Tíminn - 12.04.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 12. apríl 1989 Tíminn 15 Illlllllllll QAtM/IMMI IMÁI IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM ! _ 1111111111111111111111111 bAMVIININUMAL |||||||||||||||||1||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||I1|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||^ I- LuiMVvio i Mnr Frá aðalfundi Samvinnubankans. (Tímamyndir Arni Bjarna.) Samvinnubankinn með góða af komu Rekstrarafkoma Samvinnubankans var góð á síðasta ári, og varð rúmlega 72 miljóna króna hagnaður af rekstrinum. Er það ein hagstæðasta rekstrarniðurstaða í allri sögu bankans, sem Ijóst er að stafar að verulegu leyti af miklum vaxtamun á árinu 1988. Aftur á móti gefur árið 1989 ekki fyrirheit um sömu afkomumöguleika, þar sem vaxtamunur hefur nú minnkað. Er raunar talið Ijóst að fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafi bankarnir í heild verið reknir með tapi. Þetta var meðal þess sem fram kom í skýrslum þeirra Guðjóns B. Ólafssonar formanns bankaráðs og Geirs Magnússonar bankastjóra á aðalfundi Samvinnubankans á fimmtudag í síðustu viku. Fundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 10% arð af innborguðu hlutafé í árslok 1988. Er það hæsta arðgreiðsla sem bankinn hefur innt af höndum til þessa, og standa vonir til að þetta muni örva sölu hlutabréfa í honum. Hlutafé bankans er nú rúmar 348 miljónir króna, og samþykkti fund- urinn að auka það um 69,6 miljónir, eða um 20%, með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa. Þá er talið ljóst að brýn verkefni bíði varðandi hagræðingu í rekstri bankans. Nú er lokið tengingu úti- búa hans við tölvu Reiknistofu bank- anna, sem á að geta leitt til verulegr- ar hagræðingar varðandi starfs- mannahald og bætta þjónustu við viðskiptamenn á næstu mánuðum. Tölvuvæðingin hefur reyndar nú þegar dregið mikið úr eftirvinnu f bankanum, og er gert ráð fyrir að hún hverfi úr sögunni nú í ár. Þó verður starfsfólki ekki sagt upp vegna þessa, heldur er stefnt að því að ráða ekki í störf sem losna og sömuleiðis að fækka sumarfólki. Á næstunni mun bankinn opna afgreiðslu í nýja Sambandshúsinu við Kirkjusand, og er henni m.a. ætlað að annast alla bankaþjónustu fyrir starfsmenn Sambandsins þar á staðnum. Útibú bankans við Höfð- abakka mun í þessum mánuði flytj- ast um set að Bíldshöfða 14 í rúm- betra húsnæði en það hefur núna. Innlán og útlán í árslok voru heildarinnlán Sam- vinnubankans 5.899 miljónir og höfðu aukist um 1.104 miljónir eða 23,0% á árinu. Á sama tímahækkaði lánskjaravísitala um 19,1%, svo að innlán hækkuðu því að raungildi um 3,3%. Hjá viðskiptabönkunum í heild varð aukning innlána 23,8%, og var hlutdeild Samvinnubankans í innlánum þeirra 8,2% í árslok. Er það svipað hlutfall og verið hefur undanfarin ár. Hjá bankanum varð mun meiri innlánaaukning í útibúun- um á landsbyggðinni heldur en í aðalbankanum og útibúum hans í Reykjavík. Úti á landi varð-áukning- in 26,7%, en 19,4% í Reykjavík. Hlutfall innlána úti' á landi var 50,8% í árslok á' móti 49,3% í byrjun árs. /x Þá jukust heildarútlán bankans á Guðjón B. Ólafsson flytur skýrslu bankaráðs. árinu úr 3.788 miljónum í 5.279 miljónir eða um 39,3%. Þar af var erlent endurlánað lánsfé 269 miljón- ir. Útlán fjármögnuð af innlánsfé, þ.e. almenn útlán að viðbættum afurðalánum í íslenskum krónum, námu 4.716 miljónum í árslok og höfðu aukist um 1.166 miljónir eða 32,9%. Hjá viðskiptabönkunum í heild var aukning útlána um 32% og hlutdeild Samvinnubankans 6,5%. Líkt og undanfarin ár var stærsti hluti útlána bankans til einstaklinga eða 2.199 miljónir. Af lánum til atvinnuveganna er hlutur samvinnu- félaga stærstur eða 854 miljónir. Til landbúnaðar voru lánaðar 529 milj- ónir í árslok og 449 miljónir til sjávarútvegs. Auk þess voru heildarútlán Stofn- lánadeildar samvinnufélaga við bankann 941 miljón í árslok, að meðtöldum verðbótum, og jukust um 92 miljónir. Hjá Veðdeild bank- ans voru útlánin 434 miljónir í lok ársins, sömuleiðis að verðbótum meðtöldum, og höfðu þau aukist um 165 miljónir. Verðbréfaviðskipti Síðasta ár var fyrsta heila starfsár Verðbréfaviðskipta Samvinnubank- ans, en reksturinn þar