Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
Þriðjudagur 28. febrúar 1989
Tíminn 11
lllllllllllllllllllllllllll] ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllll^
ÍÞRÓTTIR llllllllllllllll
ITT
lítasjórrvarp
er Qárfesting
ív-þýskum
ga2ðumcg
fallegum
ITTfitum
miiii
FRAMKVÆMDASJÓÐUR ÍSLANDS
auglýsir til sölu fasteignina Breiðumörk lc, Hveragerði, öðru nafni
Hótel Örk
Hótelið var byggt árið 1986. Stærð hússins er um 5.200 fermetrar á fjórum hæðum og stærð leigulóðar er
» um 17.000 fermetrar. í hótelinu eru 59 tveggja manna herbergi og 5 veitingasalir fyrir allt að 500 gesti.
Heilsuræktaraðstaða er í byggingunni og fullkomin útisundlaug.
Frekari upplýsingar eru veittar hjá Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarárstíg 25, sími 624070, og hjá Hróbjarti Jónatanssyni hdl.,
Skeifunni 17, Reykjavík, sfmi 688733.
SÉRSTAKUR KYNNINGARAFSLÁTTUR FYRIR ÞÁ ER BÓKA FYRIR 1. APRÍL
Handknattleikur
- ísland varð í fyrsta sæti í B-keppninni í handknattleik eftir sigur á Pólverjum í frábærum úrslitaleik 29-26
ísland er á ný komið í hóp A-þjóða í handknattleik eftir
frækna framgöngu í B-keppninni í handknattleik í Frakk-
landi. Árangur liðsins í keppninni var vonum framar, það
hafa áreiðanlega fáir reiknað með því að gull yrði í farangri
liðsins á leiðinni heim, því menn voru frekar svartsýnir á
útkomuna.
Úrslitaleikurinn sjálfur var hreint
stórkostlegur. íslenska liðið sýndi
allar sínar bestu hliðar og þrátt fyrir
að leikmenn yrðu að fara meiddir af
leikvelli gat ekkert stöðvað fram-
göngu íslensku víkinganna.
Kristján Arason gerði fyrsta mark
leiksins og Sigurður Sveinsson bætti
öðru við úr vítakasti. Pólverjar
minnkuðu muninn en Alfreð Gísla-
son bætti þriðja markinu við með
þrumuskoti. Pólska liðið náði að
svara fyrir sig með einu marki, en
næstu tvö mörk voru íslensk. Þar
voru þeir á ferðinni Bjarki Sigurðs-
son og Þorgils Óttar Mathiesen fyrir-
liði. Staðan orðin 5-2 fyrir ísland og
þessi góða byrjun var fyrirboði um
það sem í vændum var.
Bogdan Venta skoraði þriðja
mark Pólverja, en Alfreð bætti við
því sjötta fyrir ísland. Tvö mörk
Pólverja breyttu stöðunni í 6-5, en
þá kom mjög góður leikkafli hjá
íslenska liðinu sem gerði þá fjögur
mörk í röð. Fimm marka forysta
íslands 10-5, en áður en hálfleikur-
inn var úti höfðu Pólverjar náð að
minnka muninn í 2 mörk, 15-13.
íslenska liðið hóf síðari hálfleik
eins og það hóf þann fyrri og munur-
inn var orðinn fjögur mörk, 19-15,
fyrr en varði. Stuttu síðar var staðan
21-17, en á næstu mínútum gerðu
Pólverjar fimm mörk gegn tveimur
og minnkuðu þar með muninn í eitt
mark 22-22. Jöfnunarmarkið kom
sem betur fer ekki og með mörkum
þeirra Bjarka, Sigga Sveins. úr víti
og Þorgils Óttars, var munurinn á ný
orðinn fjögur mörk 28-24. Mark
Þorgils Óttars verður lengi í minnum
haft. Sigurður Gunnarsson var mað-
urinn á bak við það, en hann gaf
frábæra sendingu aftur fyrir bak á
Þorgils, sem skoraði af öryggi.
