Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300 Rlassiap NÚTÍMA FUJTNINGAR Halnarhúsínu v/Tryggvagötu. » 28822 ^.fiárrna ílemok**Þ9’ wgmummm SAMVtNMJBANXANS SUÐUfiLANÖSSRAUT 18, SlMI: 888588 :MO|BILAST0i ÞRDSTIIR 685060 VANIR MENN Tíminn MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 Sérfræðingar reikna í dag út áhrif nýrratillagna Borgaraflokksins. Steingrímur Hermannsson: Búist við niðurstöðu úr viðræðum bráðlega Viðræðunefnd Borgaraflokksins um ríkisstjórnarþátt- töku átti tveggja tíma fund með ráðherrum í gær og snerist hann einkum um efnahags- og skattamál að sögn Stein- gríms Hermannssonar forsætisráðherra. En eru Borgaraflokksmenn komnir í ríkisstjómina? Steingrímur Hermannsson: miðum sínum geti þeir hugsað sér að ná á lengri tíma, þrem til fimm árum að mig minnir.“ Steingrímur sagði að ljóst væri að Borgaraflokksmenn gerðu sér grein fyrir því að sá árangur sem keppt væri að í efnahagsmálum næðist ekki í einu vetfangi og sagði jafnframt að væntanlegar efna- hagstillögur ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið til beinnar umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar með full- trúum Borgaraflokksins í gær. Viðræðurnar væru ekki enn komnar á það stig að slíkt væri tímabært. En næsti fundur verður í dag og því mætti vænta niður- „Nei, það eru þeir nú ekki, en þetta var góður fundur og ég held að sjónarmiðin hafi skýrst verulega að fengnu mati á ýmsum skatta- breytingum sem þeir lögðu til á fyrsta fundinum. Þá kom betur fram í hvaða forgangsröð þeir setja málin og ákveðið var að setja sérfræðinga í það strax í fyrramálið, hvort hægt væri að ná fram einhverju af þeirra markmiðum án þess að setja halla á ríkissjóð." - Hafa Borgaraflokksmenn þá slakað á kröfum sínum? „Ég vil ekki orða það svo. Júlíus Sólnes hefur sagt að sumum mark- Steingrímur Herinannsson, forsætisráðherra. stöðu um stjórnarsamstarf við Borgara innan mjög skamms. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks. Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins sagði í samtali við Tím- ann í gær að ljóst væri að róðurinn væri mjög þungur, ef koma ætti þessari stjórn saman, en bætti jafn- framt við að sjálfsagt væri að reyna áfram. Hann sagði að auðvitað væri það skylda Borgaraflokksins sem stjórnmálaafls að kanna þenn- an möguleika til þrautar. Varðandi þá spurningu hvort Borgaraflokkurinn væri tilbúinn til að falla frá einhverjum einstökum þáttum í tillögum sínum, sagði Júlíus að umræðan væri ekki komin svo langt. Hinsvegar benti hann á að árla dags í dag myndu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Borgara- flokks setjast niður með sér- fræðingum til að reikna út einstaka þætti í tillögum Borgaraflokksins. Um tímatakmörk á viðræðum þeim er nú fara fram sagði Júlíus að klárt mál væri að niðurstaða yrði að vera fyrirliggjandi fyrir aðra helgi. -ES/SA Viðleitni til að auka hagkvæmni í rekstri spítalanna: Viðræður um samein- ingu Borgarspítala og Landakotsspítala Af erlendum bjór verða T uborg, Kaiser og Budweiser á boðstólum: Sami aðilinn er umboðsmaðurfyrir Kaiser og Tuborg „Viðræður um sameiningu Borg- arspítala og Landakotsspítala eru á algeru byrjunarstigi, menn hafa ver- ið að ræða ýmsar hugmyndir óform- !ega,“ sagöi Magnús Skúlason að- stoðarframkvæmdastjóri Borgar- spítalans í viðtali við Tímann í gær. Magnús sagði jafnframt að ekki lægi fyrir hvort sameining spítalanna yrði rædd formlega á næstunni. „Það er gífurlega flókið mál að koma þessu í kring ef af sameiningunni verður." Magnús sagðist ekki geta tjáð sig um það hvort menn á Borgarspítalanum væru almennt já- kvæðir gagnvart þessari ráðstöfun þar sem engin sérstök umræða hefði farið fram innan stofnunarinnar. „Menn eru náttúrlega að ræða hitt og þ'etta, sumir vilja sameina alla spítalana og aðrir vilja eitthvað allt annað," sagði Magnús að lokum. Gunnar Már Hauksson, skrif- stofustjóri á Landakoti sagðist ekki geta tjáð sig um þetta mál. Gunnar Borgarspítalinn sagði þó að þetta hefðu verið óform- legar þreifingar fyrst og fremst á milli formanna læknaráða spítalanna og framkvæmdastjóranna. Verði af sameiningu spítalanna tveggja verður sú stofnun svipuð að stærð og Landspítalinn. Hagkvæmni í ’s.ameiningunni telja menn að felist í því að verkaskipting gæti orðið^ milli spítalanna. Er þá talað um að Borgarspítalinn taki að sér neyðar- þjónustu en á Landakoti yrði áhersla á annars konar lækningar, t.d. öldr- unarlækningar. Þá hefur einnig verið bent á að tækjakaup á lítinn spítala eins og Landakot eru að mörgu leyti óhagkvæm, en með aukinni sérhæf- ingu hvers spítala fyrir sig sé unnt að ná betri og markvissari tækjanýtingu og stjórnun. Ekki náðist í framkvæmdastjóra spítalanna í gær. SSH Nú liggur fyrir hvaöa þrjár erl- endar tegundir af bjór verða fluttar inn og seldar í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunarinnar, þær eru: Budweiser, Tuborg og Kaiser. Sami aðilinn, Ingvar Karlsson, er með umboð bæði fyrir Tuborg og Kaiser. Verðið var látið ráða hvaða bjór varð fyrir valinu, en Höskuldur Jónsson. forstjóri ÁTVR, sagði í viðtali í fréttatíma RUV í gær- kvöldi að í öllum tilvikum væri um mjög frambærilegan bjór að ræða. Tuborg sem er frá Danmörku og Budweisersem erfrá Bandaríkjun- um eru heimsþekktar tegundir en Kaiser, sein er vissulega minna þekktur, er mcst selda bjórtegund- in í heimalandi sínu Austurríki. Tæplcga tuttugu erlendir aðilar höfðu áhuga á að koma tegundum sínum á framfæri á Islandi. Tilboð- ið frá framleiðanda Budweiser reyndist hagstæðast en ÁTVR fær 33 cl. dós hingað komna á tæpar 12 krónur. Verðið á Tuborg og Kaiser er um 13 krónur. í framhaldi af þcssu er rétt að geta þess að talið er að verð íslenska bjórsins til ÁTVR verði um 23 krónur. Þó mun ætlunin vera sú að íslenski bjórinn verði ódýrari en sá erlendi út úr verslunum ÁTVR. f saraningnum skuldbinda fyrir- tækin þrjú sig til að selja Áfcng- isversluninni a.m.k. 1 milljón lítra af bjór og að 300 þúsund lítrar verði komnir til landsins í síðasta lagi 17. febrúar n.k. 1 SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.