Tíminn - 12.04.1989, Qupperneq 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 12. apríl 1989
Jón Kristvin Margeirsson, fil. lic.:
188 bíaðsíðna
ritgerð skoðuð
í fyrri hluta greinarinnar var fjallað um þekkingu okkar
á afkomu einokunarverslunarinnar fram til 1772 og
framlag Gísla Gunnarssonar. í seinni hluta greinarinnar
verður fjallað um afkomu einokunarverslunarinnar 1775-
1786 og sett fram gagnrýni á aðferðir Gísla, þ.á m. „mjöl-
og skreiðaraðferðina“.
Tap og gróði í
(slandsversluninni
1775-1786
Árin 1773-1774 er Gísli einn um
hituna, en þegar kemur að Kon-
ungsversluninni síðari, 1774-1787,
gegnir öðru máli. Hér var staða
rannsóknanna þannig, að Jón J.
Aðils hafði í riti sínu, Einokunar-
verslun Dana á íslandi 1602-1787,
lagt fram tölur um afkomuna 1774-
1784. Nú eru auðvitað ýmis dæmi
um það, að Jón J. Aðils hafi rangt
fyrir sér í einokunarsögu sinni, en
ef Gísli Gunnarsson telur eitthvað
athugavert við tölur hans, á hann
auðvitað að sýna fram á það, að
svo sé og skýra það, hvaða villur
Jón hafi gert. En þetta gerir GG
ekki. Hann setur upp sínar eigin
tölur án þess að skeyta um það,
sem stendur í bók Jóns J. Aðils.
(Tölur Jóns eru bls. 656-657 í
Einokunarverzlun Dana á íslandi
og bls. 606 í Historisk Tidsskrift,
1896, en þar birti Jón ritgerð sína:
Den danske regering og den is-
landske monopolhandel.)
Samkvæmt tölum Jóns er af-
koma íslandsverslunarinnar mjög
góð 1775-1781 en eftir það er
mikið og vaxandi tap á versluninni.
í nefndum ritverkum Jóns og enn-
fremur í yfirliti Porkels Jóhannes-
sonar í Sögu íslendinga, 7. bindi,
kemur fram, að orsakir tapsins séu
móðuharðindin, vaxandi tilkostn-
aður í versluninni á íslandi og
verðfall á mörkuðum vegna styrj-
aldarloka úti í heimi.
Gísli fjallar um þetta í 9. kafla í
ritgerð sinni (The trade boom and
the trade collapses 1774-1787) og
þótt hann sé með eigin tölur um
afkomu þessara ára, breytir það
ekki þeirri heildarmynd af afkom-
unni, sem áður var til. Orsakir
tapsins, sem fyrr voru nefndar,
koma einnig fyrir hjá Gísla. Pað er
þannig gamalkunn mynd, sem
Gísli bregður upp, þótt tölurnar
séu ekki hinar sömu og í einokun-
arsögu Jóns J. Aðils.
En hvernig eru þá tölurnar
fengnar? Tölurnar eru í báðum
tilfellum, bæði hjá GG og Jóni,
sóttar í bókhaldsgögn Konungs-
verslunarinnar síðari, nánar tiltek-
ið í höfuðbækur og journala. Jón
hefur stuðst við yfirlit, sem Sunck-
enberg bókhaldari hjá Konungs-
versluninni gerði árið 1786 um
afkomu verslunarinnar fyrir
ísland, en verslunarrekstur Kon-
ungsverslunarinnar síðari náði yfir
fleiri svæði en ísland eitt. Ætla má,
að það hafi verið auðveldara fyrir
bókhaldara hjá þessari verslun að
átta sig á því hvaða liði bar að telja
undir íslandsverslun fyrirtækisins
en Gísla. Sá mismunur er á upp-
gjöri þeirra, að vandalaust er að
sjá, hvernig tölur Sunckenberg eru
teknar upp úr höfuðbókunum og
journölunum. Hann tilgreinir lið-
ina hvern fyrir sig í uppgjöri sínu.
Þessu er nokkuð á annan veg farið
hjá GG. í vissum tilvikum bera
reikningsliðir hans heiti, sem eru
ekki nógu skýr til að séð verði
nákvæmlega, hvað þau merki. Og
Gísli gerir sér ekki það ómak að
greina nákvæmlega frá því, við
hvað hann styðjist, er hann setur
upp tölur við slíka reikningsliði.
Hvað merkir t.d. „specified trade
costs“? Og hvernig fær GG þá
útkomu, að þetta séu 17.778 ríkis-
dalir og 2 skildingar fyrir árið
1774-1775 (reikningsár byrjar 1.
