Tíminn - 12.04.1989, Page 9
Miðvikudagur 12. apríl 1989
Tíminn 9
VETTVANGUR
Einar Freyr:
Franklín D. Roosevelt,
Winston Churchill
og Josef Stalín
Á verstu dögum kaldastríðsins ríkti víða algjört dóm-
greindarleysi á sviði menningar og stjórnmála. En þótt nú
sé farið að rofa til og vonir séu að glæðast um dálitla
Ijósglætu, - að menn séu nú loks hættir að hrekja á braut
allt sem hefur með einhverja skynsemi að gera, - má samt
sem áður sjá, í ýmsum dagblöðum og í daglegu lífi, að
dómgreindarleysi kaldastríðsins er enn sterkur þáttur í
hinni daglegu baráttu á íslandi, sérstaklega meðal hinna
íhaldssömu afla bæði til vinstri og hægri í stjórnmálunum.
Það cr því ekki úr vegi að reyna
að gera sér dálitla grein fyrir þeim
stórmennum sem að ofan eru
nefndir. Þótt ólíkir væru gátu þeir
þó snúið bökum saman í stríðinu
gegn Hitler.
Hver er þá hinn persónulegi og
sálfræðilegi munur á þessum þrem
stórmennum svona í fáum
dráttum?
Sannleikurinn er sá, að Roose-
velt var laus við flesta þá fordóma
sem bæði Churchill og Stalín voru
haldnir. En hverjir voru verstu
fordómar Churchills og Stalíns?
Báðir voru þeir haldnir þeim
hættulega sjúkdómi sem kallaður
er á máli sálfræðinga „trúar-
hræðsla" (fobia), en trúarhræðsla
getur, undir vissum kringumstæð-
um, fengið stjórnmálamenn til að
fremja hina verstu glæpi.
Að vísu var Churchill uppalinn í
háþróuðu kapitalísku þjóðfélagi en
Stalín í vanþróuðu keisaradæmi,
og þess vegna er skiljanlegt, að
Stalín hafi verið grimmari en
Churchill, - þetta er rétt að hafa í
huga þegar líf þessara manna er
borið saman. Churchill átti því
miklu betur með að skilja hugsjón-
ir lýðræðisins en Stalín. Lífsbarátta
Stalíns var miklu frumstæðari,
hann þekkti t.d. ekki breska þingið
nema af afspurn og stjórnaðist
meira af hræðslu en Churchill.
Rétt er einnig að minna á það, að
Stalín hefur mjög sennilega verið
talsvert taugaveiklaður, kannski
með meðfædda galla á taugakerf-
inu, og án þess að vita um það.
Framkoma hans bendir á eitthvað
slíkt. Stalín var t.d. mjög óánægð-
ur með rithöfunda sem gagnrýndu
eitt og annað, slíkum rithöfundum
reyndi Stalín að koma fyrir katt-
arnef. Stalín vildi fá hól og lofsöng
um allt sem hann gerði.
Aftur á móti hefur Churchill
verið mjög heilbrigður bæði á sál
og líkama. Hann líktist hinni gáf-
uðu bandarísku móður sinni.
En í hverju er trúarhræðsla
fólgin? Að vera hræddur við eitt-
hvað sem maður ekki þekkir og
trúir að sé illt og hættulegt. Til er
bæði pólitísk trúarhræðslaogguðs-
trúarhræðsla. Hin pólitísku morð
Stalíns, Hitlers og Pol Pots og
margra annarra ofstækismanna,
stafar af pólitískri trúarhræðslu,
arfi frá frumstæðum trúarbrögð-
um. Þeir lifðu allir í einskonar
trúarlegum blekkingarheimi, er
ekki líktist neinu nema þá helst
sálarlífi eiturlyfjaneytandans. Þeg-
ar litið er á þessi mál frá sálfræði-
legu sjónarmiði má rekja öll pólit-
ísk morð til pólitískrar trúar-
hræðslu jafnvel þótt aðrar tilfinn-
ingar gegni einnig einhverju hlut-
verki eins og narkismi, öfund og
afbrýðisemi.
Þessi sömu sálfræðilegu lögmál
gilda einnig um kirkjulegt trúarof-
stæki. Þegar t.d. erkipresturinn
Ayatollah Khomeini bannfærði
bókina „Söngvar satans“ og dæmdi
höfundinn Salman Rushdie til
dauða þá var það „trúarhræðsla“
sem stjórnaði Khomeini. Hann
hefur trúað því að bókin muni
stórskaða múhameðstrúna. En það
virðist einnig hafa komið í ljós að
höfundurinn Rushdie hafi ekki þá
nauðsynlegu sálfræðilegu þekk-
ingu og innsæi til að geta bent á það
neikvæða í trúarbrögðunum án
þess að særa trúartilfinningar hinna
mjög svo trúuðu manna. En slík
vankunnátta réttlætir ekki dauða-
dóm Khomeinis. Allt heilbrigt fólk
hlýtur að fordæma Khomeini fyrir
dauðadóminn er stríðir gegn öliu
ritfrelsi og tjáningarfrelsi.
