Tíminn - 12.04.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. apríl 1989
Tíminn 7
Vatnsbóla leitað á Reynisvatnsheiði fyrir Reykjavík:
Heiðin virkjuð til að
fyrirbyggja vatnsskort
í sumar hefur Vatnsveita Reykjavíkur athuganir á mögu-
legri vatnsöflun á Reynisvatnsheidi.
Á fundi stjórnar veitustofnana fyrir helgi var samþykkt að
verja 32 milljónum, sem ætlaðar höfðu verið til lagna í
Miklubraut, til borana á Reynisvatnsheiði. Þeim vatnsbólum
er ætlað að taka við hlutverki Bullaugna sem hætt verður að
nota innan tveggja til þriggja ára.
Bullaugu eru við upptök Grafar-
lækjarins í miðjum golfvellinum í
Grafarvogi. Þegar þau voru tekin í
notkun var gert ráð fyrir að þau
myndu nýtast sem skammtímavatns-
ból, til tíu eða fimmtán ára. „Það var
vitað að hætta yrði vinnslu neyslu-
vatns úr þeim þegar byggð færðist til
austurs. En á sínum tíma voru þau
mjög góð vegna byggðarinnar í
Breiðholti og efst í Árbænum,"
sagði Þöroddur Sigurðsson vatns-
veitustjóri í samtali við Tímann.
Gert er ráð fyrir að notkun vatns-
bólsins verði hætt eftir tvö til þrjú ár.
Upphaflega voru tvær dælur við
Bullaugu en nú er aðeins önnur
þeirra notuð. Hún dælir um sextíu
iitrum á sekúndu en í Heiðmörk er
dælt um þúsund til ellefu hundruð
lítrum á sekúndu, og jafnvel meira.
Fyrir fjórum til fimm árum var
vatnstaka úr Gvendarbrunnum lögð
af. Þeir eru opin vatnsból sem hætt
er við mengun sökum foks, írennsli
og fleiru. I stað þess hefur verið
borað annars staðar í Heiðmörkinni
og sama vatn og ella rynni í Gvend-
arbrunna tekið neðanjarðar, tvö
hundruð metrum ofar. Vatnið er
einnig tekið á tveimur stöðum öðr-
um neðanjarðar í Heiðmörk, á um
þriggja kílómetra svæði.
Nokkuð hefur verið rætt um
mengun í Bullaugum vegna áburðar
á golfvöllinn í Grafarvogi. „Ef borið
er saman vatn frá Bullaugum og
Heiðmörk kemur í ljós að magn
köfnunarefnis er meira í vatni frá
fyrrnefnda vatnsbólinu. Það er engu
að síður langt fyrir neðan leyfileg
hámörk sem sett eru í öllum neyslu-
Finnist vatn í „Heiðinni“ getur það
orðið til að tryggja áframhaldandi
rennsli úr krönum borgarbúa.
vatnsstöðlum. Einnighöfum viðorð-
ið vör við nokkra hækkun á blý-
magni, miðað við það sem er í
Heiðmörkinni, vegna skotsvæð-
anna. En það er líka langt fyrir
neðan leyfileg hámörk allra staðla.
Meginástæðan er hve Heiðmerkur-
vatnið ersnautt af þessum efnum, að
örlítill munur kemur fram við mæl-
ingar,“ sagði Þóroddur.
Reynisvatnsheiði liggur milli
Reynisvatns að norðvestan, Langa-
vatns að austan, Úlfarsáar að norðan
og Hólmsheiði og Grafarheiði að
sunnan og suðvestan. Þar verður
borað liðlega tveimur kílómetrum
fyrir austan Bullaugu, í sama grunn-
vatnsstrauminn. Þær boranir verða
það fjarri byggð að gert er ráð fyrir
að vatnsbólið geti nýst til nokkuð
langs tíma. „Væntanlega munum
við fara með lögn til norð-austur-
svæða borgarinnar. En vatnsnotkun
þar hefur aukist gífurlega á síðari
árum. Þetta kemur til með að létta á
Heiðmörkinni og kemur ákaflega
vel inn í dreifikerfið," sagði Þórodd-
ur.
Að öllum líkindum munu þó líða
ein þrjú ár þar til nýting vatnsbóla á
Reynisvatnsheiði hefst. Á þessu ári
verða hafnar athuganir. Þegar vitað
er hve mikið svæðið getur gefið og
hvar vænlegast er að taka vatnið
hefst hönnun mannvirkja og virkjun.
