Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 9
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
jf' Þórarinn Þórarinsson:
Osigrar risaveldanna
Bæði risaveidin fá að reyna það um þessar mundir, að
þrátt fyrir hinn mikla vígbúnað þeirra, eru veldi þeirra
takmörk sett. Um það vitna brottflutningar rússneska
hersins frá Afganistan og friðaráætlun Mið-Ameríkuríkj-
anna, en meginniðurstaða hennar er sú, að þaðan verða
fluttir skæruliðar, sem hafa verið kostaðir af Bandaríkjam-
önnum til að halda uppi árásum á Níkaragva í þeim tilgangi
að hrekja stjórnina þar frá völdum. Jafnframt hefur
Níkaragva verið í ströngu viðskiptabanni Bandaríkjanna
og þannig reynt að svelta þjóðina til undirgefni.
Sovétríkin hafa árum saman haft
fjölmennt innrásarlið í Afganistan
og það beitt hvers konar hertækni
til að bæla niður uppreisnina gegn
stjórn kommúnista. Samt eru úr-
slitin þau, að rússneski innrásar-
herinn verður að flýja. Rússar
verða að lokum að sætta sig við
svipuð örlög og Bandaríkjamenn í
Víetnam.
Þegar Rússar hófu innrásina var
talsverður ágreiningur milli frétta-
skýrenda í spádómum um úrslitin.
Sumir töldu, að Rússar hefðu mun
betri aðstöðu í Afganistan en
Bandaríkjamenn í Víetnam.
Bandaríkin yrðu að flytja fjöl-
mennt herlið sjóleiðina yfir mesta
úthaf veraldar. Rússar þyrftu að-
eins að senda innrásarherinn inn í
land, sem væri við rússnesku landa-
mærin.
Sá mikli munur hefur þó engu
breytt. Fjöllótt landslag Afganist-
ans hefur bætt aðstöðu verjend-
anna. Mestu hefur þó valdið bar-
áttuhugur og kjarkur þjóðar, sem
var staðráðin í því að láta ekki
bugast fyrirofureflinu. Rússarhafa
því orðið að sætta sig við sömu
lexíuna og Bandaríkjamenn í Víet-
nam.
Bandaríkjamenn eru að læra
svipaða lexíu í Níkaragva. Þeir
héldu, að þeir þyrftu ekki að senda
her þangað, það myndi nægja í
þessu tilfelli að senda leiguher-
mönnum hergögn, vistir og pen-
inga og beita jafnframt Níkaragva
viðskiptaþvingunum. En þetta hef-
ur ekki nægt. Þjóðirnar í Mið-Am-
eríku hafa risið upp og heimtað
leiguher Bandaríkjanna í burt.
Þjóð Níkaragva hefur staðist inn-
rásir leiguhermannanna, við-
skiptabann og illa stjórnarhætti,
sem leitt hefur af styrjaldarástand-
inu.
Afskipti risaveldanna af málum
Afganistans og Níkaragva hafa
valdið þjóðum þessara ríkja óbæri-
legum hörmungum og eiga eftir að
gera það lengi enn, þótt hernaðar-
ástandinu linni. Heita má að bæði
Afganistan og Níkaragva séu nú
ríki í rústum. Endurreisnarstarfið
mun taka langan tíma og verða
erfitt. í Afganistan bættist það við,
að þar hafa löngum verið miklar
ættardeilur og hafa þær frekar
aukist við styrjaldarástandið, sem
leitt hefur af innrás Sovétríkjanna.
Sú spurning er nú áreiðanlega
ofarlega í huga margra, hvort risa-
veldin hafi lært nokkuð af Víetnam
og Afganistan og Mið-Ameríku.
Halda þau ekki áfram afskiptum af
málum smáríkjanna með svipuð-
um hætti? Verða Sovétríkin frið-
samlegri undir stjórn Gorbatsjovs
og Bandaríkin undir stjórn Bush?
Það ætti að mega reikna með því,
að hinir nýju menn, sem nú eru að
hefjast til valda í Sovétríkjunum
og Bandaríkjunum hafi eitthvað
lært af reynslu síðustu ára.
Jafnframt ætti mönnum að vera
ljósara, að Sameinuðu þjóðirnar
hafa mikilvægu hlutverki að gegna.
Æ oftar eru þær nú kallaðar til
ráða, milligönguogaðstoðar. Risa-
veldin þurfa að hætta að líta á sig
sem rétthafa til að hlutast til um
stjórnarhætti annarra þjóða og
halda að þeim vissum pólitískum
trúarbrögðum, Sovétríkin komm-
únismanum og Bandaríkin kapítal-
ismanum. Að vissu leyti minna
þessi átök á trúarbragðastyrjaldir
fyrri alda.
