Tíminn - 12.04.1989, Side 2
2 Tíminn
Miðvikudagur 12. apríl 1989
Samningafundur milli ASÍ og VSI í dag.
Vinnufundir í kjaradeilu BHMR í gær og
fyrradag. Samningamenn verjast allra frétta:
Samkomulag
að skapast?
Sjóflugvélin sem keypt hefur verið á Patreksfjörð.
Engir beinir samningafundir voru í kjaradeilu BHMR og
ríkisins í gær heldur stóðu svokallaðir vinnufundir yfir.
„Það er enn verið að vinna svona
milli mála eins og kannski mætti
orða það. Það er best að vinna þetta
þannig, í þrengri hópi,“ sagði Guð-
laugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari
í gær.
Guölaugur sagðist ætla að verið
væri að ræða þau mál sem ríkið hefði
lýst yfir vilja sínum til að semja um
til lengri tíma og hann sagöist álíta
að málin færu að skýrast innan tíðar.
Vinnufundirnir hófust í Borgar-
túni 6 í fyrradag að Ioknum samn-
ingafundi og stóðu fram eftir degi.
Þeir hófust síðan aftur í gærmorgun
og var rætt um að koma á samningi
til þriggja ára þar sem gilti önnur
röðun í launaflokka en verið hefur.
BHMR vill fá fleiri launaþrep sem
ákvarðast myndu bæði af prófum,
lífaldri og starfsaldri og hækka
myndi almennt laun háskólamanna
talsvert.
Samningamenn BHMR og ríkis-
ins vörðust í gær allra frétta af gangi
mála, en fróðir menn segja að það
sé oft rnerki um að samkomulag sé
að fæðast. Eftir Páli Halldórssyni
var haft í gærdag að nú loks væri
hægt að tala um alvöru samningavið-
ræður.
Samningaviðræður milli ASÍ og
VSÍ hafa legið niðri frá því fyrir
helgi, eða frá því að VSÍ óskaði eftir
því við Þjóðhagsstofnun að hún
reiknaði út greiðslugetu og afkomu
atvinnuveganna, einkum útgerðar
og fiskvinnslu.
Samningafundur hefur verið boð-
aður í dag og hafði VSÍ óskað eftir
því að fá útreikninga Þjóðhagsstofn-
unar í hendur fyrir fundinn.
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar sagði í gær að þetta
væri afar yfirgripsmikið verk og
útilokað væri að Ijúka því fyrir
fundinn í dag. Stefnt væri hins vegar
að því að Ijúka því fyrir föstudag.
Sjóflugvél keypt
til Patreksfjarðar
Nokkrir félagar í flugklúbbnum
Byr á Patreksfirði hafa eignast sjó-
flugvél af gerðinni Lake La 4 Bucc-
aner og er hún eina sjóflugvélin sem
er í notkun á íslandi í dag. í nokkra
mánuði hefur vélin verið staðsett á
Reykjavíkurflugvelli þar sem ein-
ungis einn íslendingur hefur reynslu
af því að lenda svona vél á sjó eða á
vatni. Hann mun fljótlega taka tvo í
„tékk“ sem munu svo þjálfa eigend-
ur vélarinnar, en það krefst mikilla
æfinga að verða fuilfær í að lenda vél
af þessu tagi á sjó eða vatni.
Flugvélin sem um ræðir kemur
Óli Bjarnason útgeröarbóndi í Grímsey var sjónarvottur þegar vélin var skotin niöur:
Fengu hluta þýskrar
flugvélar í trollið
Skipverjar á Dalaborginni EA
317 frá Dalvík fengu hluta af flaki
þýskrar Focke-Wulf flugvélar í
trollið, þar sem skipið var að
veiðum austan við Grímsey á
sunnudagsmorgun. Flugvélin sem
hér um ræðir var skotin niður
austan við Grímsey árið 1943, en í
frásögn Tímans frá þeim tíma er
sagt frá því að ameríska herstjórn-
in hafi tilkynnt þann 6. ágúst um
að þýsk flugvél hafi verið skotin
niður á Skjálfandaflóa. Farið var
með flakið til Dalvíkur.
Willard Helgason fyrsti stýri-
maður á Dalaborginni sagði í sam-
tali við Tímann að líklega væri um
að ræða hluta af hreyfilhlífum
vélarinnar. Hann sagði að menn
hefðu oftast sloppið við skemmdir,
þegar þeir hefðu fengið hluta flaks-
ins í veiðarfærin, en trollið hjá
þeim skemmdist töluvert við það
að fá þennan aðskotahlut.
