Tíminn - 15.04.1989, Síða 7

Tíminn - 15.04.1989, Síða 7
'L'augardagur15. aprH -1989 TíWihhT f jp Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir í hreinskilnislegu viðtali um málefni Borgaraflokksins: I sandkassaleik? Borgaraflokkurinn stendur á tímamótum eftir að Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jonsson klufu hann í vikunni. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir einn af þingmönnum hans er í helgarviðtali að þessu sinni og er ómyrk í máli um sína fyrrverandi samstarfs- menn „fótboltafeðgana" og Hreggvið Jónsson. „Er hægt að vinna eins og þessir menn hafa gert í seinni tíð,“ spyr Aðalheiður. „Á flokkurinn að reyna að hafa áhrif á stjórn landsins, eða á hann að vera einhvers konar sandkassaleikvöllur?“ Ingi Björn og Hreggviður settu það sem eitt af skilyrðunum fyrir að ganga aftur til liðs við Borgara- flokkinn að Aðalheiður og Óli Þ. Guðbjartsson undirrituðu, ásamt öðrum þingmönnum flokksins, afsökunarbeiðni á eigin gerðum í vetur. Um þetta segir Aðalheiður: „Þegar ég var ung, á 4. áratugnum, heyrði ég eldri kommúnista tala um að á fyrstu árum kommúnistaflokksins voru menn alltaf að biðjast afsökunar á að þeir hefðu gert hitt og þetta sem ekki passaði við flokkinn og síðan voru þeir endurreistir. Þessir gömlu kommar sem ég þekkti hlógu að þessu og sögðu að þetta hefði verið barnasjúkdómur kommúnismans. Ég veit ekki hvort þessir tveir félagar mínir eru haldnir einhverjum barnasjúkdómi. Ég held að þeir þyrftu þá að fara að losna við hann.“ Við höfum sýnt heilmikið langlundargeð „Það segir sig sjálft að sú framkoma sem Albert hefur sýnt okkur í vetur og þau ummæli er hann hefur haft um okkur opinberlega, særa mann óneitan- lega. Við tókum hins vegar í samein- ingu þá afstöðu að standa ekki í deilum við hann. Ef þessi deilugirni gengur í erfðir getum við ekki þagað endalaust. Það var hins vegar mjög erfitt að taka öllum yfirlýsingum Alberts þegjandi. En við höfðum nú einu sinni myndað flokkinn utan um þennan mann og vildum að hann færi í friði og ég held að við höfum satt að segja sýnt heilmik- ið langlundargeð. Kannski gerðum við okkur ekki grein fyrir hvað var að gerast og hvað um okkur var sagt í þessu sambandi. Við gerðum okkur alls ekki grein fyrir þeim ráðagerðum sem bjuggu að baki brottför þeirra Inga Björns og Hreggviðs. Ég get ekki ímyndað mér að neinn efist um að þetta var löngu fyrirfram ráðgert að þeir yfirgæfu flokkinn á einhvern hátt. Ýmsir höfðu ætlað það að þeir færu beint inn í Sjálfstæðisflokkinn, en kannski hafa sjálfstæðismenn ekki ver- ið allt of fúsir að fá þá. En ég held að það dyljist engum að þetta var ákveðið áður en Albert fór til Parísar. Ég vonaðist til þess eins og aðrir að þegar Albert væri farinn, þá kæmu drengirnir aftur, en þeir völdu þennan kostinn.“ Albert vildi koma Inga Birni til áhrifa í flokknum „Þegar Albert lét af formennsku vildi hann gera Inga Björn að formanni flokksins. Það var ekki hægt. Við höfðum kosið Júlíus Sólnes varafor- mann á landsfundi og hann gekk að sjálfsögðu upp sem formaður. Þá vildi Albert gera Inga Björn að formanni þingflokksins. Þar var það sama uppi á teningnum, Óli Þ.Guðbjartsson var rétt kjörinn varaformaður þingflokks- ins. Þá átti að gera Inga Björn að varaformanni flokksins, ég sjálf hafði ekkert við það að athuga, en það höfðu ýmsir aðrir sitt hvað við það að athuga og þess vegna var kosningu varafor- manns frestað. Ég geri ráð fyrir að þeir feðgar hafi móðgast við þetta, en svona ganga mál bara ekki fyrir sig í lýðræðis- legum stjórnmálasamtökum.