BÓKMENNTIR
lllllllllllll
f minningu Sturlu
Sturlustefna, ritstjórar Guðrún Ása
Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson,
Stofnun Árna Magnússonar 1988.
Sturla Þórðarson sagnaritari lést
30. júlí árið 1284, degi betur en
sjötugur. Sturla hefur bæði sem
sagnaritari og sem skáld staðið tals-
vert í skugganum af Snorra föður-
bróður sínum Sturlusyni í Reyk-
holti, en þó mjög ómaklega. Þetta
má hafa verið ástæða þess að Árna-
stofnun sá tilefni til að minnast sjö
hundruð ára ártíðar hans, eða dánar-
afmælis, með sérstakri ráðstefnu í
lok júlí árið 1984. Og nú fyrir
síðustu jól kom safn fyrirlestra frá
þessari ráðstefnu út á bók hjá stofn-
uninni, og nefnist hún Sturlustefna.
Hér kennir margra grasa að því er
varðar efni um Sturlu, og mikinn
fróðleik er óneitanlega að sækja um
hann í þessa bók. Hins vegar er að
því að gæta að hér skrifa fræðimenn
um fræðileg efni, og því verður að
draga verulega í efa að bókin eigi í
rauninni meira en mjög takmarkað
erindi við almenna lesendur. Hér úir
og grúir af neðanmálsgreinum og
lærðum tilvitnunum, jafnvel á lat-
ínu, svo sem tfðkast í fræðiritum.
Hins vegar er hætt við að venjulegir
lesendur, sem ekki eru sérmenntaðir
upp á fornar bókmenntir okkar,
lendi hér í vandræðum og finnist
bókin ærið seig undir tönn.
Fremst í bókinni fer rækilegt ævi-
ágrip Sturlu sem Guðrún Ása
Grímsdóttir hefur tekið saman.
Næst fylgir svo grein eftir Stefán
Karlsson um alfræðirit sem hann
eignar Sturlu, en er glatað að stórum
hluta. Þá skrifar Hermann Pálsson
um kveðskap Sturlu, og Tor Ulset
grein á norsku um Sturlu og Sverris
sögu. Næstu grein á Jónas Kristjáns-
son og er hún samanburður á nokkr-
um einkennum og efnisatriðum í
fslendingasögum og Sturlungu. Þá
skrifar danskur maður, Preben
Meulengracht Sörensen, grein á
móðurmáli sínu um sagnaritarann
Sturlu. Næstu tvær greinar eiga þeir
Helgi Þorláksson og Magnús Stef-
ánsson; fjallar Helgi um hvort Sturla
hafi verið það sem hann kallar
þjóðfrelsishetja en Magnús um það
sem hann nefnir drottinsvik Sturlu.
Síðan á Guðrún Ása Grímsdóttir
grein um sárafar í íslendinga sögu
Sturlu og Gunnar Karlsson aðra um
siðamat sömu sögu. Bókinni lýkur
svo með grein á ensku eftir höfund
að nafni Marlene Ciklamini, sem
fjallar af miklum lærdómi um ýmsar
siðferðilegar hliðar á höfðingsskap
Sturlu Sighvatssonar, eins og honum
er lýst í ritum frænda hans og nafna.
Eins og margir vafalaust vita er
Sturlu nú ekki síst minnst vegna þess
að hann samdi íslendinga sögu, sem
aftur er höfuðuppistaðan í Sturl-
ungu. En hann skrifaði fleira, meðal
annars sögur þeirra feðga Hákonar
gamla og Magnúsar lagabætis, og er
sú fyrri til heil en brot af hinni síðari.
Þá var Sturla skáld gott á síns tíma
mælikvarða, og er til eftir hann
talsvert af dróttkvæðum skáldskap.
En eins og hér var getið hafa
menn svo lengi sem elstu menn
muna borið sagnarit Sturlu saman
við Heimskringlu Snorra og þótt
talsverður munur á. Hefur flestum
þótt að Sturla stæði frænda sínum
töluvert að baki hvað varðaði listræn
tilþrif í frásögnum sínum og stíl
öllum. Þá hefur skáldskapur Sturlu
til skamms tíma ekki heldur náð að
vekja verulega hrifningu hjá áhuga-
mönnum um dróttkvæði.
Á síðari árum hefur þess hins
vegar gætt að menn væru farnir að
taka þessi gömlu sjónarmið upp til
nokkurs endurmats. Það hefur kom-
ið í ljós að þegar verk Sturlu eru
lesin niður í kjölinn þá leynist þar
talsvert fleira heldur en ein saman
þurr annálasagnfræði. Hann hefur í
rauninni verið talsvert meiri rithöf-
undur en áður var talið. Og svo er
skemmst frá að segja að í heild
staðfesta ritgerðimar í bókinni þetta
nýja sjónarmið. Út úr gagnrýnni
skoðun allra þessara fræðimanna
kemur Sturla sem talsvert áhuga-
verðari höfundur og merkilegri pers-
óna en manni var kennt hér á árum
áður.