hófst í apríl 1987. Til þessa hefur starfsemin svo til eingöngu verið á sviði skulda- bréfaviðskipta, en viðskipti með hlutabréf eiga enn erfitt uppdráttar. • Á árinu var staðið að nokkrum stærri skuldabréfaútboðum, auk smærri útboða. Voru þrír aðilar einkum áberandi á því sviði. Lind hf. var með þrjú útboð, samtals að nafnverði 195 miljónir, og einnig voru Veðdeild Samvinnubankans og Stofnlánadeild samvinnufélaga með stór útboð á skuldabréfum. Útgáfa á fréttabréfi hefur verið fastur liður í starfsemi Verðbréfavið- skiptanna allt frá upphafi. Á árinu voru gefin út tólf tölublöð í 4-5.000 eintökum. Hafa fréttabréfin vakið athygli og viðskiptavinir sýnt þeim talsverðan áhuga. Heildarvelta Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans var um 1.100 miljónir á árinu sem leið. Rekstur og hagur Á árinu 1988 námu heildartekjur Samvinnubankans, Veðdeildar og Stofnlánadeildar 2.228 miljónum króna. Rekstrarkostnaður var 2.156 miljónir, svo að hagnaður þessara þriggja rekstrareininga var 72 milj- ónir. Þar af var hagnaður Stofnlána- deildar tæpar 13 miljónir og Veð- deildar 5 miljónir. Hagnaður bankans, án Stofnlánadeildar og Veðdeildar, var því rúmar 54 miljón- ir. Var vaxtamunur bankans óvenju hagstæður árið 1988, eða 8,1%, en var 7,5% árið á undan. Niðurstöður efnahagsreiknings eru þær að heildareignir Samvinnu- bankans, Veðdeildar og Stofnlána- deildar voru um áramót 8.898 milj- ónir og höfðu aukist um 29,6% á árinu. Eigið fé allra þriggja rekstrar- eininganna var í lok ársins orðið 587 miljónir og hafði hækkað um 132 miljónir eða 29%. Þrátt fyrir góða afkomu lækkaði eiginfjárhlutfall bankans, eins og það er skilgreint í lögum um viðskiptabanka, úr 8,6% í árslok 1987 í 8,0% í lok síðasta árs. Eigi að síður er það vel yfir því 5% lágmarki sem kveðið er á um í lögunum. I ársbyrjun störfuðu 228 manns við bankastörf hjá Samvinnubank- anum í 210 stöðugildum. í lok ársins voru starfsmennirnir orðnir 244 og stöðugildin 224. Kosningar Bankaráð Samvinnubankans var endurkjörið á aðalfundinum, en í því sitja Guðjón B. Ólafsson, for- maður, Vilhjálmur Jónsson, vara- formaður, og Ásgeir Jóhannesson. Varamenn eru Hallgrímur Sigurðs- son, Hjalti Pálsson og Ingólfur Ólafsson. Endurskoðendur bankans voru einnig endurkosnir, en þeir eru Geir Geirsson lögg. endursk. og Óskar Jónatansson. Bankastjóri er Geir Magnússon og aðstoðarbanka- stjóri Pétur Erlendsson. -esig Sunnlendingar! Guðmundur Bjamason Ómar Ragnarsson VorfagnaðurframsóknarfélagannaíAmessýsluverður 19. apríl n.k. í Hótel Selfoss. Heiðursgestir verða Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og frú. Litli Sam skemmtir með söng og Ómar Ragnarsson kitlar hláturtaugamar. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi langt fram á sumar. Húsið opnað kl. 20.00. Borðhald hefst kl. 21.00 stundvíslega. Nánari upplýsingar og miðapantanir í símum: 31139 Guðfinna 33763 Halla 21170 Sigrún 21048 Gísli 34636 Sturla SUF á Akureyri 0“ Helgi Pétursson SUF og kjördæmissambandið efna til fjölmiðlanámskeiðs á Akureyri helgina 22.-23. apríl nk., ef næg þátttaka næst. Leiðbeinandi: Helgi Pétursson. Efni: A. Áhrif fjölmiðla. B.Þjálfun í sjónvarpsframkomu. Þátttaka tilkynnist Braga Bergmann í síma 96-24222, Sigfúsi Karlssyni í síma 96-26600 og Skrifstofu Framsóknarflokksins í Reykjavík, sími 91-24480. SUF Arnesingar - Skaftfeliingar Jón Helgason, alþingismaður Guðni Agústsson, alþingismaður Unnur Stefansdóttir, varaþingmaður Árlegir stjórnmálafundir og viðtalstímar þingmanna Framsóknar- flokksins verða haldnir: 2. í Barnaskólanum á Laugarvatni miðvikudaginn 12. apríl kl. 21:00. 3. í Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 15. apríl kl. 21.00. Allir velkomnir. Fundarboðendur. Suðurnesjamenn athugið Steingrímur Jóhannes Vorhátíð Framsóknarfélaganna í Keflavík verður haldin í Glaumbergi föstudaginn 21. apríl og hefst kl. 19.30. Dagskrá: 1. Ávarp, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. 2. Jóhannes Kristjánsson flytur gamanmál. 3. Einsöngur. 4. Góður matur - Happdrætti. 5. Jóhann Guðmundsson leikur fyrir dansi. Nánar auglýst síðar. Framsóknarfélögin í Keflavík. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.