Inn í slíka trúarhræðslu er rétt
að reikna persónuleika hinna ein-
stöku manna, því að óneitanlega
eru einstaklingarnir misjafnlega
greindir og þar með mismunandi
víðsýnir og umburðarlyndir. Oft
má tala um fremur þróaðan ein-
stakling, og stundum um fremur
frumstæðan einstakling og allt þar
á milli. Þekkingin skiptir einnig
mjög miklu máli í slíku sambandi.
Það eru til margar sannanir fyrir
því, að Stalín hafi í raun og veru
verið fremur frumstæður, hræddur
og mjög trúgjarn. Þegar Hitler og
Stalín gerðu með sér gagnkvæman
„ekki árásar samning" síðsumars
1939, þá var það Stalín, sem gerði
allt eins og nasistar báðu hann um;
hann var svo nákvæmur í þessu
tilliti, að Göbbels skrifaði um það
í dagbók sína að Rússar gerðu allt
til að auðvelda þeim hina leynilegu
sókn gegn Rússlandi. Og þegar
njósnarar Stalíns sögðu honum frá
hernaðaráætlun nasista, þá vildi
Stalín ekki trúa þeim. Og loks
þegar þýski herinn hóf sókn sína
inn í Rússland, þá hvarf Stalín af
hinu pólitíska sviði í um það bil
tvær vikur. Hann hafði fengið
hræðsluáfall. Og þegar hann loks
hóf störf sín lét hann ekkert síður
lífláta hópa af sínum eigin
mönnum, en liina þýsku óvini.
Eins og Hitler þá var Stalín mjög
lélegur mannþekkjari og enn verri
sálfræðingur.
Stærsta hættan við öll trúar-
brögð, bæði pólitísk og kirkjuleg,
er sú, að mörgum háttsettum
mönnum innan hinna ýmsu safn-
aða hættir við því, að reyna að ýta
skynseminni til hliðar eða þrengja
lienni svo að segja burt úr vitund-
inni. Slík vinnubrögð enda vana-
lega með því, að trúin verður
smám saman eins hættuleg og
verstu eiturlyf er leiðir til ofstækis
og taugaveiklunar.
Andlega heilbrigðir stjórnmála-
menn eða prestar boða hugmyndir
sínar eða trú án þess að reyna að
útiloka alla skynsemi, því að ef
skynsemin fær ekki að vera með,
þá er fjandinn laus. Af þessum
ástæðum hef ég alltaf borið mikla
virðingu fyrir íslenskum prestum.
Meirihluti þeirra reynir ekki að
berjast gegn skynseminni. Ef Guð
er til þá hlýtur hann að hafa gefið
mönnum skynsemina ekkert síður
en trúna. Að vísu heldur hin of-
hlaðna jahvetrú því fram, að mað-
urinn hafi stolið skynseminni og að
slíkt „illvirki" hafi konan fram-
kvæmt (Eva).
Það er orðið tímabært að fara að
gcra sér grein fyrir því mikla hatri
sem finna má í gyðingatrúnni og
afkvæmi hennar múhameðstrúnni.
Við skulum einnig gera okkur
Ijóst, að kristindómurinn stendur
nær því besta er finna má í hinni
grísku heimspeki en hinni frum-
stæðu jahvetrú.
2.
Á stríðsárunum fór Eleanor
Roosevelt til Englands til að kynna
sér starfsemi breskra kvenna í
herþjónustu. í nóvember 1942 var
henni boðið í hádegisverð til for-
sætisráðherra Breta Winstons
Churchills ásamt m.a. Henry
Morgenthau jr., fjármálaráðherra
Bandaríkjanna.