“ Vildi leggja flokkinn niður þegar hann færi „Þegar skattafrumvörpin voru til af- greiðslu í þinginu í vetur, hefði verið hægur vandi fyrir okkur að fá á þeim ýmsar breytingar, s.s. eins og taka meira tillit til þeirra sem lifa eingöngu á eftirlaunum. Þetta var ekki reynt. Eg spurði Albert persónulega að því á þeim þingflokksfundi sem við ákváðum að sitja hjá, hvað hann vildi? Hann sagðist vilja kosningar. Svar hans sann- færði mig um það sem mig hafði grunað að Albert vildi leggja Borgaraflokkinn niður um leið og hann færi til Parísar. Að fara út í kosningar eins og á stóð um áramótin, hefði ekki þýtt annað en dauðadóm yfir Borgaraflokknum. Þetta réði ekki úrslitum um afstöðu mína í atkvæðagreiðslunum. Það komu engar aðrar tillögur fram og eins og ástandið var í efnahagsmálum og út um byggðir landsins, varð eitthvað að gera. Það varð ekki heldur hjá því komist að þær aðgerðir yrðu erfiðar. Ég mun í framtíðinni taica afstöðu í hverju máli fyrir sig eftir minni bestu sannfæringu, en hins vegar er ég mótfallin því að taka afstöðu með stjórninni án þess að hafa áhrif á framvindu mála.“ Ég tróð mér ekki inn í Borgaraflokkinn „Það er stundum ýjað að því, eftir því sem mér skilst, að ég hafi haft annan bakgrunn en aðrir frambjóðend- ur Borgaraflokksins. Ég kom inn í hópinn úr verkalýðsstétt og villti ekki á mér heimildir og tróð mér svo sannar- lega ekki inn því ég var beðin um þetta af börnum Alberts og hafði mjög lítinn frest til umhugsunar. Við Albert vorum kunningjar og höfðum starfað saman að ýmsum góðgerðarmálum, en sem leiðtoga þekkti ég hann ekkert. Ég hef alltaf verið og mun alltaf verða í verkalýðsstétt og hef aldrei verið í neinum samböndum á auðmannamark- aði. Ég varð ekki vör við að það fólk sem fylgdi mér væri á neinn hátt afþakkað.“ Albert óskaði eftir að Óli Þ. greiddi stjórninni atkvæði líka - Stóð Borgaraflokkurinn allur að því að koma tekjuöflunarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar í gegnum þingið urn síðustu áramót? „Albert Guðmundsson lagði mikla áherslu á að ná fram einhverjum breyt- ingum á bráðabirgðalögunum. Það hafði sýnt sig að stjórnin hafði ekki meirihluta í neðri deild og hann taldi að það kæmi sér mjög illa fyrir forseta íslands ef bráðabirgðalögin yrðu felld. Við fengum fram mikilsverðar breyt- ingar á bráðabirgðalögunum, þegar það var ljóst að svo yrði var málið tekið fyrir á þingflokksfundi þar sem meiri- hluti þingmanna Boraraflokksins sam- þykkti að sitja hjá við atkvæðagreiðsl- ur. Albert var á móti þessu, en óskaði hins vegar eftir því, ef ég ætlaði að greiða atkvæði með stjórninni, að Óli Þ. Guðbjartsson gerði það líka. Seinna þegar bráðabirgðalögin voru endanlega afgreidd sat allur flokkurinn hjá, nema Hreggviður Jónsson." - Eftir þetta fer Borgaraflokkurinn út í viðræður við ríkisstjórnina um hugsanlegt samstarf... „Já og Albert var það kunnugt alveg frá byrjun. Hins vegar brást hann illa við því þegar á átti að herða og vildi ekki taka þátt í þeim. Ingi Björn sonur hans tók aftur fullan þátt í viðræðunum og átti sæti í viðræðunefndinni. Hann reyndist alls ekki heppilegur þar, var með stöðugar yfirlýsingar í fjölmiðlum um að þessar viðræður væru dauða- dæmdar og vonlausar. Það virðist sem það hafi orðið ákveðin stefnubreyting hjá þeim feðgum í janúar. Stefnubreyt- ingin er ekki hjá okkur, heldur hjá þeim. Á síðasta hausti þegar verið var að mynda stjórn, var því lýst yfir einróma af hálfu Borgarflokksins að við tækjum þátt í viðræðum við hvern sem væri. Albert segir sjálfur í viðtali við DV á þessum tíma að upp úr viðræðum við stjórnarflokkana hafi stlitnað vegna óbilgirni Ólafs Ragnars. Hann segir það þjóðarskömm að Al- þýðubandalagið skuli koma í veg fyrir að hér skuli mynduð meirihlutastjórn, „þó að málefnaleg samstaða væri fyrir hendi“.