Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 2
SS4-’ ,'H -S'.tss'isv: Föstudagur 10. febrúar 1989 yrði 280 milljónir 2 Tíminn Nokkrar umræður urðu um alþjóðlegan flugvöll á Egilsstöð- um í neðri cleild Alþingis í gær. Sagði Steingrímur J. Sigfússon samgöngumálaráðherra m.a. að öll umræða um að gerður verði alþjóðlegur flugvöllur á Austur- landi lýsti vanþekkingu, því bæði Egilsstaðaflugvöllur og Akureyr- arflugvöllur væru alþjóðlegir flugvellir. Fram kom í máli ráðherrans að fyrir dyruin stendur að lengja flugbrautina á Egilsstaðaflugvelli í allt að 2700 metra og mun áætiað að það ásamt öðrum fram- kvæmdum er bæta aðstöðu við völlinn, kosti um 280 milljónir króna. Einnig stendur til að hefja ákveðnar framkvæmdir við Ak- ureyrartlugvöll cr miða að því að bæta aðstöðu farþega og auka öryggi. Kostnaður við fram- kvæmdirnar er áætlaður á milli 50 og 60 milljónir. Þingmennirnir Guðmundur H. Garðarsson og Egill Jónsson fluttu þingsályktunartillögu er fól ríkisstjórninni að hefja nú þegar undirbúning að stækkun og breyt- ingum á Egilsstaðaflugvelli þann- ig að hann fullnægði þeim kröfum er gerðar væru til alþjóðaflug- valla. I svari sínu tók Steingrímur J. Sigfússon fram að nauðsynlegt væri að hann tæki flytjendurfyrir- spurnarinnar í kennslustund um ástand flugvalla á fslandi. Benti ráðherrann á að samkvæmt hand- bók íslenskra flugmanna væri al- þjóðlegur flugvöllur á Egilsstöð- um nú þegar. Orðrétt sagði Steingrímur „að sér leiddist hvað ntenn hefðu lengi röflað urn þessa hluti á þess að nenna að afla sér upplýsinga um þá,“ og hvatti hann þá Egil og Guðmund H. til að gera það. Jón Kristjánsson alþingismað- ur lýsti sig samþvkkan cfni þings- ályktunartillögunnar og taldi nauðsynlegt að haldið yrði áfram þeim framkvæmdum er nú væru þegar hafnar við Egilsstaðaflug- völl. Nefndi hann sérstaklega bættan snjóhreinsibúnað, bættar brunavarnir, lengingu flugbraut- arinnar og nauðsyn þess að gera flugvöllinn að tolihöfn. - ág Stefnt aö lengingu flugbraut- arinnar á Egilsstööum ásamt öörum verkefnum viö völlinn: Asahláka var í höfuðborginni sem víðar í gær og safnaðist víða vatnsflaumur á göturnar. Tímamynd Pjetur. Verulegar rafmagnstruflanir suðvestanlands vegna illviðris: Of há spenna olli skemmdum í tölvum Talsverðar rafmagnstruflanir urðu í óveðrinu sem gekk yfir í fyrrinótt og fór rafmagn af álverinu í Straumsvík að hluta, áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og málmblendiverksmiðj- unni á Grundartanga. Við að verksmiðjurnar duttu út hækkaði spenna annars staðar á rafkerfinu, meðal annars í Reykja- vík og olli það skemmdum á vélbún- aði Skýrsluvéla ríkisins og undir kvöld í gærkvöldi var ekki búið að gera við hann að fullu. „Það varð truflun á spennunni í nótt. Við reiknum fastlega með því að við höfum fengið toppinn. Þegar við reyndum að gangsetja tækin aftur þá tókst það ekki og margt virðist benda til þess að þessi toppur hafi valdið bilun í stýringu á diski og hún veldur okkur enn vandræðum,“ sagði Jón Þór Þórhallsson forstjóri Skýrsluvéla ríkisins. Jón Þór sagði að spennuhækkunin hefði þegar valdið alvarlegum trufl- unum. Um 2500 aðilar væru tengdir SKÝRR og tengsl við þá hcfðu rofnað. Meðal þeirra væru tollstjóra- embættið, fógetaembættin, Gjald- heimtan og fleiri. Lán í óláni væri að ekki hefði verið neinn stór gjalddagi í gær en engu að síður hefði skapast alvarlegt ástand. Jón Þór sagði að oft hefði komið fyrir áður að rafmagn færi af en vandræðaástand hefði ekki skapast. Spennuhækkunin hefði or- sakað slæma bilun sem erfiðlega gengi að finna og gera við. Vélbúnaðurinn sem bilaði í fyrri- nótt er frá IBM og tæknimenn IBM hófu leit að biluninni strax eftir að rafmagnið var komið í lag snemma í gærmorgun og höfðu ekki komist fyrir hana þegar Tíminn fór í prent- un í gærkvöldi. Hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur laust saman í veðurofsanum há- spennuvírum í Korpúlfsstaðalínu, Æsustaðalínu í Mosfellsdal sem þjónar hitaveitu Reykjavíkur meðal annars og í Gustlínu sem liggur um Hnoðraholtið og þjónar einkum Garðabæ. Að sögn Björns J. Haraldssonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur má búast við að Ioftlínur sláist saman þegar