Samtölin við borðið hófust með
því að frú Roosevelt fer að tala um
spánska lýðveldið við Churchill en
hann svarar henni ckki strax og
spyr Morgenthau jr. hvort Banda-
ríkin hafi sent nægilega mikið til
Spánar, og hvort sendingarnar hafi
komið til skila. Morgenthau sagðist
vona að svo væri. Frú Roosevelt
sagði þá, að sendingarnar hefðu
komið of seint, og að það hefði átt
að hjálpa lýðveldisstjórninni í
borgarastyrjöldinni. Churchill
svaraði og sagði að sér hafi h'kað
vel við Franco-stjórnina þar til
Þýskaland og Ítalía fóru að hjálpa
henni. Frú Roosevelt kom með
athugasemd og sagðist ekki geta
skilið í því, hvers vegna lýðræðis-
stjórnin hefði ekki fengið hjálp, -
en Churchill svaraði ákveðið, að ef
lýðveldissinnar hefðu sigrað myndi
hann og frú Roosevelt verða þau
fyrstu sem orðið hefðu höfðinu
styttri, - að fjandsamlegar tilfinn-
ingar gagnvart fólki eins og okkur
myndi breiða sig fljótt út. Það var
eins og hann væri enn haldinn
ótta við stjórnarbyltinguna 1789.
Frú Roosevelt sagði sem svo, að
það hefði ekki svo mikla þýðingu
þótt hún missti höfuðið. Þá sagði
Churchill, -ég vil ekki að þér tapið
yðar höfði og ég vil heldur ekki
missa mitt. Frú Churchill laut þá
höfði og sagði, - ég trúi því að frú
Roosevelt hafi kannski á réttu að
standa. Við þessi orð varð W.
Churchill afar reiður og sagði, - ég
hef haft vissar skoðanir í 60 ár, og
ég ætla mér ekki að breyta þeim
núna. Við þau orð stóð frú Churc-
hill upp og sagði að hádegisverðin-
um væri lokið.
Hver er hin raunverulcga sálar-
fræði í þessum frægu orðaskiptum
milli Eleanor Roosevelt og W.
Churchills veturinn 1942 mitt í
síðari heimsstyrjöldinni? Sjónar-
mið Eleanoru fjalla um vernd hins
raunverulega lýðræðis upplýstra
manna og kvenna en Churchill
kemur þarna fram sem stuðnings-
maður fasismans. Churchill, eins
og svo margir íhaldsmenn, var
upphaflega stuöningsmaður
Francos, og þegar Churchill upp-
götvaði það, að bæði Hitler og
Mussolíní voru á sömu pólitísku
línunni, fannst Churchill hann allt
í einu vera í slæmum félagsskap.
Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Sálarfræði Churchills var sem sé
ekki miklu dýpri en sálarfræði
Stalíns, ekki hvað sncrti afstöðuna
til Francos.
Fyrir hvað barðist Franco í borg-
arastyrjöldinni á Spáni 1936?
Franco var m.a. að hjálpa kaþólsku
kirkjunni við að viðhalda hinu
kaþólska skólakerfi, einmitt slíku
skólakerfi sem reynir að ganga af
skynseminni dauðri, skólakerfi
sem opnaði leið fyrir fasisma, nas-
isma og leninisma í Mið-Evrópu,
svipuðu skólakerfi og kalvinisminn
hefur breitt út um allan heim og
leitt hefur til trúarofstækis í pólitík
og til styrjalda. Það er t.d. engin
tilviljun að utanríkisstefna Breta
og Bandaríkjanna kom í veg fyrir
það, að íran yrði venjulegt lýðræð-
isríki og varð einnig til þess að
klerkastéttin í Teheran komst til
pólitískra valda og gerði Khomeini
að voldugasta einræðisherra írans.
Slík pólitísk þróun á sér langan
aðdraganda. Vísinn að slíkri þróun
má sjá í fornum bókum þar sem
m.a. hin neikvæða stefna sófista
ríkti cr margir kaupmenn hafa
tileinkað sér, stefna sem gerir veik-
an málstað að sterkum og vcr rangt
mál. „Góð" stefna og „lærdómur"
fyrir óheiðarlega kaupmenn. Hver
þekkir ekki hina „rökréttu" hugsun
sófista, sem er „rétt“ í rökfærslu
sinni, en röng í hlutveruleikanum?
„Fyrst enginn köttur hefur 9 stýri
þá hlýtur einn köttur að hafa 10".
Slíkur sófismi þótti mörgum höfð-
ingjum á miðöldum vera góö vís-
indi. Að Giordano Bruno var
brenndur á báli fyrir vísindakenn-
ingar sínar var aðeins afleiðing af
baráttu kirkjunnar gegn allri
venjulegri skynsemi. Kirkja Franc-
os og kirkja Churchills héldu sig
við gamla trúarfordóma. Hryðju-
verkaalda nútímans er aðeins rök-
rétt afleiðing af slíkri fortíð. Hina
neikvæðu stefnu sófismans annars
vegar og jahvetrú og Furstann eftir
Machiavelli hins vegar, hafa menn
drukkið í sig með mjóðurmjólkinni
í meira en 500 ár.
3.
