Tíminn - 12.04.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn
Miðvikudagur 12. apríl 1989
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
_____Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
Oddur Ólafsson
BirgirGuðmundsson
EggertSkúlason
SteingrímurGíslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f.
Frá og með 1. mars hækkar:
Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu i 80,- kr. og 100,- kr. um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Húsakostur
menningarstofnana
Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til
laga um stofnun sérstaks sjóðs sem varið skal til að
standa straum af kostnaði við endurbætur á húsakosti
menningarstofnana, stuðla að verndun gamalla bygg-
inga í eigu ríkisins og bygginga, sem vernda þarf að
mati Þjóðminjasafnsins.
í upphafi sjóðsstarfseminnar skal verja ráðstöfun-
arfé hans sérstaklega til þess að ljúka smíði Þjóðar-
bókhlöðunnar, en samkvæmt stefnuyfirlýsingu nú-
verandi ríkisstjórnar skal fullgera bygginguna á
fjórum árum, þannig að henni verði lokið 1992. Má
með sanni segja að tími sé til kominn að ljúka þessu
verki. Lætur nærri að þá verði 40 ár liðin frá því að
rökstuddar tillögur frá Landsbókasafni og Háskóla
íslands komu fram um nauðsyn þess að sameina
Landsbókasafn og Háskólabókasafn og koma upp
fullkomnu fræða- og vísindasafni í landinu.
Þrátt fyrir ýmsar hátíðlegar heitstrengingar um
þetta mál hefur ríkt hið mesta sleifarlag á byggingu
Þjóðarbókhlöðunnar að undanteknum árunum 1980-
1983 og þeim fjörkipp sem þetta mál tók þegar
samþykkt voru lög um þjóðarátak til byggingarinnar
árið 1986 og ákveðinn tekjustofn til þess að standa
undir átakinu. Því fer þó fjarri að þessi markaði
tekjustofn hafi notast Þjóðarbókhlöðunni eins og til
stóð. Það er því réttmætt að þessi fyrirhugaði
byggingarsjóður menningarstofnana sinni Þjóðar-
bókhlöðunni á næstu árum.
í greinargerð fyrir frumvarpinu er lögð á það
áhersla að sjóður sá, sem hér er verið að setja á
laggirnar, muni í framtíðinni, eða þau tíu ár sem
honum er ætlað að starfa, verða notaður til þess að
endurbæta og halda við byggingum sem hýsa ýmsar
mikilvægustu menningarstofnanir þjóðarinnar. Þar
er m.a. bent á Þjóðleikhúsið, sem þarfnast allt að því
endurreisnar vegna þess hversu slitið og úr sér gengið
húsið er. Stjórnvöld standa nú frammi fyrir því, sem
augljóst hefur verið árum saman, að viðhald Þjóðl-
eikhússins hefur verið með öllu ófullnægjandi, svo
að til vansa hefur verið.
Þá er í greinargerð frumvarpsins minnt á óhjá-
kvæmilegar endurbætur sem gera þarf á forseta-
bústaðnum á Bessastöðum. Má segja að þar liggi við
þjóðarsómi að reisa við þetta sögufræga hús og
þjóðarheimili. Eins og menntamálaráðherra minnir
á í athugasemdum frumvarpsins er ekki síður brýnt
að drífa áfram viðgerðir á Þjóðminjasafnshúsinu og
láta ekki húsakynni Þjóðskjalasafns liggja óinnréttuð
og vannýtt.
Sú leið er valin samkvæmt þessu frumvarpi að
væntanlegur byggingasjóður menningarstofnana
sinni einnig húsfriðunarmálum. Það er góðra gjalda
vert, en eðlilegra hefði verið að efla húsfriðunarsjóð
og ætla honum hluta af eignarskattsaukanum, sem
rísa á undir tekjuöfluninni. Húsfriðunarsjóður var
merk nýjung á sínum tíma, en ber enn um of merki
þess að hafa orðið til þegar húsfriðunarmál voru
sérviska einstakra manna, en ekki viðurkennt
menningarmál eins og nú er orðið.