veður verða jafnill og var í fyrrinótt. í aðveitustöðvunum er öryggisbúnaður sem slær straumnum frá þegar þetta gerist til að varna því að línurnar hreinlega bráðni í sundur. Björn sagði að við það að rafmagn fór af verksmiðjunum þrem sem allar nota gríðarlega mikið rafmagn, hafi spennan á kerfinu hækkað unt 10-11% fram yfir það sem hún er venjulega. Hann sagðist þó ekki hafa heyrt um skemntdir á vélum eða tækjum umfram það sent talað var um hjá SKÝRR. Björn sagði að eðlileg spenna værí 220 volt og að leitast væri við að halda henni sem stöðugastri þar en eðlileg fráviksmörk væru talin plús eða mínus 5%. f dag er spáð kólnandi veðri. Djúp lægð er vestur af landinu á norður- leið og búast má við hvassviðri og rigningu eða skúrum um mest allt land. 1 kvöld snýst hann í vestanátt með hvössum éljum og hiti um frostmark. f dag er stórstreymt, loftþrýsting- ur er lágur og búast má við hvassri vestanátt. Tíminn spurði Sigurð Skarphéðinsson aðstoðargatnamála- stjóra hvort búast mætti við flóðunt ogvandræðum,t.d. ígamlamiðbæn- um sem stendur lágt. Hann sagði að áður fyrr hefði holræsakerfi miðbæjarins verið tengt út í Lækinn sem Lækjargata er kennd við. Áður en Lækurinn tengd- ist nýju dælustöðinni við Ingólfsgarð gætti sjávarfalla í Læknum og fyrir kom við skilyrði eins og voru í gær og í dag, að sjór kæmi upp úr niðurföllum í kjöllurum, en það væri nú úr sögunni. Með nýju dælustöðvunum hefði verið skorið á tengsl sjávar og sjávar- falla við holræsakerfið. Við skilyrði eins og nú gæti auðvitað gengið sjór upp á land en menn sæju ekki fyrir nein stórvægileg vandræði, síður en svo. -sá Kvenfélagið Vorhvöt telur líkur á matarskatti á blýanta: Blýantsnagarar í bráðri hættu Kvenfélagið Vorhvöt ræddi hugsanlegar álögur matarskatts á blýanta á l'undi félagsins nýverið. í fréttabréfi kvenfélagsins er inælst til að úttekt verði gerð á heildarneyslu blýanta og heilsu- farslegar afleiðingar neyslunnar huglciddar. Bent er á að blýantar séu trefja- ríkir og gætu því í fljótu bragði virst góðir fyrir meltinguna. Sá bögguil fylgir þó skammrifi að óhófleg neysla, átta klukkustundir á dag, viku cftir viku, árið um kring leiðir að lokuiti til doða og sinnuleysis. Einnig er minnst á annan ieiðan fylgifisk blýantsnags, það er að segja blýeitrun. Helstu einkenni eru sögð vera blámi kring um munn auk heila- og tauga- skemmda. Kvenfélagið segir að engum þurfi að blandast hugur um hverjar afleiðingar það hefði fyrir þjóðarbúið ef starfsmenn heístu lykilstofnana landsins yrðu blýeitr- un að bráð og nefnir að ef til vill hafi þjóðin þegar orðið að gjalda þessarar eitrunar. jkb Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings samþykkir að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra megi ekki tala um þingsköp: Þingritarinn leiddi þingforseta í villu Síðastliðinn miðvikudag fór fram í sameinuðu þingi, umræða um þing- sköp sem var að mörgu leyti fróðleg. Ekki hvað síst fyrir þá sök að forseti sameinaðs Alþingis varð uppvís að því að kunna ekki reglur um þing- sköp Aiþingis. Eins og áður hefur verið greint frá í Tímanum var hálftímalöng um- ræða utan dagskrár á miðvikudaginn um ummæli fjármálaráðherra varð- andi vinnubrögð og blýantanag í Seðlabankanum. Sá tími dugði þing- mönnum ekki og þess vegna var gripið til þess ráðs, sem oft er gert á þingi að taka til máls um þingsköp og tala um allt annað en þingsköp. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra leiddi umræðurnar og tal- aði fyrstur. Á eftir honum kom upp Hreggviður Jónsson ritari í samein- uðu þingi og alþingismaður Borgara- flokksins og lýsti því yfir að Ólafur hefði ekki mátt ræða um fundarregl- ur Alþingis þar sem hann væri ekki kjörinn alþingismaður. Þingforseti Guðrún Helgadóttir tók undir þetta og sagðist ekki hafa áttað sig á þessum mistökum fyrr en Ólafur Grímsson var byrjaður að tala úr púltinu. Hið rétta í þessu máli er hins vegar að sem ráðherra hefur Ólafur ; Grímsson sama rétt og alþingismenn til að tjá sig í deildum þingsins og jafnvel öllu meiri rétt en þeir; reglur um fundarsköp á Alþingi gera ráð- herrum heimilt að koma oftar í púlt en óbreyttum þingmönnum. - ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.