Tíminn - 04.04.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi segir yfirlýsingar Bjarna P. koma á óvart:
Óeðlileg vinnubrögð
hjá Alþýðuflokknum
Yflrlýsingar Bjarna P. Magnússonar, borgarfulltrúa og
afstaða borgarmálaráðs Alþýðuflokksins þess efnis að annað-
hvort endurskoði Svavar Gestsson ákvörðun sína um að
auglýsa lausa til umsóknar stöðu skólastjóra við Öldusels-
skóla í Reykjavík eða ekkert verði af sameiginlegu framboði
stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra í borgarstjórn, hafa
vakið furðu hjá öðrum stjórnarandstöðuflokkum.
Sigrún Magnúsdóttir og Bjarni P. Magnússon á borgarstjórnarfundi.
Pað stafar ekki hvað síst af því að
málið var ekki rætt við þá áður en
yfirlýsingar komu fram í fjölmiðlum.
Umræður um sameiginlegt fram-
boð hafa staðið yfir með hléum
síðan í haust, en borgarfulltrúi Al-
þýðuflokksins hefur verið einn harð-
asti stuðningsmaður þessarar hug-
myndar. Hinirflokkarnirhafaeinnig
rætt þessa hugmynd í alvöru, þó svo
að innan flokkanna séu uppi mis-
munandi skoðanir um það á hvaða
forsendum unnt væri að ganga til
slíks samstarfs. Þannig hefur Tíminn
upplýsingar um það að innan
Kvennalistans hafi komið upp krafa
um að þá og því aðeins geti af slíkri
samfylkingu orðið að kvennamál
yrðu þar sett á oddinn, á meðan
aðrar kvennalistakonur telji óraun-
hæft að gera slíkt að úrslitaatriði. Þá
hefur komið fram að innan Alþýðu-
bandalagsins er, eða var, töluverður
áhugi á samstarfi enda flokkurinn
stærstur minnihlutaflokkanna fjög-
urra og því hefur flokkurinn talið
hag sínum vel borgið. Þá hafa fram-
sóknarmenn ekki tekið ólíklega í
þessa hugmynd og ræddu hana síðast
á óformlegum fundi á laugardags-
morgun.
Tíminn ræddi við Sigrúnu Magn-
úsdóttur, borgarfulltrúa Framsókn-
arflokksins í gær og spurði hana út í
yfirlýsingar Alþýðuflokksins og
Bjarna P.
Sigrún sagðist furða sig á þeirri
starfsaðferð sem virtist vera að ryðja
sér til rúms í herbúðum alþýðu-
flokksmanna, að beita hótunum ef
þeirra óskir næðu ekki fram í ein-
stökum málum. Hér væri um veru-
lega stefnubreytingu að ræða af
hálfu Alþýðuflokksins sem ylli því
óhjákvæmilega að menn veltu fyrir
sér hvað byggi að baki því að tengja
svona saman borgarstjórnarmál ann-
ars vegar og aðgerðir einstaks ráð-
herra í ríkisstjórn hins vegar. Hún
sagði að algjör forsenda fyrir sam-
starfi stjórnarandstöðuflokkanna í
næstu kosningum væri sú að flokk-
arnir gætu starfað saman á vettvangi
borgarmála óháð því sem væri að
gerast í ríkisstjórn og á Alþingi.
Taldi Sigrún vafasamt að byggja
samstarf á vettvangi borgarstjórnar-
mála á þeirri forsendu að óánægja
með embættisfærslur einstakra ráð-
herra yrði sjálfkrafa að úrslitaatriði
í samstarfi á allt öðru stigi stjórnsýsl-
unnar. „Það er ekki hægt að tryggja
hverjir sitja í stól menntamálaráð-
herra eða öðrum ráðherrastólum
þann tíma sem samstarf stjórnar-
andstöðuflokkanna í borgarstjórn
þyrfti að vara og samstarf í sveitar-
stjórnarmálum getur ekki miðast við
valdahlutföll á Alþingi eða í ríkis-
stjórn. Það hefur ekki tíðkast fyrr í
borgarmálum eða í sveitarstjórnar-
málum út um land,“ sagði Sigrún.
