Tíminn - 28.02.1989, Síða 6
6 Tíminrr
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
Öryggisverðir í Bersy íþróttahöllinni í París sýndu
mikla hörku og hrottaskap gagnvart tveim íslendingum:
Einn á sjúkrahús,
annar í fangelsi
Tveir íslendingar, sem voru að fylgjast með úrslitaleik
íslendinga og Pólverja í íþróttahöllinni Bersy í París, máttu
þola mikla hörku og hrottaskap öryggisvarða hallarinnar án
sýnilegrar ástæðu. Annar mannanna var fluttur á sjúkrahús
þar sem gert var að sárum hans, en hann nefbrotnaði auk þess
sem sauma þurfti 9 spor í augabrún.
Hinn maðurinn var fluttur í fanga-
geymslur Parísarlögreglunnar fyrir
það eitt að standa upp og skyggja á
áhorfendur fyrir aftan sig, eftir því
sem Tíminn kemst næst. Franska
handknattleikssambandið hefur
munnlega beðist afsökunar á þessu
framferði varðanna.
Benedikt Jónsson hjá sendiráði
fslands f París sagði í samtali við
Tímann að þessir atburðir hefðu
komið til af hreinni harðneskju um-
sjónarfólks í íþróttahöllinni Bersy.
„Við teljum, og höfum vitni að því,
að sök þessara pilta hafi verið minni
en veigalítil," sagði Benedikt. Hann
sagði að þó þeir 300 til 400 íslending-
ar sem voru í París til að fylgjast með
leiknum hafi margir verið fjörugir af
bjór eða öðru, þá hafi þeir ekki verið
til neinnar skammar.
Fyrra atvikið átti sér stað um
miðjan fyrri hálfleik og síðara atvik-
ið eftir að leiktíma lauk. Pað sama
gerist í bæði skiptin, þ.e. hrottaskap-
ur varða, sem veldur því að annar
lendir á sjúkrahúsi og hinn í fangelsi,
en að sögn Benedikts hefði hann átt
að fá einhverja læknisumönnun.
1 fyrra tilfellinu bar atvikið til
þannig að maðurinn stóð við sæti sitt
og hvatti íslenska liðið áfram, en
skyggði um leið á áhorfendur fyrir
aftan sig. Þeir munu hafa kallað til
hans, en þar sem hann skildi ekki
þegar frönsku áhorfendurnir voru
að benda honum á að setjast, komu
verðir að honum og beittu hann afar
miklu harðræði. Að sögn Benedikts
eru fjölmörg vitni að þessari fram-
göngu varðanna. Maðurinn var síð-
an fluttur á brott og fékk að dúsa í
fangageymslum Parísarlögreglunnar
fram til miðnættis á sunnudagskvöld.
Seinna tilfellið, sem átti sér stað
eftir leikinn, varð með þeim hætti að
stuðningsmaður íslenska liðsins fór
inn á völlinn í lokin til að fagna
sínum mönnum. Að sögn sjónar-
votta gátu menn ekki annað séð en
að hann gerði þetta í fögnuði yfir
sigrinum.
Tíminn reyndi að hafa tal af
viðkomandi í gær, en hann vildi
eingöngu tjá sig í gegn um Örn
Steinsen hjá ferðaskrifstofunni
Sögu. Örn sagði að hann hafi hlaupið
niður á völlinn í sigurvímu, eins og
gert er í Laugardalshöllinni, en ekki
áttað sig á að hann var nú í Frakk-
landi. Par tóku verðir á móti honum
og gerðu sér lítið fyrir og spörkuðu
í hann og slógu hann. Við þetta
nefbrotnaði hann og sauma þurfti 9
spor við augað. Margir íslending-
anna sáu aðfarir varðanna og hljóp
fararstjóri ferðaskrifstofunnár,
ásamt fleirum á eftir verðinum, en
hann faldi sig þar sem leikmenn fara
inn í búningsklefa og þorði ekki að
láta sjá sig aftur. Það voru ekki
eingöngu lslendingar sem hlupu á
eftir verðinum, heldur einnig
Frakkar, sem fannst nóg um þessa
harkalegu framgöngu varðarins.
Maðurinn leitaði sér frekari að-
hlynningar á slysavarðstofunni í
gærmorgun, þegar komið var til
landsins.
Frönsk sjónvarpsstöð greindi frá
þessum atburðum í sexfréttum á
sunnudag og í gær greindu tvö blöð,
Liberation og Equipe frá þessu, þar
sem þau gagnrýndu mjögframkomu
varðanna. I öðru blaðanna stendur
að „þrjár skepnur í Bersy höllinni
hafi fengið of mikil völd í leiknum í
gær“. Þá segir einnig að framferði
varðanna hafi sett svartan blett á lok
þessa heimsmeistaramóts og for-
dæma bæði blöðin þessar harkalegu
og óviðeigandi aðferðir starfsmanna
íþróttahallarinnar.
Franska handknattleikssamband-
ið hefur fordæmt þetta og sent
ákúrur til forráðamanna íþróttahall-
arinnar, auk þess sem handknatt-
leikssambandið hafði samband við
íslenska sendiráðið í gærmorgun,
þar sem beðist var munnlegrar af-
sökunar og tilkynnt að menn væru
hryggir yfir þeirri meðferð sem
mennirnir tveir urðu fyrir.
í sendiráðinu er verið að vinna úr
gögnum sem borist hafa vegna þess-
ara mála og hefur fjöldi fólks sem
var í höllinni í gær haft samband við
sendiráðið og boðist til að bera vitni
ef þörf krefði. Óvíst er hver við-
brögð íslenska sendiráðsins verða
vegna þessara atvika. - ABÓ
Þeir Alfreð Gíslason og Kristján Arason með verðlaunagripinn. Báðir áttu
þeir góðan leik á móti Pólverjum og var Alfreð valinn besti leikmaður
mótsins. Timamynd Pjetur
íslenska landsliðið á verðlaunapaUi í Bercy-skautahöllinni í París. Horfa á íslenska fánann og fullir þjóðarstolts hlusta þeir á íslenska þjóðsönginn.
Tímamynd Pjetur
íslenski aðdáendahópurinn vakti fádxma athygli í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn gegn Póllandi stilltu Leiknum lokið! Eftir erfiða ferð og ómælt magn af frönsku öli, varð eitthvað
fslendingarnir sér upp fyrir framan íþróttahöllina og héldu tónleika fjölmörgum áhorfendum til mikillar ánægju. undan að láta. Mannskapurinn datt út af einn af öðrum á heimleiðinni.
Tímamynd Pjetur Timamynd Pjetur