Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.01.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn' Miðvikudagur 25. janúar 1989 DAGBÓK Á vélvæddu bekkjunum er æft eftir líkamsræktarkeiTinu „Nýtt ummál“ Til Noröurlanda, Bretlands og megin- lands Evrópu: Daglega kl. 12:15-12:45 á 15770, 13660 og 11626 kHz - og daglega kl. 18:55-19:30 á 13770, 9275, 7935 og 3401 kHz Hlustendum á Norðurlöndum er þó sérstaklega bent á 11626 og 7935 kHz. Þeir geta einnig nýtt sér sendingar á 15770 kHz kl. 14:10 og 9275 kHz kl. 23:00. Til austurhluta Kanada og Bandaríkj- anna: Daglega kl. 14:10-14:40 á 15770 og 17530 kHz - og daglega kl. 19:35-20:10 á 15460 og 17558 kHz - og daglega kl. 23:00-23:35 á 9275 og 17558 kHz Hlustendur í Kanada og Bandaríkjun- um geta einnig nýtt sér sendingar á 11626 kHz kl. 12:15 og 79335 kHz kl. 19:00. Að loknum lestri hádegisfrétta á laug- ardögum og sunnudögum er lesið yfirlit yfir helstu fréttir liðinnar viku. ísl. tími er sá sami og GMT. Æfingakerfið NÝTTUMMÁL Sólbaðsstofan Sól Saloon, Laugavegi 99, hefur aukið starfsemi sína með því að taka í notkun sex bekkja líkamsræktar- kerfið „Nýtt ummál“. Kerfið byggist á sex vélvæddum bekkjum sem eru sérhannaðir til að grenna, styrkja og örva starfsemi Biblíuskóli KFUM og KFUK: Innritun hafin á námskeið vorannar Innritun er nú hafin á námskeið vor- annar Biblíuskóla KFUM og KFUK í Reykjavík. ( boði eru þrjú námskeið: 1. Pálsbréf 2. Trúvörn 3. Kristinn í nútíma- þjóðfélagi. Námskeiðin eru öll 20 kennslustundir og fcr kennslafram í fyrirlestrum, umræð- um, samtölum, verkefnum, æfingum o.fl. Kennt er á laugardögum á tímabilinu 10:30-15:30 og fer kcnnslan fram í húsi KFUM og KFUK við Amtmannsstíg 2B í Reykjavík. Kennsla á vorönn hefst 28. janúar og stendur fram í apríl. Skráning fer fram á skrifstofu KFUM og KFUK, sími 13437. Námsgjald fyrir hvert nám- - skeið er 2500 kr. Bridge-námskeið í Gerðubergi í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi eru að hefjast námskeið í bridge. Náms- flokkar Rcykjavíkur og Gerðuberg standa að þcssum námskeiðum, scm verða bæði fyrir byrjendur og einnig þá sem hafa einhverja undirstöðu. Byrjendanámskeið hefst fimmtudaginn 26. janúar kl. 19:30. Það mun standa yfir í 10 vikur og kennt verður á fimmtudög- um. Kennslugjald er kr. 3.500. Námskeið fyrir lengra komna hefst þriðjudaginn 31. jan. kl. 19:30, og það mun standa yfir í 8 vikur. Kennt verður á þriðjudögum. Kennslugjald verður kr. 2.900. Kennari á báðum námskciðunum verð- ur Jakob Kristinsson, ritari Bridgefélags Reykjavíkur. Innritun er í Gerðubergi á skrifstofutfma í síma 79140 og 79166. Hátíðarfundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíðar- fundinn á morgun, fimmtudaginn 26. janúar kl. 20:30 í Félagsheimilinu. Skemmtiatriði og kaffiveitingar. Maharishi Mahesh yogi, sem hefur kennt íhugunartækni í 30 ár um allan heim. Kynningarfundir um „Innhverfa íhugun“ Innhverf íhugun er þekkt um heiminn í dag. Flér á landi starfar íslenska íhugun- arfálagið og um þessar mundir kynnir það hugleiðslutækni Maharishi Mahesh yoga í Ford húsinu, Skeifunni 17. Á opnum kynningarfundum, sem fara fram í hinni nýju kennslumiðstöð, Skeif- unni 17, í dag, miðvikudaginn 25. jan. og fimmtudaginn 26. janúar, báða dagana kl. 20:30, mun Innhverf íhugun verða kynnt - og síðan verður þeim senr þess óska boðið upp á að læra aðferðina á stuttu námskeiði. líkamans, og reynast vel við „appelsínu- húð“ og vöðvabólgu. Einn frír kynningartími er í boði, þannig að sjón er sögu ríkari. Opið er virka daga kl. 08:00-23:00, laugardaga kl. 09:00-20:00 og sunnudaga kl. 11:00- 18:00. Sérstakt kynningarverð er í boði. Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Opið hús verður í dag, miðvikud. 25. janúar kl. 14:30 í safnaðarsal kirkjunnar. Dagskrá: Guðrún porsteinsdóttir les upp og Jóhanna Möller syngur við undirleik Harðar Áskelssonar. Kaffiveitingar. Þeir sem óska eftir bílfari hafið vinsaml. samband við kirkjuna fyrir kl. 12:00 í dag í síma 10745. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaða- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriðju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30-16:00. Fréttasendingar til útlanda Fráogmeð 1. jan nk. eru fréttasending- ar Ríkisútvarpsins á stuttbylgju sem hér segir: Nýtt tímarit um íslensk búvísindi Tímaritið BÚVÍSINDI hóf göngu sína á nýliðnu hausti og er arftaki tímaritsins (SLENSKAR LANDBÚNAÐAR- RANNSÓKNIR, sem Rannsóknastofn- un landbúnaðarins gaf út á árunum 1969- 1985. Aðilar að útgáfunni eru, auk Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Búnað- arfélag Islands, Bændaskólinn á Hvann- eyri, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og Veiðimála- stofnun. Búvísindi munu veita viðtöku fræðileg- um greinum um landbúnað og skyld efni. Efnisval í ritið miðast einkum við við- fangsefni þeirra stofnana sem að því standa. I fyrsta hefti tímaritsins birtast fimm greinar: Sturla Friðriksson ritar grein um mælingar á hraða landeyðingar. Áslaug Helgadóttir skrifar um leit að hentugum grasstofnum til uppgræðslu. Óli Valur Hansson og Áslaug Helgadóttir gera grcin fyrir uppruna íslensku gulrófunnar. Ólafur Guðmundsson og Sveinn Runólfs- son fjalla um haustbeit lamba á einæra fóðurlúpínu og Ólafur Guðmundsson rit- ar grein um vanþrif lamba á láglendisbeit á (slandi. Vegna samskipta útgefanda við erlend- ar stofnanir er jafnan yfirlit á ensku með íslenskum greinum, og sumar greinar eru ritaðar á ensku með yfirliti á íslensku. Afgreiðsla tímaritsins er á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík. interRent Bílaleiga Akureyrar 1 Mynd frá Tel Aviv sem var prentuö á „Aerogramme“-bréf frá Sam Baum Pennavinur í ísrael Frímerkjasafnari í ísrael hefur skrifað bréf til Tímans og beðið um að komast í bréfasamband við frímerkjasafnara á Is- landi, eða aðra sem vildu skrifast á við hann. Hann sendir bestu kveðjur til íslands og bíðureftir bréfi. Utanáskrift til hans er: Sam Baum P.O.B.1316 52113 Ramat-Gan Israel Nýr opnunartími að KJARVALSSTÓÐUM I lok nýliðins árs samþykkti Menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar að breyta opnunartíma Kjarvalsstaða. Framvegis verða Kjarvalsstaöir opnir kl. 11:0(1-18:00 alla daga vikunnar, en auk þess verður hægt að fá opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir nánara sam- komulagi. Veitingastofan að Kjarvalsstöðum verður jafnframt opin á sama tima. Þar er boðið upp á léttar veitingar. Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíöafundinn fimmtudaginn 26. janúar í Félagsheimilinu, sem hefst kl. 20:30. Skemmtiatriöi og kaffiveitingar. Neskirkja - Starf aldraðra Munið þorramatinn laugardaginn 28. janúar. Vinsamlegast skráið ykkur í dag, þriðjudag, kl. 16:00-18:00 í síma 11144 eöa 16873. BILALEIGA meö utibú allt i knngurri landið, gera þér mögulegt aö leigja bil á einum slaö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis ÚTVARP/SJÓNVARP 0 Rás I FM 92,4/93,5 Miðvikudagur 25. janúar 6.45 Veöurlregnir. Bæn, séra Jónas Gíslason flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið meö Óskari Ingólfssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn Guðni Kolbeinsson byrjar lestur sögu sinnar, „Mömmustrákur". (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfiml Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 íslenskur matur Kynntar gamlar íslenskar mataruppskriftir sem safnað er í samvinnu við hlustendur og samstarfsnefnd um þessa söfnun. Sigrún Björnsdóttir sér um þáttinn. 