Tíminn - 12.04.1989, Síða 13

Tíminn - 12.04.1989, Síða 13
Miðvikudagur 12. apríl 1989 Tíminn 13 UTLÖND llllllllllll iiiiiiiiiii 22 farast í flug- slysi í Frakklandi Frönsk farþegaflugvél fórst í suð- austurhluta Frakklands seint á mán- udagskvöld. Tuttugu og tveir menn voru um borð og fórust allir. Flugvél- in sem var af Fokker-27 gerð var í áætlunarflugi frá París til Valence er hún rakst á fjallatind þegar flugmað- urinn undirbjó lendingu. Lögregla og björgunarmenn fundu fyrst brak flugvélarinnar dreift yfir Tourniol skarðið sem er rétt austur af Valence. Björgunarmenn náðu síðar að brjótast upp hlíðarnar að flakinu og komust strax að því að enginn hafði komist lífs af. Peir komu með lík farþeganna til byggða í gærmorgun. Flugvélin var í eigu flugfélagsins Uni-Air og flaug tvisvar á dag til á fyrrgreindri flugleið. Lögreglan skýrði frá því í gær að nítján farþegar hefðu verið í vélinni, þar af þrjú ung börn, og þriggja manna áhöfn. Osakir slyssins voru ekki kunnar. Mikil regnskúr hafði orðið á þessum slóðum rétt áður en flugturninn í Valence missti fjarskiptasamband við vélina. Frönsk farþegaflugvél rakst á fjailstind á mánudagskvöld. Allir um borð fórust. Illræmdur eitur- lyfjabarón hand- tekinn í Mexíkó Illræmdasti eiturlyfjabarón Mexíkó lenti í klónum á réttvísinni gær og fengu fjölmargir spilltir lögreglumenn og embættismenn dómskerfisins að fylgja stórlaxinum í fangag- eymslurnar því hann lét móðan mása eftir að lögreglan tók hann fastan. Nafn þessa manns er Miguel Ang- el Felix Gallardo og var hann ekki einungis illræmdur innan Mexíkó þar sem hann hafði fjölda opinberra starfsmanna á sínum snærum í eitur- lyfjaviðskiptunum, heldur er nafn hans þekkt víða í Vesturheimi, bæði í Bandaríkjunum og í Kólumbíu þar sem hann tengdist hinufn illræmda Medellin eiturlyfjahring. Alvarez del Castillo sérstakur ríkissaksóknari í eiturlyfjamálum skýrði frá því að upplýsingar Gall- ardo hefðu leitt til handtöku sex háttsettra embættismanna í Sinaloa fylki í norðurhluta Mexíkó, en þeir hafa verndað eiturlyfjahring Gallar- dos um árabil. Á meðal þeirra handteknu var „Fat Tony“ Salerno guðfaðir Gen- ovese Mafíufjölskyldunnar í Banda- ríkjunum heflir verið fundinn sekur um fjárkúgun og samsæri. Dómur mun verða kveðinn yfir honum 26. júní og á hann yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 10 þúsund dollara sekt fyrir að hafa reynt að komast yfir steypuefnafyrirtæki í New York með kúgunum. yfirmaður saksóknaraembættisins í Sinaloa, en hann fékk greitt fyrir að gefa Gallardo upplýsingar um rann- sóknir saksóknarans. Felis Gallardo var handtekinn á laugardaginn af lögreglu og sérsveit- um hersins og var það ríkissaksókn- ari sem skipulagði aðförina. Felix Gallardo var einn helsti forkólfurinn í smygli á maríúana og heróíni til Bandaríkjanna og tengd- ist einni kókaínsmygli frá Kólumbíu. Þá er Gallardo einnig talinn vera viðriðinn morðið á Enrique Camar- ena sendimanni Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna, sem berst gegn eit- urlyfjasmygli, í Guadalajara árið 1985. Camarena var grimmilega pyntaður áður en hann lést. - Þessi