„Við höfum gert grunnvatnskort af
svæðinu en erum ekki komin með
vatnsgæfni einstakra borhola."
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina liggur ekki fyrir ennþá.
En hann kemur til með að fara
nokkuð eftir því hvernig til tekst
með prófanir, fjölda borhola, dýpt
þeirra og fleira. Til að byrja með
verður 32 milljónum veitt í verkið en
þær voru eins og áður sagði ætlaðar
til lagna í Miklubraut.
„Þar höfðum við ætlað okkur að
Ijúka við átta hundruð millimetra æð
sem byrjar rétt vestan við Elliðaár-
brýrnar og liggur austur að Grens-
ásvegi," sagði Þóroddur. Þessari æð
var ætlað að koma í stað gamalla
æða í Sogaveginum. Frestunin kem-
ur þó ekki að sök því að í sumar
verður lokið við vatnslögn meðfram
Suðurlandsbraut, vestur að aðalæð í
Kringlumýrarbraut. Þessar æðar
vinna saman og þar til fyrrnefnda
æðin verður lögð annar sú síðar-
nefnda hlutverki hennar. jkb
Sr. Þórir Stephensen yfirheyröur í sakadómi í máli
ríkissaksóknara gegn Halli Magnússyni blaðamanni:
—Hryllilegt að
vera sagður
skinheilagur
„Verjandi vill spyrja vitnið hvort í reglum frímúrara séu
ákvæði þess efnis að félagar sýni samstöðu hver með öðrum
á siðferðislegan eða annan hátt.
Vitnið svarar því á þann veg að
ekkert sé í reglum frímúrara sem
verndi vitnið (Þóri) -innskot
bl.manns- ef talið sé að það geri
rangt. Þar verði það sjálft að koma
fram með eigin verðleikum eða
ágöllum."
Þetta er bókun sem gerð var í
Sakadómi Reykjavíkur í gær en þá
var sr. Þórir Stephensen yfirheyrður
sem vitni í máli ríkissaksóknara
gegn Halli Magnússyni blaðamanni
fyrir það sem ríkissaksóknari telur
meiðandi ummæli um athafnir sr.
Þóris í Viðey og birtust í grein Halls
í Tímanum sl. sumar.
Sr. Þórir var yfirheyrður sem vitni
í málinu og lagði verjandi Halls
Magnússonar, Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður, fram ný
gögn í málinu - umfjöllun frétta-
tímaritsins Þjóðlífs um málið, en þar
er viðtal við m.a. Þóri sjálfan og Hall
Magnússon.
Sr. Þórir var spurður út í aðdrag-
anda að ráðningu hans sem staðar-
haldara og kvaðst hann hafa byrjað
störf 1. maí 1988 en tekið formlega
við starfinu 18. ágúst. Tímann þarna
í milli hefði hann notað til að setja
sig inn í hið nýja starf, sýnt ferða-
mannahópum eyjuna og skrifað
kynningarbækling.
Hann sagðist hafa setið fundi
Viðeyjarnefndar þegar ákveðið var
að hefjast handa við lagfæringar á
kirkjugarðinum. Hann hefði ekki
haft atkvæðisrétt á þessum fundum
enda starfsmaður nefndarinnar.
Eftir að ákveðið hafði verið að
lagfæra kirkjugarðinn hefði verið
birt auglýsing í Lögbirtingablaðinu
og síðan verið haldnir fundir með
þeim aðilum sem aðstandendur áttu
grafna í garðinum og gefið höfðu sig
fram eftir að auglýsingin hafði birst.
Sr. Þórir sagði að ættingjar Gunnars
Gunnarssonar hefðu ekki verið þar
á meðal.
Dómari fór síðan yfir hin kærðu
ummæli Halls Magnússonar sem
birtust í grein í Tímanum sl. sumar.
