Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Miðvikudagur 25. janúar 1989 Salvör Jörundardóttir Ijósmóöir Fædd 26. ágúst 1893 Dáin 28. desember 1988 í almáttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands, vor vagga, braut, vor byggð og gröf þó búum við hin ystu höf. (M. Joch.) Það er bjartur og heiðskír vetrar- dagur. Mikið fjölmenni var í Akra- neskirkju 5. jan. sl. Þar flutti séra Jón E. Einarsson, sóknarprestur í Saurbæ, kveðju og minningarathöfn um Salvöru Jörundardóttur, ljós- móður frá Melaleiti í Melasveit. Er sunginn hafði verið útfararsálmurinn fagri eftir Hallgrím Pétursson, til- kynnti presturinn að nú yrði sunginn sálmurinn „Son guðs ertu með sanni“. Það væri gert samkvæmt ósk hinnar látnu og að allir viðstaddir syngi með kirkjukórnum. Salvör Jörundardóttir fæddist í Birnhöfða í Innri-Akraneshreppi. Sú jörð var ein af mörgum smábýlum sem tilheyrðu stórbýlinu Ytra- Hólmi. Afkoma ábúenda þannig kotbýla var ætíð nátengd sjónum og gott ef nægilegt aflaðist til matar og annarra nauðþurfta. Að reisa góð húsakynni eða afla fjár til að mennta börn var alveg útilokaður möguleiki. En útþrá og fróðleiksfýsn ungmenna hafa ætíð verið söm við sig. Salvör missti móður sína er hún var tæplega tveggja ára gömul. Faðir hennar eignaðist síðar aftur lífsföru- naut og hann þurfti ekki að láta litlu stúlkuna frá sér. Salvör dvaldi því í föðurhúsum þar til menntaþráin varð æskustöðvunum yfirsterkari. Á þessum árum var það eins og óskráð skylda að yfirgefa ekki uppalendur sína fyrr en um tvítugsaldur. Þessa kvöð uppfyllti Salvör við föður sinn og stjúpu. Þá var vandinn að finna stað, sem borgaði vinnuna, svo fjár- munir fengjust að borga menntun síðar. Þann stað fann Salvör. Viðey tók hana í faðm sinn og gerði vel við hana. Þar var um þessar mundir mikil menningarstarfsemi og vel búið til sjós og lands. Þar naut Salvör sín vel, hún var bæði dugleg og hæfileikarík stúlka. Tæplega átti Salvör nógu góð orð til að íýsa þeim viðbrigðum að fara úr fátæktinni heima og á þennan best uppbyggða stað landsins. í þá daga var Viðey stórbýli sem ekki átti sinn líka. 50 mjólkandi kýr og allt annað eftir því. 20 manns í heimili á sumrin en eilítið færra á veturna. Vel var stjórnað, unnið skipulega svo vinnan varð létt sem leikur, ortar gamanvís- ur um fólk og störf, saga Viðeyjar numin meðal annarra minninga. Þuldi Salvör upp fjölda örnefna þaðan, á að giska 20-30. En öll var vistin þar vafin töfra- ljóma í minningum hennar. Mynd mín af Viðey varð því þannig að þar væru sólrík sumur með fögru sólar- lagi og veturnir ætíð með stjörnu- björtum himni. Það má segja að Viðeyjardvöl sfna taldi hún einn yndislegasta kafla lífs síns. Ef ég fer með rétt mál, var hún þarna eitt ár og vortíma, en fór um sumarið í kaupavinnu að Deildartungu í Reyk- holtsdal. Þar fann hún annað gott og mikið menningarheimili. Koma hennar í Reykholtsdalinn varð henni síðar örlagarík. Nú hafði hún aflað fjár með mikilli vinnu og ráðdeild fyrir skólagjaldi, en sú hafði ætíð verið ætlun hennar að mennta sig eftir bestu getu. Um haustið fór hún á Lýðháskól- ann að Hvítárbakka (svo heyrði ég hann ætíð nefndan). Þar stýrði skóla hinn ágætasti menntamaður Sigurð- ur Þórólfsson. Þetta var þriðji dval- arstaður Salvarar frá því hún fór að heiman. En veturinn, sem nú fór í hönd, var hinn illræmdi Frostavetur 