Spennan var mikil á lokamínútun-
um og leikmenn beggja liða gerðu
sig seka um klaufaskap í öllum
látunum. Pólverjar náðu að skora
■ ■
Holland
ORLOFSÞORPIÐ LOOHORST - KÆRKOMIN NÝJUNG!
Orlofsparadísin í Loohorst hefur svo sannarlega hlotiö góðar
undirtektir. Hér er um að ræða kærkomna nýjung fyrir þá er vilja
dvelja í fyrsta flokks orlofsþorpi þar sem allur aðbúnaður er til
fyrirmyndar og nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna.
Glæsilegt yfirbyggt sundlaugarsvæði með margs konar þjónustu,
inni- og útisundiaugum og vatnsrennibrautum. Alls 500 falleg og
vel búin hús sem henta sérlega vel stórum fjölskyldum. Af nógu er
að taka í íþróttum; keilubrautir, golf, tennis, badminton og
veggjatennis ásamt fjölda spilasala og annarra leiktækja. Sérstakt
hús fyrir yngstu börnin þar sem er leikið og föndrað undir umsjón
þjálfaðs starfsfólks. Og síðast en ekki síst góðir veitingastaðir og
skemmtistaðir. Islenskur fararstjóri.
BÓNUSTILBOÐ SÖGU
Allir er dvelja í Loohorst í apríl, maí og júní fá FRÍAN bílaleigubíl
fyrstu vikuna ef tveir fullorðnir eða fleiri eru saman.
FERÐASKRIFSTOFAN
SUÐURGÖTU 7
SÍMI624040
tvívegis, en Alfreð Gíslason gerði
29. og síðasta mark íslands og gull-
tryggði sigur okkar manna í leikn-
um, 29-26.
Allir leikmenn íslenska liðsins
eiga hrós skilið fyrir frábæran úrslita-
leik. Leikurinn var mikil skemmtun
fyrir áhorfendur, sem vel flestir voru
á bandi íslendinga. Bercy-höllin,
sem leikið var í og tekur um 15
þúsund áhorfendur, var nær full af
fólki, en áætlað er að liðlega 10
þúsund manns hafi verið á leiknum.
Islenski hópurinn sem í voru um 400
manns lét vel í sér heyra og fékk enn
fleiri á sitt band.
Ekki var sigurinn þó áfallalaus.
Einar Þorvarðarson meiddist á hné í
fyrri hálfleik og útlit er fyrir að
liðbönd hafi rifnað. Einar þarf því
að öllum lfkindum að fara í aðgerð
og óvíst er hvort hann geti leikið
meira með Val á þessu keppnistíma-
bili. Guðmundur Hrafnkelsson lék
út leikinn og varði á köflum ágæt-
lega. Guðmundur Guðmundsson
meiddist einnig og varð að fara af
leikvelli, en Jakob Sigurðsson kom í
hans stað og lék mjög vel, eins og
hann gerði reyndar í allri keppninni.
Alfreð Gíslason lék mjög vel í
leiknum og var að mótinu loknu
valinn besti leikmaður keppninnar.
Kristján Arason hefur sjaldan leikið
betur én í þessum leik og Sigurður
Gunnarsson var einnig mjög góður.
Þorgils Óttar var mjög öruggur á
línunni og Sigurður Sveinsson af-
greiddi vítaköstin af stakri snilld.
Hornamennirnir Bjarki og Jakob
léku einnig mjög vel.
Mörk íslenska liðsins gerðu: Al-
freð Gíslason 7, Kristján Arason 6,
Þorgils Óttar Mathiesen 5, Sigurður
Sveinsson 4/4, Bjarki Sigurðsson 4,
Sigurður Gunnarsson 2 og Jakob
Sigurðsson 1. - BL
Éásfeíaafaá
Kristján Arason átti stórleik í úrslitaleiknum gegn Pólverjum. Hér er eitt glæsimarkið í leiknum í uppsiglingu.
V-Þýskaland
féll í C-hóp
V-Þýskaland er nú eftir B-keppn-
ina í Frakklandi komið í hóp C-þjóða
í handknattleik. Ótrúlegt en satt.
