Tíminn - 04.04.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.04.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. apríl 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Guömundur P. Valgeirsson: Pólitískt í nýlegum skoðanakönnunum kemur það fram, að fylgi stjórnarinnar og þeirra flokka, sem að henni standa, hafi rýrnað að verulegum mun en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Kvennalista aukist að sama skapi. - Þó ekki sé mikið mark hægt að taka á slíkri könnun fer ekki hjá því að margur hrökkvi við þegar slíkar fréttir berast og nokkurn ugg setji að mönnum. Ef nokkuð er að marka slíka könnun ber það vitni litlum stjórnmálaþroska þeirra, sem svöruðu, eða einstaka pólitíska gleymsku þeirra. En hvort heldur sem er, að annað tveggja eða hvort tveggja býr hér að baki, er full ástæða til að gefa því gaum svo alvarlegt er það. Öllum mætti vera í minni hvert stefndi í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar á s.l. ári undir stjórn Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og efnahags- formúlu þessflokks. Allt atvinnulíf landsmanna til sjávar og sveita var á heljar þröm. Gjaldþrot blöstu við öllum atvinnurekstri og hvert framleiðslufyrirtækið af öðru boð- aði lokun og framleiðslustöðvun. Enginn grundvöllur væri fyrir áframhaldandi starfsemi. Fram- undan væri einungis tap á tap ofan að óbreyttu ástandi. Það sama var að segja um aðrar atvinnugreinar í verslun og viðskiptum heilla byggðarlaga. - Það var sannarlega vá fyrir dyrum. Og þeirri vá er ekki aflétt þó nokkuð hafi áunnist fyrir gerðir núverandi ríkisstjórnar. Þar er enn langt í land. - Menn ættu ekki að vera búnir að gleyma þessum uggvænlegu staðreyndum. Ekki kom þetta ástand til af því að sjónarmið Sjálfstæðisflokksins væru sniðgengin, heldur af því gagnstæða-. Engin önnursjónarmið en Þorsteins Pálssonar og frjáls- hyggju „gauranna" í Sjálfstæðis- flokknum komu þar til greina. Gamlir og lífsreyndir sjálfstæðis- menn stóðu utan gátta og lýstu óþökk sinni á stefnu forsætisráð- herra síns, og vitnuðu manna ákaf- ast um í hvert óefni stefndi. - Og enn má minna á með hvað miklu yfirlæti formaður Sjálfstæðis- flokksins vísaði á bug tillögum Steingríms Hermannssonar og Framsóknarflokksins: Stefna sín og sinna fylgismanna væri það eina, sem kæmi til greina, sagði hann. Allt átti að rúlla samkvæmt alþjóðlegum markaðslögmálum. - Og sjálfur Jón Baldvin Hannibals- son, sem hafði gert það að pólit- ískri trúarjátningu sinni, og Al- þýðuflokksins, að þjóna undir Þor- stein Pálsson og Sjálfstæðisflokk- inn í þeirri von að takast mætti að mynda nýja Viðreisnarstjórn Sjálf- stæðisflokks og krata, gafst hrein- lega upp á Þorsteini Pálssyni og „töfrabrögðum" hans og Sjálf- stæðisflokksins, með þeim orðum, að setið hefði verið meðan sætt var. Stjórn Þorsteins Pálssonar fékk það eftirmæli, að hún hefði verið einhver sú vesælasta og ráðlausasta ríkisstjórn, sem nokkru sinni hefði setið hér að völdum. Um það fórust flokksmanni hans og trúnað- armanni svo orð: „Sjálfstæðis- flokknum hefur gersamlega mis- tekist að stjórna efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann brást þegar mest lá við og týndi öilum áttum." Þessi dómur er skýr og afdráttar- laus. Undir hann gátu menn tekið og gerðu það. Eftir stjórnarskiptin reyndi Þor- steinn Pálsson að finna sér til ástæður fyrir dáðleysi sínu. Bar hann sig aumlega og komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ekki komið fram raunverulegum úrbótavilja sínum vegna metnaðar- minnisleysi girni Steingríms Hermannssonar. og löngun hans að komast í forsæt- isráðherrastólinn á ný. - Heldur var þetta lágkúruleg skýring. En liann og talsmenn hans í flokknum létu sér sæma að klifa á þessu sí og æ í þeirri von að einhverjir yrðu til að leggja trúnað á það og létu sér nægja það til að breiða yíir raun- veruleikann. Þessi afsökun gat síst heimfærst uppá Jón Baldvin og aðra, sem var fyrir löngu orðið augljóst að annað og meira var ástæðan. Þ.e. frjálshyggja vissra manna í Sjálfstæðisflokknum og