Síðari grein
sept.)? Ef trade cost er ensk þýðing
á því, sem í bókhaldinu er nefnt
„handelsomkostninger", þá munar
miklu á upphæðinni hjá Suncken-
berg og Gísla, því að sá fyrrnefndi
telur „handelsomkostninger“ vera
7850 ríkisdali fyrir íslandsverslun
Konungsverslunarinnar þetta
fyrsta ár. Eru þá fleiri liðir en
„handelsomkostninger“ með í
„trade cost“ hjá Gísla? Ef svo er,
hvaða liðir eru það og hvernig fær
Gísli út töluna 17.1778 ríkisdali í
því samhengi? Margar spurningar
af líku tagi vakna, er maður skoðar
uppgjör Gísla á Konungsverslun-
inni síðari, en hér er ekki hægt að
fara nánar út í þetta sökum pláss-
leysis.
3. kafli í Gíslakveri
3. kafli í bók GG heitir „Price
development of imports and
exports: The monopoly trade’s
profitability". í þessari fyrirsögn
kemur það fram, hvað Gísli ætlar
sér að rannsaka í 3. kafla. Pað er
verðþróun útfluttrar og innfluttrar
vöru og arðsemi einokunarverslun-
arinnar. Sem sagt: Hver var þróun
í verði á út- og innfluttum vörum
1602-1787 og hvernig virkaði þetta
á arðsemi einokunarverslunarinn-
ar. Hér er þess að gæta, að á
íslandi var fast verð frá 1619 á
öllum helstu vörum, sem kaup-
menn keyptu og seldu á verslunar-
stöðunum og giltu um þetta hinar
svonefndu kaupsetningar (hand-
elstakster), sem voru gefnar út sem
konungsúrskurðir. Það er því ekki
verð á íslenskum verslunarstöðum,
sem er til rannsóknar í 3. kafla,
heldur verðið í útlöndum (Dan-
mörk meðtalin).
Þegar þessi kafli er skoðaður, er
rétt að byrja með því að skipta
tímabili einokunarverslunarinnar í
tvennt. Annars vegar höfum við
tímabilið 1602-1732 og hins vegar
tímabilið 1733-1786. Mikill munur
er á þessum tveim tímabilum, þeg-
ar gera skal rannsóknir á einokun-
arversluninni. Hvað seinna tíma-
bilinu viðvíkur erum við vel sett að
því leyti, að meginið af mikilvæg-
ustu gögnunum hefur varðveist úr
bókhaldi verslunarfélaganna á
þessum tíma. Pessi bókhaldsgögn
veita okkur þekkingu á afkomu
verslunarinnar og gera það kleift
að kanna marga þætti í rekstri
verslunarfyrirtækjanna 1733-1786.
Allt öðru máli gegnir um verslun-
ina 1602-1732. Nær öll bókhalds-
gögn verslunarhafanna á þessu
tímabili hafa glatast. Við þekkjum
því ekki afkomu verslunarinnar á
þessum tíma, a.m.k. er staðan
þannig í dag.
Ljóst er, að rétta aðferðin við að
kanna arðsemi fslandsverslunar-
innar 1733-86 er sú að fara yfir
varðveitt bókhaldsgögn verslunar-
innar frá þessu tímabili og nota
þau sem heimildir. Fyrir þetta
tímabil hefur GG reynt að reikna
út eins konar vísitölu innkaupa
(erlendis) og sölu (einnig erlendis)
fyrir vörur í fslandsversluninni og
sett þetta upp sem línurit (bls. 43).
Hér hefur Gísli stuðst við skrár yfir
gangverð á vörum í Danmörku,
„Prices and Wages in Denmark",
eftir Astrid Friis og Kristoff
Glamann, en í þessum skrám eru
ýmsar vörur, sem gengu í íslands-
versluninni. Þessar skrár ná þó
ekki yfir allar vörutegundir í fs-
landsversluninni og hefur Gísli þá
farið í verslunargögnin. Hann
kveðst aðeins hafa notað nokkrar
vörutegundir og látið eina vöruteg-
und gilda fyrir aðrar vörur á sama
sviði. Járn er þannig fulltrúi fyrir
margar vörur („group of commod-
ities“). En hvernig á lesandinn að
taka afstöðu til þess, hvort GG
hefur reiknað rétt? Allan útreikn-
inginn vantar og meira að segja
endanlegar tölur. Einhver staður á
línuritinu er hið eina, sem GG
býður lesandanum upp á. Með
slíkum vinnubrögðum gerir Gísli
sigtortryggilegan. Hanngeturekki
ætlast til þess, að menn fallist á
niðurstöður, sem ekki er hægt að
kanna, hvernig eru fengnar.
En burtséð frá þessu, verður slík
tilraun ekki fyllilega raunhæf,
nema hún sé gerð með þeim hætti,
að miðað sé við raunverð vörunn-
ar, þ.e. það verð, sem verslunarfé-
lagið (verslunarhafi) fær í raun og
veru greitt (útflutt vara) eða þarf
að greiða (innflutt vara til íslands).
