Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 10. febrúar 1989 KENNARA- HÁSKÓU ÍSIANDS STAKKAHLÍÐ - 105 REYKJAVÍK FRÁ KENNARAHÁSKÓLA ÍSLANDS B.A.-nám í sérkennslufræðum Kennaraháskóli íslands býöur upp á eftirfarandi nám í sérkennslufræðum sem hefst aö hausti 1989: B.A.-nám í sérkennslufræðum, fyrri hluti. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. B.A.-nám í sérkennslufræðum, síðari hluti. Þetta er fullt nám og tekur eitt ár. Umsóknarfrestur er tii 1. mars 1989. Frekari upplýsingar og umsóknareyöublöö fást í Kennaraháskóla íslands. Rektor fn ^|r Lóðaúthlutun Til úthlutunar eru 83 lóðir fyrir einbýlishús og lóðir fyrir 30 parhús norðan Lokinhamra í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í júlí 1989. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu borg- arverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyðublöð og skipulagsskilmálar. Tekið verður við lóðarumsóknum frá og með mánudeginum 13. febrúar 1989 á skrifstofu borg- arverkfræðings. Athygli er vakin á því, að endur- nýja þarf eldri lóðarumsóknir. Borgarstjórinn í Reykjavík. Lögtök Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum, skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-12. greiðslutímabil 1988 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1988 til janúar 1989. Reykjavík, 7. febrúar 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Skip til sölu Til sölu er r/s Dröfn RE 135. Skipið er 75 brl. eikarbátur smíðaður árið 1961 á ísafirði, með 500 hestafla vél af gerðinni Caterpillar. Skipið selst án veiðiheimilda og er til sýnis í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar eru veittar í Sjávarútvegsráðu- neytinu, Skúlagötu 4, sími 91-609670. Tilboðum óskast skilað til ráðuneytisins fyrir 7. mars 1989. Sjávarútvegsráðuneytið, 7. febrúar 1989 Utanríkismálanefnd Alþingis mun fylgjast náið með þróun markaðsmála og framvindu vísindaáætlunar Alþjóða hvalveiðiráðsins: ENGIN STEFNU- BREYTING í VÍSINDAÁÆTLUN Utanríkismálanefnd Al- þingis kallaði á sinn fund í vikunni utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra, auk nokkurra sérfræðinga, til að kynna sér stöðu mála varð- andi nýlega tapaða viðskipta- samninga við fyrirtæki í V- Þýskalandi og stöðu vísinda- rannsókna á hvalastofnum. Að sögn Jóhanns Einvarðssonar, formanns utanríkisnefndar, hefur ekki verið kannað hvort samhengi sé á milli riftunar sölusamninga Sölu- miðstöðvar lagmetis við verslunar- keðjuna Aldi og þeirrar staðreyndar að sendingum hefur verið skilað vegna galla. „Málið hlýtur þó alltaf að snúast um þá staðreynd að með riftun samninganna hefur atvinnuör- yggi og framleiðslufyrirtækjum hér heima verið teflt í hættu,“ sagði Jóhann. Sagði hann að þrátt fyrir áföll væri engin stefnubreyting vænt- anleg næstu mánuði á framkvæmd vísindaáætlunar og þar með hval- veiðiþáttarins. Jóhann Einvarðsson sagði að ekki hafi verið ætlunin að taka neina ákvörðun á þessum fundi, en það sé vilji nefndarmanna að fylgjast náið með þróun þessara mála næstu mán- Jóhann Einvarðsson, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. uði. Þá hafi komið fram greinileg skilaboð frá nefndarmönnum til við- komandi ráðuneyta að nauðsynlegt sé að efla upplýsingastarfsemi um vísindaáætlunina og þá ekki síst hér á landi, þar sem ekki virtist vera ríkjandi almennur skilningur á því að hvalveiðum í atvinnuskyni hefur verið hætt fyrir nokkrum árum. Einnig væri greinlegt af umfjöllun flestra fjölmiðla að ekki væri leitast við að kanna nægilega í hverju vandræði söluaðila eins og Sölu- stofnunar lagmetis felast þegar rift- unarmálin hafa borið á góma. Utanríkismálanefnd mun á næstu mánuðum fylgjast mjög náið með þróun mála á þessum vettvangj. Að sögn Jóhanns eru sérfræðingar sjáv- arútvegsráðuneytis og fulltrúar hvalarannsóknardeildar Hafrann- sóknarstonunar í óða önn að undir- búa vorfund vísindanefndar Alþjóð- lega