gróðahyggja peningavaldsins, sem var á góðri leið að sölsa undir sig arð og eignir landsmanna með okurstarfsemi sinni, löglegri og ólöglegri, meðan atvinnulífinu blæddi út, að mestum hluta fyrir frjálshyggju er rekin var fyrir at- beina ýmsra forkólfa Sjálfstæðis- flokksins. - Þetta var svo augljós leikur að margir góðir og gegnir sjálfstæðismenn gátu ekki orða bundist, og fylgi Sjálfstæðisflokks- ins og álit hans hrapaði til stórra muna. Núverandi ríkisstjórn kom til valda við einhverjar þær erfiðustu aðstæður sem um getur. Ráðleysi fyrrverandi stjórnarforystu, eyðslustefna hennar og almenn- ings, var búin að færa þjóðina á ystu nöf þjóðargjaldþrots og hengi- flug gjaldþrota blasti við öllum atvinnurekstri og heilbrigðum við- skiptum félagasamtaka og einstak- linga. Orð Steingríms Hermanns- sonar um að þjóðin hefði aldrei staðið nær þjóðargjaldþroti voru sönn. En Sjálfstæðisflokkurinn og fjármagnsbraskararnir reyndu að gera hróp að honum fyrir að segja þann sannleika. Þeir kusu að stinga hausnum í sandinn og létust ekki sjá hættuna. í því birtist ábyrgðar- kennd þeirra! Hún hefur í engu breyst. Þó nokkuð hafi áunnist l'yrir forgöngu núverandi ríkisstjórnar er þó langt í land að æskilegur árangur hafi náðst. Stöðugt hafa komið í Ijós nýjar og nýjar upplýs- Gtiönuindur P. Valgeirsson ingar um að ástandiö hafi verið stórum verra en vitað var þegar nýja ríkisstjórnin tók við vandan- um. Strax eftir myndun núverandi ríkisstjórnar boðuðu peningafurst- arnir til stofnfundar „stéttarfélags" til verndar hagsmunum sínum. Sá félagsskapur hefur meðal almenn- ings verið kallaður, stéttarfélag okrara. Þeim félagssamtökum hef- ur orðið vel ágengt í viðleitni sinni að viðhalda háum vöxtum og fjármagnsbraski, sem hcldur áfram að naga rætur atvinnulífsins og heilbrigðrar starfsemi í almenn- ingsþjónustu, þó einkurn úti á landsbyggðinni þar sem umsetning er ekki eins ör og á höfuðborgar- svæðinu. Fá kaupfélögin og annar hliðstæður þjónustufélagsskapur að kenna á því, svo liggur við gjaldþroti margra þeirra. Þegar svo er komið hygg ég að mörgum kotbóndanum þyki þá þröngt fyrir dyrum, og eigi ekki margra kosta völ. En félög peningafurstanna gleðjast í hjarta sínu yfir árangri iðju sinnar. Þau fitna eins og púkinn á fjósbitanum. - Þar er kjarni Sjálfstæðisflokksins og hann á sinn þátt í að fylgi þess-flokks hefur aukist, svo sem áðurnefnd skoðanakönnun bendir til. Segja má, að frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð liafi staðið yfir átök milli hennar og peninga- valdsins í landinu, sem krefst ótak- markaðs frelsis til að ávaxta fjár- muni sína að eigin vild. Hinir ólíklegustu hópar hafa komið fram og skipað sér við lilið fjármagns- gróðaaflanna í þjóðfélaginu og gert erfitt fyrir um úrbætur á því sviði, atvinnulífinu til gagns. Þar koma til gömul og ný sannindi um mátt Mammons. Málflutningur stjórnarandstöð- unnar, Sjálfstæðisflokksins, frá því núverandi ríkisstjórn var mynduð, hefur síst verið til þess fallinn að skapa þeim álit og tiltrú hins al- menna kjósanda. Því óskiljanlegri eru þær vísbendingar, seni umgetin skoðanakönnun gefur til kynna. Því er full ástæða til að hressa upp á minni fólks um hverjar ástæður lágu til myndunar núverandi ríkis- stjórnar og að engin endurfæðing hefur átt sér stað innan Sjálfstæðis- flokksins frá því hann hafði forystu ríkisstjórnar á hcndi í tíð fyrri ríkisstjórnar. Því er ekki mikils að vænta, nú fremur en þá, úr þeirri átt til lausnar á efnahagsvanda atvinnuveganna og ríkissjóðs. Fylgi kvennalistans er og hefur ávallt verið fyrir utan öll skyn- semismörk. Því er ekki ástæða til að eyða orðurn að sveiflum í fylgi þeirra. Því skal aðeins bætt við, að núverandi ríkisstjórn tókst það mikinn vanda á hendur, að það gerði meiri kröfur til ráðherra hennar, hvers og eins um sem heldur en annarra ríkisstjórna, ef hún ætlar að valda hlutverki sínu. Undir því var meðal annars komin vonin um liðsinni huldumannanna þegar á þurfti að halda. -Ærslalæti og skæklatog innbyrðis eiga ekki samleið með svo stóru