Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Miðvikudagur 25. janúar 1989 Miðvikudagur 25. janúar 1989 Tíminn 11 Körfuknattleikur-NBA: Boston vann sigur á Philadelphia 76ers Boston Celtics vann óvæntan sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum, Philadelphia ’76ers, 117-109 er liðin mættust á sunnudaskvöld í NBA- deildinni í körfuknattleik. Það var einkun góður leikur Bost- on í 3. leikhluta sem gerði gæfumun- inn, en þá skoraði liðið 39 stig. Stigahæstur hjá Boston var Kevin McHale með 27, en Robert Parish gerði 22. Philadelphia liðið hefur unnið tveimur leikjum meira en Boston í deildinni. Charies Barkley skoraði mest fyrir Sixers liðið, eða 30 stig. Á sunnudagskvöld vann Boston síðan sigur á Detroit Pistons, 112-99, þannig að eitthvað virðist vera að rofa til hjá liðinu þrátt fyrir að Larry Bird sé enn meiddur. Ólíklegt er talið að Bird leiki með liðinu fyrr en í mars. Kevin McHale var aftur stigahæstur hjá Boston með 23 stig. 1 fyrrakvöld vann Indiana Pacers loks leik, eftir að hafa tapað 5 leikjum í röð. Mótherjarnir voru Denver Nuggets og úrslitin 117-102 koma nokkuð á óvart. Herb Will- iams var stjarna Pacers í leiknum, skoraði 21 stig og hann setti að auki persónulegt met í fráköstum með þvíaðhirða29slík íleiknum. Richie Miller var stigahæstur hjá Indiana með 27 stig, en Alex English skoraði mest fyrir Denver 25 stig. Sigurganga Cleveland Cavaliers heldur enn áfram og í fyrrakvöld vann liðið stórsigur á Golden State Warriors, 142-109. Á laugardags- kvöld vann Cleveland sigur á New Jersey Nets. Michael Jordan skoraði 53 stig í 107-116 tapi Chicago gegn Phoenix Suns á laugardagskvöld. Að mati fréttamanna sýndi Jordan sinn besta leik með Chicago liðinu frá því hann kom til liðsins. Magic Johnson skoraði 30 stig fyrir Los Angeles Lakers í sigri liðsins á Dallas Mavericks á föstu- dagskvöld, en Lakers liðið hefur enn ekki tapað leik á heimavelli sínum, Forum. Úrslit í NBA-deildinni: Föstudagur: Boston Celtics-Philadelphia 117-109 Detroit Pistons-lndiana Pis 132-99 Utah Jazz-Milwaukee Bucks 98-96 Golden State Warr.-Houston 121-114 L.A.Lakers-Dallas Mavericks 115-99 Laugardagur: Atlanta Hawks-Charlotte Hor . 137-113 Cleveland Cavaliers-N. J.Nets . 115-103 Washington B.-Philadelphia .. 107-105 Phoenix Suns-Chicago Bulls . 116-107 Seattie Supers.-N.Y.Knicks .. 121-119 Milwaukee BucksÐenver Nugg . 116-107 Golden State W.-Sacramento . 136-111 Sunnudagur: Boston Celtics-Detroit Pist...112-99 N.Y.Knicks-Portland Trailbl .. 120-116 Mánudagur: Clevel. Cavaliers-Golden S ... 142-109 Indiana Pacers-Denver Nugg . 117-102 San Antonio Sp.-Miami Heat.. 119-101 Staðan i NBA-deiidinni er nú þessi: Austurdeild: Atlantshaf sriðill: New York Knicks............ 40 26 14 52 Philadelphia *76ers ....... 39 21 18 42 Boston Celtics ............ 38 18 20 36 New Jersey Nets............ 38 15 23 30 Washington Bullets......... 36 13 23 26 Charlotte Hornets ......... 39 10 29 20 Miðriðill: Cleveland Cavaliers ....... 37 30 7 60 Detroit Pistons............. 