1917-18. Skólahúsið var mjög stórt, timburhjallur óupphitaður að mestu eða öllu leyti. Þeim erfiðleikum og vanlíðan, sem frostin ollu nemend- um og öðru heimilisfólki, myndu nú fæstir skilja eða trúa, því skal sleppa að lýsa þeim. Nemendur voru víðs- vegar af landinu, flest þroskað fólk sem sótti um skólavist af knýjandi menntaþrá og fróðleiksfýsn (orðið eða hugtakið námsleiði þá óþekkt). Þó dvölin á Hvítárbakkaskóla væri bæði köld og ströng, taldi Salvör hana hafa orðið sér mikinn ávinning fyrir framtíðina. Kynningin við skólasystkini voru í endurminning- um hennar dýrmætar perlur. Framtíðarsýn eða draumur Sal- varar var að verða hjúkrunarkona eða ljósmóðir. Skilyrði til inngöngu í ljósmæðraskóla á þessum árum voru þau að koma með skrifleg meðmæli um væntanlegt ljósmóður- umdæmi. Loforð upp á það fékk hún með góðu móti í Reykholtsdal. Svo vel hafði hún áður kynnt sig þar. Nú var sótt um skólavist í Ljósmæðra- skólanum. Svarið var jákvætt. Þetta var haustið 1918. Flestir íslendingar munu kunna nokkur skil á sögu þessa vetrar, en þá geisaði hin skelfi- lega Spánska veiki með ægilegum afleiðingum í Reykjavík og víðar. Salvör veiktist mikið. Þegar bati kom var ekki til setunnar boðið. Hjúkrunarstörf út um allan bæ, ólýsanlega erfið. Alkunna var að flestar barnshafandi konur dóu og ungbarnadauði skelfilegur. Allt tek- ur enda, veikin mikla dó út - Salvör hafði náð takmarki sínu vorið 1919. Hún tók strax við umdæmi sínu í Reykholtsdal sem einnig náði yfir Hálsasveit. Að ári liðnu (1920) giftist Salvör ungum ágætismanni, Kristó- fer Guðbrandssyni frá Kleppjárns- reykjum í Reykholtsdal. Sá bær varð heimili þeirra. Að þrem árum liðnum eignuðust þau dóttur er skírð var Vilborg. Um líkt leyti fékk Kristófer lömun sem lagði hann í gröfina 2 árum síðar, þá aðeins þrítugan mann en dóttirin 2ja ára. Skömmu fyrir þennan tíma var læknissetur héraðsins flutt að Klepp- járnsreykjum. Héraðslæknir var þá hinn vel menntaði ágætismaður Jón Bjarnason. Hann gerðist fyrstur lækna í héraði þessu til að stunda skurðlækningar (handlækningar). Læknisbústaðurinn var því nefndur sjúkraskýli. Þarna fékk Salvör starf við hjúkrun og við hlið hins góða læknis annaðist hún fyrir hann svæf- inguna. Að þrem árum Iiðnum eign- aðist Salvör annan lífsförunaut, Magnús Eggertsson frá Vestri- Leirárgörðum í Leirár- og Mela- sveit. Fluttist hún til hans sama ár. Þau eignuðust saman soninn Jón Kristófer. 1945 keyptu þau jörðina Melaleiti í Melasveit. Nú fóru í hönd mörg góð ár í lífi þessara hjóna. Róleg ár án stórviðburða. Þeim búnaðist með afbrigðum vel í Mela- leiti, fyrirmyndarumgengni úti sem inni. Barnalán þeirra var mikið. Systkinin fluggreind og mannkosta- fólk. Farsæld fylgdi makavali þeirra. Vilborg giftist Einari Helgasyni frá Stangarholti í Borgarhreppi; þau búa að Læk í Leirár- og Melasveit. Hann er mikill álitsmaður í sveit sinni. Þau hjón eiga dóttur, Ásdísi að nafni. Hún er kennari að mennt og á maka og 2 syni. Jón Kristófer giftist Kristjönu Höskuldsdóttur frá Vatnshorni í Skórradal, borgfirskri í móðurætt en þingeyskri í föðurætt. Þau hjón búa í Melaleiti. Jón er búfræðingur en Kristjana er organisti og spilar í þrem kirkjum hér sunnan heiðar og LESENDUR SKRIFA Samviska eða sambands- leysi við hinn mikla mátt „En ef ekkert á oss bítur, engill fer og Jánið þrýtur". Svo kvað