“ Leynilegar viðræður Alberts við Sjálfstæðisflokkinn? - Hvernig stendur á þessari stefnu- breytingu hjá Albert Guðmundssyni og hans mönnum innan flokksins? „Á því hefur ekki fengist skýring og ef til vill fæst hún aldrei. Ég neita því ekki að ýmsar sögusagnir ganga um leynilegár samningaviðræður við Sjálf- stæðisflokkinn. Ég vil ekki byggja á sögusögnum. Tíminn verður bara að leiða í ljós hvernig á þessu stendur. Vafalaust kæmi það sér vel fyrir Sjálfstæðisflokk- inn ef Borgaraflokkurinn liði undir lok. Mér hafa fundist vinnubrögð þeirra í vetur öll miðast við það að tortíma okkur. Albert hefur ítrekað afneitað flokknum og okkur sem að þessu stóðum með honum og lýst yfir ást sinni á Sjálfstæðisflokknum og að hann mundi kjósa sinn gamla flokk ef hann ætti þess kost að kjósa í dag. Ég sé ekki betur en að Ingi Björn hafi gert það líka. Við því er ekkert að segja, en það er hins vegar alrangt að kenna þar um stefnubreytingu hjá okkur. Ég greiddi atkvæði sem einstaklingur og fór eftir minni sannfæringu. Ég taldi mig ekki brotlega við Borgaraflokkinn, vegna þess að þegar við í upphafi tókum til starfa sent þingflokkur gerð- um við okkur öll grein fyrir því að þetta var mjög breiður hópur. Albert kom þá fram með tillögu sem ég felldi mig ákaflega vel við. Hún var sú að við stæðum saman í atkvæðagreiðslum og við afgreiðslu mála, svo lengi sem við gætum. Ef einhver einn eða fleiri treysti sér ekki til að standa að því, þá hefði hann sitt frelsi sem einstaklingur átölulaust af hinum.“ Þess krafist að flokkurinn berði niður einstaklinginn - Hver urðu viðbrögðin við skilmál- um Inga Björns og Hreggviðs þegar þeir bárust inn á borð þingflokksins? „Þeirra skilmálum var hafnað ein- róma af þeim fimm þingmönnum sem alltaf mættu, auk fjögurra varaþing- manna sem voru viðstaddir. Þetta var talið brjóta í bága við alla grundvallar- stefnu flokksins. Ég bendi á að Borg- araflokkurinn var stofnaður, vegna þess að við töldum að brotið væri gróflega á einstaklingi og þarna var þess krafist að flokkurinn sjálfur gengi fram í því að berja niður einstakling- inn. Við sáum ekkert frá þeim eða heyrðum fyrr en þetta, nema það sem við heyrðum í fjölmiðlum.“ - Beitti Albert ykkur fjárhagslegum þrýstingi í byrjun febrúar, til þess að ná sínum sjónarmiðum fram? „Nei það gerði hann ekki beint. Hann beitti sér fyrir því að greiðslur til þingflokksins af því fé sem þingflokk- unum er úthlutað, voru stöðvaðar. Hann fékk því framgengt að ríkisfé- hirðir stöðvaði þær greiðslur til okkar og tilkynnti jafnhliða að hann mundi ef til vill stofna nýjan þingflokk. Það stóðst ekki þar sem hann hafði þá látið af formennsku Borgaraflokksins.“ Fer ekki aftur í framboð - Hvernig er með ykkur hin sem eftir eruð í Borgaraflokknum. Náið þið vel saman? „Samstarf okkar hefur verið með ágætum. Við verðum auðvitað að taka á á næstunni og endurskipuleggja starfið, ef við ætlum að vera áfram til sem flokkur. Ég geri ráð fyrir að þessi mál verði tekin fyrir á fundi aðalstjórn- ar þann 22. þessa mánaðar. Varðandi mína pólitísku framtíð, þá býst ég við að fara út úr pólitík þegar næst verður kosið. Ég á ekki von á því að ég bjóði mig aftur fram. Að vissu leyti hefur verið gaman að því að sitja á Alþingi. Þetta er viss lífsreynsla. Ég hef litlu safnað nema lífsreynslu um ævina.“ Árni Gunnarsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.