Hann sagði að oft áður hefðu
menn fengið hluta úr flakinu í
vörpuna og árið 1977 fékk hann
stóran hluta úr stéli vélarinnar í
veiðarfærin, þegar hann var skip-
stjóri á Arnarborginni.
Willard sagði að flakið sem þeir
hefðu fengið nú hefði verið urn
mílu sunnar en menn töldu að
flakið lægi á, um 7 mílur réttvísandi
austur af Grímsey.
Óli Bjarnason útgerðarbóndi í
Grímsey, var einn þeirra sem var á
færum, þegar þýska vélin var skot-
in niður árið 1943. Hann sagði í
samtali við Tímann að þeir hefðu
verið staddir um 4 sjómílur í norð-
ur af Grímsey. Á þessum árum sáu
þeir þýskar Focke-Wulf flugvélar
nær hver einasta dag árin 1942 til
1944. „Það var einkenni þeirra að
þær flugu svo nálægt sjónum. að
það var lygilegt að sjá það. Jæja,
ég heyri ógurlegar drunur norður í
hafi og rétt á eftir birtist flugvél.
Hún flaug svo rétt hjá okkur, það
voru 7 til 8 bátar þarna að veiðum,
að viö sáum menn í gluggum
vélarinnar. Flugvélin flýgur norð-
austan við eyjuna og lyftir sér
síðan upp yfir eyjuna. Rétt í því
koma tvær bandarískar flugvélar
og þær mætast yfir miðri eyjunni.
Þar með byrjaði darraðardansinn.
Við sjáum að það fer að rjúka
aftan úr þýsku vélinni og banda-
rísku flugvélarnar halda sig fyrir
ofan og neðan hana og dúndruðu á
hana látlaust," sagði ðli. Skömmu
síðar kvað við mikil sprenging og
vélin stakkst í sjóinn, en hinar
flugvélarnar flugu hring eftir hring
yfir staðnum. „Við urðum forvitn-
ir, svo ég set á stím að staðnum,
taldi þetta ekki vera nema um 2
mílur eða svo, en þegar ég var
búinn að keyra bátinn í dágóðan
tíma þá ákvað ég að vera ekkert að
fást um þetta og sný bátnum við,
enda búið að vera gott fiskerí,“
sagði Óli.
Hann sagði að þegar þeir hefðu
verið búnir að fiska þar eina 3 til 4
klukkutíma þá sáu .þeir litla þúst
fyrir austan sig og flugvélarnar enn
sveimandi yfirstaðnum. Þeirsigldu
því í áttina að þústinni og sáu að
um var að ræða gúmmíbát, með
sjö mönnum innanborðs. „Svo var
ég bara að leggja að bátnum, eins
og fínn maður, seilist inn í stýris-
húsið til að kúpla frá, þá komu
ýzn Ílugvéí skotm|
niður & SkjálÍanda-
ilóa
Amerlska herstjórnin tll-l
kynntl á töstudagtnn, a8 þýzkl
Focke-Wulf flugvél, er flaugl
eln slns liSs, hafl yerlð skotinl
nlður eftlr yiðurelgn ylð amer-l
iskar orsustuflugvélar. VlSur-l
eign þessi var á svipuðum slóð-l
um og árásln á Súðina, er gerðl
var 10. Júni slðastliðtnn. _ f
Flugvélin hrapaði 1 sjó niður,
en áhöfn hennar, s)ö manns,i
tókst að komast i gúmmlbát, erl
hún hafðl meðferðls. Brezktl
hersklp tók siðan flugmennlna
ng eru belr nt^anga^^^h
Frétt Tímans, frá þriðjudeginum
lO.ágúst 1943, þar sem greint var
frá að vélin hefði verið skotin
niður.
vélarnar hver á fætur annarri og
skutu fyrir stefnið á bátnum hjá
mér. Þetta voru fleiri hundruð
kúlur sem fleyttu kerlingar þarna
fyrir framan stefnið, svo ég bara
bakkaði frá og flúði, en Þjóðverj-
arnir vinkuðu og kölluðu eitthvað
sem við skildum ekki,“ sagði Óli.
Hann sagði að þeir hefðu rétt verið
búnir að snúa frá þegar hraðbátur
hefði komið aðvífandi og tók Þjóð-
verjana um borð. „Það voru nú
ekkert sérstaklega flott handtök
hjá þeim þegar þeir voru að inn-
byrða þá,“ sagði ÓIi. - ABÓ
hingað til lands frá Bandaríkjunum
en hún var smíðuð 1973. Vélin er
fjögurra sæta með 4 klukkustunda
flugþol og meðalflughraði er um 125
mílur.
Sjóflugvélar hafa í langan tíma
verið sjaldséð fyrirbæri á íslandi.