Alltof margir menntamenn víða
um lönd hafa ekki enn uppgötvað
hina neikvæðu hlið trúarbragðanna
af þeirri einföldu ástæðu að háskól-
ar þeirra hafa dagað uppi og staðn-
að og geta því ekki fylgst með á
sviði hins vísindalega húmanisma.
Og hinum fáu sem hafa þó gert sér
grein fyrir þessu vandamáli hættir
við að særa trúartilfinningar fólks
að óþörfu með gagnrýni sinni. -
Tækni á ýmsum sviðum, markaðs-
hagfræði og hernaðarfræði hefur
fengið að þróast á kostnað húman-
ismans. Slík einhliða þróun á
kostnað húmanismans er nrjög
hættuleg og getur, við vissar kring-
umstæður, gert út af við allt líf á
jörðinni. Tökum aðeins eitt dæmi
um nýja þróunarmöguleika. Nú-
verandi þróun Evrópubandalags-
ins bendir á hættulcga tilhneigingu
stórfyrirtækja í Vestur-Þýskalandi
og Frakklandi til að reyna að nota
þessi nýju þjóðasamtök til að búa
sig undir-hörkulegt verslunarstríð
við Bandaríkin og Japan. Það lítur
út fyrir að stórfyrirtækin ætli sér að
stjórna himim einstöku þjóðum.
Og hvar endar slíkt? Reynslan á
hinum gamla kapitalisma er sú, að
margar styrjaldir hafa byrjað sem
verslunarstríð og verið barátta um
markaðssvæði. Mildari leiðir á
sviði viðskipta hafa ekki enn veriö
uppfundnar. Orsökin er skortur á
vismdalegum húmanisma.
Eleanor Roosevelt var kristileg-
ur lýðræðissinni og auk þess í
góðum tengslum við raunverulega
vísindalega hugsun eins og eigin-
maður hennar Franklin D. Roose-
velt.
Af sálfræðilegum dæmum um
víðsýni og umburðarlyndi Franklin
D. Rooscvelts væri hægt að draga
fram marga góða hluti cr benda á
mikla andlega heilbrigði. Gerum
samanburð á Herbert Hoover
krcppuforsetaogherra Roosevelt.
Þegar Hoover var forseti á árun-
um 1929/32, þá höfðu ákveðin
félagssamtök bandarískra uppgjaf-
arhermanna frá fyrri heimsstyrj-
öldinni fcngið inni með starfsemi
sína í herskálum við Anacostia-
sléttuna, - cn Hoover forseti gaf
bandaríska hernum skipun undir
stjórn MacArthurs, að fjarlægja
þessa gömlu hermenn með ofbeldi
rétt eins og um óvini Bandaríkj-
anna væri að ræða. Hinir gömlu
hermenn urðu sárreiðir og móðg-
aðir.
Aí.tur á móti þegar Roosevelt
varð forseti, eða í apríl 1933, kom
upp svipað vandamál vegna upp-
gjafarhcrmanna. En Roosevelt
leysti vandamál þeirra með því að
útvega þeim gamla hermannabú-
staði og lét senda þeim ókeypis
matvæli sem stuðning við málstað
þeirra.
Roosevelt hafði einnig mjög
jákvæð, sálfræðileg áhrif á Josef
Stalín, áhrif, sem enginn annar
stjórnmálamaður hafði áður haft.
Roosevelt hafði spurt Churchill og
Stalín um það, hvað þeir myndu
gera ef eitthvað alvarlegt kæmi
fyrir Churchill, Stalín eða liann
sjálfan. Stalín svaraði: - Ég hef séð
fyrir öllu, ég veit nákvæmlega hvað
mun gerast. Roosevelt spurði: 1
framtíðinni veltur mikið á því, að
hve miklu leyti við getunr lært að
ganga hlið við lilið, trúið þér, að
það verði mögulegt fyrir Bandarík-
in og Sovétríkin að sjá hlutina á
svipaðan hátt? Stalín svaraði: Þið
Bandaríkjamenn hafið fjarlægst
talsvert ykkar upphaflegu hug-
mynd um ríkið og þess ábyrgð og
upprunalegan hátt að lifa. Eg tel
það mjög líklegt að við í Sóvét, -
þegar fólk.ið hefur notfært sér betur
vor auðæfi og léttara verður að lifa,
- muni nálgast meira ykkar hug-
myndir, og að þið kannski munuö
viðurkenna einhverja af okkur.
Já, þannig hafði enginn getað
fengið Stalín til að tala nema hinn
gáfaði og umburðarlyndi Roose-
velt.
Þetta samtal gefur mjög margt
til kynna m.a. það, að Roosevelt
var mannvinur og hafði framtíð
Sameinuðu þjóðanna í huga.
Gautaborg í mars 1989
Einar Freyr