9.40 Landpósturinn - Frá Austurlandi Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Óskastundin Helga Þ. Stephensen kynnir efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra, bókarkafla, smásögur og Ijóð. Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum milli kl. 17.00 og 18.00. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti). 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn Umsjón: Helga Jóna Sveins- dóttir. (Frá Akureyri) 13.35 Miðdegissagan: „Æfingatími" eftir Edvard Hoem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson les þýðingu sína (15). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Norrænir tónar 14.30 íslenskir einsöngvarar og kórar Kristján Jóhannsson syngur óperuaríur eftir Giuseppe Verdi með Ungversku Ríkishljómsveitinni; Maurizio Barbacini stjórnar. (Af hljómdiski) 15.00 Fréttir. 15.03 Visindaþátturinn Umsjón: Jón Gunnar Grjetarsson. (Endurtekinn þátturfrá mánudags- kvöldi). 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Börn í myndbandagerð Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 „Scheherezade“, sinfónísk svíta eftir Nik- olaí Rimsky-Korsakov Hljómsveitin Fílharm- onía leikur; Vladimir Ashkenazy stjórnar; Chris- topher Warren-Green leikur á fiðlu. (Af hljóm- diski) 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjami Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá Þáttur um menningarmál, meðal annars íslenska málstefnu. Umsjón: Friðrik Rahsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Tónskáldaþingið í París 1968 Sigurður Einarsson kynnir verk samtímatónskálda. 21.00 Að tafli Jón Þ. Þór sér um skákþátt. 21.30 Böm og foreldrar Þáttur um samskipti foreldra og barna og vikið að vexti, þroska og uppeldi. Félagsráðgjafarnir Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir og sálfræðingamir Einar Gylfi Jónsson og Wilhelm Norðfjörð svara spurningum hlustenda. Símsvari opinn allan sólarhringinn, 91-693566. Umsjón: Lilja Guð- mundsdóttir. (Endurtekinn þátturfrásl. miðviku- degi). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma Guðrún Ægisdóttir les 3. sálm. 22.30 Samantekt - Evrópubúinn Umsjón: Guð- rún Eyjólfsdóttir. (Einnig útvarpað á föstudag kl. 15.03). 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhliómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Nasturutvarp a samtengdum rásum tíl morgtms. & FM 91,1 01.10 Vökulögin 7.03 Morgunútvarpið Leifur Hauksson og Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar AlÖertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda- þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi • af því spjallar Hafsteinn Hafliðason við hlust- endur um grænmeti og blómagróður. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Sigríður Ein- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00 og „orð í eyra“ kl. 16.45 og „Þjóðarsál- in“ kl. 18.03. Bréf af landsbyggðinni berst hlustendum á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 íþróttarásin Fjallað um iþróttamál. Umsjón: Iþróttafréttamenn og Georg Magnússon. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur. 01.10 Vökulögin Lög af ýmsu tagi í næturútvarpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 endur- tekinn frá 22. janúar þátturinn „Á fimmta tíman- um“ þar sem Vernharður Linnet kynnir tónlist- armanninn Ulrik Neumann í tali og tónum. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi miðvikudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöng- um kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 25. janúar 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Árný Jó- hannsdóttir. 