hlutverki. Bæ, 15. mars 1989 Guðmundur P. Valgeirsson Kristinn Snæland: Steik fátæka mannsins Kveöja til Guðrúnar Helgadóttur frá alþýðumanni Lengi, lengi, hefí ég ætlað eða langað til að skjóta því að henni Guðrúnu Helgadóttur, verkakonu á Alþingi, hverjum augum ég lít hvalkjöt og hvalveiðar við ísland. Fyrst vil ég þó segja henni að mér framsóknarmanninum, hefur þótt um margt mikið til hennar koma og vænti þess reyndar enn að hún muni auka mér trú á heiðarleika og hæfni íslenskra stjórnmálamanna og ef ekki það, þá a.m.k. trú á hreinskilni þeirra. Við Guðrúnu. þessa vinkonu mína, sem ég kalla svo vegna þess að mér þykir vænt um flest það sem hún stendur og berst fyrir, vil ég segja þetta: Ég er sannfærður um áð hvalveiðar okkar frá því við tókum þær upp, hafa verið afar hófsamar og af og frá að þær hafi gengið á hvalastofna við landið. Mér til sönnunar á þessari skoðun er sú staðreynd að öll þessi ár höfum við veitt ámóta tölu dýra, með svipaðri fyrirhöfn. Þú skilur Guðrún, ef hvölum hefði farið fækkandi, þá hcfði þurft lengra úthald sömu skipa eða fleiri skip til þess að ná tölu veiddra dýra. Sú hefur ekki verið raunin. Vísinda- veiðar okkar á hvölum, munu er fram líða stundir, verða metnar sem merkilegt innlegg í rannsóknir á lífkeðju sjávarlífvera við landið okkar. Kjötið mitt Þar fyrir utan, þó þú eigir hugs- anlega erfitt með að skilja það, eða að setja þig inn í stöðu láglauna- fólks á íslandi, slík hefðarfrú sem þú ert nú orðin, þá skal ég nú lýsa fyrir þér almennri verslunarferð hjá mér, svona fyrir helgi, og ég veit að við erum mörg sem lendum í sömu aðstöðu og ég, þessvegna, taktu nú eftir. Þegar ég kem í Kaupstað á föstudegi til helgarinnkaupa, þá hugsa ég oft um það, þegar ég var lærlingur í rafvirkjun og nýgiftur, um 1955. Þá, á lærlingskaupinu, reyndar með verkamannakaup á yfirvinnuna, þá gat ég keypt læri, hrygg, lærissneiðar og kótelettur í matinn, af lambakjöti. Núna geng ég slefandi framhjá lambakjöts- deildinni, horfi og langar, en kippi að mér hendinni. Niðurstaða helg- arinnkaupanna verður oft hvalkjöt, ærhakk, saltað hrossa- kjöt, lærishæklar, og þegar ég þyk- ist ríkur, úrbeinaðir frampartar sem kallaðir eru Londin lamb. Að ég kaupi það sem mig virkilega langar í, lambakjötið, er af og frá. Samt, sem áður er sagt, þá verður hvalkjötið aftur og aftur helgar- maturinn hjá mér og mínu fólki. Guðrún nrín, ég hélt sannast að segja að þú værir svo sterk mann- eskja, aö þú lentir ckki í fílabeins- turni við upphefðina. Mér þykir það ægilega sárt, um manneskju sem ég mat svo rnikils, að hún skuli ekki hafa kynnst því eða vitað af því að hvalkjöt' er kjöt fátæka fólksins á íslandi. Rós fær maður Ég hefi löngum verið í nokkurri Kristinn Snæland. andstöðu við Hjörleif Guttorms- son. Frammistaða hans í „hvala- málinu", myndinni og umræðunni á eftir var þannig að núna þykir mér talsvert vænt um manninn. Guðrún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis og handhafi for- setavalds, þingmaður og fulltrúi Alþýðubandalagsins brást öllum væntingum mínum. Hjörleifur fær rós, en Guðrún skömm eina. Guðrún, dettur þér aldrei í hug, þegar þú snæðir dýrindis lamba- steikur, af besta kjöti sem til er á íslandi, dettur þér aldrei í hug allt alþýðufólkið sem hefur ekki efni á steikunum og kaupir sér bara hvalkjöt. Með því að verða forseti sameinaðs Alþingis og þar með handhafi forsetavalds á íslandi (þegar svo ber undir) hefur þú hlotið mikla upphefð sem mér þótti að verðleikum. Núna, eftir frammistöðu þína vegna hinnar ágætu myndar Magnúsar Guð- mundssonar efast ég satt að segja um dónigreind mína. Hreinskilna og hressa stelpan mín, nrcð munn- inn fyrir neðan nefið, baráttukona alþýðufólksins er orðin að upp- skrúfaðri yfirstéttarkonu sem á engan máta skilur lífsbaráttu lands- manna, hvalveiðimanna, hrefnu- veiðimanna og láglaunafólksins sem étur hvalkjöt í sunnudagsmat. Mér hefur þótt vænt um þig Guð- rún mín, en nú segi ég bara, skammastu þín elskan mín og bættu ráð þitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.