Tíminn - 12.04.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.04.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn Miðvikudagur 12. apríl 1989 - Ég vona bara að þú þurfir ekki að liggja lengi hérna.. -Hérna er bréf til mín, góða, má ég opna það? - María, hvað hefur gert við öll herskipin mín?! - Þú þarft ekki að koma, Anna mín, ég er búinn að vinna þig aftur... - Mamma, hvernig farið þið pabbi að því aðrífast þegarég erbúinn að læra að stafa? - Nú skaltu bara slaka á og þá finnurðu ekki fyrir sprautinni... - Af hverju færðu aldrei „höfuðverk" eins og annað kvenfólk..? - Ég tapa heilmiklum peningum á því að hafa ykkur tvíburasysturnar við afgreiðslu á barnum: Kúnnarnir halda að þeir séu þegar farnir að sjá tvöfalt... KVIKMYNDIR íllllllllllllllillllM Regnboginn: Og svo kom regnið Fín frönsk filma Franska kvikmyndin „ Og svo kom regnið", sem sýnd er þessa dagana í Regnboganum kom undirrituðum, sem til þessa hefur ekki fundið mikið sér til skemmt- unar í frönskum kvikmyndum, mjög á óvart. Myndin cr hin ágæt- asta skemmtun, ekki gallalaus, en í henni er góður húmor. Myndin fjallar um tvo bræður, annan dálítið vangefinn, og konu eina, dálítið létta á bárunni, sem annar bróðirinn fékk í skiptum fyrir kanínukjötstutlu. Móðir þeirra bræðra er nýlátin og lét cftir sig hús í litlum frönskum bæ. Bræðurnir ásamt konunni góðu hafa hugsað sér að búa þar og eiga góða daga, en sitt hvoru megin við húsið eru tvö verkstæði í eigu Voke-bræðra og vilja þeir fyrir alla muni eignast luisið til að opna þar skyndibitastað. En bræðurnir neita að selja og árekstrar milli hags- munaaðila verða æ fleiri og reyna Voke bræður með öllum ráðum að ná í húsið og undir lok myndarinn- ar dregur til tíðinda í þessu venju- lega lokauppgjörsatriði. Leikarinn Jacques Villeret, sem leikur bróðurinn vangefna, fer hreinlega á kostum í myndinni og leikur frábærlega og er það ekki ofsögum sagt. Með góðu látbragði, eðlilegum svipbrigðum og hnyttn- um tilsvörum heldur hann áhorf- andanum við efnið og gerir mynd- ina að hinni ágætustu skemmtun. Aðrir leikarar í myndinni eiga ekkert sérstakan dag, en skcmma nú ekkert fyrir. En þó finnst undir- rituðum klaufalegt hvernig brjóst stúlkunnar greiðviknu og lögulegu eru hvað eftir annað dregin í sviösljósið við hin ýmsustu tæki- færi, allt er gott í hófi. Myndin var ágæt afþreying á leiðinlegum sunnudags-rigningar- eftirmiðdegi og fyrir það gef ég myndinni tvær og hálfa stjörnu. Pétur Sigurðsson llllllllllll DAGBÓK ' Ljóðakvöld í Nýhöfn I kvöld, miðvikud. 12. apríl kl. 20:30, verður haldið Ijóðakvöld í listasal Ný- hafnar að Hafnarstræti 18, en þar stendur nú yfir sýning á lágmyndum cftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Að venju koma fram bæði óþekkt skáld og önnur þekktari. bau sem lesa úr verkum sínum eru Nína Björk Árnadóttir, sem flytur þýðingar sínar á verkum danskra höfunda. Þorgeir Þorgeirsson, en hann mun m.a. lesa úr þýðingum sínum á Federico Garcia Lorca. Þá lesa ljóð sín: Hansína Ingólfs- dóttir, Einar Már Guðmundsson, Friðrik Guðni Þorleifsson, Gunnar Kristinsson, Guðrún Guðlaugsdóttir, Björg Einars- dóttir flytur áður óbirt ljóð cftir Oddnýju Kristjánsdóttur í Ferjunesi og Elísabet Jökulsdóttir. Kynnir er Ari Gísli Braga- son. Kaffiveitingar eru í hléi. Myndakvöld Ferðafélags íslands Miðvikudaginn 12. aprílverðurmynda- kvöld á vegum F.í. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, og hefst það kl. 20:30 stundvíslega. Á dagskrá verður: 1) Sigurður G. Tómasson, útvarpsmað- ur sýnir myndir og kort frá Reykjanes- skaga og spjallar um fáfarnar slóðir. Ferðafélagið skipuleggur dagsferðir um Reykjanesskaga allt árið um kring. 2) Þorvaldur Örn Árnason og Jóhanna B. Magnúsdóttir segja í máli og ntyndum frá skíðagönguferð Ferðafélagsins um síðustu páska. Ferðinni var heitið til Landmannalauga, en vegna ófærðar var snúið við og haldið til Þórsmerkur á gönguskíðum. Kaffiveitingar í hléi. Allir velkomnir, félagar og aðrir (aðg. 150 kr.). Ferðafélag íslands Landmannalaugar Skíðagönguferð 20.