Tíminn - 04.04.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. apríl 1989
Tíminn 3
Miðstjórnarfundur í Alþýðubandalaginu á miðvikudagskvöld:
STADA FORMANNSINS
GÆTI ORDID TVÍSÝN
„Það er lang líklegast að þeir menn sem Ólafur Ragnar og
fylgismenn hans hafa verið að vega innan flokksins undanfarin
ár, muni nú bjarga honum lifandi úr þeim háska sem hann er
í,“ sagði Úlfar Þormóðsson miðstjórnarmaður í gær þegar
Tíminn spurði hann um skyndifund í miðstjóm flokksins, sem
boðað hefur verið til á miðvikudagskvöld.
Á fundinum á að ræða almennt
um stefnu Alþýðubandalagsins í
þeirri kjarabaráttu sem nú stendur
yfir og stefnu ríkisstjórnarinnar.
Erfitt er á þessari stundu að segja
hvaða afleiðingar þetta gæti haft
fyrir Ólaf sem formann flokksins.
Ragnar Stefánsson jarðskjáifta-
fræðingur er einn tuttugu miðstjórn-
armanna í Alþýðubandalaginu sem
krafist hafa fundar í miðstjórn
flokksins vegna ástandsins í samn-
ingamálunum og ákvörðunar fjár-
málaráðherra að draga frá fyrirfram-
greiddum launum þeirra ríkis-
starfsmanna sem boðað hafa verkfall
á fimmtudaginn kemur.
BHMR telur að samkvæmt lögum
beri fjármálaráðherra að standa
þeim skil á fyrirframgreiddum laun-
um enda þótt verkfall hefjist á
fimmtudaginn kemur, takist ekki
samningar fyrir þann tíma.
Á launaseðlum þeirra nú um mán-
aðamótin er nú „frádráttur vegna
verkfalls frá 6. til 30 apríl.“
BHMR menn segja að ákvörðun
fjármálaráðherra að greiða þeim
ekki laun nema til fimmtudagsins
byggi á lögum sem fallin eru úr gildi
og sé því ólögmæt.
„Mikið lifandis skelfing væri það
nú gott ef Dagsbrún fengi fyrirfram-
greidd laun í verkföllum, eins og
BHMR menn telj a sig hafa lagalegan
rétt til. Það létti nú aldeilis á ef fyrstu
þrjár vikurnar væru á fullum laun-
um, en það sem framyfir færi, yrði
dregið af með jöfnum afborgunum
yfir allt árið,“ sagði Guðmundur J.
Guðmundsson formaður Dagsbrún-
ar.
Ragnar Stefánsson sagði að
ákvörðun fjármálaráðherra stangað-
ist á við þá stefnu Alþýðubandalags-
ins að styðja baráttu launafólks við
að ná upp launaskerðingu undanfar-
ins árs, eða frá því að bráðabirgða-
lögin voru sett s.l. vor, en sú kjara-
skerðing var metin þann 5. mars sl.
á launataxta nálægt 15%
Verkalýðsmálaráð Alþýðubanda-
lagsins hefði sett fram tvær aðalkröf-
ur í þessu sambandi; annars vegar að
launþegar endurheimti þessi 15% en
hins vegar að lægstu laun yrðu 50
Ólafur Ragnar Grímsson.
þúsund krónur á mánuði. Því bæri
ansi mikið í milli stefnu flokksins og
gerða Ólafs Ragnars.
Álfheiður Ingadóttir sagði í gær
orðið býsna langt síðan miðstjórnar-
fundur var haldinn síðast og þess
vegna hefði verið óskað eftir fundi
nú. Ekki væri þó fyrir að synja að
þessa fundar hefði verið óskað að
gefnu tilefni.
Álfheiður sagði síðan: „Það hefur
verið sett á oddinn í flokknum að
staðið skuli við gerða samninga, þar
á meðal fyrirframgreiðslu launa hjá
ríkisstarfsmönnum. Aðgerðir fjár-
málaráðuneytisins í síðustu viku eru
ekki í samræmi við ályktanir flokks-
ins til stuðnings þessu sama fólki
sem stóð í svipaðri baráttu fyrir
nokkrum árum.