18.50 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Föðurleifð Franks (14). (Franks Place. Bandarískurgamanmyndaflokkur. Þýðandi Þor- steinn Þórhallsson. 19.55 Ævintýri Tinna. Ferðin til tunglsins (3). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Hugvitinn. Stakir þættir um vísindi, mannlíf og þjóðfélag. í þessum fyrsta þætti er fjallað um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Texti Baldur Hermannsson. Dagskrárgerð Rúnar Gunnars- son. 21.00 Bundinn í báða skó. (Ever Decreasing Circles). Þriðji þáttur. Breskur gamanmynda- flokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk Richard Briers, Penelope Wilton og Peter Egan. Þýðandi Ólafur B. Guðnason. 21.30 Fjörugir frídagar. (Les vacances de M. Hulot). Sígild frönsk gamanmynd frá 1954 eftir Jacques Tati, þar sem hann lýsir á sinn sérstæða hátt raunum piparsveins sem ætlar að eyða sumarleyfi sínu á baðströnd. Aðalhlut- verk Jacques Tati, Nathalie Pascaud, Louis Perrault og Michelle Rolla. 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. 'SOK Miðvikudagur 25. janúar 15.45 Santa Barbara. Bandarískur framhaldsþátt- , ur. NBC._____________________________________ 16.35 Bleiku náttfötin. She’ll be Wearing Pink Pyjamas. Vinátta tekst mað átta konum þar sem þær eru allar á námskeiði í fjallgöngu. Aðalhlut- verk: Julie Walters og Anthony Higgins. Leik- stjóri: Tara Prem og Adrian Hughes. Þýðanid: Eiríkur Brynjólfsson. Film Four 1985. Sýningar- tími 90 mín. 18.05 Ameriski fótboltinn. Sýnt frá leikjum NFL- deildar ameríska boltans. Umsjón: Birgir Þór Bragason. 18.45 Handbolti. Umsjón: Heimir Karlsson. Stöð 2. 19.19 19:19. Fréttir, veður, íþróttir og listir, frétta- skýringar og umfjöllum. Allt í einum pakka. 20.30 Heil og sæl. Um sig meinin grafa. Krabbamein eru fjölskrúðugur flokkur sjukdóma sem eiga sér margar og ólíkar orsakir. í seinni tíð hafa skoðanir skipst á um hversu stór hluti krabba- meina er umhverfisbundinn en ýmsir telja að með réttum lífsvenjum megi fyrirbyggja allt að 85% af öllu krabbameini. Nærri fjórðung allra dauðsfalla hér á landi má rekja til krabbameina og eru þau önnur algengasta dánarorsökin. Forvamir eru okkar sterkasta vopn í baráttunni gegn þessum vágesti. Umsjón: Salvör Nordal. Handrit: Jón óttar Ragnarsson. Dagskrárgerð: Sveinn Sveinsson. Framleiðandi: Plúsfilm. Stöð 2.____________________________________________ 21.20 Undif fölsku flaggi. Charmer. Úrvals bresk- ur framhaldsþáttur. Aðalhlutverk. Nigel Havers, Bernard Hepton, Rosemary Leach og Fiona Fullerton. Leikstjóri: Alan Gibson. Framleiðandi: Nick Elliott. LWT. 22.55 Dagdraumar. Yesterday’s Dreams. Bresk framhaldsmynd í sjö hlutum sem greinir frá tveimur einstaklingum, Diane og Martin, sem eru skilin að skiptum eftir margra ára hjónaband. Aðalhlutverk: Paul Freeman, Judy Loe, Trevor Byfield og Damien Lyne. Leikstjóri: lan Sharp. 22.50 Viðskipti. íslenskur þáttur um viðskipti og efnahagsmál í umsjón Sighvatar Blöndahl og Ólafs H. Jónssonar. Dagskrárgerð: María Mar- íusdóttir. Stöð 2. 23.15 Cal. Mögnuð mynd sem hlotið hefur frá- bæra dóma. Aðalhlutverk: Helen Mirren og John Lynch. Leikstjóri: Pat O’Connor. Fram- leiðendur: Stuart Craig og David Puttnam. Pýðandi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Goldcrest/ Enigma 1984. Sýningartími 100 mín. Alls ekki við hæfi barna. 00.55 Dagskrárlok. Ferðu stundum á hausínn? Hundruð ganganui manna slasast árlega í hálkuslysum Á mannbroddnm, ísklóm eða negldum skóhlifam ertu „svelIkaldai/köUr. Hefanasrktn skóamiðinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.