Verðbólguspírall
Núna er erfið slaða komin upp í
yfirstandandi samningum um kaup
og kjör í landinu. Ólafur Ragnar
Grímsson hefur samið við BSRB,
og meta menn þá samninga þannig
að í þeim felist allt að 10% kaup-
hækkun. Vissulega eru BSRB-fé-
lagar vel að slíku komnir, enda eru
víst fæstir oflaunaðir þar á bæ. En
hitt er þó annað mál að þessir
samningar eru af flestum taldir
munu verða leiðandi í samningum
ASÍ líka.
Þar er hins vegar við flskvinnsl-
una að eiga, og allir vita hvernig
fjárhagsstaðan er þar. Fyrirtæki í
fiskvinnslu standa nú upp til hópa
ákaflega illa, og er það afleiðing af
frjálshyggju sjálfstæðismanna og
vaxtaævintýri þeirra í síðustu ríkis-
stjórn. Núna er fískvinnslan þcss
vegna rekin með umtalsverðu tapi,
sem vitaskuld er ekki á bætandi.
Það liefur hins vegar verið rciknað
út að samsvarandi launahækkanir
til fiskvinnslufólks og til BSRB
muni auka tap vinnslunnar um
2%. Spurningin er þá hvar eigi að
taka þá peninga.
Gengið
Ef það skyldi verða ofan á að
hækka kaupið í vinnslunni og auka
þar með enn á taprekstur hennar
þá segir sig sjálft að því verður ekki
mætt nema með einu inóti. Þá er
aðeins tvennt til, að fyrirtækin í
vinnslunni verði upp til hópa
cndanlcga gjaldþrota. eða að tekj-
ur þcirra verði auknar á móti.
Slík tekjuaukning hjá vinnslunni
getur naumast orðið nema með
einu móti, eins og á hefur verið
bent, þ.e.a.s. með því að gengið
verði lækkað. Vinnslan fær inntekt
sína af þeim afurðum sem hún
selur til útlanda í crlendri mynt.
Aðrar tekjur hefur hún ekki til
þess að greiða sjómönnum fyrir
flskinn og laun til starfsmanna í
landi. Ef endar ná ekki saman ■
greininni er ekki sjáanlegt að um
annað geti orðið að ræða en að
auka tekjur hennar með þeirri vel
þekktu aðferð að fella gengið.
Síðan vita aliir hvernig framhald-
ið verður. Þá hækkar verð á inn-
fluttum vörum og þjónustu sem
þessu nemur. Afleiðingin verður
svo að verðlag hækkar og dýrara
verður að lifa í landinu en áður.
Það kallar svo aftur á kröfur um'
nýjar kauphækkanir. Þar með eru
hlutirnir komnir í hring, með þeim
hætti sem íslendingar þekkja orðið
allt of vel af biturri reynslu frá
verðbólguþróun fyrri ára.
Nú orðið eru lán, bæði einstakl-
inga og fyrirtækja, yflrleitt öll orð-
in verð- eða gengistryggð, þannig
að þessi spírall veldur því að þau
hækka með verðlaginu. Þannig á
það ekki lengur við að lántakendur
græði á vcrðbólgunni, ineð þeim
hætti að hún borgi niður fyrír þá
skuldirnar. Það er þannig ekki
lengur um það að ræða að einhvcrj-
ir þéni á þessu brölti. Þvert á móti
tapa allir.
