist allur undan. Loks greip hún um höku hans, sneri andliti hans að sér og sagði: - Það er ekki satt að þú elskir mig ekki. Því ertu þá alltaf að hringja? Því féllstu á að hitta mig? Ég elska þig. Getum við ekki fengið að vera ein í friði? Mike svaraði hranalega: - Eini friðurinn sem ég vil, er friður fyrir þér. Þú ert út- smogin tæfa og ég treysti þér ekki. Öllu er lokið milli okkar. Síst af öllu vil ég vera einn með þér. Þú varst einu sinni draumur minn, en nú ertu martröð mín. Robin skipti litum eins og kameljón og blíðusvipurinn breyttist í reiðigrettu. Hún stóð upp frá borðinu, greip veskið og snerist á hæli. Þegar hún kom til dyra, leit hún um öxl á Mike og sagði reiðilega: - Þú átt eftir að heyra meira frá Robin Givens. Þegar hurðin skall aftur að baki hennar, kallaði Mike: - Sjáumst í réttarsalnum, tæfan þín. í ákærunni segir Robin að hún hafi þurft að þola miklar andlegar kvalir og að starfs- frama sínum hafi verið stefnt í voða af yfirlýsingum Mikes í blöðum. Sama gildi um móður hennar, Ruth Roper. Lögmaður Robin, Raoul Felder í New York, hefur látið hafa eftir sér í blöðum að þeir peningar sem Robin kunni að fá út úr skilnaðinum og með dómi, eigi að renna til líknarmála. Þegar góðvin- ur Mikes Tyson heyrði þetta, datt upp úr honum: - Ætli það sé ekki Roper/Robins kærleiksheimilið? Hvað sem verður um alla peningana er víst að réttar- höldin fara ekki fram með friði og spekt. Fullvíst má telja að bæði Mike og Robin muni ausa öllum þeim auri yfir hvort annað sem þeim tekst að uppdrífa. Hún nýtur lífsins Hlutverk Celiu Jordan í smáröðinni „Sterk lyf“ hefur að sögn leikkonunnar Pamelu Sue Martin fært henni sjálfs- traustið aftur. Hún segist aldrei aftur ætlast að leika í Ættarveldinu. Það hafi verið spennandi í upphafi en þegar á leið hafi sér fundist þetta allt saman æ hlægilegra. - Ég vil vinna að einhverju merkilegra segir Pamela, sem nú er 35 ára. - Árin síðan ég hætti í Ættarveldinu hafa ver- ið mi'n bestu til þessa. Leiðin hefur verið löng að þessu marki en nú líður mér vel. Pamela er bæði dugleg og tilfinningarík. Hún neitar al- veg að ræða einkamál sín og eiginmenn. Fyrri eiginmaður hennar var argentínskur kappakstursmaður og glaum- gosi. Hjónabandið stóð í þrjá mánuði. Síðari eiginmaður- inn, Manuel Rojas, sem er20 árum eldri en Pamela, er auðkýfingur af olíu, víni og hrossabraski. - Það kom til vandræða í hjónabandinu eftir að við unnum saman að kvikmynd sem kolféll. Eftir að við fund- um orsök vandans er allt í lagi heima fyrir og við njótum þess að vera saman, er allt sem Pamela vill segja um það. „Ég kveið fyrir að leika á móti Ben Cross í „Sterkum lyfjum“ en við urðum góðir vinir,“ segir Pamela Sue Martin. Amman Tina lætur ekki að sér hæða og getur ekki hætt að rokka. Tina snýr aftur Hin eina og sanna amma í rokkinu, Tina Turner hefur nú í hyggju að stíga aftur upp á svið eftir tveggja ára hlé. Þegar hún lauk hljómleika- ferð sinni um heiminn til- kynnti hún að nú væri þessu lokið, en nú hefur hún aldeilis skipt um skoðun. Á prjónun- um hefur hún að gera kvik- mynd um ævi sína, syngja inn á nýja plötu og fara í hljóm- leikaferðalag um Bretlands- eyjar. Það sem hún hafi hins veg- ar á prjónunum í hléinu var garn en hún gafst upp á þeim. prjónaskap. - Ég gat alls ekki séð sjálfa mig sitja og prjóna um alla framtíð, segir hún. - Ég varð dauðleið á sitja svona og fór að klæja í fingurna eftir að gera eitthvað með tilþrifum í. Þetta er hvorki í fyrsta né annað sinn sem Tina hefur lýst yfir að hún væri hætt en svo komið aftur með að minnsta kosti sama glæsibrag og áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.