Grímur Thomsen. um þá, sem ekki gefa gaum að æðri rödd í eigin brjósti og geta þessi orð átt við hvern mann í víðtækum skiln- ingi. Samviska þýðir: Það að hafa sam- vit eða samvitund við annan, hafa vitsamband við annan. Samviskan er okkur sem engill að ofan sendur, til að aðvara okkur og leiðbeina. Þessi engill hefur sjaldan hátt, en lætur þó jafnan til sín heyra nægilega skýrt, ef hlustað er grannt eftir orðum hans. En ef við jafnan brjótum öll boð hans og óhlýðnumst leiðsögn hans, er hætt við að rödd hans hljóðni í sálum okkar og að þá fari illa og ófarsæid sigli í kjölfarið. Þetta á ekki aðeins við hvern einstakling, heldur einnig við þjóð- arheildir, þvt stundum breyta þjóðir sem heild, gegn betri vitund, t.d. þegar ein þjóð ræðst með ofbeldi og manndrápum gegn annari, í þeim tilgangi einum að hagnast sjálf á undirokun hennar, eða ræna auð- lindum hennar. Með slíku athæfi er Iagt á hættulega óheillabraut, því rödd samviskunnar (rödd hins hæsta) er þar með kæfð og leiðsögn hennar virt að vettugi. Þegar einstaklingur eða þjóð rýfur sambandið við hinn mikla mátt með óhæfuverkum og brýtur þar með öll lögmál lífsins, er verið að grafa undan eigin velferð og eigin framtíð, því sambandsleysi upp á við leiðir jafnan til sambands við hina verstu staði í ríki tilverunnar, þaðan sem allt hið illa á í raun og veru frum- upptök sín. Ingvar Agnarsson. æfir sjálf kóra þeirra kirkna. Þau eiga 4 dætur sem allar hafa gengið menntaveginn og heita Sólveig, Salvör, Áslaug og Védís. Svo brá skúgga á hið hamingju- sama heimili í Melaleiti er Salvör veiktist af illkynja sjúkdómi og gekkst undir niikla aðgerð á Sjúkra- húsi Akraness. Hún náði undraverð- um bata, komst heim til sín og hélt um nokkurn tíma heimili fyrir sig og mann sinn, með aðstoð góðrar tengdadóttur. Þegar dvalarheimili aldraðra var reist og tók til starfa 1978, fluttust þau þangað og voru fyrstu innflytjendurnir. Af sinni framsýni sá hún hag þeirra best borgið hér. Salvör sá líka sívaxandi útivinnu húsmæðra til sjávar og sveita og síst vildi hún íþyngja tengdadóttur sinni með umönnun þeirra. Magnús maður hennar, sem var eilítið yngri að árum og heilsu- betri, hefði gjarnan kosið að dvelja ögn lengur á jörð sinni en hann er drengskaparmaður sem stóð við hlið konu sinnar þá og ævinlega og flutti strax með henni á dvalarheimilið. Hann hefur vonandi séð það fyrir löngu að þetta var góð lausn mála fyrir alla. Hann dvelur nú einn í íbúð þeirra hjóna, tekur lífinu skynsam- lega og bíður rólegur í trú, von og kærleika. Með honum vil ég hafa þetta erindi sálmaskáldsins: Blessuð von í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í Ijósi þínu Ijómann dýrðar bak vid hel. (H. Hálfd.) Þessi skrifuðu orð hér að framan eru aðeins ytri rammi um lífshlaup Salvarar ljósmóður. Að sinna Ijós- móðurstarfi í 50 ár, eins og Salvör gerði með heppni og sæmd, er mikil lífsfylling. Stundum fylgdu því starfi óhjákvæmilegir erfiðleikar. En oft- ast fylgdu ljósmóðurstarfinu ham- ingja, gleði og þakklæti. Kynning okkar Salvarar Ijósmóð- ur var orðin löng. 1921 sá ég Salvöru ljósmóður fyrst. Þá beið hún eftir fyrstu fæðingu hjá húsmóður minni í nær 3 vikur. Það var um snjóþung- an hávetur. Bærinn á ystu mörkum umdæmis hennar. Kannski varlangt í 30 km á milli staða. Aðeins hestar komu til greina sem farartæki. Loks kom stund konunnar: „Þú verður hér inni hjá okkur, Ólína, ef ég þarf að senda þig eitthvað eða rétta mér hluti.