BSRB
Ef marka má þær upplýsingar,
sem bornar eru á borð fyrir al-
menna fjölmiðlaneytendur þessa
lands, þá virðast aðilar hins frjálsa
vinnumarkaðar nú í rauninni
standa frammi fyrir nokkuð erfiðu
vali. Eiga þeir að halda áfram eftir
sömu línum og BSRB og hleypa
þannig verðbólguspíralnum enn
eina ferðina af stað? Og þar með
að taka í rauninni aftur af BSRB-
fólkinu allar þær hækkanir, sem
það var að fá, og máski drjúgt
betur. Eða eiga þeir þvert af móti
að taka mið af aðstæðum á frjálsa
markaðnum og fara sér hægt á
meðan núverandi ástand varir í
útflutningsgreinunum. Með öðrum
orðum að bíða þess að þar fari
aftur að ára betur til þess að knýja
þar fram raunhæfar og varanlegar
kauphækkanir?
Hér spyr sá er ekki veit, því að
vitaskuld eru kjaramálin flóknari
en svo að hættandi sé á að setja
fram á þeim einhverjar einfaldar
patentlausnir. En svona skoðað út
frá hinni almennu fjölmiðlaum-
ræðu þá er ekki annað að sjá en aö
hér séu hækkanirnar til BSRB-
fólksins 'í veði. Það sé núna í
höndum ASÍ, VSÍ og VMS hvort
þær fái að verða varanlegar eða
hvort þeim verði einfaldlega kippt
til baka með nýjunt verðbólguspír-
al.
Innan BSRB og ASÍ er megin-
þorrinn af almennum launþcgum
þessa lands. Annars vegar þeirsem
vinna í rikisgeiranum og hins vegar
þeir sem vinna úti á hinum frjálsa
vinnumarkaði. í áranna rás hefur
manni eiginlega verið kcnnt að
launþegar skuli standa saman og
vinna í eindrægni og bræðralagi
hver við annars hlið. Núna árar
ákaflega illa til kauphækkana á
frjálsa markaðnum, á meðan kjör
BSRB-fólks hafa verið lagfærð
nokkuð. Núna er það þess vegna
stóra spurningin hvort hér muni
bræður fara að berjast. Garrí.
VÍTT OG BREITT
Hver ber ábyrgð ?
I dag verður gerð þriðja tilraun
til að halda reyklausan dag. Þótt
hinar fyrri hafi ekki tekist alls
kostar og margir haft reykleysið að
engu en svælt og púað eins og
venjulega, hefur miklum áfanga
verið náð í þeirri viðleitni að sem
flestir hætti að reykja og enn aðrir
byrji aldrei á þeim leiða vana.
Vítt og breitt hefur dagsanna og
staðfesta fregn af heldur ístöðulitl-
um náunga sem hélt það jafn
sjálfsagt að bræla tóbak ofan í sig
og aðra og að draga andann. Sá
taldi uppátæki eins og reyklausa
daga eingöngu til þess fallin að
gefa þeim sem ekki reykja tækifæri
til að setja sig á háan hest yfir
skikkanlegt reykingarfólk. Sem
sagt meinlaust og gagnslaust.
Að morgni reyklausa dagsins
laust þeirri brjálæðislegu hugsun
niður í höfuð hins ístöðulitla, að
reykja nú ekkert með morgunkaff-
inu og jafnvel að-halda upp á
reyklausa daginn með því að reyka
ekki.
Að morgni næsta dags hugsaði
pjakkur með sér: Ég gat þetta í
gær. Því ekki aftur í dag?
Síðan eru liðnir mörg hundruð
dagar, ekki allir þrautalausir, en
reyklausir og nikótínlausir, nema
auðvitað að því leyti sem aðrir
leggja til af þeim heilsuspillandi
sóðaskap sem tóbaksreykingar
eru.
Þetta sýnir með fjölmörgu öðru
að þeir sem skipuleggja reyklausan
dag fara ekki eingöngu erindis-
leysu.
Árangur og gagnsleysi
Fræðsla um reykingar og áróður
gegn þeim hefur borið mikinn og
góðan árangur hér á landi, eins og
í nokkrum öðrum ríkjum Vestur-
álfu. Tóbaksreykingar minnka,
margir hætta og markvisst hefur
verið unnið að því að forða ungl-
ingunum frá að byrja að reykja
með skipulegri fræðslu.
