Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.02.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. febrúar 1989 Tíminn 3 Efnahagsráðstafanir sliga Ríkisspítalana: Dráttarvextir jafnháir kröfunni um niðurskurð Ef Ríkisspítölunum væri gert kieift að standa skil á sínum skuldum á réttum tíma færi það langleiðina í að samsvara þeim niðurskurði sem nú er krafist af þeim í efnahagsráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar. í efnahagsráðstöfunum er gert ráð fyrir niðurskurði launaútgjalda ríkisins um 4%. Hvað Ríkisspítalana varðar var í fjárlögunum boðaður niðurskurður upp á 1,5%, með efnahagsráðstöfunum bætist við niðurskurður upp á 2,5% sem samsvarar 80 milljónum króna. I þessu sambandi er athyglisvert að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri greiddi Skrifstofa Ríkisspítalanna 60 milljónir í dráttarvexti á síðastliðnu ári, þar af fóru 40 milljónir til Lyfjaverslunar ríkisins. Afgangur- inn, um 20 milljónir voru greiddar út fyrir opinbera geiranq. Vaxta- greiðslur Ríkisspítalanna á árinu 1987 voru 49 milljónir *þannig að gera má ráð fyrir að vaxtagreiðslur þessa árs samsvari þeim niðurskurði sem nú er boðaður. Þessi skringilega aðstaða Ríkis- spítalanna er til komin vegna þess að þeir veita ýmsum stofnunum og öðrum spítölum þjónustu sem þessir aðilar eiga síðan í erfiðleikum með að greiða fyrir. Áætlaðir dráttarvext- ir sem þessir aðilar skulda Ríkisspít- ölunum er um 25 milljónir, þar af skulda Sjúkrasamlag Reykjavíkur og Tryggingastofnun ríkisins 16 milljónir. Nú hefur heyrst að þessi vaxtaskuld við Ríkisspítalana verði felld niður en Ríkisspítölunum er gert að greiða sínar vaxtaskuldir að fullu. Þess ber að geta að í fjárveit- ingu til Ríkisspítalanna er að ein- hverju leyti gert ráð fyrir hluta af vaxtagreiðslunum. Að sögn Péturs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs Ríkisspítalanna, hafa Ríkisspítal- arnir ekki gengið jafn hart fram í að bókfæra vexti eins og Lyfjaverslunin hefur gert gagnvart Ríkisspítölun- um. „Lyfjaverslunin greiðir lægri vexti af sínum skuldum gagnvart ríkissjóði en hún rukkar okkur um þanmg að með þessu er Lyfjaversl- unin farin að gera út á sjóðina. Ríkið er þarna að veita peningum til Lyfja- verslunarinnar í gegnum okkur.“ Niðurskurðurinn Með hvaða hætti niðurskurður heilbrigðisstofnana verður liggur ekki Ijóst fyrir. f fljótu bragði virðast aðeins tvær leiðir vera færar til niðurskurðar, að loka einhverjum deildum á sjúkrahúsunum og fækka starfsfólki. Næstkomandi þriðjudag hefur ÍllSf^SES* r«i?ir Landspítalinn í Reykjavík. heilbrigðisráðherra boðað forráða- menn heilbrigðisstofnana á sinn fund þar sem þessi mál verða rædd. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Skrifstofu Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Tímann að þessa dagana væri verið að athuga með hvaða hætti væri hægt að ná fram þessum niðurskurði. „Mér sýnist að um verði að ræða framhald á þeim ráðstöfunum sem við höfum haft í gangi undanfarin ár. P.e.a.s. enn meira aðhald en við höfum beitt og jafnvel lokanir deilda í enn meira mæli en hefur tíðkast.“ Davíð sagðist gera ráð fyrir að á fundinum næstkomandi þriðjudag myndi ráðherra fyrst og fremst kynna hvernig ríkisstjórnin ætlaðist til að þessi niðurskurður yrði frant- kvæmdur. „Ég geri ekki ráð fyrir að við verðum tilbúnir með nákvæma útfærslu á því hvernig við förum að þessu. Það verður að koma í ljós í framhaldi af þessum fundi með ráð- herra.“ SSH Vegna hlýinda og rigningar myndaðist mikill vatnselgur á götum Reykjavíkur í gær. Það reyndi ekki aðeins á hæfni bílstjóranna, gangandi vegfarendur lentu margir í því að þurfa að forða sér á hlaupum frá því að fá á sig vatnsgusurnar sem gengu undan bQunum. Tímamynd: Pjetur Fiskum hefur rignt víðar en í Ástralíu: Síld „flaug“ áland1930 Sá atburður átti sér stað á bænum Gerðum ■ Bjarneyjum á Breiðafírði um haustið 1930 að síld rigndi niður á bæjarhlaðið. Tilefni þess að Tím- inn rifjar þennan atburð upp núna er frétt sem birtist í blaðinu í fyrradag um að sardínum hefði rignt niður í Ipswich í Ástralíu þár sem 50 km eru til næstu strandar. Eyjólfur Stefánsson sem nú er búsettur í Reykjavík bjó á Gerðum er þessi atburður átti sér stað, en þá var hann 12 ára gamall. Tíminn hafði samband við Eyjólf og bað hann um að rifja upp þennan atburð. „Eftir því sem ég man best var vest-norð-vestan stórstormur og gekk á með miklum sviptivindum. Eitt sinn er við komum út lá svoköll- uð kópsíld á víð og dreif á bæjarhlað- inu og var þetta þó nokkuð mikið. Það var talið að síldin hafi verið efst í sjónum þegar rokhnútar rifu fisk- ana upp úr sjónum." Síldin barst í loftinu nokkra tugi metra og féll svo niður á bæjarhlaðið. Síldin var ekki nýtt til matar. Eyjólfur bætti við: „Ég má til með að segja þér frá því að þegar þessi frétt kom í Speglinum á sínum tíma var sagt svona í gríni að kópsíld væri síld á fermingaraldri.“ Þess má geta að kópsíld er í rauninni smásíld sem einnig er oft nefnd blaðsíld. Eyjólfur sagðist ekki minnast þess að hafa heyrt um atburði líka þessum en rokhnútar af þessu tagi mynduð- ust oft á þessum slóðum í tiltekinni vindátt þegar hásjóað væri og stór- streymt. Bjarneyjar, þar sem þessi atburð- ur átti sér stað, eru sem fyrr segir á Breiðafirði og teljast til Flateyjar- hrepps. Svipaðar skýringar hafa verið gefnar á atburðinum í Ástralíu er sardínum rigndi í þó nokkru magni yfir bæjarbúa í Ipswich. Þau ósköp gengu yfir í kjölfar stórviðris. Vís- indamenn telja að mikið uppstreymi sem fylgdi stormi sem gekk yfir hafi sogað sardínutorfu sem synti við yfirborð sjávar upp úr sjónum og upp í regnský sem fylgt hafi lægðar- draginu inn yfir meginland Ástralíu. Þegar regnskýið var komið yfir Ips- wich minnkaði uppstreymið þannig að sardínurnar féllu ásamt regndrop- unum yfir bæjarbúa. Að lokum má svo geta þess að í Eyrbyggju er getið um svokölluð Fróðárundur en þá á blóði að hafa rignt yfir Fróðá. Líkur eru taldar á því að þar hafi verið á ferðinni rauðáta sem stormur hreif upp af yfirborði sjávar sem síðan rigndi yfir Fróðá eins og blóð væri. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.