37 25 12 50 Atlanta Hawks............... 38 24 14 48 Milwaukee Bucks............ 36 23 13 46 Chicago Bulls............... 37 22 15 44 Indiana Pacers.............. 38 10 28 20 Vesturdeildin: Mið ve sturridill: Utah Jazz ....... Houston Rockets Denver Nuggets ... Dallas Mavericks . . San Antonio Spurs . Miami Heat........ Kyrrahaf sridill: Los Angeles Lakers Phoenix Suns...... Seattle Supersonics Golden State Warriors Portland Trailblazers Sacramento Kings . . . Los Angeles Clippers 38 23 15 46 38 22 16 44 39 20 19 40 36 19 17 38 38 11 27 22 37 4 33 8 39 27 12 54 37 23 14 46 37 23 14 46 37 20 17 40 37 20 17 40 36 11 25 22 38 'ÍÖ 28 20 BL Kevin McHale átti góða leiki með Boston liðinu um helgina. Hér er hann í baráttu við Michael Thompson leikmann Los Angeles Lakers. RÓm. Inter Mílan er nú komið með fjögurra stiga forskot á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knatt- spyrnu, eftir auðveldan 1-0 'sigur á heimavelli á móti Lazio á sunnudag- inn. Inter er ósigrað í síðustu 14 leikjum sínum. Næstu lið Napólí og Sampdoría gerðu markalaust jafn- tefli, en Napólí var án Diego Mar- adona í þessum leik. Napólí liðið er nú 4 stigum á eftir Inter og Sampdor- ía er 6 stigum á eftir. Skíðaganga: Sveinn var langfyrstur Sveinn Ásgeirsson Þrótti Nes- kaupstað sigraði í Toyota skíða- göngumótinu sem fram fór í Bláfjöll- um. Sveinn gekk 8 km á 24,34 mín. Einar Jóhannesson Skíðafélagi Reykjavíkur kom annar í mark á 29,05 mín. og í þriðja sæti varð Marinó Sigurjónsson SR á 30,54 mín. Fjórði varð Guðni Stefánsson SR á 30,54 mín. og fimmti varð Sigurjón Marinósson SR á 31,15. mín. í öldungaflokki voru gengnir 4 km. Sigurvegari varð Hörður Guð- mundsson SR á 14,33 mín. og annar varð Páll Guðbjörnsson Fram á 15,09 mín. í kvennaflokki voru einnig gengn- ir 4 km. Víví Petersen bar sigur úr býtum á 29,08 mín. BL Körfuknattleikur: Guðmundur Jóhannsson ÍS brýtur hér á Jóhannesi Sveinssyni íR, svo ekki verður um villst ■ leik liðanna í gærkvöld í Seljaskóla. Timamynd pjeiur. Rallakstur: Tveir Svíar létust í Monte Carlo rallinu lag i rallinu, þegar Lancia bifreið Italans Alessand- ro Fiorio fór út af veginum í Suður Frakklandi. Bifreiðin lenti á fimm áhorfendum og létu tveir þeirra lífið og þrír slösuðust. Mennirnir tveir sem fórust voru sænskir undanfarar fyrir Top Run liðið. Þcir hétu Wilhelm Lars-Erik Torph 28 ára og Bertil Rune Rehnfeldt 51 árs. Þeir voru undanfarar fyrir sænska ökumanninn Fredrik Skoghag. Báðir voru þeir reyndir rallkappar, Torph varð annar í rallkeppni á Fílabeinsströndinni 1986 og einnig annar í Hong Kong-Peking rallinu sama ár. Rehnfeldt var aðstoðarökumaður fyrir landa sinn Bo Ljungfeldt á sjöunda áratugnum, en þeir kepptu marg oft á Monte Carlo rallinu. Fredrik Skoghag hætti keppni eftir slysið. ítölsku ökumennirnir hlutu aðeins skrámur við útafaksturinn, en þeir þrír sem slösuðust voru enn meðvitundarlausir í gær. Skipuleggj- endur keppninnar sögðu í gær að áhorfendum- ir hefðu ekki staðið of nálægt veginum. BL Körfuknattleikur-Bikarkeppnin: