Tíminn - 28.02.1989, Page 4

Tíminn - 28.02.1989, Page 4
4 Tíminn Þriðjudagur 28. febrúar 1989 Styrkir tii háskólanáms í Portúgal, Tyrklandi og Austurríki Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1989-90. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknareyðublöð fást í sendiráði Portúgals í Osló, utanáskrift: Ambassade du Portugal, Josefines gate 37, 0351 Oslo 3, Norge, og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní n.k. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í sömu löndum styrk til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1989-90. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Osló (Halvdan Svartes gate 5, 0268 Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 31. maí n.k. Einnig bjóða austurísk stjórnvöld fram nokkra styrki í ofangreindum löndum til háskólanáms í Austurríki næsta skólaár. Eyðublöð og nánari upplýsingar fást í austurríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn (Grönning- en 5, 1270 Köbenhavn K) og þangað þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15. mars n.k.. Allir ofantaldir styrkir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1989. Norrænir starfs- men ntu narsty rki r Menntamálaráöuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1989-90 nokkra styrki handa íslendingum til náms viö fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskóla- kennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á islandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finnlandi 19.800 mörk, í Noregi 20.400 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir, skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k., og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1989. í myrkri gildir að sjást. Notaöu endurskinsmerki! yUMFERÐAR RAÐ 37. þing Norðurlandaráös sett í gær: Tekist verður áumum- hverfismál og innri markað Þing Norðuriandaráðs, hið 37 í röðinni, var sett í Stokkhólmi í gær. Að sögn Páls Péturssonar sem er einn af fulltrúum íslands í ráðinu munu umhverfismál og efnahagsleg samskipti Norðurlandanna við önnur ríki Vestur-Evrópu verða fyrirferðarmestu mál þingsins. Viðbrögð við sameigin- legum markaði EB og ágreiningur um áherslur í umhverfis- málum eru mál sem ekki eru útrædd innan ráðsins. Norðurlandaráð hélt aukaþing um umhverfismál í Helsingör s.l. haust. Miðflokkar Norðurlandanna sem áttu hugmyndina að aukaþingi þessu og ætluðu að krefja ráðherranefnd Norðurlandaráðs um nýja og mun strangari umhverfismálaáætlun. Er áætlunin frá ráðherranefnd Norðurlandaráðs var lögð fyrir aukaþingið, fannst fulltrúum mið- flokkanna ekki nógu langt gengið og að hér væri einungis um að ræða löggildingu á aðstæðum eins og þær gerðust verstar í hverju landi fyrir sig. Pað land er hafði vægustu reglur fékk að móta þann þátt umhverfis- málaáætlunarinnar. í reglum um meðferð kjarnorkuúrgangs var farið eftir tillögum Svía, tillögur Dana voru hafðar til hliðsjónar þegar ályktað var um úrgangsefni frá land- búnaði o.s.frv. Mikill ágreiningur reis upp á þinginu en sósíaldemó- kratar cr báru ábyrgð á tillögunni og höfðu meirihluta ráðherranna, gengu mjög hart fram í að fá hana samþykkta. Það gekk eftir, en þó með mjög naumum meirihluta. Páll kvaðst gera ráð fyrir að í framhaldi af þeim deilum er spunn- ust á aukaþinginu verði miklar unt- ræður um umhvcrfismál á 37. þingi Norðurlandaráðs og inn í þær kynnu að blandast deilur Norðmanna og Svía um selveiðar. Dagana 16.-18. október inun Norðurlandaráð gangast fyrir þing- mannaráðstefnu um mengun hafsins og verður sú ráðstefna haldin í Kaupmannahöfn. Þangað verður boðið sendinefndum frá þjóðþingum Norðurlandanna auk, fulltrúa frá Bretlandi, Hollandi, Belgíu, V- Þýskalandi, Tékkóslóvakíu, Pól- landi, Sovétríkjunum og fleirum. Þar verður rædd mengun hafanna á þessu svæði og hvað er til úrbóta í þeim efnum. Svipuð ráðstefna var haldin að frumkvæði Norðurlanda- ráðs um loftmengum er berst yfir landamæri haustið 1986 og þótti takast vel. Danir fulltrúar Efnahagsbandalagsins Annað mál er kemur til með að verða áberandi á 37. þingi Norður- landaráðs verður samskipti Norður- landanna og annarra hluta Vestur- Evrópu. Eins og kunnugt er hefur Efnahagsbandalagið uppi mikil áform um innri markað í bandalag- inu og hefir gert áætlanir um mjög nána efnahagslega samvinnu, er koma mun til framkvæmda 1992. EFTA-ríkin þurfa á einhvern hátt að bregðast við þessu. Að sögn Páls er ekki Ijóst á hvern