Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 20

Tíminn - 28.02.1989, Qupperneq 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 NtlTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 eru okkarfað’- VERÐBfiÉFAtfMSKIPTl SAMtflNNUBANKANS SUQURLANOS8RAUT 1S, SÍM1; 688568 ÖNNUMST SMÍÐI OG VIÐHALD LOFTRÆSTI- KERFA OG ALLA ALMENNA BLIKKSMÍÐI () BDBBABBmX ST; Vagnhöfða 9, 112 Reykjavík, S 68 50 99 NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR Tímmn ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 WMBm Tillaga Steingríms Hermannssonar á fundi Noröurlandaráðs: FORYSTA NORDURLANDA Forsætisráðherrann telur að Norðurlöndin sameinuð geti veitt umhverfísverndarmálum forystu. Þessi hug- mynd kom fram ■ ræðu hans á fundi Norðurlandaráðs í gær, auk þess sem hann ræddi fleiri hliðar vandans sem er samfara eyðingu og mengun náttúrunnar. Allur þorri manna er nú að vakna til vitundar um umhverf- isverndarmál og hversu alvarleg eyðing og mengun náttúrunnar er. Minntist Steingrímur í því sambandi á skýrslu sem gerða var á vegum Sameinuðu þjóðanna undir forystu Gro Harlem Brundtland. Samt sem áður vant- ar mikið upp á samstöðu um aðgerðir og breytta lífshætti svo koma megi í veg fyrir áframhald- andi eyðingu umhverfisins. For- sætisráðherrann sagði að foryst- una vantaði og gætu Norðurlönd- in sameinuð tekið að sér það hlutverk. Hann minntist á hættuna sem mannkyninu stafar af eyðingu þess umhverfis sem er öllu lífi ' nauðsynlegt. Eitt alvarlegasta merkið er eyðing ósonlagsins. En nú hefur auk gats á ósonlaginu yfir suðurheimskautinu uppgötv- ast annað slíkt á norðurslóðum. Einnig er varhugaverð mikil eyðing skóga sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Meðal annars má minnast á ofnýtingu regnskóganna sem eru öllu lífi á jörðinni mikilvægir. Hugmyndir eru uppi um gífurlega virkjun Amasonfljóts sem mun leggja í eyði regnskóga, sem þekja meira en tvöfalda stærð Islands. Til þessara framkvæmda hefur verið Steingrímur Hermannsson. sótt um lán til Alþjóðabankans. íslendingar hafa lagst gegn þess- ari fyrirætlun. Lagði Steingn'mur til að önnur Norðurlönd gerðu slíkt hið sama. Eiturefni hafa safnast fyrir í hafinu og valdið miklum usla. Nægir þar að benda á áður óþekkta sjúkdóma í fiski og sel í Norðursjó. Eða áhrif sem komið hafa fram á þörungagróðri við strendur Noregs og Svíþjóðar og svo mætti lengi telja. Steingrímur benti á ýmsa möguleika Norðurlandanna til aðgerða í umhverfisverndarmál- um. Til dæmis að þau settu sam- ræmd lög sem myndu sporna gegn hvers konar eyðingu um- hverfisins. Norðurlöndin ættu að beita sér á alþjóðlegum vettvangi og vera öðrum þjóðum til fyrir- myndar í setningu slíkra reglu- gerða. Þau ættu að gæta þess að fulltrúar landanna störfuðu eftir slíkum fyrirmælum. Það er ljóst að nýting umhverf- isins verður að gerast í sátt og samlyndi þannig að engu sé þar ofgert. Islendingar eru gagnrýnd- ir fyrir hvalveiðar. Þó erum við fyrsta þjóðin ef ekki sú eina sem bannaði hvalveiðar með lögum í tuttugu ár þegar um augljósa ofnýtingu var að ræða. Steingrímur benti á að okkur væri ekki síður en öðrum kappsmál að vernda hvala- og selastofninn. En að engin dýr væru hins vegar rétthærri en önnur. Hann ítrekaði jafnframt að jafnvægi yrði að haldast í náttúrunni, annars myndi illa fara. Einnig að Norðurlöndin sameinuðust um verndun allra dýra. Að þau mál yrðu skoðuð af raunsæi í því ljósi að jafnvægi héldist milli dýrastofna