Á laugardaginn var dregið um það hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppninnur í körfuknattleik. Aft- ur fór svo að stóru liðin drógust saman og þau lakari lentu einnig saman. íslandsmeistarar Hauka leika gegn bikarmeisturum Njarðvíkur, KR-ingar leika gegn Tindastól. Þá leika ÍS b og UMFN b saman. ÍR-ingar voru heppnir, þeir drógust gegn Breiðabliki úr Kópavogi. Ekki verður annað sagt en þessi dráttur sé hinn furöulegasti. Utandeildarlið kemst sem sagt í undan- úrslit, því b-lið Njarðvíkinga og Stúd- enta er skipað leikmonnum úr Lávarð- ardeildinni, þ.e.a.s. leikmönnum 30 ára og eldri. í Njarðvíkurliðinu eru garnlir landsliðsmenn eins og Gunnar Þorvarðarson, Þorsteinn Bjarnason, Stefán BjarkasonogJúIíusValgeirsson, en í liði Stúdenta eru meðal annarra Bjarni Gunnar Sveinsson,' Stcinn Sveinsson, Guðni Kolbeinsson og fleiri gamlir refir. Viðureign gömlu mannanna verður áreiðanlega spennandi. ÍS liðið vann Létti neð einu stigi í báðum leikjunum í 16-liða úrslitunum og Njarðvfkurliðin vann UÍ A með 28 stigum i fyrri ieiknum og 3 stigum i síðari leiknum. Þá verður gaman að fylgjast méð hvernig íslandsmeisturum Hauka geng- ur að glíma við bikarmeistarana úr Njarðvík. KR-ingar ættu að vinna Tindastó! létt t Hagaskóla, en norðan- menn eru erfiðir heim aðsækja. ÍR-ing- ar ættu að eiga létta leiki fyrir dyrum gegn Breiðabliki og vera eina örugga liðið í undanúrslitin. UMFN b á að leika gegn ÍS b mánu- daginn 6. febr. kl.20.00. í Njarðvík, en síðari Ieikurinn verður í Kennarahá- skólanum fimmtudaginn 9. febr. Þá mætir a-lið Njarðvíkinga í Hafnarfjörð fimmtudaginn 9. febr. kl.20.00, en síðari leikur liðanna verður laugardag- inn 11. febr. kl. 16.00. í Njarðvík. Fyrri leikur KR og Tmdastóls verður í Haga- skóla þriðjudaginn 6. febr. kl.20.00. og síðari leikurinn á Sauðárkróki laugar- daginn 11. febr. kl. 14.00. Breiðablik á heimaleik á undan gegn ÍR og verður hann þriðjudaginn 7. febr. kl.21.00. Sfðari leikurinn verður laugardaginn 11. febr. f Seljaskóla kl. 16.00. í kvennaflokki eru Keflavík. Njarð- vík og Haukar komin í undanúrslit, en ÍR á eftir að leika siðari leik sinn gegn Grindavík í 8-liða úrslitunum. ÍR vann fyrri leikinn í Grindavík 74-56, eftir að Grindavík hafði verið yfir t hálfleik 33-32. BL Slakt í Seljaskóla Það var heldur fátt um fína drætti í leik ÍR og ÍS í gærkvöld og leikurinn sennilega lltil skemmtun fyrir áhorfendur. Bæði liðin léku mjög hægan körfubolta sem ekki var áferðarfallegur. Fyrri hálfleikur var lengst af í jafnvægi. Sjá mátti tölur eins og 4-4, KR'ingar lágu í framlengingu 6-6, 12-12, 18-18 og 24-24 en á síðustu mínútum hálfleiksins náðu ÍR-ingar nokkru forskoti og höfðu yfir í hálfleik 37-33. f byrjun seinni hálfleiks keyrðu ÍR-ingar upp hraðann og náðu, eins og hendi væri veifað, tólf stiga forskoti og héldu svo áfram að auka forskotið allt til leiksloka. Leikurinn endaði svo með sextán stiga sigri ÍR; 87-61. Sturla Örlvgsson lék best IR-inga sem léku flestir mjög undir getu en þó má geta að Karl