-23. apríl Ekiö að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum til Landmannalauga (25 km). Tveggja daga dvöl í Laugum. Gist í sæluhúsi F. í. Ferðafélagið sér um flutning á farangri til og frá Landmannalaugum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins. Ferðafélag íslands írsk tónlist á HÓTEL B0RG og í SJALLANUM (rska hljómsveitin Kiarmuid 0‘Leary & the BARDS heldur ferna tónleika hér á landi á næstunni. Miövikudaginn 12. apríl og sunnudag- inn 16. apríl leikur hljómsveitin á Hótel Borg í Reykjavík, en fímmtudaginn 13. apríl og föstudaginn 14. apríl í Sjallanum á Akureyri. Diarmuid O'Leary & the BARDS leikur þjóðlagatónlist með nútímalegu ívafi. Hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda á írlandi og plötur hennar orðið söluhæstu hljómplötur þar í landi. Hljómsveitin hefur oft komið fram í írsku og bresku sjónvarpi og hún farið í margar hljómleikaferðir, m.a. til Banda- ríkjanna og Kanada. Digranessprestakall Kirkjufélagsfundur verður annað kvöld fimmtudag kl. 20:30 í safnaðarhcimilinu við Bjarnhólastíg. Hermann Lundholm les sögu, sem hann hefur þýtt úr esperanto. Jóhanna Björns- dóttir sýnir myndir. Kaffiveitingar. Helgi- stund. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag Iaganema veitir ókeypis lögfræðiaöstoö á fimmtudögum frá kl. 19.30-22.00, í síma 1 10 12. Félagsfundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 13. apríl kl. 20:30 í Félags- heimilinu. Gestur fundarinsverður Krist- ín Gestsdóttir. Hún mun sýna smáveislu- rétti. Konur mætið. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins Fjórðu og fimmtu tónleikar á starfsár- inu 1988-'89 Kammermúsíklúbbsins verða mánudaginn 17. apríl og föstudag- inn 21. apríl kl. 20:30 í Bústaðakirkju Þar leikur Sinnhoffer-kvartettinn frá Munchen. Hann leikur hér á landi í sjötta sinn. Fyrst kom hann hingað 1977 á 150. ártíð Beethovens til þess að taka þátt í hcildarflutningi á strengjakvartettum hans. ( Bústaðakirkju 17. apríl flytur Sinn- hoffer-kvartettinn Strengjakvartett eftir Robert Schmann (1810-1856) og Ingo Sinnhoffer (f. 1936). Síðast á efnisskrá er svo Strengjakvartett eftir Ludwig van Beethoven(1770-1827). í Bústaðakirkju 21. apríl er á cfnisskrá strengjakvartett nr. 1 eftir Leos Janácék (1854-1928), strengjakvartett í As-dúr eftir Antonin Dvorák (1841-1904) og síðast strengjakvartett í f-moll eftir Beet- hoven. Petri Sakari hljómsvcitarstjóri Sinfóníuhljómsveit íslands: TÓNLIST FYRIR H0RN 13. áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands verða haldnir í Háskóla- bíói fimmtud. 13. apríl og hefjast kl. 20:30. Einleikari verður breski horn- leikarinn Ifor James og hljómsveitarstjóri Petri Sakari. aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsvcitarinnar. Á efnisskrá verða þessi verk: Sinfónía nr. 35 „Haffner" eftir Mozart, Konsert fyrir piccolohorn eftir Neruda, Horn- konsert eftir Gordon Jacob og Bachianas Brasileiras nr. 2 eftir Villa-Lobos. Ifor James hornleikari fæddist 1931 í Carlisle á Englandi. Faðir hans var hljóð- færaleikari en móðir hans söngkona. Aðeins fjögurra ára gamall hóf hann að spila á horn í lúðrasveit, en þrentur árum síðar spilaði hann í leikhúsi. Um skeið var hann organisti dómkirkjunnar í Car- lisle, en um tvítugt tók hann aftur til við að spila á horn. Hann hefur spilað í kammersveitum, fílharmóníuhljómsveit- um og og veriö prófessor við tónlistarhá- skóla, nú síðast við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Á meðan á dvöl hans stendur hér mun hann halda „mast- erclass" fyrir nokkra hornleikara hérlend- is. Ifor James er einnig tónskáld og hefur samið verk bæði fyrir horn og önnur hljóðfæri. Petri Sakaria er þrítugur og hefur á stuttum ferli sínunt getið sér gott orð. Hann nam hljómsveitarstjórn hjá Jorma Panula við Síbelíusar-akademíuna í Hels- inki. Einnig er Petri Sakari fiðluleikari og lék sem slíkur um tíma með Útvarps- hljómsveitinni í Helsinki. Hann hefur í vetur auk starfa sinna hér stjórnað sinfón- íuhljómsveitum á Norðurlöndum og farið í tónleikaferðir með kammersveitum. Ásgrímssafn Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaöa- stræti 74 er opið á sunnudögum, þriöju- dögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13:30- 16:00. Pennavinur: Franskur námsmaður óskar eftir sumarvist á íslandi Borist hefur bréf frá frönskum náms- manni, sem hefur áætlað að ferðast til íslands í júlí eða ágúst á komandi sumri. Hann Richard, sem er 20 ára, langar til að fá sumarvist (n.k. au pair-vist) hjá íslenskri fjölskyldu, annað hvort í sveit eða í bæ. Richard vonast eftir bréfi frá einhverj- um á íslandi sem vildi taka hann f einhvern tíma í sumar. Utanáskrift til hans er: Richard Olivier 8 RUE DES LUTINS 17300 ROCHEFORT FRANCE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.