að teknu tilliti til eðlilegrar nýtingar manninum til framfæris. jkb SbíHNNHH Hjörtur E. Þórarinsson formaður Búnaðarfclags íslands líkir félagskerfi landbúnaöarins við tvístofna tré, hlaðið greinum, hálfgerðan vanskapning, sem óhjákvæmilegt sé að höggva eitthvað til. Búnaðarþing 1989, sett á Hótel Sögu í gær. Formaður Búnaðarfélags fslands segir: nFélagskerfið á hverfanda hveli" Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags íslands, sagði við setningu Búnaðarþings 1989 í gær, að allt félagskerfí landbúnaðarins væri nú á hverfanda hveli. Hann líkti fjölgun svo kallaðra búgreinafélaga við greinar er spryttu út frá tvístofna meiði en leituðust við að tengjast stofninum á einhvern hátt. Útkoman væri hálfgerður vanskapningur er óhjákvæmilegt væri að höggva til. Hjörtur spurði þeirrar spurningar hvernig Búnaðarfélaginu reiddi af í fyrirsjáanlegum skipulagsbreyting- um innan félagskerfis landbúnaðar- ins og vék að efasemdum bænda sjálfra um þeirra eigin félagskerfi. Undir þetta tók Steingrímur J. Sig- fússon landbúnaðarráðherra í ávarpi sínu til þingsins og varaði við því að bændur dreifðu kröftum sínum og fjármunum svo þeir bæru skaða af. Steingrímur J. minntist í máli sínu m.a. á frumvarp sem er í smíðum hjá ráðuneytinu um að stofnuð verði sérstök Hagstofnun landbúnaðarins, er starfrækt verði í tengslum við búvísindadeildina á Hvanneyri og hafi aðsetur þar. Með þessu frum- varpi er gerð tilraun til að færa verkefni frá skrifstofu Búnaðarfé- lagsins í Reykjavík út á landsbyggð- ina. Hlutverk þessarar hagstofnunar verði ýmiskonar úrvinnsla á búreikn- ingum og talnalegum gögnum úr landbúnaðinum og reynt að koma þeim hlutum til sambærilegs horfs, hvað færslu allra helstu hagstærða varðar og hjá öðrum atvinnugrein- um. Hjörtur E. Þórarinsson vék að öðrum valddreifingartillögum er uppi eru hjá forsvarsmönnum bændasamtakanna. Hann sagði áform um flutning aðalstöðva Skóg- ræktar ríkisins austur á Fljótsdals- hérað og tillögu um eflingu stjórn- stöðvar landgræðslu og gróður- verndarmála í Rangárvallasýslu uppörvandi vott um að hægt væri að flytja og reka opinberar stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins ef vilji væri fyrir. í erindum er lögð eru fyrir þingið er vanefndum ríkisins á greiðslu lögbundinna jarðræktarframlaga fyrir árið 1987 harðlega mótmælt og krafist fullra verðbóta á þessi framlög. Komi þau ekki til greiðslu er lagt til að höfðað verði mál á hendur ríkissjóði vegna þessa. Steingrímur J. Sigfússon tilkynnti búnaðarþingsfulltrúum að væntan- legt væri frá landbúnaðarráðuneyt- inu nýtt frumvarp um breytingu á jarðræktarlögum er lyti að því að koma meira til móts við núverandi aðstæður í landbúnaði og vilja fjár- veitingavaldsins um framlög til jarð- ræktar og bygginga. Sagði Stein- grímur að framlög á fjárlögum undanfarin ár hefðu ekki dugað til að greiða kostnað samkvæmt núgild- andi lögum og stefndi þar í óefni ef ekki væri á tekið. Hann lýsti jafn- framt yfir vilja sínum til að semja um uppgjör á þeim skuldavanda sem safnaðst hefði upp vegna vanskila ríkisins við bændur. Bæði Steingrímur og Hjörtur viku að landgræðslu og náttúruvernd og sagði Hjörtur það sannfæringu margra og von allra að nytjaskóg- rækt væri orðin íslenskur raunveru- leiki í dag. Fyrir þinginu liggja erindi er lúta m.a. að þessu viðfangsefni, þ.e. skógrækt, gróðurvernd og land- græðslu. -ág

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.