hátt það verður og um það verði menn að ræða á þinginu. Danmörk er aðili að EB og íjóst er að danskir stjórnmálamenn munu leita eftir því að fá fleiri Norðurlönd inn í það samstarf. Páll sagðist ekki trúaður á að EFTA-ríkin væru ginnkeypt fyrir því að ganga til liðs við EB. Innan Efnahagsbandalagsins væri nú þegar mikil samvinna á sviði hermála og innan EB-ríkjanna sem öll væru aðilar að NATO, væri ekki áhugi fyrir að fá hlutlaus ríki inn í banda- lagið, er mundu setja alla þeirra varnarmálastefnu úr skorðum. Afstaðan til EB mun verða mikið Páll Pétursson aþingismaður og full- trúi í Norðurlandaráði. umræðuefni á 37. þingi Norður- landaráðs. Á vegum ráðsins hefur verið starfandi nefnd er falið hefur verið að koma með tillögur um hvernig Norðurlandaráð eigi að bregðast við sameiginlegum markaði EB á alþjóðavettvangi. í nefndinni eru tveir fulltrúar frá hverju Norður- landanna og eru þeir Ólafur G. Einarsson og Páll Pétursson fulltrúar íslands. Nefndin hefur skilað áliti sem tekið verður fyrir á þinginu í næstu viku. Páll sagði það mjög mikilvægt fyrir íslendinga að lokast ekki inni í Efnahagsbandalaginu. Þó við teng- jumst ekki bandalaginu þurfum við ekki að vera á flæðiskeri stödd, því hægt sé að leita eftir auknum við- skiptum utan Evrópu. - ág Staða kvenna á atvinnumarkaðinum: AUKIN ÞATTTAKA, MUN UEGRILAUN INNLAUSNARVEFB VAXTAMBA VERÐTRYGGÐRA SPARISKfRTEINA RlKISSJÓÐS (2.FL.B1985 Hinn 10. mars 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: __________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3,124,30_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. september 1988 til 10. mars 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2346 hinn 1. mars 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1989. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist gríðarlega á undanförnum áratugum, þrátt fyrir það eru tekjur kvenna mun lægri en karla. Lítið hefur dregið saman með konum og körlum hvað tekjur varðar og eru meðalatvinnutekjur kvenna í öllum atvinnu- og starfsgreinum einungis rúm 60% af meðaltekjum karla. Á aldrinum 35 til 50 ára, en þá ná meðaltekjur beggja kynja hámarki, er hlutl'all kvenna af tekjum karla lægst, allt niður í 45%. Á árinu 1986 voru konur rúm 38% fullvinnandi launþega en báru aðeins úr býtum tæp 28% heildaratvinnutekna sama hóps. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu Þjóðhagsstofnunar um tekj- ur karla og kvenna, sem er fyrsta hefti í útgáfu nýrrar ritraðar, þar sem birtar verða niðurstöður ýmissa athugana, sem ekki falla undir nú- verandi ritraðir stofnunarinnar. í skýrslunni er að finna fleiri merkar upplýsingar. - Árið 1960 voru 60% ógiftra kvenna á vinnu- markaði en einungis 20% giftra. Árið 1986 var atvinnuþátttaka ógiftra kvenna orðin um 79% og .84% meðal giftra og þar miðað við allar konur 15 ára og eldri. Á því ári voru 81.8% íslenskra kvenna á vinnumarkaðinum og er það nokkru hærra en gerist á Norðurlöndunum og allmiklu hærra en gerist í Bret- landi. Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi. Tæp 60% kvenna voru í hluta- störfum á árinu 1986 en einungis tæp 30% karla. Konum í fullu starfi hefur þó fjölgað allnokkuð á tímabil- inu 1980-86. Þá er athyglisvert að lítið virðist draga úr atvinnuþátttöku kvenna á barneignaaldri. Hvað varðar skiptingu karla og kvenna á hin ýmsu störf, kemur í ljós að flestar atvinnu- og starfs- greinar má greina í kvenna- og karlagreinar og er mikill launamun- ur á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa. Konur eru í yfirgnæf- andi meirihluta í þjónustustörfum. Má þar meðal annars nefna störf á sjúkrahúsum, elli- og barnaheimil- um, við ræstingu og verslunarstörf. Karlar eru hinsvegar nær einráðir í hópi sjómanna, iðnaðarmanna og stjórnenda af ýmsu tagi. Ef litið er á einstakar atvinnu- og starfsstéttir, kemur f ljós að minnst- ur munur er á meðaltekjum fullvinn- andi kvenna og karía á meðal kennara og skólstjóra og ófaglærðs verkafólks. Mest hallar á konurnar meðal bankamanna og í hópi starfs- fólks sjúkrahúsa, elli- og barnaheim- ila, eru þó læknar og sérfræðingar undanskildir. Þá eru konur sem starfa sem forstjórar aðeins rétt rúmlega hálfdrættingar á við karl- menn með það starfsheiti. í skýrslunni er tekið fram að þó tekið sé tillit til mislangs vinnutíma karla og kvenna þá standi eftir talsverður óskýrður munur á tekjum karla og kvenna. SSH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.