Liðið sem flestir bjuggust við að yrði
í fremstu röð í B-keppninni er komið
í C-keppnina, þar sem „þróunar-
lönd“ á handknattleikssviðinu leiða
saman hesta sína.
Þar sem Danir unnu V-þjóðverja
í úrslitaleiknum um 7. sætið, 30-24,
er röð efstu þjóða í B-keppninni
þessi:
1. ísland
2. Pólland
3. Rúmenía
4. Spánn
5. Frakkland
6. Sviss
7. Danmörk
8. V-Þýskaland BL
VANNSTU NUNA? TIL HAMINGJU!
Þetta eru tölurnar sem upp komu 25. febrúar.
Heildarvinningsupphæð var kr. 4.828.641,-
1. vinningur var kr. 2.223.253,- Einn var með fimm tölur réttar.
Bónusvinningur (fjórar tölur + bónustala) var kr. 386.036,- skiptist á 4 vinningshafa
og fær hver.þeirra kr. 96.509,-
Fjórar tölur réttar, kr. 665.856,-, skiptast á 136 vinningshafa, kr. 4.896,- á mann.
Þrjár tölur réttar kr. 1.553.496,- skiptast á 3.963 vinningshafa, kr. 392,- á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15
mínútum fyrir útdrátt.
BÓNUSTALA
Árangur!
Að lokinni B-heimsmeistarakeppninni í handknattleik í
Frakklandi, þar sem íslenska liðið náði þeim glæsilega árangri
að vinna gullverðlaunin, er ekki úr vegi að h'ta um öxi.
Margt var rætt og ritað eftir slæmt gengi íslenska landsliðsins
á Ólympíuleikanum í Seoul. Undirritáður tók þátt í þeirri
umrxðu og benti á að of miklar kröfur hefðu verið gerðar til
liðsins og leikmenn hefðu verið gerðir að hálfguðum í
auglýsingaskyni fyrir leikana. Fallið í Seoui var hátt, þvi hátt
var stefnt.
Fyrir B-keppnina í Frakklandi nú var nokkuð annað hljóð
og öllu raunhæfara, í forráðamönnum HSf. Stefnan var sett á
að ísland næði að endurheimta sæti sitt í A-kcppninni, þ.e.a.s.
að liðið næði einu af 6 efstu sætunum í B-keppninni.
Takmarkinu var náð og gott betur. ísiand varð í 1. sæti ■
keppninni og landsliðið vann sinn fyrsta sigur á stórmóti. Þessi
árangur cr sérlega ánægjulegur þegar haft er í huga að menn
voru almennt frekar svartsýnir fyrir keppnina. Árangurinn í
B-keppninni er einhver sá glæsilegasti sem ísienskt flokka-
íþróttalið hefur náð. Það má ekki setja of mikia pressu á menn
með of miklum kröfum.
Það er gleðilegt að sjá að menn hafa lært af mistökunum í
Seoul. Breytingar voru gerðar á undirbúningi og leik liðsins,
brcytingar til batnaðar og það er merki um að góður þjálfari
hafi haldið um stjórnvölinn.
fslcnska landsliðið stcndur nú á tímamótum. Margir
leikmenn hafa lýst því yfir að þeir séu að velta fyrir sér að
hætta að leika með iandsiiðinu og er það miður. Þó er engin
ástæða til þess að örvænta. Það sýndi sig í B-kcppninni í
Frakklandi að breiddin í liðinu er mikil og maður kemur í
manns stað.
Þá er Ijóst að Bogdan landsliðsþjálfari hefur stjómað
landsliðinu í síðasta sinn. Hann skilur við liðið í toppnum, en
undanfarin ár hefur hann byggt liðið upp og komið þvi þangað
sem það er nú. Sex ár er nokkuð langur timj fyrir lið að hafa
sama þjálfara, en á þessum tímamótum nú er færi á að breyta
til. Forráðamenn HSf vita þó að betri og traustari mann fá
þcir vart til starfans cn einmitt Bogdan Kovvalczyk. Til
hamingju strákar og Bogdan.
Björn Leósson íþróttafréttamaður