Þórir sagðist una því afar illa að vera
af Halli kallaður skinheilagur og
sagði það hryllilegt fyrir prest að
vera kallaður svo, en það þýddi
sama og hræsnari. Þá væri það rangt
að hann léti flokkapólitík ráða gerð-
um sínum í starfi. Hann las síðan
prestsvígsluheitið sem hann sagðist
hafa játast undir hjá Ásmundi
Guðmundssyni biskupi þar sem
segir:
„Nú brýni ég alvarlega fyrir þér að
predika Guðs orð hreint og ómengað
eins og það er að finna í hinum
spámannlegu og postullegu ritum og
samkvæmt vitnisburði vorrar evang-
elísku Lúthersku kirkju í játningum
hennar, að veita hin heilögu sakra-
menti eins og Kristur hefur fyrir
mælt með lotningu, að uppfræða
með kostgæfni æskulýðinn ogsöfnuð
þinn allan í heilögum sannindum
kristinnar trúar, leiðbeina, hvetja og
styrkja með alúð og alvöru einslega
og opinberlega, vaka yfir sálarheill
þeirra sem þér er trúað fyrir, styðja
Sr.Þórir Stephensen keinur út úr salarkynnum Sakadóms ásamt Ragnari Aðalstcinssyni (t.v.) verjanda Halls
Magnússonar. Tímamynd: Árni Bjarna
lítilmagna og hjálpa bágstöddum.
Ég áminni þig um að rannsaka
ritningarnar og íhuga lærdóma trúar
vorrar í bæn og auðmýkt og vera
sannleikanum trúr í kærleika.
Minnstu þess jafnan að þér ber að
vera öðrum til fyrirmyndar og styrkt-
ar í sannri trú og grandvöru líferni
Guði til lofs og dýrðar."
Þá staðfesti sr. Þórir að hann hefði
fyrir síðustu Alþingiskosningar
komið fram í sjónvarpsauglýsingu
fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Rétturinn lét þá bóka eftirfarandi:
„Vitnið segir að það sé alvarleg
ásökun að það láti pólitískar skoðan-
ir og ráðríki ætíð koma á undan
kristilegum náungakærleika."
Dómari spurði sr. Þóri hvers hann
krefðist í miskabætur og sagði hann
að upphæð bóta væri sér aukaatriði.
Dómari spurði hann þá hvort hann
félli frá því að krefjast þeirra. Því
neitaði Þórir og þá benti dómari
honum á að hann ýrði að leggja fram
ákveðna kröfu í þessu efni og ætlaði
Þórir að ráðgast um það við lögmann
sinn.
Sr. Þórir upplýsti að ekki væri til
skriflegur ráðningarsamningur eða
erindisbréf sem lýsti starfi staðar-
haldara í Viðey, en kvaðst hafa
fengið munnleg fyrirmæli um hvert
starfssviðið væri.
Hann kvaðst ekki vera ráðinn sem
prestur í Viðey og sagði að Viðey
tilheyrði Dómkirkjuprestakalli.
Hann sagði það rétt, sem eftir
honum var haft í frétt á baksíðu DV
þann 8. ágúst 1988 og þar sem einnig
kemur fram að dráttarvél hafi verið
notuð til að lagfæra kirkjugarðinn.
Þá sagði Þórir að sér hefði verið
kunnugt um að kirkjugarðurinn
hefði verið notaður allt fram á
síðustu ár.
Ragnar Aðalsteinsson spurði Þóri
hvort út frá kirkjulegu sjónarmiði
mætti telja viðbrögð ættingja Gunn-
ars Gunnarssonar á einhvern hátt
óeðlileg þegar þeir sáu jarðraskið í
garðinum og í leiði skáldsins. Rétt-
urinn bókaði eftir Þóri:
„Vitnið telur mjög eðlilegt að
ættingjum manna bregði þegar þeir
komi að kirkjugörðum í flagi.“
Allnokkrar umræður urðu milli
sr. Þórisog Ragnars Aðalsteinssonar
þegar kom að því að ræða um
ummæli Halls um veru Þóris í félags-
skap frímúrara. Ragnar spurði hvort
frímúrarareglan væri leyniregla og
hvort rétt væri að ekki fengjust
upplýsingar um starf hennar og
reglur.
Þórir svaraði því almennum orð-
um að ekki væri allt gert opinbert.
Reglan væri hins vegar mannræktar-
samtök á trúarlegum grunni en engin
mafía eða klíkufélag.
Ragnar spurði hvort félögum í
reglunni væri skylt að sýna samstöðu
og styrkja hverjir aðra. Hann vitnaði
síðan í bókina Bræðrabönd þar sem
fram kemur að sr. Þórir og ríkissak-
sóknari eru stúkufélagar.
Að vitnaleiðslu lokinni var málinu
frestað að ósk verjanda Halls til
föstudagsins 21. apríl n.k.
Sr. Þórir óskaði eftir því að málinu
yrði flýtt sem unnt væri þar sem það
hvíldi þungt á sér og væri honum
hvimleitt. -sá