Guðlaugsson sýndi oft skemmtilega hluti og Gunnar Örn Þorsteinsson lék vel í vörninni. Bestir ÍS-inga voru Jón Júlíusson og Guðmundur Jóhanns- son, sem er kominn til liðs við Stúdenta aftur og á eftir að vera þeim mikill liðsstyrkur á lokasprett- inum í Flugleiðadeildinni. J.S. Síðustu mínútur leiks Grindvík- inga og KR-inga í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöld, voru æsispennandi og framlengingu þurfti til að úrslit fengjust. Það voru heimamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar í lokin 66-60. KR-ingar voru ákveðir framan af leiknum, en Guðni Guðnason lék nú á ný með liðinu, eftir dvöl í Banda- ríkjunum. í hálfleik var staðan 31- 40, gestunum í vil. Þegar9 mín. voru til leiksloka voru KR-ingar 5 stigum yfir 49-54, en þeim tókst aðeins að gera 2 stig það sem eftir lifði af leiknum. Þegar 6 sek. voru til leiks- loka og staðan var 53-56, skoraði Hjálmar Hallgrímsson þriggja stiga körfu fyrir heimamenn og jafnaði leikinn, 56-56. Liðin skoruðu sína körfuna hvort í upphafi framlenging- arinnar, en síðan skoraði Ástþór Ingason þriggjastiga körfu gegn sín- um gömlu félögum. Eftir það var leikurinn í höndum heimamanna, sem sigruðu 66-60. Dómgæslan var í höndum Leifs Garðarssonar og Sigurðar Vals Hall- Staðan í Flugleiða deildinni Keflavík . . 17 14 3 1501-1285 28 KR.......... 17 12 5 1356-1263 22 Haukar ... 18 10 8 1598-1477 20 ÍR .......... 18 9 9 1393-1382 18 Tindastóll .18 3 15 1441-1591 6 Njarðvík . . 18 17 1 1606-1329 34 Grindavík . 18 11 7 1450-1335 22 Valur .... 17 10 7 1458-1324 20 Þór......... 17 2 15 1312-1609 4 ÍS.......... 19 1 18 1187-1783 2 dö Mzbsbv Ferguzon Fáðu þér sæti. Dráttarvélasæti Hagstætt verð BUNABARDHLD BAMBANDBIHS ; ARMULA3 REYKJAVtK SlMt 38900 dórssonar. Stigin UMFG: Steinþór 15, Hjálmar 13, Ástþór 11, Guðmundur 11, Jón Páll 10, Rúnar 4 og Ólafur 2. KR: ívar 14, Ólafur 13, Mattías 9, Birgir 9, Guðni 8, Jóhannes 5 og Gauti 2. BL Leikur. R4S 87-61 • Lið: ÍR Nóln Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stifl Pétur _ - _ 2 _ _ _ 1 BjömSt. 8-3 - 1 2 1 4 3 6 Karl 1-1 3-0 _ 1 _ 1 7 6 Sturla 16-10 6-1 4 12- 5 3 6 26 Ragnar 6-8 - 3 3 1 - 2 8 Jóhannes 5-3 - 3 2 5 - 5 6 Gunnar 1-0 - - - 2 - 2 BjömL. 7-5 - 2 3 _ 5 - 13 Bragi 6-3 - - 3 - 2 2 10 Jónö.G. 6-3 2-1 - 2 1 1 1 9 Leikun R-ÍS 87-61 Lið: ÍS Nöfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stij) Gudmund. 5-4 _ 3 4 1 _ 1 11 Sólmundur - 1-0 - - - _ - - Heimir 4-3 - - _ - - 3 Gisli 4-2 2-0 0 1 - 1 - 6 Kristján 5-3 1-0 - 1 4 - 2 6 Auðunn - 4-1 - 2 1 _ - 6 Þorsteinn 3-2 1-0 - 1 1 - - 6 Valdimar 4-0 - - 1 2 3 3 1 Jón 9-5 - 1 3 3 1 2 18 Bjami 1-1 - - 1 - - - 4 Hnífjafnt á Króknum Njarðvíkingar rétt mörðu sigur gegn Tindastól, er liðin mættust í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöld, 86-82. Gífurleg stemmning var í íþrótta- húsinu og um 500 áhorfendur létu vel í sér heyra. Leikurinn var hníf- jafn allan tímann og í fyrri hálfleik var mikið skorað, alls 100 stig. Gestirnir voru yfir 51-49 í leikhléinu. í síðari hálfleik var