Þegar ríkisstjórnin tók við í haust
sögðu ýmsir að prófsteinn á líf
hennar eða dauða yrði á vordögum
þegar samninga- og verkfallsbanni
yrði aflétt og launþegar fengju aftur
rétt til að semja um kaup sitt og kjör.
-sá
Albert Guðmundsson
Albert til Parísar á sunnudaginn:
Litríkastur
þingmanna
Albert Guðmundsson, alþingis-
maður hætti störfum sem slíkur í
gær eftir fimmtán ára þingmanns-
feril. Við þetta tækifæri sagði
Guðrún Helgadóttir, forseti sam-
einaðs Alþingis, að þótt Albert
hafi ekki setið manna lengst á
Alþingi, hafi hann að sínu mati
veríð sá litríkasti sem hún hafi
kynnst. I viðtali við Tímann neitaði
Albert því að hann væri að snúa
yfir til Sjálfstæðisflokksins nú á
þessum tímamótum, er hann tekur
við sendiherrastöðu ■ París.
..Ég er ekki að senda frá mér
nein skilaboð til Borgaraflokks-
manna um að ganga yfir í Sjálf-
stæðisflokkinn. Ég hef heldur ekk-
ert skipt mér af Borgaraflokknum
síðan hann sneri af þeirri stefnu
sem ég stofnaði flokkinn um á
sínum tíma,“ sagði Albert. Sagði
hann að það legðist vel í sig að
komast út til Parísar og sagðist
vona að hann yrði landi og þjóð að
gagni í þessu nýja starfi. „Þetta er
mikið rask að taka sig upp á
þennan hátt, en það leggst ágæt-
lega í mig.“ Albert mun fara um
leið og fyrrverandi sendiherra hef-
ur rýmt fyrir honum í bústaðnum
og hefur Albert stefnt að því að
fara utan á sunnudaginn kemur.
Sæti Alberts á Alþingi hefur
þegar verið ráðstafað og sest í það
varamaður hans, Benedikt Boga-
son. Þegar Tíminn hafði samband
við hann í gær, var skammt um
liðið síðan hann hafði verið látinn
vita að hann ætti að taka sæti á
Alþingi. Sagðist hann vona að fyrir
þinglok í vor yrðu komnar fram
skýrari línur í því hvað gert verður
í efnahagsmálum þjóðarinnar,
enda væri það grundvöllur að öllu
starfi Alþingis. „Ég á auðvitað til
mál sem ég vil vinna að og lúta t.d.
að samgöngum á íslandi, en ekki
síst hér í höfuðborginni. Þar hvílir
mikið á ríkissjóði að greiða sinn
hluta í aðalbrautargerð," sagði
Benedikt. ÁG/KB
Bragi Steinarsson, ríkissaksóknari, um niöurstööu héraösdóms í möskvamáli
Danska Péturs:
Alveg óskiljanleg
niðurstaða í Eyjum
Ákæruvaldið getur ekki unað
þessari niðurstöðu héraðsdóms og
hefur því lýst yfir áfrýjun til Hæsta-
réttar. Niðurstaða Sakadóms Vest-
mannaeyja er óskiljanleg. Mæling-
arnar sýna að þarna voru veiðarfærin
langt undir áskilinni möskvastærð,"
sagði Bragi Steinarsson, ríkissak-
sóknari og opinber ákærandi á hend-
ur skipstjóranum á Danska Pétri.
Skipstjórinn, Jóel Þór Andersen,
hefur nú verið sýknaður af öllum
ákæruatriðum án þess að dómurinn
véfengi mælingar eða aðgerðir Land-
helgisgæslunnar. Ekki hefur verið
sýknað áður í slíkum málum án þess
að mælingar eða mælingartæki hafi
verið véfengd.
Það var Jón Ragnar Þorsteinsson
sem var dómari í málinu heima í
héraði. Hann sagði að dómurinn
hafi að vandlega athuguðu máli
komist að þeirri niðurstöðu að skip-
stjórinn hafi verið að nota þorskanet
og það hafi þótt sannað af sérstökum
skoðunarmönnum réttarins. Jón
Ragnar kvaddi til tvo sérfróða menn
í dóminn, en það voru þeir Friðrik
Ásmundsson, skólastjóri Stýri-
mannaskólans í Vestmannaeyjum,
og Finnbogi Ólafsson, netagerðarm-
eistari. Sagði Jón Ragnar að í niður-
stöðum dómsins fælist að mælistika
Landhelgisgæslunnar sé viður-
kennd, enda sé hún löggilt, aðferðir
starfsmanna einnig viðurkenndar og
því sé viðurkennt að hluti mældra
möskva hafi verið undir löglegri
stærð.
