Tíminn - 28.02.1989, Síða 5

Tíminn - 28.02.1989, Síða 5
Þriðjudagur 28. febrúar 1989 Tíminn 5 Formenn innan ASÍ: Samþykkt að hafa víðtækt samflot Formenn félaga innan ASÍ hafa sarnþykkt að hafa samflot í komandi kjarasamningum við ríkisstjórn og atvinnurekend- ur. Einnig er komin fram sameiginleg áhersla á nokkur Ivkilatriði. Þessi sömu grundvallaratriði eru að ná aftur þeim kaupmætti sem bestur varð eftir kjarasamninga í fyrra og tryggja kaupmátt t.d. með rauðum strikum. Einnigerlögðsameiginlegáhersla Ásmundur Stefánsson, formaður á nokkur félagsleg atriði, sem varða Alþýðusambands íslands, sagði í lífeyrismál, veikindarétt og að viðtali við Tímann í gær að það væri tryggja að hægt verði að flytja með sér áunnin réttindi þegar skipt er um vinnu. Auk þess ber einnig á vilja til að herða á um aðgerðir í atvinnumál- um, sem lúti bæði að því að tryggja atvinnu til skamms tíma og að tryggt verði öflugt atvinnulíf í framtíðinni. komin fram greinileg sameiginleg áhersla á þessi atriði. Þetta hafi komið fram í miðstjórn ASÍ og hjá flestum félögum innan sambandsins. „Það er alveg greinilega orðinn til sameiginlegur grundvöllur í nokkr- um málum og tel ég líklegt að það eigi eftir að koma betur fram á næstunni," sagði Ásmundur. Samþykktin um samflotið felur í sér að formenn landssambanda og svæðissambanda myndi sameigin- lega viðræðunefnd til að ræða bæði við ríkisstjórn og atvinnurekendur. Þessari viðræðunefnd er ætlað að starfa út frá hugmyndum miðstjórn- ar samkvæmt þeirri stefnumörkun sem fram hefur komið og enn er að mótast. Einnig er nefndinni ætlað að leita eftir samstarfi við BSRB og önnur heildarsamtök launafólks varðandi viðræður við stjórnvöld. KB „Byssumaður" j I í Geirsbúð Þrennt í gæsluvaröhald: Umtalsvert kókaínsmygl Tvær konur og einn karl hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað umtals- verðu magni af kókaíni inn til landsins frá Bandaríkjunum, fyrir ekki löngu síðan. Að svo komnu máli er ekki hægt að segja til um hversu mikið magn er að ræða, en þetta mál mun vera með stærri kókaínsmyglmálum sem upp hefur komist um hér á landi. Á sl. fimmtudag var kona úr- skurðuð i 10 daga gæsluvarðhald og á laugardag var önnur kona úrskurðuð í 10 daga varðhald og karl í 20 daga gæsluvaröhald í tengslum við þessa rannsókn. Þau hafa ekki áður komið við sögu lögreglunnar vegna slíkra mála. Að sögn Arnars Jenssonar hjá fíkniefnadeild Reykjavíkurlög- reglunnar var málið að hluta til unnið í samvinnu við rannsóknar- lögregluna á Akureyri og lögregl- una á Húsavík, en einn af þeim sem tengist málinu er búsettur í Mývatnssveit, en hitt fólkið í Reykjavík. Enginn reyndist beint tengdur málinu á Akureyri, en verið er að afla upplýsinga og yfirheyra vitni. Amar vildi ekki segja hvort fleiri væm grunaðir í málinu. Kókaínmálið sem upp komst fyrir skömmu er alveg ótengt þessu máli. Kókaínið sem þá var reynt að smygla var um 50 grömm og kom einnig frá Bandaríkjunum. Það smyglmál sem nú er til rannsóknar er ívið stærra. -ABÓ Gestum veitingastaðarins Geirs- búð við Vesturgötu brá í brún á föstudagskvöld þegar maður nokkur, sem var á staðnum, tók upp byssu og fór að hlaða hana. „Það var um miðnætti, sem maður kemur inn á veitingastaðinn, dregur upp byssu og fer að hlaða hana,“ sagði einn sjónarvotta í samtali við Tímann. Sjónarvotturinn sagði að þegar fólkið tók eftir því hvað mað- urinn var að gera, hafi það hægt og rólega komið sér í skjól undir borðum. Einn gestanna tók hins vegar undir sig stökk