Læknar og aðrir sem fjalla um
heilsufar á opinberum vettvangi
víkja iðulega að heilsuspillandi af-
leiðingum reykinga og er það
mikilvægur þáttur í því hve vel
ætlar að takast til í þeirri viðleitni
að tóbaksreykingar minnki.
En á sama tíma og góður árangur
næst gegn reykingum eykst eitur-
lyfjanotkun, aðallega meðal ung-
menna, og fær enginn neitt við
ráðið. Alkóhólneysla unglinga
minnkar ekki. Að þessu leyti eru
Islendingar samstíga mörgum öðr-
um löndum.
Skýringar virðist ekki leitað á
því hvers vegna fræðsla veitir góða
raun á einu sviði fyrirbyggjandi
aðgerða en ekki á öðru.
Allt öðrum að kenna
Hér verður sett fram fremur
hugdetta en pottþétt skýring á
fyrirbærinu, en gæti orðið einhverj-
um til umhugsunar.
I áróðri gegn reykingum er ein-
staklingurinn gerður ábyrgur um
eigin heilsu. Það er á hans valdi
hvort hann reykir eða ekki. Reyk-
ingamaður er einnig gerður ábyrg-
ur fyrir að eitra andrúmsloftið fyrir
öðrum. Löstur hans er honum
sjálfum að kenna. Hann eitrar út
frá sér og bakar öðrum óþægindum
og jafnvel heilsutjón.
Dópistinn. Er hann ræfill? Ónei.
Ber hann ábyrgð á sjálfum sér?
Ónei. Veldur hann öðrum tjóni og ‘
áhyggjum? Ónei. Á hann að hætta
af sjálfsdáðun? Ónei. Á hann að
sjá sér farborða? Ónei. Á yfirleitt
að banna honum nokkuð? Ónei.
Svona má lengi telja, og ef
einhver fellur ekki inn í hallelúja-
kórinn um hinn dyggðum prýdda
dópista, er sá hinn sami kallaður
fordómafullur.
Þegar eiturlyf eru annars vegar
er allri ábyrgð og fordæmingu kast-
að yfir á smyglarann og eiturlyfja-
salann. Að honum beinist ásökun-
in með allskyns þjóðfélagslegu
ívafi, en aldrei að dópistanum.
Hann þarf að vernda og styðja
og styrkja eftir bestu getu. Skað-
ræðisgripirnir eru dópsalarnir.
Hér er gríðarlegur munur á
áherslum í fræðslu og áróðri. Von-
andi lætur enginn sér detta í hug að
fara að snúa út úr þessum orðum á
þann veg að ekki eigi að veita
dópistum aðstoð og skjól eftir því
sem tök eru á.
Hins vegar er bæði heimskulegt
og hættulegt að svifta fólk allri
ábyrgð á sjálfu sér og reka einhliða
áróður fyrir því að sjálfskaparvítin
séu alltaf einhverjum öðrum að
kenna. En það er sá opinberi
áróður sem rekinn er gegn eitur-
lyfjanotkun. I umræðunni er dóp-
istinn alltaf fórnarlamb smyglara
og þjóðfélagsaðstæðna, en ekki
eigin ístöðuleysis.
Árangurinn er sá að eiturlyfja-
notkun eykst, en enginn vorkennir
reykingamanninum að eitra fyrir
sjálfum sér og öðrum, enda beinast
öll áróðursspjótin gegn honum
sjálfum, en ekki einhverjum hug-
tökum úti í bæ, og reykingar
minnka ár frá ári.
Kannski kemur einhvern tíma
að því að allir dagar verði reyklaus-
ir en þá má heldur ekki láta deigan
síga í áróðursbaráttunni.
Hana þarf líka á brýna á fleiri
sviðum á vegferðinni til fegurra
mannlífs. OÓ