Slík verð geta farið langt frá gang-
verði, eins og það er skráð í „Prices
and Wages“. Ennfremur verður
auðvitað að taka allar vörutegundir
með en ekki bara fáeinar, eins og
GG hefur gert og hnitmiða vægi
hverrar vörutegundar við hlut
hennar í heildarafsetningu (eða
heildarinnkaupum). En jafnvel
þótt allt þetta væri fengið og allir
útreikningar yrðu birtir, er ekki
þar með sagt, að við værum komin
með viðskiptakjaralínurit, sem
segði okkur, hvenær verslunin
hefði verið arðvænleg og hvenær
ekki. Ýmsir aðrir þættir höfðu
áhrif á afkomuna og samsetning
þeirra þátta er ekki alltaf hin sama.
Sú samsetning var breytileg eftir
aðstæðum og tímabilum. Hér má
t.d. nefna verslunarleiguna. Öll
einkafyrirtæki, sem höfðu verslun-
ina með höndum, greiddu leigu af
versluninni og hún gat verið afar
breytileg. Pá má nefna styrjaldir,
en þær gátu orkað ýmist til tjóns
fyrir verslunina eða þá haft jákvæð
áhrif á hana. Margt fleira kemur
hér til greina, svo sem vanhöld á
skipum og förmum og misjafnlega
erfið greiðslustaða viðskiptavina á
íslandi, sem ekki er ástæða til að
fara nánar út í hér.
Lítum nú á fyrra tímabilið, '
1602-1732. Hér höfum við bókhald
verslunarfyrirtækjanna ekki varð-
veitt og það mætti hugsa sér, að
uppsetning á línuriti um viðskipta-
kjör íslandsverslunarinnar á þessu
tímabili gæti gefið gagnlegar vís-
bendingar um afkomuna, ef hægt
væri á annað borð að setja slíkt
línurit upp. En því er nú bara til að
svara, að Gísli Gunnarsson birtir
ekki línurit í 3. kafla, sem sýnir
viðskiptakjör íslandsverslunarinn-
ar 1602-1732. í þessum kafla er þó
margt línurita og í einu þeirra, á
bls. 37, má segja, að hann geri
einhverja tilraun til að nálgast
viðfangsefnið ofurlítið. Á þessari
blaðsíðu sýnir hann okkur línurit
yfír þorskverð mælt í korni fyrir
England 1400-1700, Holland
1520-1800, Wúrzburg í Þýskalandi
1600-1790, Nýju Kastilíu 1651-
1800 og Kaupmannahöfn 1721-
1800. Hér vantar auðvitað Kaup-
mannahöfn 1602-1720 og Ham-
borg 1632-1732, ef þetta línurit á
að segja okkur eitthvað um við-
skiptakjör íslandsverslunarinnar á
nefndu tímabili. Par að auki vantar
allar aðrar vörur en skreið og rúg í
þessa tilraun Gísla Gunnarssonar
og það er auðvitað ekki nóg að
taka einungis tvær vörutegundir
með, þótt önnur þeirra, skreiðin,
sé vissulega þýðingarmesta varan í
fslandsversluninni.
Mikið í þessum kafla virðist mér
vera útúrdúrar og uppfyllingarefni.
Sem uppfyllingarefni má t.d. nefna
þann hluta kaflans, sem merktur er
3,6. Þessi hluti heitir „Foreign
fishermen. Illicit trade and the
profitable exchange ratio tobacco/
stockings". Þetta er auðvitað óvið-
komandi umræddu viðfangsefni
(rannsóknarefni) kaflans og reynd-
ar var það Jón J. Aðils (og fleiri)
sem rannsakaði þetta (ólögleg
verslun og hagstæð vöruskipti, tób-
ak/prjónles) á undan Gísla Gunn-
arssyni. Gísli hefði átt að gera
grein fyrir þessu, fyrst hann er að
setja umfjöllun um þetta inn í 3.
kafla.
Annað dæmi um uppfyllingar-
efni er úr þeim hluta kaflans, sem
merktur er með 3,3. og er nefndur
„The money prices and the quality
of the rye imports to Iceland“.
Gæði á innfluttum rúgi skipta auð-
vitað engu fyrir margnefnda
rannsókn, en fyrst GG er að skrifa
um þetta, á hann auðvitað að geta
um rannsóknir Jóns J. Aðils á
gæðum innfluttrar vöru, þ.á m.
rúgs.