og náði að slá byssuna úr hendi mannsins og halda honum þar til lögreglan kom á staðinn. Að sögn lögreglunnar var maður- inn með plastbyssu, sem hægt er að hlaða með plastskotum, þó svo að ekki sé hægt að skjóta úr henni. Úr fjarska er eins og um alvöru byssu sé að ræða. Að sögn lögreglu er þó- nokkuð um slíkar leikfangabyssur hér á landi, sem líta alveg eins út og alvöru skammbyssur. Maðurinn var færður til yfir- heyrslu hjá lögreglunni, en fátt var um svör vegna athæfisins. Hann má eiga von á að þurfa að mæta fyrir dómi. -ABÓ ÁTVR að Stuðlahálsi: Verður húsnæðið nefnt „Heiðrún"? Samkvæmt heimildum Tímans hafa forsvarsmenn Áfengis- og tó- baksverslunarinnar mikinn hug á að nefna hið nýja húsnæði verslun- arinnar á Stuðlahálsi „Heiðrúnu". { þessu húsnæði verða skrifstofur fyrirtækisins og sérverslun þar sem lögð verður áhersla á sölu bjórs og léttra vína. { húsinu við hliðina eru nú þegar vörugeymsla og verk- smiðja. Ástæða þess að menn eru svo hrifnir af Heiðrúnar-nafninu er sú, að í goðafræðinni var Heiðrún geitin sem mjólkaði mjöðinn fyrir einherjana í Valhöll, úr spenum hennar rann semsagt mjöðurinn. Nafnið þykir því mjög viðeigandi. Menn hafa þó ekki verið lengi að snúa út úr nafninu og vilja frekar kalla húsnæðið „Heiðríki“. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um þetta þvt heitiö Heiðrún er til á firmaskrá, þar sem heildverslun í Reykjavík ber þetta nafn. Forsvarsmenn ÁTVR hafa leitað til eigenda heild- verslunarinnar um að fá að nota þetta nafn en þcir hafa enn ekki gefið svar. Hvort þessi hugmynd kemst til framkvæmda er þvf enn óráðið. SSH F.v. læknarnir Þorvarður Veigar Guðmundsson, Árni Björnsson, Helgi Kristbjörnsson og Ástráður B. Hreiðarsson á fundi með blaðamönnum í gær. Tímamynd: pjetur Læknaráö Landspítalans meö áhyggjur af áhrifum niöurskuröar: Þjónustan, gæðin og afköst minnka Á Landspítalanum hafa nú þegar verið gerðar ráðstafanir til að ná fram 1,5% af þeim 4% niðurskurði á launalið ríkisstofnana sem var boðaður í fjárlögum. Lokanir deilda samsvara því að á almennu hjúkrunarsviði verða 6% af heildarfjölda rúmanna lokuð allt árið, eða á bilinu 60 til 70 rúm. Hvað lokanir á geðhjúkrunarsviðt varðar þá verða 7,5% rúmanna lok- uð miðað við þann niðurskurð sem nú þegar hefur farið fram. Viss hluti þessara lokana er vegna sumarleyfa en mestur hluti þeirra er vegna skertra fjárveitinga, samkvæmt því sem kemur fram hjá læknaráði Landspítalans. Þess má geta að tvö- þúsund manns eru nú á biðlista til að komast að á handlækninga- og bækl- unardeildum Landspítalans. „Við teljum það skyldu okkar að láta fólk vita á hverju það á von...“ sagði Árni Björnsson formaður læknaráðs um tilefni fundar sem ráðið hélt með blaðamönnum í gær. Á fundinum voru kynnt áhrif þess niðurskurðar sem boðaður hefur verið á launalið ríkisins, samtals 4%. Sem fyrr segir hefur nú þegar einungis verið náð fram 1,5% sparn- aði hjá Landspítalanum, enn er eftir að finna 2,5% til að skera niður til Víöa snjóaöi samfellt frá föstudegi til sunnudags: 124 sm jaf nfallinn snjór á Hornbjargi Mikið snjóaði á norðan- og austanverðu landinu um helgina og tepptust flestir vegir, allt frá Borgarnesi og austur á firði, af þeim sökum. Mesti jafnfallni snjór sem mældist í gærmorgun var á Hornbjargsvita 124 sm en víða á Norðurlandi og Vestfjörðum hafa jafnfallin snjóalög mælst um 70 sm samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Veðurstofunni. Á Árskógssandi við Eyjafjörð hafði snjór hlaðist upp undir húsþak á sumum húsanna og í sumum tilfella voru loftnet bílanna einu sjáanlegu ummerki ökutækjanna í snjónum, að sögn Konráðs Sigurðs- sonar á Árskógssandi. Hann sagði að ekki hefði kyngt eins miklum snjó niður á svo skömmum tíma, síðan 1978 til 1979. Veðurhorfur eru þær að draga fer úr snjókomu í nótt og fyrramálið, fyrst vestan til á landinu og má búast við að úrkomulaust verði á Vest- fjörðum um miðjan dag í dag og á morgun má búast við að úrkoma verði gengin yfir aðra landshluta. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá vegaeftirlitinu, þá er færðin í kringum Reykjavík þokka- leg. Þegar komið er vestur fyrir Borgarnes er ófært vestur á Mýrar og um sunnanvert Snæfellsnesið. Rúta sem lagði af stað frá Vegamót- um til Borgarness um klukkan þrjú í gær hafði aðeins komist um þrjá kílómetra á tveim tímum. Norðan- vert Snæfellsnesið var mokað í gær, frá Hellissandi inn að Heydalsvegi. Að öðru leyti eru allir vegir á nesinu ófærir auk þess sem ófært er vestur í Dali um Heydal. Norðurárdalurinn er ófær og sömuleiðis um Strandir og vestur til ísafjarðar. Allir vegir á Vestfjörðum eru ófærir að öðru leyti en því að rutt var milli ísafjarðar og Bolungarvík- ur í gær. Þá er ófært til Siglufjarðar frá Skagafirði og ófært er um Öxna- dalsheiði. í gær var reynt að moka Víkurskarð og út á Dalvík en síðdeg- is í gær hafði það ekki tekist, þar sem vegurinn lokaðist jafnóðum, vegna skafrennings. Frá Húsavík að Þórs- höfn er ágætis færð, en á Vopnafirði var vonsku veður í gær og ekki reynt að ryðja. Austur á Héraði var síð- degis stórhríð og flestir ef ekki allir vegir lokaðir, að sögn vegaeftirlits- manna. Á Suðurlandi er færðin ágæt að Mýrdalssandi undanskildum og Hellisheiðin er enn lokuð. Þar er jafnfallinn snjór á veginum orðinn um 70 til 80 sm. - ABÓ viðbótar og er nú unnið að því. Almennur fundur í læknaráði Landspítalans og Rannsóknastofu Háskólans hefur lýst alvarlegum áhyggjum af því hvaða áhrif sparn- aðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar koma til með að hafa á heilbrigðis- þjónustu í landinu. Ráðstafanirnar hljóti að leiða til þess að draga verði úr þjónustu, annað hvort með því að leggja niður ákveðna þætti eða minnka afköst og gæði. í gréinargerð sem læknaráðið hef- ur sent frá sér segir m.a. að sam- kvæmt útreikningum frá Þjóðhags- stofnun þá eru útgjöld til heilbrigðis- mála hér á landi 6,7% af vergum þjóðartekjum sem er lægra hlutfall en hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Þá segir ennfremur að þó hugsanlega megi spara í einstökum þáttum þjónustunnar og verja fjár- magni öðruvísi, þá sé augljóst að heildar niðurskurður hljóti að leiða til verri þjónustu. Ráðstafanir af þessu tagi merki ekki bara stöðnun, heldur afturför í þjónustu við sjúka og aldraða á Islandi og sé ósannað að slíkt leiði til sparnaðar þegar til lengri tíma sé litið. Læknaráðið er einnig óánægt með. að í sparnaðarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar er ekki tekið tillit til þess hvers konar þjónustu ríkisstofn- anirnar veita. Landspítalinn hefur verið rekinn innan ramma fjárlag- anna á undanförnum árum og iðu- lega þurft að skera niður til að ná því takmarki. Læknaráðið lýsir yfir óánægju með að þær ríkisstofnanir sem hafa starfað innan fjárveitinga á undanförnum árum þurfa að skera jafnmikið niður og þær stofnanir sem hafa farið fram úr fjárveiting- um, og finnst ráðinu það slæm og ranglát stjórnunaraðferð. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.