spennan jafn mikil og þegar 3 mín. voru eftir var staðan jöfn. Njarðvíkingar skoruðu þá 6 stig í röð og gerðu út um leikinn. Sigur þeirra 86-82 var ekki án fyrirhafnar og heimamenn sýndu góðan leik. Dómgæslan var í hönduni William Jones og Sigurðar Valgeirssonar og skiluðu þeir hlutverki sínu mjög vel. Stigin Tindastóll: Valur 31, Björn 16, Eyjólfur 13, Haraldur 11, Sverrir 5, Ágúst 4 og Kári 2. Njarðvík: Helgi 19, Friðrik Ragnars, 19, fsak 15, Teitur 15, Hreiðar 10 og Kristinn 8. ' BL London. Manchester United tókst að slá GPR út úr ensku bikar- keppninni í knattspyrnu, er liðin mættust í aukaleik á mánudags- kvöld. United vann stóran sigur 3-0. Brian McClair gerði tvö mörk og enski landsliðsfyrirliðinn, Brian Robson, sem lék nú með að nýju eftir meiðsl, gerði eitt mark. Birmingham. Sovéska parið Marina Klimova og Sergei Ponomar- enko urðu Evrópurfteistarar í ísdansi á föstudaginn. Landar þeirra Maia Usova og Alexander Zhulin urðu í öðru sæti og Natalía Annenko og Genrikh Sretenki í þriðja sæti. Oberhof. A-Þjóðverjinn Jens Weissflog sigraði í skíðastökki af lágum palli í heimalandi sínu um helgina. Hann stökk 90 m í fyrra stökkinu og 87,5 m í því síðara. Norðmenn komu í næstu tveimur sætum, Ole-Gunnar Fidjestol varð annar og Jon Inge Kjörum varð þriðji. Amsterdam. psv Eindhoven er enn í efsta sæti hollensku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Liðið vann 3-1 sigur á MVV á útivelli um hclgina, en helsti keppninautur liðsins, Ajax vann einnig á útivelli, 1-0. PSV hefur nú 29 stig eftir 18 leiki, en Ajax hefur 26 stig. FC Twente og Fortuna Sittard koma næst með 23 stig. Valletta. Spánn vann Möltu 2-0 í landsleik í knattspyrnu á sunnudag- inn. Leikurinn var í undankeppni HM. Spánverjar hafa unnið alla þrjá lciki sína í 6. Evrópuriðli undan- keppninnar og hafa því 6 stig. Mörk- in gerðu Michel Gonzalez úr víta- spyrnu á 16. mín. og Aitor Beguir- istain á 51. mín. Malta hefur 1 stig í riðlinum eftir þrjá Ieiki. Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar Lundabaggar Sviöasulta súr Sviðasulta ný Pressuð svið Svínasulta Eistnavefjur Hákarl Hangilæri soðið Hangifip.soð. Úrb. hangilæri Úrb. hangifrp. Harðfiskur Flatkökur Rófustappa Sviðakjammar Marineruð síld Reykt síld Hverabrauð Seytt rúgbrauð Lifrarpylsa Blóðmör Blandaður súrmatur í fötu Smjör 15 gr. 30 kr. kr.kg flakið kr.stk. kr. kr.kg kr.stk. K Tj Glæsibæ 0 68 5168. RANNSÓKNARRÁÐ RÍKISINS auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitlegum tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fiskeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf- og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum sem sótt er um styrk til skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknarmanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða fjármuni af mörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í atvinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa uppbyggingu á færni á tilteknum sviðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.