hvalveiðiráðsins. Þar verða bor- •in saman þau gögn sem aðildarþjóð- unum hefur tekist að afla um hvala- stofnana. Búast má við að m.a. verði lagðar fram bráðabirgðatölur f hvalatalningum, en þær eru fcrsenda þess að hægt sé að áætla stofnastærð hvalategundanna. „Þessar nýjustu uppákomur hafa ekki bara þrýst á viðbrögð gagnvart útlendingum, heldur gagnvart þeim vanda sem hlýtur að skapast í fyrir- tækjum hér heima og hjá sveitarfé- lögum. Það sem ég held að hafi skinið mjög skýrt í gegn á fundinum í gær (þriðjudag) var þörfin á auk- inni kynningu á þessu máli sem heild og þá ekki hvað síst hér innanlands," sagði Jóhann Einvarðsson. KB Hæstiréttur þyngir dóm í fjársvikamáli: 18 mán. fangelsi Hæstiréttur hefur dæmt Val Magnússon fyrrum fasteignasala í 18 mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Dómur undirréttar hljóðaði upp á 15 mánaða fangelsi. Valur hafði með sviksamlegum hætti haft 7.5 milljónir króna á núvirði af fólki sem hann átti viðskipti við gegnum fasteignasöluna Skálafell sem hann rak á sínum tíma. Valur hafði fé af viðskiptavinum sínum með því að kaupa fasteignir og selja þær jafnharðan aftur, án þess að standa við greiðsluskyldur sínar við fyrri seljendur. A rúmlega þriggja mánaða tímabili, frá mars til júní 1982, festi hann kaup á fimm fasteignum í Reykjavík, seldi þær jafnóðum og hagnýtti sér verulegan hluta söluandvirðisins til persónu- legra nota og til greiðslu á eldri fjárskuldbindingum. Að lokum átti Valur ekki fyrir skuldum sínum og var úrskurðaður gjaldþrota í apríl- mánuði 1983. Valur bar því við að hann hafi ætlað að bjarga eigin fjárhag með þessum sviksamlegu Nú stendur yfir bókamarkaður Bókvörðunnar í Bókaverslun Snæ- bjarnar. Þar verða allar bækur seldar á annað hvort fimmtíu eða hundrað krónur. Á markaðinum verða til sölu á milli sex og sjö þúsund bókatitlar, allt frá ævisögum til orðabóka, hand- viðskiptum. í dómi Hæstaréttar segir að sak- borningi hafi ekki getað dulist, að með því að verja fé því sem hann fékk fyrir endursölu fasteignanna til annars en greiðslu kaupverðs þeirra stefndi hann hagsmunum viðsemj- enda sinna í verulega hættu, enda hafi komið á daginn að hann var ófær um að standa skil á skuldbind- ingum sínum. í dóminum segir jafn- framt að brot ákærða sé stórfellt, hann hafi haft atvinnu af fasteigna- viðskiptum og þá kunnáttu sína hafi hann notfært sér við brotin. Á þess- ari forsendu var dómurinn þyngdur um þrjá mánuði. bækur, tímarit og margt fleira. Þær innbundnu kosta hundrað hinar fimmtíu. Seldar verða bækur allt frá síðustu öld til okkar daga. Á hverjum degi verður bætt bókum og blöðum á markaðinn en hann mun standa yfir í tíu til tólf daga. jkb Engar bótakröfur voru gerðar í þessu máli, hins vegar voru gerðar kröfur í þrotabú Vals er hann varð gjaldþrota en aðeins hluti krafnanna fékkst greiddur. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur sá tími er Valur sat í gæslu- varðhaldi 1983, eða tvær vikur. Hann var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, málsvarnarlaun og áfrýjunarkostnað, þar eru meðtalin 75 þúsund króna saksóknaralaun og sama upphæð fyrir málsvarnarlaun verjandans. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Haraldur Henrysson, Hrafn Braga- son, Þór Vilhjálmsson og Arnljótur Björnsson sem var settur hæstarétt- ardómari. SSH Leiðrétting Leiðrétting á skýringu á mynd frá setningu Alþingishátíðar 1930. Það sem átti að standa undir myndinni er þetta: „Tryggvi Þórhallsson flytur setn- ingarræðu á Alþingishátíð 1930 í Almannagjá.“ Til gamans skal þetta rifjað upp: 1. Setning hátíðarinnar. Tryggvi Þórhallsson. 2. Kristján konungur 10. setti síðan þingið og talaði íslensku. 3. Þar næst flutti Ásgeir Ásgeirs- son, forseti Sameinaðs þings, há- tíðarræðu. Að kvöldi þriðja dags sleit forsætisráðherra (Tr.Þ.) hátíðinni. Staðlað bókaverð á bókamarkaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.