Togskipið Danski Pétur fór í
gærmorgun aftur til veiða, en hann
hefur verið kyrrsettur síðan hann
var tekinn að veiðum með ólöglega
smárri möskvastærð síðdegis á mið-
vikudag í síðustu viku. Veiðarfæri
hans verða hins vegar áfram í vörslu
Sakadóms Vestmannaeyja sem
sönnunargagn. Búist er við því að
þetta opinbera mál njóti forgangs
sem slíkt og verði því tekið fyrir í
Hæstarétti strax í haust.
Að sögn Braga Steinarssonar,
saksóknara, hefur engum látið sér
það til hugar koma að draga ein-
hverja hlutdeildarmenn til ábyrgðar
nema skipstjórann sjálfan. Reyndar
sé ekki látið að því liggja beinum
orðum í dómsniðurstöðu og því sé
m.a. ekki auðvelt að skilja niður-
stöðurnar. Engan annan en skip-
stjórann sé hægt að draga til ábyrgð-
ar og þar sem möskvarnir voru of
litlir á þessu veiðisvæði hafi verið um
augljóst brot á reglugerð um
möskvastærð nr. 125 frá 1979 að
ræða. Á þessari skoðun byggi áfrýj-
un ákæruvaldsins.
Þröstur Sigtryggsson, stjórnstöðv-
arstjóri hjá Landhelgisgæslunni,
sagði að í ár og fyrra hafi verið lögð
meiri áhersla á mælingar en áður,
vegna fjölda ábendinga. Því hafa
fleiri skip verið tekin og nokkur
þeirra hafa verið ákærð og dæmd.
Sagði Þröstur að reyndar hafi varð-
skipamenn verið í nokkrum vanda
fram að þessu með löggildingu mæli-
tækja. „Niðurstöður Sakadóms
Vestmannaeyja og sú áfrýjun sem
nú hefur verið tilkynnt, er viður-
kenning á því að við erum að gera
rétt,“ sagði Þröstur. KB
HitaveitaSuðureyrarendurnýjuð í sumar:
Kostnaður um
50 milljónir
Mikil vandræði hafa verið með
hitaveituna á Suðureyri allt frá því
hún var tekin í notkun árið 1977.
Nú liggur fyrir að vegna þess hve
hitaveituvatnið er kalt og mikil
kalkmyndun í því verður nýtt hita-
veitukerfi svo til endurbyggt á
Suðureyri í sumar og ráðgert er að
framkvæmdum verði lokið í nóv-
ember. Samkvæmt áætlunum sem
gerðar voru síðastliðið haust er
kostnaður við þær framkvæmdir
um 47 milljónir. Einnig hafa margir
húseigendur orðið að skipta um
ofnakerfi í húsum sínum vegna
mikillar tæringar.
Ragnar Jörundsson sveitarstjóri
sagði í samtali við Tímann í gær að
það væri margsinnis búið að reyna
að koma þessum málum í lag með
ódýrari hætti en það hefði ekki
gengið upp. Sú varanlega lausn
sem nú er fyrirhuguð er að tvöfalda
bæjarkerfið og byggja kyndistöð.
Með tvöföldu kerfi er komið upp
lokaðri hringrás vatnsins, þannig
að kerfisvatnið er einangrað frá
jarðhitavatninu og þar með á tær-
ingarhættan að vera úr sögunni.
Ragnar sagði einnig að á sínum
tíma þegar olíuverð var mjög hátt
þá hafi útreikningar bent eindregið
til þess að hitaveitan yrði hagstæð.
Ekki væri hægt að sjá fyrir að
vatnið yrði ekki eins heitt og áætlað
var og Orkustofnun bæri enga
ábyrgð á því þó menn á hennar
vegum hafi álitið að framkvæmdin
yrði hagstæð.
Súgfirðingar munu fá ákveðna
fyrirgreiðslu hjá því opinbera
vegna þessara framkvæntda, m.a.
verður eldri lánum aflétt. SSH