Fyrir nokkrum árum keypti Hall-
grímur Jónsson flugstjóri vél af
þessu tagi til landsins en varð að
selja hana fljótlega úr landi aftur
vegna þess að erfiðlega gekk að fá
íslendinga til að kaupa hlut í vélinni
þar sem nokkuð vandasamt er að
lenda á vatni, jafnframt var það
algeng skoðun að þessar vélar væru
hættulegar. Þegar Hallgrímur keypti
sína vél höfðu sjóflugvélar svo að
segja ekki sést á íslandi síðan í
kringum 1950 fyrir utan að Land-
helgisgæslan hafði Katalínuflugbát í-
þjónustu sinni fram yfir 1960.
Nokkrum árum seinna fékk Gæslan
til reynslu Albatros sjóflugvélar en
þær reyndust ckki eins og vonir
stóðu til. Vélin sem Patreksfirðing-
arnir keyptu á þó fátt annað sameig-
inlegt með gömlu vélunum annað en
það að geta lent á sjó og vötnum og
hafið sig þaðan á loft á ný.
Sem fyrr segir er aðeins einn
maður hér á landi sem hefur lent
svona vélum á sjó eða vatni en
nokkrir af eldri flugstjórunum hafa
„sjóflugvélatékk" en hafa ekki feng-
ið tækifæri til að nýta þau réttindi.
Helsti munurinn á því að fljúga
sjóvél af þessu tagi og venjulegum
vélum er að mótorinn er staðsettur
á þakinu en ekki framan á vélinni.
Togkrafturinn sem myndast er því í
annarri afstöðu miðað við þyngdar-
punkt vélarinnar, og virkar öðruvísi
á skrokk vélarinnar. SSH
Vaxtabreytingardagur í gær:
Vaxtalækkun á
verðtryggðum
skuldbindingum
Búnaðarbanki, Iðnaðarbanki og
Verslunarbanki lækkuðu í gær raun-
vexti á verðtryggðum útlánum um
0,5%, en Landsbanki, Útvegsbanki,
Samvinnubanki og Alþýðubanki
bíða með þá lækkun þangað til 21.
apríl nk. Á móti þessari lækkun
kemur lækkun raunvaxta á verð-
tryggðum sex ntánaða sparireikning-
um, hækkun vaxta á víxlum, yfir-
dráttarlánum og almennum skulda-
bréfum hjá sumurn þessara banka.
Þá hækkuðu einnig nafnvextir á
innlánum og hækkaði vegið meðaltal
úr 13,4% í 14,2%.
Vegið meðaltal víxilvaxta hefur
nú hækkað úr 24,7% í 26%. Þessi
hækkun á meðaltali er til komin
vegna hækkunar Búnaðarbankans
úr 25,5% í 27%, Iðnaðarbankans úr
24,5% í 27% og sparisjóðum úr 25%
í 26,5%.
Lækkun á raunvöxtum á sex mán-
aða verðtryggðum sparireikningum
var 0,5% hjá Búnaðarbanka og
Iðnaðarbanka, en nam 0,25% hjá
sparisjóðum. Önnur breyting á inn-
lánshlið er 2% hækkun nafnvaxta á
almennum bókurn Landsbankans og
1% hjá Iðnaðarbanka og sparisjóð-
um.
Vextir á yfirdráttarlánum hækk-
uðu hjá Landsbankanum í 28,5% en
hjá Iðnaðarbankanum hækkuðu þeir
úr 28% í 31%. Vegið meðaltal á
þessum vöxtum hefur því hækkað úr
28,5% í 29,3% og nálgast óðum
30% markið.
Nafnvextir almennra skuldabréfa
hjá Útvegsbankanum hækkuðu úr
23% í 25,5%, hjá Búnaðarbanka úr
27% í 28%, hjá Iðnaðarbanka úr
25,5% í 28,75%, hjá Alþýðubanka
úr 26,75% f 28,75% oghjásparisjóð-
um úr25,5% í 28,5%. Vegið meðal-
tal hefur þó ekki hækkað nema úr
24,8% í 25,7% þar sem hækkun á
þessum lánaflokki tekur ekki gildi í
Landsbankanum fyrr en þann 21.
apríl, sem er næsti vaxtabreytingar-
dagur. Þá hækka vextir þessir þar á
bæ í 26,5%. KB
Opinber heimsókn
forsætisráðherra
Fimmtánda maí næstkomandi
koma Ingvar Carlsson forsætis-
ráðherra Svíþjóðar og kona hans
í opinbera heimsókn hingað til
lands. Þau koma í boði forsætis-
ráðherra íslands Steingríms Her-
mannssonaren heimsókninni lýk-
ur þann átjánda.