Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 25. janúar 1989 Tírniim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Stórhugur í útgáfu Bókaútgáfa hefur eflst mjög á síðustu áratug- um, og upp á síðkastið liafa komið út stórverk, sem lítið hefði þýtt að hugsa til fyrir svona þrjátíu árum. Menningarsjóður hefur gefið út hið mikla ritverk Lúðvíks Kristjánssonar um sjávarhætti og Örn og Örlygur hafa gefið út ensk-íslenska orðabók, sem er til fyrirmyndar að stærð og umfangi. Löngu áður hafði komið út Orðabók Sigfúsar Blöndals, sem á sínum tíma sýndi slíkan stórhug í útgáfu, að fáu verður við jafnað, nema þá helst biblíu Guðbrandar. Allar þær bækur sem hér hafa verið nefndar hafa orðið til styrktar tungunni, og svo er auðvitað um fjölda annarra, en það er einmitt stórhugur í útgáfustarfsemi samhliða vitundinni um þörfina á eflingu tungunnar, sem ræður miklu um niðurstöðu þess varnarstríðs, sem nú er háð til verndar móðurmálinu. Nýjasta stórverkið í útgáfu er undirbúningur að íslenskri alfræðiorðabók, sem unnið er að hjá Erni og Örlygi. Má segja að sú útgáfa láti skammt stórra högga í milli, því ekki er langt um liðið síðan ensk-íslenska orðabókin kom út hjá sama aðila. í blaðaviðtali sagði Örlygur Hálfdanarson um útgáfuna á alfræðiorðabók- inni: „Ég tel að með útgáfu þessari sé verið að Ieggja grunninn að markvissri íslenskri hugsun framtíðarinnar. Pað hvílir því mikil ábyrgð á herðum útgáfunnar um að móta verkið í þeim anda, að það stuðli að eðlilegri þróun tungunn- ar.“ Þótt stundum sé talað um að bókaútgáfa í landinu miðist einkum við svonefnt jólabóka- flóð, er þýðingarmikið að gera sér grein fyrir því, að útgáfa bóka á sér aðrar hliðar. Ekki er þess að vænta að þær bækur, sem mestu máli skipta fyrir viðhald tungunnar, verði sérstök söluvara í jólabókaflóði, eða geti kallast jóla- bækur yfirleitt. Þegar við bætist, að hér er um mikið dýrari bækur að ræða í útgáfu en gengur og gerist, er alveg ljóst, að útgáfufyrirtækin ráða ekki við stórverkin með venjulegum hætti, þ.e. venjulegri bankafyrirgreiðslu. Þess vegna er áríðandi að sjóðir, sem geta verið aflögufærir, láni fé til framkvæmdanna. Alfræðiorðabók Örlygs Hálfdanarsonar hefur mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. Hún verður grundvallarrit, sem hægt er að auka og bæta þegar tímar líða. Mest um verður er þó sá stórhugur sem að baki slíkri útgáfu liggur vegna þess að hann sýnir okkur að í landinu eru til aðilar, sem gera sér grein fyrir viðkvæmri stöðu tungunnar, og að einskis skal láta ófreistað að styrkja stöðu hennar. Undirtektir við slíka útgáfustarfsemi þurfa að vera að sama skapi stórmannlegar. Málgagn Sverris Nú cru útmúnuðir og skamni- deginu ekki enn lokiA. Jafnt tjöl- iniðla- og stjórnmúlamenn vita vel að ú þeim tíma er þjóðin móttæki- leg fyrir húvaða út af ýnisum þeim múlum, sem að sumri tii eða undir jól niyndu tæpast nú hlustum eins einasta manns. Mcðal þeirra, sem vita þetta, cru þeir Sverrir Herinannsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Undan- farið hafa búðir verið húvaðasamir í fjölmiðlum og meðal annars verið þar mcð orðahnippingar hvor í annars garð. Sverrir hefur þó held- ur farið halloka síðustu dagana, meðai annars vegna þess að komið hefur ■ Ijós að hann cr enn liluthafí í fjölskyldufyrirtæki sínu, Ögurvík hf., scm honum mun óheimilt sem bankastjóra samkvæmt löguin. í gær lcggur svo I'jóðviljinn forsiðu sína undir múlið og heldur því fram að Sverrir sé enn, a.m.k. að form- inu