Almennt um aðferðir
í doktorsritgerð sinni er Gísli
Gunnarsson oftast að fást við við-
fangsefni, sem aðrir hafa rannsak-
að á undan honum, en það má
heita fastur liður í aðferð hans, að
hann sleppir því að gera grein fyrir
fyrri rannsóknum. Þetta er auðvit-
að röng aðferð hjá Gísla. Hann á
að hefja rannsókn sína með því að
gera grein fyrir undangengnum
rannsóknum og setja síðan upp
rannsóknarspurningu í framhaldi
af slíkri greinargerð. Annað atriði
í aðferð Gísla er það, að hann er
stundum ósammála því, sem fyrri
rannsóknarmenn hafa haldið fram,
en hleypur frá því verkefni að sýna
fram á það, að þeir hafi á röngu að
standa. Þetta er röng aðferð hjá
Gísla. Hann á að sýna fram á það
með rannsókn, að fyrri rannsókn-
armaður hafi haft rangt fyrir sér, ef
hann telur svo vera og í framhaldi
af því á hann svo að finna rétt svar
við þeirri rannsóknarspurningu,
sem hann telur, að fyrri rannsókú-
armaður hafi svarað rangt.
Mikið er um það í bók Gísla, að
einungis sé nefnd niðurstaðan af
rannsókn og lesandanum þannig
gert ókleift að mynda sér skoðun á
því, hvort hún (niðurstaðan) sé
rétt. Dæmi hafa verið nefnd um
þetta í þessari grein. Slíkt er auð-
vitað með öllu ótækt. Gísli verður
að sætta sig við það, að lesandinn
vilji sjá hvernig niðurstöður hans
eru fengnar, og hafni þeim, nema
hann leggi fram allar forsendumar
og gangi þannig frá verki sínu, að
hægt sé að prófa rannsóknina í
öllum liðum hennar. Og þá er líka
nauðsynlegt að gera tilvitnanir bet-
ur úr garði. Það er ekki nóg að
vitna í skjalaskrá, svo dæmi sé
tekið. Nafn á heimild og blaðsíðu-
tal þarf að fylgja. í töflu, sem
inniheldur t.d. 10-20 tölur, þarf
tilvísanir, sem gera það auðvelt að
prófa hverja einustu tölu.
Misheppnuð aðferð
Rannsóknarefni Gísla Gunnars-
sonar samkvæmt áðurnefndu við-
tali við hann í Þjóðviljanum „Á
leið til sósíalisma með eflingu ein-
okunarauðvalds" var uppgjör á
gróða einokunarverslunarinnar.
Við þetta uppgjör hugðist hann
nota sérstaka aðferð, sem við Gísli
tókum til umræðu í nokkrum grein-
um í Morgunblaðinu 1975-76 eins
og þegar hefur komið fram í þessari
grein. Ég leyfði mér að nefna þessa
aðferð mjöl- og skreiðaraðferðina
sökum þess hlutverks sem þessar
vörur gegndu, en GG ætlaði að
reikna gróðann út með því að miða
við þessar vörur.
Mjöl- og skreiðaraðferðin felst í
könnun á verði á mjöli og skreið
og breytingum á því og ályktunum
út frá því, hver afkoman hafi verið.
Gísli treysti ekki á bókhald Hör-
mangarafélagsins né annarra versl-
unarfélaga og leit því svo á, að nær
væri að kanna afkomuna með mjöl-
og skreiðaraðferðinni. 1 skoðana-
skiptum okkar Gísla 1975-76 bað
ég hann að sýna þessa aðferð og
hvernig henni væri beitt. Ég tók
dæmi um afkomu samkvæmt reikn-
ingum verslunarfélaganna og:
spurði hann hver afkoman væri
samkvæmt mjöl- og skreiðarað-
ferðinni. Það varð fátt um svör
af hálfu Gísla. Hann taldi, að það
þyrfti einhverja áratugi til að unnt
væri að beita aðferðinni.
Nú hefur Gísli svarað með bók-
inni. En honum hefur ekki tekist
að beita mjöl- og skreiðaraðferð-
inni þannig, að það bæri árangur.
Gísla hefur þannig mistekist að
sýna fram á gildi þessarar aðferðar.
Þess vegna er ritgerð hans mis-
heppnuð sem rannsókn.
Framsetningar-
sagnfræði eða vísinda-
leg rannsókn
Mest af því, sem ritað er um
sagnfræði á Islandi, er framsetning-
arsagnfræði og ef bók Gísla Gunn-
arssonar væri dæmd sem slík,
kæmu önnur atriði til álita en þau,
sem hér hafa verið dregin fram. En
Gísli Gunnarsson hefur sjálfur
kveðið upp úr með það, hvernig
ritgerð hans skuli dæmd. Hann
hefur lagt hana fram sem doktors-
ritgerð og þar með gert tilkall til
þess, að hún sé dæmd sem vísinda-
leg rannsókn.