úrskurður um sekt er mikilvægur vegna þess að þetta er í fyrsta sinn sem svo háttsettur maður innan Mafíunnar er fundinn sekur um glæp í þessu fylki, sagði Jeff Brosnter sérstakur saksóknari dóms- málaráðuneytisins í málum Maf- íunnar, eftir að úrskurðurinn var ljós. Assad forseti Sýrlands: Alþjóðleg friðarráð- stefna er möguleiki Sýrlendingar hafa fallist á að risaveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, taki þátt í ráðstefnu sem á að leita leiða til að koma á friði í Miðausturlöndum. Þar með hefur enn einni hindruninni verið rutt úr vegi fyrir friðarráð- stefnunni, en Sýrlendingar hafa hingað til verið mjög á móti þátttöku stórveldanna tveggja ef aðrir fastaaðilar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna tækju ekki einnig þátt. Þá cru það aðeins ísraelar sem staðfastlega neita að taka þátt í friðarráðstefnu og fer staða þeirra að verða nokkuð pínleg, sérstaklega í ljósi þess að Banda- ríkjamenn sem stutt hafa ísraela skilyrðislaust gegnum tíðina leggja nú mjög hart að þeim að skipta um skoðun. Sýrlendingar leika lykilhlut- verk í valdataflinu í Miðaustur- löndum og hafa meðal annars 20 þúsund manna herlið í Líbanon þar sem djöfulgangurinn hefur verið mestur að undanförnu. Þá hafa mörg róttækustu skæruliða- samtök Palestínumanna höfuð- stöðvar sínar í Sýrlandi og njóta dyggs stuðnings þeirra. - Sýrlendingar sætta sig við alþjóðlega ráðstefnu... með þátt- töku Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna-eða með þátttöku allra aðildarríkja Öryggisráðsins, sagði Assad forseti Sýrlands á mánudagskvöld, en hann er í opinberri heimsókn í Tékkó- slóvakíu. Assad sagði þó að ráðstefnan ætti ekki að hafa vald til þess að fylgja eftir niðurstöðum sínum skilyrðislaust og að Sýrlendingar myndu ekki samþykkja neitt er gangi á rétt araba. Áfall fyrir Mafíuna í Bandaríkjunum: TONY SALERNO FUNDINN SEKUR UM FJÁRKÚGUN Borgarnes, nærsveitir Spilum félagsvist í Grunnskólanum í Borgarnesi föstudaginn 14. apríl kl. 20.30. Annað kvöld í 3ja kvölda keppni. Gengið inn um nyrstu dyr nýja skólans. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarféiag Borgarness. Linotype Fjórar setningartölvur til sölu. Saman eða í sitthvoru lagi. Hægt er að senda texta á milii véla, en eru sjálfstæðar einingar hver um sig. Tölvurnar eru allar í góðu ásigkomulagi og geta tekið á móti texta frá PC tölvum. • 1 stk. CRTronic300setningartölva með útskrift. • 2 stk. CRTronic S 150 setningar- tölvur með viðauka og útskrift. • 1 stk. CRTerminal 150 með við- auka og spjaldi fyrir PC tölvur. • Ennfremur 1 stk. Linokey 2 inn- skriftarborð. • CRTronic prentari. Nánari upplýsingar á Tæknideild gefa Þorgeir og Ari. Tíminn Lynghálsi 9 - Sími 686300 Til sölu Caterpillar D 6 C jarðýta, árg. 77 ekin 6800 vinnustundir. Upplýsingar í síma 95-1179 eftir kl. 20.00. t Eiginmaður minn og faðir okkar Sigurgeir Guðbrandsson bóndi á Heydalsá í Strandasýslu andaðist í Landspítalanum 10. apríl. Halldóra Guðjónsdóttir GuðbjörnSigurgeirsson Guðjón HeiðarSigurgeirsson Guðbrandur ÁsgeirSigurgeirsson Hrólfur Sigurgeirsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.