Aðspurð hvort þetta þýddi að
endanlega væri úti um samstarfshug-
myndir stjórnarandstöðuflokkanna
kvaðst Sigrún óttast að svo væri, en
tók jafnframt fram að þetta mál yrði
til umræðu á fundi borgarmálaráðs
Framsóknarflokksins á morgun,
miðvikudag. - BG |
Friðrik Ásmundsson Brekkan
blaðafulltrúi Menningarstofnun-
ar Bandaríkjanna.
Óvíst hvort Menningar-
stofnun Bandaríkjanna mun
endurráöa blaöafulltrúa:
Friðrik
hættir
Friðrik Ásmundsson Brekkan
sem verið hefur blaðafulltrúi
Menningarstofnunar Bandaríkj-
anna undanfarin sex ár lætur af
störfum um miðjan þennan
mánuð. Ekki liggur fyrir hvort
ráðinn verður nýr blaðafulltrúi í
stað Friðriks, en verið er að
athuga hvort hægt sé að deila
starfi blaðafulltrúa niður á aðra
starfsmenn stofnunarinnar.
Að sögn Friðriks Brekkan er
málið í biðstöðu og verið að
endurskipuleggja ýmsa hluti inn-
an Menningarstofnunar Banda-
ríkjanna. Er Friðrik hættir hjá
hjá Menningarstofnuninni mun
hann hefja störf hjá ferðaskrif-
stofunni Evrópuferðum. Hann
mun einnig starfa við verkefni
sem tengist aukinni samvinnu
íslands og Portúgals á sviði ferða-
mála. - ÁG
Stjórn foreldrafélags Ölduselsskóla:
Kyndugar yfirlýsingar
vegna fjölmiðlaumræðu
Tímanum hefur borist eftirfarandi
tilkynning frá stjórn foreldrafélags
Ölduselsskóla:
Vegna fréttaflutnings undanfarna
daga varðandi deilur í Ölduselsskóla
og yfirlýsingar skólastjóra Öldusels-
skóla, Sjafnar Sigurbjörnsdóttur, og
formanns fræðsluráðs, Ragnars Júl-
íussonar, sér stjórn foreldrafélags
skólans ástæðu til þess að koma á
framfæri eftirfarandi upplýsingum:
Fræðslustjórinn í Reykjavík og
Fræðsluráð Reykjavíkur tóku þátt í
að leysa deilu milli skólastjóra og
kennara í september síðastliðinn.
Urðu þær deilur m.a. til þess að nýtt
kennararáð var kosið við Öldusels-
skóla.
19. október sl., þegar núverandi
foreldraráð skipað 35 fulltrúum tók
til starfa, voru áberandi samstarfs-
örðugleikar enn fyrir hendi innan
skólans.
14. desember sl., að undangengn-
um viðræðum stjórnar foreldrafé-
lagsins við kennara og skólastjóra
var einróma samþykkt á fundi for-
eldraráðs að óska eftir því við
menntamálaráðuneytið að taka mál-
ið til athugunar til þess að firra
frekari vandræðum.
í byrjun janúar fól fræðsluráð
formanni ráðsins, Ragnari Júlíus-
syni, að kynna sér ástand mála í
Ölduselsskóla. í tengslum við þá
könnun var stjórn foreldrafélagsins
kölluð á fundi með Ragnari Júlíus-
syni, annars vegar með kennararáði
og hins vegar með skólastjóra og
yfirkennara. Þar kom m.a. fram hjá
Ragnari að þetta mál væri í höndum
menntamálaráðuneytisins, sem
mundi taka á því. Hans þáttur á
þessu stigi væri að reyna að koma á
sáttum milli skólastjóra og kennara.