“ 3 kvenpersónur voru á hcim- ilinu, auk eiginmanns. En nærvera þeirra var ekki kornin í tísku þá. Enginn kom inn allan tímann, fyrr en allt var um garð gengið, eins og sagt er. Salvör var mér afar góð þcnnan tíma, ég var vandalaust tökubarn á bænum. Ég hlýddi strax orðalaust þessari ákvörðun ljósmóð- urinnar, hvað annað, litli anginn tæplega 11 ára. Alla lífstíð Salvarar hugsa ég að henni hafi sjaldan verið andmælt að ráði, hún var þannig kona. En síðar og allt fram á þennan dag hef ég undrast þessa ákvörðun hennar, en ég ræddi hana aldrei við hana. Allt var svo rétt og hnitmiðað sem Salvör sagði fyrir um. Næsta ár bólusetti hún mig sem barn. Leit á mig brosandi með afar föstu augna- ráði. Það var sem innsigli á ævilanga vináttu. Eftir að hún fluttist í Leirár- og Melasveit gerðist hún Ijósmóðir þar, þó ekki strax (Ijósmóðir var þar fyrir). En litlu seinna flutti ég búferl- um í sveitina. Salvör varð því ljósa 3ja minna barna. Um þetta leyti hafði hún stofnað kvenfélag í sveit- inni og hún vann mig í félagið. Nokkrum árum seinna tók ég við formennsku af henni. Síðar bar ég upp tillögu að gera hana að heiðurs- félaga. Salvör var afar traustvekjandi kona og trölltrygg. Skarpskyggn á menn og málefni. Lét engan teyma sig lengra en hún ákvað. Hún var vel að sér í matargerðarlist og öllu húshaldi. Þá var handavinna hennar víðfræg, þó mest lopapeysur með frumlegum munstrum. Jafnvel bjó þau til en mikið tók hún upp gömul og falleg munstur frá Þjóðminjasafn- inu. Einu sinni heyrði ég hún nefndi töluna 200 stykki af lopapcysum er hún prjónaði eftir að hún Óuttist á „Höfðann". Síðustu ár gat hún að- eins valdið að prjóna vettlinga - vegna þess að kraftar voru á þrotum - sarna snilldarhandbragðið á þeim. Já, mikið starf og allt vel gert vann þessi kona! Hún naut líka mikillar virðingar m.a. vistmanna og starfs- fólks á Höfða. Undanfarin ár hef ég búið í svo til næsta húsi við dvalarheimilið Höfða. Ég er þar hálfgerður heimagangur. Því leit ég við og við upp til þeirra hjóna Magnúsar og Salvarar. Sjaldn- ar þó en hugur stóð til því ég vissi að hjá þeim var töluverður gestagangur vegna vinsælda beggja. Því ég veit að of mikið má af gera. En íbúð þeirra hjóna var hið fegursta heimili. Bækur í fögru bandi, vel með farnar, útsaumsmyndir eftir húsmóðurina prýddu alla veggi. Þá báru blómin hennar Salvarar af öllu fögru er stofuna prýddu. „Hvernig getur staðið á því, Salvör mín, að blómin þín blómstra betur og meira en annarra blóm? Það var alveg ómögu- legt annað en að dást að blómskrúð- inu. Þá leit hún bara brosandi á þau, einsogástrík móðir líturá börn sín. Salvör Ijósmóðir var mikilhæf heiðurskona. Ég er.þakklát fyrir að hafa eignast vináttu hennar og traust. Blessuð sé minning hennar. Algóður guð annist hana og geyrni. Þetta er mín hinsta kveðja. Ólína I. Jónsdóttir. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig með gjöfum, árnaðaróskum og á annan hátt á áttræðis afmælinu mínu 18. janúar sl. Kristján Guðbjartsson Jaðarsbraut 39, Akranesi t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Runólfs Guðmundssonar fyrrverandi pósts Ásbrandsstöðum. Guðrún Jonsdottir börn, tengdabörn, barnabörn, bamabarnabörn og systkini.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.