til, stjórnarformaður Ögurvík- ur, sem honum er vitaskuld strang- lega bannað sem bankastjóra Landsbankans. Er ekki annað að sjú en að hér sé komið upp heldur vont múl fyrir Sverri ef rétt reynist. Bidlaunin í síðustu viku lenti Sverrir svo i öðru hcldur óþægilegu múli, þcgar dregið var fram að iiann hefði þcgið biðlaun frú Alþingi þegar hann lét af þingmennsku og tók við bankastjórastarrmu. I'etta mun vera rétt að lögum, þegar menn hverfa af þingi, cn hins vegar þýðir þetta að Sverrir hefur verið ú tvöföldum launum hjú hinu opin- bera húlft siðasta úrið, sem hætt er við að ýmsum þyki ekki mcir en svo viðeigundi. Og upp úr þessu hefur t'jóðvilj- inn svo verið að vella sér, m.a. í sérstakri grein ú föstudaginn var. Þar er frú því skýrt að þingmcnn liafi síAur en svo alltaf tekið slík biðlaun þegar þeir hafi horfið af þingi og í önnur stiirf hjú rikinu. Þar er t.d. upplýst að hvorki Tómas Árnason né I.úrus Jónsson hafi tekið biðlaun er þcir urðu ú sínum tíma bankastjórar, og sömuleiðis ekki Benedikt Gröndal cr hann varð sendiherra. Aftur hafi Geir Hallgrímsson fengið biðlaun er hann varð seðlabankastjóri, enda hafi húlft úr liðið ú milli þess er hann hætti ú þingi og þar til hann tók við nýja starfinu. Líka er þar skýrt frú því að Sverrir hafi gcngið eftir biðlaunum sínum og þrýst fast ú um að fú þau. Svo er að sjú að með þessuni tveimur múlum hafi múlgagni Ólafs Ragnars tekist að koma tiltölulega þungum höggum ú Sverri, sem honum hafi ekki tckist að bera af sér, a.m.k. ekki enn sem komið er, hvað sem síöar verður því maður- inn er vissulega vígfimur. En Sverr- ir ú sér múlgagn, og það þckkir sína. Biðlaun Ólafs I Morgunblaðinu í gær birtist iítil og saklcysislcg frétt frú einum af fundunum sem þeir Ólafur Ragnur og Jón Baldvin eru núna að halda úti ú landi, núnar til tekið þeim ú Neskaupstað. Þar er því slegið upp í fyrirsögn að Ólafur Ragnar hafi hvorki meira né minna cn gerst sjúllur sekur um það sama og Sverrir, að taka við biölaunum er hann hvarf af þingi úriö 1983. Sem sagt bræörahylta, að því er ætla mú af fyrirsögn Morgunblaðs- ins sem er „Ólafur Ragnar þúði biölaun frú Alþingi". En þcgar fréttin er lcsin kcmur hins vegar í Ijós að svo er að sjú að Morgunblaöiö eigi enn töluvert í land með að komast jafnfætis Þjóðviljanum í vörn sinni fyrir Sverri og sókn sinni gegn Ólali Rugnari. Þar er nefnilega haft eftir skrifstofustjóra Alþingis að Ólafur hafi þegið hiðlaun í þrjú múnuöi, maí, júní og júlí úrið 1983, og eftir Ólafi sjúlfum aö ú því tímabili hafi hann ekki veriö ú launum í starfi sinu sem prófessor við Húskólann. Þess vegna sé ekki hægt að líkja þessu við biðlaun Sverris. Nú cr Garri síður en svo hrifínn af Ólafí Ragnari sein stjórnmúla- manni. En eigi að síður verður að viöurkennast að hann virðist enn sem komið er standa tiltölulega jafnréttur eftir þessa aðför Morg- unblaðsins. Það hefur hvorki verið sýnt fram ú að hann hafi verið ú tvöföldum launum hjú ríkinu né heldur að hann eigi hlut í einkafyr- irtæki sem ekki fari saman við störf hans sem fjúrmúlarúöherra. Þess vegna verður ekki annað séð en að Morgunblaðið verði að gera betur ef það ætlar að rétta hlut síns manns í þessunt múlum búðum. Fréttin í gær var húlfkúk. Þegar grannt er skoðað réttir hún ekki kúrsinn fyrir Sverri. Hér þarf Morgunblaðið að gera betur. Við bíöum spennt. Garri. Misgengi hugsjóna Misgengi launa og lánskjaravísi- tölu var á sínum tíma ein höfuðor- sök þess að Sigtúnshópurinn há- væri varð til. Hann samanstóð af skuldugum húsbyggjendum sem stóðu uppi með verðtryggð lán og fundu þeir út að í Sigtúni væri saman komin fyrsta kynslóðin sem þyrfti að borga íverustaði sína. Allar aðrar kynslóðir á íslandi byggðu síðustu fimnt árin fyrir verðtryggingu. Að minnsta kosti var það sannað að allar fengu sín hús gefins þar til verðtrygging lána var lögleidd og lánskjaravísitalan var gerð frí af launaupphæðum. Helsta baráttumál Sigtúnshópsins var að tengja laun og lán. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að tengja laun og lánskjaravísitölu með þeint hætti að vægi launa nemi um þriðjungi þcirrar vísitölu sem sífellt er deilt um, hvort rúlli skuldurum eða skuldunautum í hag. Réttlátt óréttlæti - eða þannig Og þegar launin eru loks komin inn í lánskjaravísitöluna veröur allt vitlaust og þeir hvað háværastir sem einu sinni sönnuðu hvílíkt óréttlæti fælist í að hafa launa- og lánskjaravísitölur ckki samtengd- ar. Fremstur meðal jafningja í báð- um hópunum er Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB. Hann var ein höfuðmálpípa Sigtúnshópsins sem taldi það glæpi næst að tengja ekki lán við laun, en gengur nú fram fyrir skjöldu þeirra sem stað- hæfa að sú ákvörðun, að binda þróun lánskjaravísitölunnar við þróun kaupgjalds stríði gegn hags- munum almennra launamanna. Enginn vafi leikur á heilindum formannsins gagnvart sínum um- bjóðendum. Það er áreiðanlega hans staðfasta skoðun að þessi nýja vísitölutenging konti sér illa fyrir launþega í kjarasamningum og að þeir muni gjalda fyrir kaup- hækkun með hækkun íbúðalána. Á sama hátt var það einlæg sannfæring á sínum tírna að með því að láta lánskjaravísitölu leika lausum hala var komið aftan að skuldurum og þeir grátt leiknir. En hafi Ögmundur ekki reiknað vitlaust og halt á réttu að standa þegar Sigtúnshópurinn formælti þeirri ráðstöfun að setja vísitölur hverja í sinn gírinn og hafi enn rctt fyrir sér nú, þegar hann mótmælir tengingu vísitalna sent formaður öflugra launþegasamtaka, þá er óhætt að taka undir með öllum hinuni: Ég skil ekki efnahagsmál. Reiðir menn og hissa Það er langt því frá að Ögmund- ur sé einn á báti að mótmæla tengingu vísitalna. Ásmundur ASÍ-forseti segir launþega nú sjá sæng sína upp reidda, kauphækkun þýðir hækkun skulda sem hvíla á íbúðarholunni og jafnframt bætir hún við skuldasúpu atvinnurek- andans og því best að hætta við allar kaupkröfur. Og Ásmundur er bæði reiður og hissa. Svo kemur Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, í fjöl- miðla og talar fyrir hönd Lands- sambands lífeyrissjóða og segir ríkisstjórnina ekkert leyfi hafa til að krukka í vexti sem þegar er búið að semja um og að margumræddar vísitölutengingar séu nánast samn- ingsrof. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja hins vegar að hér sé verið að leiðrétta gamalt sanngirnismál og að gróði og tap muni ganga hvað upp í öðru þegar til langs tíma er litið, eins og það er látið heita á stjórnarráðsmáli þegar mikið er eftir í pípunum. En eitt er með öllu óútskýrt. Hafði Ögmundur rétt fyrir sér áður fyrr eða núna? Eða hafði hann rétt fyrir sér bæði þegar hann var að byggja og núna þegar hann er orðinn formaður BSRB eða hefur aldrei verið glóra í staðhæfingum Itans um ágæti eða hörmulegar afleiðingar tengingar lánskjara- og kaupgjaldsvísitalna? Ef einhver þykist vita svarið er réttast að senda það í lokuðu umslagi í hagdeild Seðlabankans og mundi koma sér vel að láta dúsín af blýöntum fylgja með. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.