Ragnar fól stjórn foreldrafélagsins
að fylgjast með því að samkomulag
yrði haldið um frið á meðan rann-
sókn ráðuneytisins stæði yfir og
jafnframt að þessum málum yrði
haldið utan fjölmiðla.
í lok janúar skrifaði stjórn for-
eldrafélagsins Ragnari Júlíussyni
bréf vegna blaðaskrifa af hálfu skóla-
stjóra Ölduselsskóla.
í ljósi þessara staðreynda þykir
stjórn foreldrafélagsins yfirlýsingar
Ragnars Júlíussonar og Sjafnar Sig-
urbjörnsdóttur undanfarna daga í
meira lagi kyndugar.
Stjórn foreldrafélags Öldusels-
skóla vísar einnig ásökunum um
pólitfskar ofsóknir algjörlega til
föðurhúsanna, enda ber hún fullt
traust til faglegrar meðferðar þessa
viðkvæma máls í menntamálaráðu-
neytinu.
21 umsækjandi um
hótelstjórastöðu
Frá Erni Þórarinssyni fréttaritara Timans í
Fljótum.
Stjórn Hótels Blönduóss h.f. réð
Guðmund Egil Ragnarsson sem hót-
elstjóra nú nýverið. Guðmundur
Egill er matreiðslumaður að mennt,
hann starfar nú í Reykjavík en hefur
áður starfað við hótelstörf á lands-
byggðinni, m.a. í Stykkishólmi.
Hann er væntanlegur til starfa á
Blönduósi fyrripart aprílmánaðar.
Guðmundur Egill kemur í stað
Bessa Þorsteinssonar sem hætti
störfum hjá Hótel Blönduósi um
áramótin og tók við rekstri Hótel
Borgarness. Bessi hafði starfað í sjö
ár við Hótel Blönduós og veitt
hótelinu forstöðu síðustu árin. Þrátt
fyrir að mörg hótel og veitingastaðir
hafi átt í rekstarerfiðleikum undafar-
ið, virðist mjög eftirsótt að veita
slíkum fyrirtækjum forstöðu ef
marka má þann mikla fjölda um-
sókna sem barst um stöðuna á
Blönduósi, þar sóttu alls 21 um
starfið og var það fólk nánast hvað-
anæva af landinu.
Það er hlutafélag sem stendur að
rekstri Hótel Blönduóss; stærsti
hluthafinn er Sölufélag Húnvetninga
en einnig eru Blönduósbær, Kaup-
félag Austur-Húnvetninga og nokkr-
ir einstaklingar eigendur að hótel-
Einn af starfsmönnum Tölvuvara hf. við nýju „hondæ“-tölvuna.
Tæknival og Tölvuvörur hefja tölvuinnflutning frá S-Kóreu:
Hyundai með
einkatölvur
Tæknival hf. og Tölvuvörur hf.
hafa nú undirritað umboðssamning
um sölu á Hyundai (hondæ) tölvum
frá Suður-Kóreu. Að sögn starfs-
manna Tölvuvara er tölva þessi
ódýr og enn ódýrari fyrst um sinn
vegna kynningarverðs. Hún fæst
bæði PC-samhæfð og AT- XT-
samhæfð og verður einnig boðið
upp á prentara frá Hyundai.
Hyundai mun vera 25. stærsta
fyrirtæki heims utan Bandaríkj-
anna og telst því sannarlega risafyr-
irtæki. Það starfar í mörgum sjálf-
stæðum deildum og er Hyundai
Electronics Industries Co. Ltd. ein
þeirra. Hún er aðeins sex ára
gömul en hefur vaxið hratt á síð-
ustu árum eins og flest önnur
fyrirtæki í rafeindaiðnaði.
Til þessa hefur Tæknival ekki
áður flutt inn tölvur, en sérhæft sig
í tölvubúnaði af ýmsu tagi og selt
tölvur í umboðssölu fyrir aðra
innflytjendur. Auk þessa samnings
við Hyundai hafa íslensku fyrirtæk-
in gert samning um innflutning og
sölu á Banzai-ferðatölvu frá Japan.