Þannig á Helgi Þorláksson hér til
dæmis býsna áhugaverða rannsókn á
viðhorfum Sturlu gagnvart yfirráð-
um Noregskonungs á íslandi. Þar
kemst hann að þeirri niðurstöðu að
Sturla hafi síður en svo verið nokkur
þjóðfrelsishetja í nútímamerkingu
þess orðs, heldur hafi keppni hans
við annan höfðingja, Hrafn
Oddsson, um yfirráð í Borgarfirði
verið orsök þess að Sturla komst um
tíma í ónáð hjá Noregskonungi.
Magnús Stefánsson heldur svo í
rauninni áfram eftir svipuðum leið-
um í sinni grein hér; þar leiðir hann
að því rök að ástæðan fyrir ónáðinni
hafi verið tilraun Sturlu til aðfarar
að Hrafni vorið 1263, og alvarlegt
mál þar sem þeir hafi þá trúlega
báðir verið eiðsvarnir konungsmenn
og sem slíkir undir hirðlögum.
Og enn er hér áhugavert efni á
ferðinni í grein Guðrúnar Ásu
Grímsdóttur um sárafar í fslendinga
sögu. Þar leiðir hún fram gömul
lagaákvæði og rökstyður að margt í
áverkalýsingum í sögunni sé til kom-
ið vegna þess að samkvæmt lögum
lágu mismunandi refsingar við
áverkum, allt eftir því hvers eðlis og
hve alvarlegir þeir voru. Allt er
þetta efni, ásamt mörgu fleiru sem
nefna mætti, óneitanlega vel til þess
fallið að dýpka og skýra drættina í
mynd okkar af Sturlu, og þar með
að gera hann að áhugaverðari pers-
ónu en kannski var áður.
En eins og ég gat um er allt þetta
efni eiginlega töluvert tyrfið fyrir
venjulegt áhugafólk og ekki nógu
aðgengilegt af þeim sökum. Og ekki
þarf að draga það í efa að áhugi á
Sturlu og öllu sem hann varðar sé,
eða geti að minnsta kosti verið,
töluvert mikill meðal fólks hér á
landi. Því er ekki að neita að gaman
hefði verið að því ef þessir ágætu
fræðimenn hefðu hér sameiginlega
sett sér það djarfa markmið að skrifa
nú einu sinni um fræði sín við
alþýðuskap, eða með þeim hætti að
bókin gæti höfðað til almennings, en
ekki sérfræðinga einna. Ekki myndi
mér koma á óvart þó að slík bók, ef
vel hefði tekist, myndi verða hér
býsna ofarlega á metsölulistanum
árið sem hún kæmi út.
Og um enn eitt vekur þessi bók til
umhugsunar. Sturlunga, og íslend-
inga saga þar með, kom út í vandaðri
útgáfu árið 1946 og aftur í fyrra, auk
þess sem íslendinga saga mun enn
vera fáanleg í sérstakri lestrarútgáfu.
Hákonar saga, ásamt brotunum úr
sögu Magnúsar lagabætis, er hins
vegar ekki fáanleg hér á almennum
markaði í aðgengilegri lestrarútgáfu.
Og ekki heldur kvæði Sturlu Þórðar-
sonar með þeim skýringum sem
nauðsynlegar eru til þess að fólk,
sem uppi er nú á dögum, geti haft
fullt gagn af slíkum skáldskap.
Það er út af fyrir sig gott framtak
til þess að heiðra minningu Sturlu
Þórðarsonar að gefa út safn fræðirit-
gerða á borð við þessar. Það er síður
en svo lastandi, enda dregur enginn
í efa að hann verðskuldi slíkt. En
honum verður þó seint lyft á nýjan
stall með þjóð sinni meðan sum
merkustu verk hans eru ekki að-
gengileg til lestrar. Þar þyrfti að
bæta úr, fyrst og fremst með því að
gefa bæði Hákonar sögu og kveð-
skapinn út í aðgengilegum lestrarút-
gáfum. Tilgangur Árnastofnunar er
að vísu fyrst og fremst sá að annast
vísindalegar fræðiútgáfur íslenskra
handrita. En óneitanlega væri nú
gaman að því ef stofnunin brygði
undir sig betri fætinum og hefði
forgöngu um að koma Sturlu betur
á framfæri. Enginn dregur í efa að
þar innan dyra eru nægir starfskraft-
ar til að inna verk af því taginu vel
af hendi. -esig